Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 26
UM JÓLAHÁTÍÐ ANTÍGÓNA Í ÚTVARPSLEIKHÚSINU Antígóna eftir Sófókles verður flutt í Útvarpsleikhúsinu á sunnudaginn, þriðja degi jóla, klukkan 14. Um er að ræða nýja uppfærslu í samvinnu við LHÍ. Leikritið er talið vera skrifað 422 f.Kr. og er nú flutt til að heiðra minningu þýðandans, Helga Hálfdanarsonar, sem lést fyrr á árinu. Leikstjóri er Sigurður Skúlason en með aðalhlutverk fara Jóhann Sigurð- arsson sem Kreon og Sólveig Arnarsdóttir í hlutverki Antígónu. „SÚPERGRÚPPA“ Á SÓDÓMU Á gamlárskvöld verður blásið til rokkveislu á tónleikastaðnum Sódóma Reykjavík. Sérstök rokksveit hefur verið saumuð saman af því tilefni og mun hún flytja ódauðlega slagara fengna af sléttum rokksins. Um sönginn sér Jens Ólafsson úr Brain Police, gítarleikarar eru Bjarni Þór Jensson (Cliff Clavin) og Franz Gunnarsson (Ensími), á trommum er Þórhallur Stefánsson (Lights On The Highway) og bassann plokkar Jón Svanur Sveinsson (Númer Núll). Leikar hefjast klukkan tvö eftir mið- nætti. Sérstakir leynigestir stíga á stokk. Forsala miða er á midi.is. OPIÐ ALLA DAGA NEMA TVO Listasafn Reykjavíkur er opið alla daga yfir jól og áramót að undan- skildum aðfangadegi og jóladegi. Opnunartími er breytilegur en hann er sem hér segir: Hafnarhús opið 26. des. kl. 12- 17, 31. des. 10-14, 1.  jan. 13-17, lokað 24. og 25. des. Athugið að sýningum Yoshitomo Nara, Egils Sæbjörnssonar og Ryans Parteka lýkur sunnudaginn 3. janúar. Kjarvalsstaðir opnir 26. des. 12- 17, lokað 24., 25. og 31. des og 1. jan. Ásmundarsafn opið daglega 13-16 en lokað 24., 25., 26. og 31. des. og 1. jan. Listasafn Íslands er opið 23., 27., 29. og 30. desember klukkan 11-17. SÍÐUSTU FORVÖÐ Síðasta sýning á leikritinu Rautt brennur fyrir fer fram á Nýja sviði Borgarleikhússins 29. desember. Verkið er frumraun Heiðars Sumar- liðasonar leikskálds. Þá verður ein sýning á Djúpinu, einleik Jóns Atla Jónassonar með Ingvari E. Sigurðs- syni, sýnd 30. desember. Þeir sem ekki hafa enn séð þessar sýningar ættu að nýta tækifærið á milli þess sem þeir melta allt jólakjötið og kaupa sprengjur fyrir gamlárskvöld. Miðasala er á borgarleikhusid.is. Það var lagið! 26 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FÓKUS Þeir Daníel, Ólafur Ragnar og Georg hafa undanfarin ár verið skærasti logi íslenskrar afþreyingar. Sagt upp í enda góðærisins, flúðu í sveitina í hruninu, og tóku svo skellinn í steininum. Mig grunaði að Bjarnfreðarson myndi vera lúa- leg tilraun til þess að kreista síðustu dropana úr þessum persónum, og eins og mín kynslóð gerir stund- um, efaðist ég um forsendur og fyr- irætlan kvikmyndargerðarmann- ana. En, eins og gerist hjá minni kynslóð, fékk ég það allt framan í mig. Myndin gerist fimm árum eft- ir að við kveðjum þá félaga. Daní- el er að puða í námi í borginni, Ól- afur er enn jafnvonlaus, og búið að taka Læðuna af númerum. Þegar svo Georg fær reynslulausn, heil- um fimm árum áður en hann átti von á, fara hjólin að snúast. Bjarn- freður hefur snúið baki við hon- um og hann fær inni hjá Daníel. Áhorfendur fá að sjá flassbökk úr æsku Georgs, sem sýna samband hans við móður sína, sem hann gat ekki með nokkru móti glatt. Dan- íel fær svo mikinn áhuga á sam- bandi Georgs við Bjarnfreði, og reynir að kortleggja þær aðstæð- ur sem gerðu hann að þeim leið- indapúka sem hann er í dag. Ólaf- ur kemst loks á réttan stað í lífinu, og Georg kemst að hlutum sem koma honum í harkalega tilvistar- kreppu. Bjarnfreðarson, er veru- lega vönduð og góð kvikmynd. Ein- staklega vel skrifuð, með eðlilegum stíganda og ótrúlegum endaspretti. Hér er á ferðinni kvikmynd, sem á í framsetningu, bæði mynd og efn- islega, ekkert skylt við þættina. Hér er allt vandaðra og öllu tjaldað til, eins og á að gera það. Frábær tón- list Péturs Ben, frábær myndataka, gourmet handrit. Aðalleikurum tekst öllum að gæða persónur sín- ar nýju lífí, og Ágústa Eva er á rétt- um stað, en mig grunar að hún eigi eftir að fara á enn hærra flug í kom- andi verkefnum. Bjarnfreðarson er frábært drama, drama eins og það á að vera. Því lífið er bæði sorglegt og fyndið, stundum bæði í einu. Og það er sá kjarni sem aðstandend- um myndarinnar tekst að fanga á stórskemmtilegan hátt. Daníel, Ól- afur, Georg, takk fyrir mig, það var lagið. Dóri DNA BjarnfreðarsonEr sýnd í 17 sölum um allt land. BJARNFREÐARSON Leikstjóri: Ragnar Bragason Aðalhlutverk: Jón Gnarr, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson, Sara Margrét Norðdahl, Margrét Helga Jóhannsdóttir. KVIKMYNDIR „Æfingar hafa gengið mjög vel og framar vonum. Þegar maður er með tuttugu