Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 FRÉTTIR
„Tengdamóðir mín hefur þjáðst af
Borrelia�sj��dómnum í t�� ár og son�
ur minn �ar bitinn þegar hann �ar
t�eggja ára. Ég þe��i þennan sj���
dóm þ�í no��uð �el,“ segir Vilhjálmur
Örn Vilhjámsson, fornleifafræðingur í
Danm�r�u.
DV sagði á mánudaginn frá h�sa�
smiðnum Guðjóni Egilssyni. Fyr�
ir þremur árum �ar hann í sumarfríi
í Danm�r�u þegar hann �ar bitinn af
s�ógarmítli sem smitaði hann af s�æð�
um taugasj��dómi sem heitir Borrel�
ia, en s�ógarmítill er padda sem �irð�
ist �era að festa rætur á Íslandi. Guðjón
getur h�or�i unnið né gengið �t í b�ð
s��um or�uleysis og �er�ja í �llum lí��
amanum. Hann segist enga �on eiga
sér um fullan bata og óttast að lifa e��i
næsta ár af.
Fleiri Íslendingar
Eins og Guðjón sagði �ið DV �eit hann
um þrjá aðra Íslendinga sem hafa sj���
dóminn. DV ra�st á bloggsíðu þess
fjórða sem hefur �ynnst sj��dómn�
um, Vilhjálms Arnar. Þó að sj��dóm�
urinn sé e��i ý�ja �tbreiddur hafa t�eir
fj�ls�yldumeðlimir Vilhjálms fengið
þennan ill�íga sj��dóm. Tengdamóð�
ir hans, sem er d�ns�, �ei�tist sumarið
2008. „H�n �ar �rugglega bitin á ein�
h�erjum stað sem h�n hefur e��i séð.
H�n �arð fár�ei� og læ�nar tó�u �ið
henni á spítala. Þeir sáu e��i strax h�að
þetta �ar, gáfu henni pensilín til að
byrja með og sendu hana heim. Henni
�ersnaði hratt í �j�lfarið og fór aftur
á spítala,“ segir Vilhjámur, sem �ar á
þeim tíma í sumarfríi með fj�ls�yldu
sinni. „Við drifum o��ur heim þ�í h�n
�ar nær algj�rlega í dái og �ar á tíma�
bili �art hugað líf. Það �om fram l�m�
un í �instri helmingi lí�amans, andlitið
lamaðist og h�n missti �raft í h�ndum
og fótum,“ �ts�ýrir Vilhjálmur en um
t�eir mánuðir liðu frá þ�í h�n �ei�tist
þar til læ�nar h�fðu full�issað sig um
h�að hrjáði �onuna, sem þá �ar 69 ára.
Hann segir að í millitíðinni hafi læ�n�
arnir borið upp alls �yns ástæður fyr�
ir ástandinu, sem áttu e��i �ið nein r��
að styðjast en mág�ona hans, sem sé
læ�nir, hafi snemma ��ei�t á perunni
og boðið fram aðstoð sína til að �æra
mist�� læ�nanna. Það hafi tengda�
móðir hans hins �egar e��i �iljað.
Eyðileggur taugakerfið
Vilhjálmur segir að í dag, t�eimur
árum síðar, b�i tengdamóðir hans �ið
mi�ið s�ert lífsgæði. H�n beri þess enn
mer�i að hafa lamast í andliti au� þess
sem h�n hafi mi�la óþols�er�i í taug�
um. „Þetta eyðileggur al�eg tauga�
�erfið,“ �ts�ýr�
ir Vilhjálmur
en �onunni �ar
ráðlagt að
hreyfa sig sem
minnst. Sj���
dómsein�enn�
in geri það hins
�egar að �er��
um að h�n
þurfi að hreyfa
sig, �yrrstaða
au�i á �er��
ina. Það er e��i
ós�ipuð upp�
lifun og Guð�
jón Egilsson
lýsti í mánudagsblaði DV. Vilhjálmur
segir að tengdamóðir sín sé í dag allt
�nnur mannes�ja en h�n �ar áður en
h�n �ei�tist. H�n líði fyrir sj��dóminn.
Röng greining heimilislæknis
Í j�límánuði 2006 fé�� t�eggja ára son�
ur Vilhjálms ljótt �tbrot á lærið eftir
s�ógarferð með móður sinni og syst�
ur. Vilhjálmur leitaði strax til heimilis�
læ�nis fj�ls�yldunnar sem mat það s�o
að um hringorm í h�ð �æri að ræða.
