Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 31 Ingibjörg Björnsdóttir er 91 árs. Hún ólst upp í torfbæ í Skaga- firði, þar sem allt var þrifið hátt og lágt fyrir jólin. Stundum var kálfi slátrað rétt fyrir jól og þá þurfti að grafa hann í snjó- inn til að varðveita kjötið. Pabbi hennar skar laufabrauð af mikilli snilld út með vasahnífnum sínum. Mamma hennar lagði kapp á að öll börnin fengju nýja flík fyrir jólin. GEYMDU KJÖTIÐ Í SNJÓNUM Ingibjörg Björnsdóttir er fædd árið 1918 í Skagafirði og alin upp á bænum Fagranesi á Reykjaströnd. Hún ólst upp í torfbæ, þar sem jólin voru með heldur öðru sniði en þekkist nú. Sérstök áhersla var lögð á að börnin færu ekki í jóla- köttinn. „Jól voru jól og við hlökk- uðum mikið til jólanna, þótt það færi ekki eins mikið fyrir þeim og núna. Það var alltaf siður á með- an ég var að alast upp, og áreið- anlega löngu fyrir þann tíma, að allir fengu nýja flík fyrir jólin, það sagði mamma og hún keppti að því að við krakkarnir fengjum ný föt. Fósturbróðir minn fékk nýjar buxur eða peysu en við stelpurnar fengum nýjan kjól.“ Það var ekki auðvelt verk að þrífa torfbæ, en hann var engu að síður þrifinn í hólf og gólf. „Torf- bærinn var sópaður hátt og lágt, það var sópað meðal annars úr rjáfrinu ef eitthvað var. Það var reynt að gera allt eins þrifalegt og hægt var. Í þessum baðstofum var skarsúð og hún hafði þann kost að það lak síður inn um hana. Gólfið þurftum við að sandskúra sérstak- lega,“ segir hún, en með þeirri að- ferð var sóttur sandur niður í fjöru og hann borinn á gólfið, síðan var honum nuddað í gólfið og að lok- um þurrkað vel yfir. Hvítu trégólfin í baðstofunni voru ákaflega falleg eftir sandskúrun, segir Ingibjörg. Kálfi slátrað fyrir jól Eins og á flestum íslenskum heim- ilum á þriðja áratugnum var hangi- kjötslæri á boðstólum á aðfanga- dagskvöld. „En það kom fyrir, ef þannig stóð á burði hjá einhverri kú, að kálfur var látinn lifa eitthvað lengur og honum slátrað ekki löngu fyrir jól. Þá fengum við nýtt kjöt og það var steikt. Meðlætið var brún- aðar kartöflur með steikta kjötinu. Annars var búinn til jafningur líkt og núna er. Ég man ekki eftir rauð- káli með hangikjöti fyrr en ég var orðin fullorðin.“ Ef kálfi var slátrað skömmu fyr- ir jól var ekki hægt að setja hann í frystinn líkt og nú er gert. Þá voru góð ráð dýr. „Stundum var snjór og þá fór hann pabbi með nýja kjötið í laut í túninu sem snjóaði oft í og var lengi snjór í. Þar gróf hann dá- lítið djúpa gröf og setti kjötið ofan í. Svona var reynt að geyma nýmetið. Þetta var eina ráðið, fólkið bjargaði sér eins vel og hægt var. Ég dáist að því enn þann dag í dag, sem harð- fullorðin manneskja, hvað fólk gat bjargað sér vel við þessar aðstæð- ur. Síðan þurfti að passa þetta vel til að skepnurnar kæmust ekki í það. Fyrst og fremst að hundarnir græfu kjötið ekki upp. Þeir voru magnaðir að finna lyktina,“ segir hún og hlær. Laufabrauðið skorið út Einn siður sem var á mörgum bæj- um var að gera laufabrauð. Í torf- bænum kepptist heimilisfólkið við þá list. „Það var búið til úr hveiti og kannski aðeins pínulitlu bætt við af rúgmjöli svo það væri betra að skera það. Kakan var lögð á fjöl og þá var skorið út. Það gerði nú faðir minn heitinn með vasahnífnum sínum mest og best. Þetta var fallegt, en vandinn var að láta þetta ekki af- lagast í steikingu. Á þeim tíma höfð- um við ekki aðra feiti á mínu heimili en tólg og þá varð brauðið hart. En við fengum allavega falleg útskorin brauð. Það var svo látinn pínulítill sykur á þetta, annars var móðir mín alltaf dálítið spör á sykurinn því hún stóð í þeirri meiningu að hann væri óhollur. Ég lifi enn í dag, 91 árs og ákaflega heilsuhraust, ekki varð mér meint af þessu.“ valgeir@dv.is Ingibjörg Björnsdóttir „En það kom fyrir, ef þannig stóð á burði hjá einhverri kú, að kálfur var látinn lifa eitthvað lengur og honum slátrað ekki löngu fyrir jól. Þá fengum við nýtt kjöt og það var steikt. Meðlætið var brúnaðar kartöflur með steikta kjötinu.“ „Á þeim tíma höfðum við ekki aðra feiti á mínu heimili en tólg og þá varð brauðið hart. En við fengum allavega falleg útskorin brauð. Njótum aðventunnar saman 2 dálkar = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12-18, Opið á laugard. til jóla frá 12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið Æskuminningar Flosa Ómótstæðilegur húmor – leiftrandi háð. Besta bók Flosa Ólafssonar. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Sægreifinn - Geirsgötu 8 - 101 Reykjavík - Sími: 553 1500 Sægreifinn Skötuveisla á Sægreifanum á Þorláksmessu, 1.700 kr. á mann. Erum einnig með reyktan ál, síld og jólahumar (takmarkað magn) fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.