og sex börn veit maður ekki alveg hvernig muni takast til, en þetta gekk framar björtustu vonum,“ segir Selma Björnsdóttir, leikstjóri söngleiksins Oliver!, sem frumsýnd- ur verður á Stóra sviði leikhúss- ins annan í jólum. „Krakkarnir hafa mismikla reynslu á bakinu, og mörg þeirra voru að stíga sín fyrstu skref á sviði, en standa núna í fæturna eins og atvinnumenn,“ bætir hún við en Selma hefur mikla reynslu af að leikstýra krökkum. Síðast hélt hún til að mynda um stjórnartaumana í uppfærslu Þjóðleikhússins á Karde- mommubænum sem frumsýndur var snemma á árinu. Selma segir það því ekki endi- lega vera aðalhausverkinn að skóla krakkana til og undirbúa fyrir frum- sýninguna. Frekar sé það öll þau smáatriði sem halda þurfi til haga í jafnstórri sýningu. „Í svona sýningu þar sem eru fjörutíu og fimm manns, stór leikmynd, stór hljómsveit, stór ljósaumgjörð, gríðarlega mikil tæknivinna og allt svoleiðis eru millj- ón díteilar sem þarf að hreinsa upp og fókusera. Það hefur kannski verið mesta álagið. Þegar sýningin er kom- in inn á svið, fólk komið í búninga og sýningin farin að renna er í svo mörg horn að líta. Þú þarft bæði að horfa á bjálkann og sjá allar flísarnar, sér- staklega á þessum síðustu þremur vikum fyrir frumsýningu.“ Hundurinn of krúttlegur Ekkert stórvægilegt hefur komið upp á í undirbúningnum. Þó er einn þátt- ur í uppfærslunni sem ekki verður eins og lagt var upp með, það er að hundurinn sem hinn illi Bill Sikes á í sögunni um Oliver Twist verður ekki með. „Þetta er breskur bardagahundur, pitt bull terrier, og ef þú ert ekki með þá tegund fölna held ég bara flest hundakyn við hliðina á honum. Okk- ur fannst hundurinn sem við vorum með ekki bæta neinu við Bill Sikes og þess vegna var því bara betur sleppt,“ segir Selma en hundurinn sem leik- hópurinn var kominn með í hlut- verkið var bolabítstíkin Mjöll eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni. Þar sagði Þórir Sæmundsson, sem leikur Sikes, að Mjöll hafi verið of krúttleg, jafnfeit og klunnaleg og hún er, fyrir illmennið sem Þórir túlkar. Þess má geta að ólöglegt er að flytja breska bardagahunda hingað til lands og því var aldrei í boði að fá „rétta“ hundinn í hlutverkið. En það er ekki eins og nauðsyn- legt hafi verið að æfa verkið upp á nýtt þrátt fyrir að Mjöll blessunin hafi gengið úr skaftinu. „Þetta er bara ein innkoma hjá honum þannig að það breytti engu. Við ætluðum að hafa þetta einungis eina innkomu hjá honum vegna þess að yfirleitt þegar hundar koma á svið vilja allir horfa á hundinn,“ segir Selma og hlær. Snerti mig og grætti Oliver! er eftir breska tónskáld- ið Lionel Bart og er einn vinsæl- ast söngleikur allra tíma. Hann var frumsýndur á West End árið 1960, hóf farsælan sýningarferil á Broad- way þremur árum síðar sem leiddi til þess að hann var kvikmyndað- ur árið 1968. Söngleikurinn er að sjálfsögðu byggður á sögunni klass- ísku um Oliver Twist eftir Charles Dickens og segir frá hinum góðhjart- aða dreng sem elst upp við þröng- an kost á ómagahæli en lendir fyrir röð tilviljana í slagtogi við skrautlegt vasaþjófagengi. Við kynnumst líf- inu meðal þeirra verst settu í Lund- únaborg 19. aldar og við sögu koma margar litríkar persónur, götustrákar, smáþjófar og stórþjófar, fátæklingar og ríkisbubbar, götudrósir, harðsvír- uð illmenni og hjartahlý góðmenni. Selma las bókina fyrst á unga aldri og sá myndina og var heilluð af sög- unni. „Þetta snerti mann djúpt og grætti. Það er svo margt sem þessi litli munaðarlausi drengur þarf að ganga í gegnum, mikla harðneskju, en hann upplifir líka mikil ævin- týri. Hann er alltaf að leita að góð- mennskunni og hlýjunni, móðurást- inni og föðurástinni. Þannig að hún er mjög hjartnæm þessi saga.“ Hún bætir við að þetta sé sígilt ævintýri og hafi víða skírskotun, til dæmis til íslensks samtíma. „Ég myndi segja að það mætti kenna Söngleikurinn Oliver! eftir Bretann Li- onel Bart er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýndur annan í jólum. Leikstjórinn, Selma Björnsdóttir, segir þessa sígildu sögu Dickens sem söngleik- urinn er byggður á mega kenna okkur í þessu árferði að vera þakklát fyrir það sem við eigum og að passa okkur á græðginni. Selma segir sýninguna ekki gera að verk- um að hún missi af jólunum og þakkar þar forsjálni sinni í jólaundirbúningnum. Kennir okkur að varast græðgina Þjófagengi Oliver elst upp við þröngan kost á ómagahæli en lendir fyrir röð tilviljana í slagtogi við skrautlegt vasaþjófagengi. Fagin og Oliver Eggert Þorleifsson fer á kostum í hlutverki Fagins að sögn Selmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.