Slí�t �æri e��i óalgengt á barnaheimil�
um, þar sem óhreinindi �unni að finn�
ast. Vilhjálmur tó� greininguna gilda
og bar �ortisón�rem á son sinn sam�
��æmt leiðbeningum í t�ær �i�ur. Það
bar e��i árangur s�o
Vilhjálmur leitaði aft�
ur til læ�nisins. „Ég
hafði þá lesið mér s�o�
lítið til og hafði grun
um að þetta �æri bor�
relia�taugasj��dóm�
urinn. Ég spurði læ�n�
inn að þ�í en hann �ar
�iss í sinni s��,“ segir
hann en í �j�lfarið fór sonur hans að
fá hita.
Alvarlegur taugasjúkdómur
Vilhjálmur �ar um þetta leyti á leið til
Íslands en sætti sig e��i �ið greining�
una og sá að �remið �ir�aði e��i. Hann
á��að þ�í að fara aftur til læ�nis en
náði e��i í heimilislæ�ninn. „Ég hjól�
aði með strá�inn í ro�i og rigningu, um
átta �ílómetra leið, til h�ðlæ�nis. Þar
�ar mér sagt að ég yrði að fram�ísa til�
�ísun frá læ�ni. Hana hafði ég e��i þ�í
ég hafði e��i náð í læ�ninn,“ �ts�ýr�
ir Vilhjálmur. Þegar átti að senda Vil�
hjálm í burtu barði hann í borðið og
sagðist gruna að sonur sinn �æri með
al�arlegan sj��dóm, sem hann grun�
aði að �æri Borrelia. „Þau sáu aum�
ur á mér og ég fé�� að tala �ið læ�ni.
Hann s�oðaði lærið á syni mínum og
sagði að þetta �æri eins augljóst og
hægt �æri,“ segir Vilhjálmur. Hann seg�
ir að læ�nirinn hafi sagt sér að hann
gæti �rugglega �ært heimilislæ�ninn,
þ�í þetta �æri �omið á al�arlegt stig.
„Hann sprautaði strá�inn strax með
pensilíni og ég fé�� t�flur til að gefa
honum. Eftir eina �i�u �ar þetta farið,“
segir Vilhjálmur en strá�urinn hefur
�erið hress síðan, sem betur fer. Hann
íhugaði að �æra málið en fyrst strá�ur�
inn náði sér á��að hann að láta �yrrt
liggja.
Vilhjálmur segir að reynsla sín af
læ�num í Danm�r�u sýni að þeir séu
alls e��i nógu �el að sér um Borrelia,
sérsta�lega í ljósi þess h�e lengi þetta
hefur �erið landlægur �andi í landinu.
Fornleifafræðingurinn Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson býr í Danmörku. Sonur hans var bitinn af skógarmítli
sumarið 2006 og smitaðist af Borrelia-taugasjúkdómi. Hann náði sér að fullu þrátt fyrir að hafa fengið ranga
greiningu í upphafi. Tengdamóðir Vilhjálms veiktist af sjúkdómnum 2008 og hefur ekki borið þess bætur.
TVÖ VORU BITIN
Í FJÖLSKYLDUNNI
S�ógarmítill er að �llum lí�indum
orðinn landlægur hér á landi, sagði
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis�
ráðherra í s�ari �ið fyrirspurn Si�jar
Friðleifsdóttur alþingismanns í
haust. Álfheiður sagði í s�ari sínu
að fylgst �æri með Lyme�sj��dómi
og �eirusj��dómum hér á landi en
Lyme sé hægt að læ�na með sý�la�
lyfjum. Lyme�sj��dómur er af�
sprengi Borrelia�smits. Fram �om
í máli ráðherra að sj� tilfelli hefðu
fundist um sj��dóminn hér á landi
en e��ert þeirra hefði átt uppruna
sinn hér á landi. Lo�s �om fram
að full ástæða �æri til að fræða al�
menning um lífsferil s�ógarmítils
og h�ernig forðast mætti s�aða. Sé
mítillinn te�inn af h�ðinni innan �ið
sólarhring eftir að hann nær að festa
sig, er hann talinn hættulaus. Lang�
an tíma ta�i fyrir Lyme�sj��dóminn
að �omast í blóðrás hýsilsins.
Siv Friðleifsdóttir spurði ráðherra:
Veit af hættunni
SKÓGARMÍTILL
Á ÍSLANDI
1967 – Glyðrur
skógarmítils fundust
á þúfutittlingi í
Surtsey.
1977 – Skógar mítill
fannst á kind á
Norðfirði.
1996 – Fannst á
augabrún ungs pilts
úr Fellabæ.
2006 – Skógarmítill
fannst á ketti.
2007 – Fannst á
tveimur hundum á
Héraði.
2009 – Glyðrur skógarmítils fundust
á steindepli í Reykjavík.
2009 – Hafa fundist á köttum á Aust-
urlandi, meðal annars á Djúpavogi.
2009 – Fannst á hundi og manni á
Norðfirði.
2009 – Fannst á hreindýrskálfi.
Heimildir: Erling Ólafsson, Skarphéðinn G.
Þórisson og fleiri.
M
YN
D
IR ERLIN
G
Ó
LA
FSSO
N
2 MÁNUDAGUR 21. desember 2009 FRÉTTIR
„Ef mér hrakar jafnmikið á næsta ári
og á þessu lifi ég ekki næsta ár af. Það
eru engar líkur á því,“ segir Guðjón Eg-
ilsson húsasmiður. Rúm þrjú ár eru nú
liðin frá því að Guðjón, sem í dag er
52 ára gamall, var bitinn af skógarm-
ítli, þegar hann var í sumarfríi með
fjölskyldunni í Danmörku. Paddan,
sem virðist vera að koma sér fyrir á Ís-
landi, sýgur blóð úr spendýrum. Guð-
jóni er mikið í mun að vara Íslendinga
við hættunni sem getur fylgt þessari
pöddu. Hún smitaði Guðjón af svo
alvarlegum taugasjúkdómi, að hann
á í dag erfitt með daglegar athafnir.
Hann getur hvorki unnið né gengið út
í búð og segist sjálfur þekkja til dæma
þar sem fólk lamist í andliti og fót-
um vegna sjúkdómsins. Hann lifir við
stöðuga verki í öllum útlimum og seg-
ist enga von eiga sér um fullan bata.
Þekkt víða um heim
„Ég var bitinn, án þess að verða var við
það, í Danmörku í júlí 2006, í grennd
við Kattegat. Þar voru dádýrin allt í
kring en þetta er stundum kallað dá-
dýralús. Þetta getur verið þar sem þau
eru en þetta er alls staðar, um alla Evr-
ópu,“ segir Guðjón.
Skógarmítill er lítil blóðlús sem
leggst aðallega á spendýr sem lifa villt.
Aðeins lítill hluti paddana ber tauga-
sjúkdómin Borrelia svo fæstar pödd-
urnar smita. Guðjón segir að padd-
an haldi meðal annars til í lággróðri
en hana megi þó finna víðar. „Þetta
er ekkert endilega bara í skóglendi. Í
Bandaríkjunum eru menn oftast bitnir
heima við hús,“ segir hann.
Lófastór útbrot
Daginn eftir að Guðjón kom heim til Ís-
lands, frá Danmörku, varð konan hans
vör við að hann var með lófastór útbrot
víðsvegar aftan á löppunum. „ Ég hafði
fundið fyrir kláða en ekki séð útbrotin,“
segir Guðjón. Hann fór til læknis sem
var nýútskrifaður frá Svíþjóð. Sá kann-
aðist við útbrotin og Guðjón fékk pens-
ilín sem hann átti að taka í tíu daga. Tíu
dögum eftir að skammturinn kláraðist
fóru útbrotin aftur að láta á sér kræla.
„Þá fór ég upp á spítala og lét annan
lækni líta á þetta. Hann gaf mér sýkla-
lyfið doxylín, sem er rétta pensilínið.
Skammtastærðin var bara ekki nóg. Ég
held ég hafi gleypt 2 töflur fyrst, í tvo
til þrjá daga en svo bara eina töflu út
mánuðinn. Þar með var búið að blóð-
drepa pödduna og ég fann ekkert fyrir
því meira,“ segir Guðjón sem hafði ekki
frekari áhyggjur að sinni.
Hélt að hjartað væri að gefa sig
Þetta var síðsumars 2006. Ári síðar,
sumarið 2007, segist Guðjón hafa far-
ið að finna verki fyrir brjósti. „Ég varð
fimmtugur um þetta leyti og fékk alls-
herjar skoðun í Hjartavernd í eins kon-
ar afmælisgjöf. Ég var tekinn í blóð-
prufu og sýnið var sent til Danmerkur.
Það reyndist neikvætt,“ segir Guð-
jón. Hann segir að ástæðu þess megi
vafalítið rekja til pensilíns sem hann
hafði fengið árinu áður: „Fyrst ég hafði
greinst með Borrelíu-útbrot vildu
læknarnir að ég færi aftur á pensilín,“
segir hann en bætir við að skammt-
urinn hafi heldur ekki verið nógu stór
þá. „Í þeim gögnum sem ég hef aflað
mér um sjúkdóminn hefðu verið 90 til
„ÞAÐ ER STUTT
ÞANGAÐ TIL
ÉG FER“
Það er kalt veður en stillt þegar blaðamaður og ljósmyndari
DV renna upp að fallegu húsi á Selfossi. Í dyragættinni stend-
ur glaðlegur og hraustlegur maður á besta aldri sem býður
gestunum inn í hlýjuna. Guðjón Egilsson heitir maður-
inn. Hann var fílhraustur þegar hann smitaðist fyrir
þremur árum af lífshættulegum taugasjúkdómi sem
hann fékk eftir að hafa verið bitinn af skógarmítli í
Danmörku. Hann er þjakaður af verkjum og reikn-
ar ekki með því að lifa lengi. Hann segir að rétt
meðhöndlun í upphafi hefði getað losað hann
við sjúkdóminn.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Á besta aldri Guðjón, sem er 52
ára gamall, var við hestaheilsu þegar
hann var var bitinn af skógarmítli
sem smitaði hann af taugasjúkdómi
sem gæti dregið hann til dauða.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
95 prósent líkur á því að ég hefði losn-
að við sjúkdóminn. Ef ég hefði feng-
ið 400 milligröm í tvo mánuði hefði
ég líklega lagast,“ segir Guðjón en þá
vitneskju sýna byggir hann á þýskum
og bandarískum rannsóknarskýrslum
um sjúkdóminn, sem hann hefur látið
þýða fyrir sig.
Hann segir að þessi mistök hafi
verið honum dýrkeypt. Líkurnar á
því að hann losni við sjúkdóminn nú
séu engar. Hann hefði þurft að fá rétta
meðhöndlun strax í byrjun. „Flest-
ir læknar í Evrópu vita að 100 milli-
grömm í 10 daga eru nóg ef ekki líða
meira en 68 tímar frá biti en þetta vita
fæstir læknir hér heima,“ segir hann.
Fleiri Íslendingar smitaðir
Spurður hvernig sé að lifa með því að
hafa ekki fengið rétta meðhöndlun
í byrjun segir Guðjón: „Ég hef eigin-
lega ekki viljað hugsa um það. Ég hef
átt nóg með að reyna að standa á fót-
unum. Ég berst fyrir því auk þess sem
ég berst fyrir því að aðrir sem fá smit
hér á Íslandi hljóti rétta meðhöndl-
un strax í byrjun,“ segir Guðjón sem
hefur verið duglegur að prenta út er-
lendar skýrslur um sjúkdóminn. Þær
hefur hann látið þá lækna, sem hann
hefur leitað til hér heima, hafa.
Guðjón segist vita um þrjá aðra
Íslendinga sem hafa Borrelia. „Ég
þekki konu hér á Selfossi sem er smit-
uð. Henni er heldur ekki gefið rétt
pensilín og ekki nógu stór skammt-
ur af pensilíni og ég er rosalega ósátt-
ur með það fyrir hennar hönd,“ seg-
ir Guðjón sem heimsækir konuna
reglulega. Hann segir að hún hafi
fengið smit í haust og það hafi nú
þegar haft veruleg áhrif á daglegt líf
hennar. Hann segist líka vita um smit-
aða stúlku í Hafnarfirði. „Pabbi henn-
ar hafði samband við mig þegar þetta
kom upp og ég veit ekki betur en að
hún fái nógu stóran pensilínskammt
til að drepa veiruna,“ segir hann en
fjórði einstaklingurinn segir Guðjón
að sé barn eða unglingur í Reykjavík
sem hann þekki ekki.
Afgreitt sem gigt
Eftir að hafa fengið úr því skorið að
hjartað væri ekki að gefa sig hélt Guð-
jón áfram sinni vinnu. Þegar leið á árið
2008 fór hann svo að finna fyrir mik-
illi þreytu og verkjum meðal annars
í fingrum. „Ég var búinn að finna að-
eins til í liðum en það var afgreitt sem
gigt. Mér var sagt að hún væri eðilieg
hjá manni sem hefði unnið eins og vitl-
eysingur alla sína ævi og aldrei stopp-
að,“ segir Guðjón. Hann segir hins veg-
ar að þarna hafi einkennin, sem hann
finnur fyrir í dag, verið að byrja. „Ég var
þarna kominn með verki í axlir, fæt-
ur og hendur en hélt áfram að vinna,“
segir hann.
Hrakaði í vor
Síðasta vor var þannig komið fyr-
ir Guðjóni að hann var með stöðuga
verki. Hann fór til gigtarlæknis á svip-
uðum tíma og fjölskyldan var að flytja
inn í húsið sem hann var að byggja.
Honum var ráðlagt að fara í heitan
pott, sem hann hefur aðgang að heima
hjá sér, en var yfirleitt verri á eftir. Hann
leitaði því til annars gigtarlæknis en
honum telst að hann hafi verið búinn
að fara til um 14 lækna þegar þarna var
komið, allt frá því hann var bitinn.
Í vor var Guðjón að eigin sögn
hættur að geta unnið. „Ég á smíðafyr-
irtæki og var farinn að mæta bara til
að mæta. Fyrst var ég farinn að þurfa
að leggja mig eftir vinnu en þegar kom
fram á vorið þurfti ég að fara heim að
leggja mig fyrir hádegi. Ég var alveg
orðinn orkulaus,“ segir Guðjón sem
skildi ekki hvað var að hrjá hann. Hann
varð að hætta að vinna vegna verkja og
þreytu í apríl.
Greindur af ferðamönnum
Það var ekki fyrr en síðasta sumar
sem Guðjón komst að því hvað var
raunverulega að hrjá hann. Fyrir til-
viljun tók hann að sér að hýsa tvo er-
lenda veiðimenn, menn frá Noregi og
Kanada, í eina nótt. Þeir höfðu verið
í vandræðum með að fá gistingu svo
Guðjón skaut yfir þá skjólhúsi. Þetta
var í júní. Kvöldið eftir, þegar gestirnir
ÚTBREIÐSLA
n Evrópa á milli 39° og 65°N frá Portúgal og Írlandi austur til Volgu í Rússlandi og þaðan suður til N-Afríku; Færeyjar.
ÍSLAND
n Í safni Náttúrufræðistofnunar eru eintök sem staðfesta allmarga fundarstaði á sunn-anverðu landinu, frá Vogum á Reykjanesskaga austur í Hornafjörð, einnig á Patreksfirði, í Skagafirði og á Egilsstöðum. Einnig hafa borist lýsingar á tilvikum sem benda til skógarm-ítils víðar að en varðveitt eintök eru ekki því til staðfestingar.
LÍFSHÆTTIR
n Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, t.d. hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna fugla. Lífshættir skógarmítils á Íslandi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum og hundum. Skógarmítlar hafa fundist hér frá því snemma sumars og fram eftir hausti, á tímabilinu 3.6.–1.11.
ALMENNT
n Fyrsti skógarmítill sem fannst hér á landi var tekinn af þúfutittlingi er skotinn var í Surtsey 5. maí 1967, þá nýlentur eftir flug frá vetrarstöðvum í Evrópu. Þar með fékkst staðfesting á því að tegundin gæti borist til landsins með fuglum. Það var ekki fyrr en í lok aldarinnar (1998) að skógarmítill fannst hér á ný ef ógetið er óstaðfestra sögusagna og lýsinga á fyrirbærum sem átt gætu við um hann. Upp frá þessu fór tilfellum fjölgandi og nýir fundarstaðir komu fram í öllum landshlutum. Langflest tilvikin voru þó frá suðvesturhorninu. Í einhverjum tilvikum mátti rekja fundina til heimkomu fólks frá útlöndum en í öðrum ekki. Skógarmítlar tóku að finnast á fólki og hundum eftir útivist í íslenskri náttúru.
n Skógarmítill er að öllum líkindum orðinn landlægur. Það þarf ekki að koma á óvart því útbreiðsla hans er að færast norðar með hlýnandi loftslagi. Í Færeyjum fannst skóg-armítill fyrst í maí 2000 en um var að ræða ungviði á steindepli. Tilfellum hefur fjölgað í Færeyjum síðan. Það er athyglisvert að í maí 2009 fundust mörg ungviði skógarmítils einnig á steindepli sem fannst nýdauður í Reykjavík. Yngsta ungviðið líkist fullorðnum dýrum í sköpulagi en hefur aðeins þrjú pör fóta í stað fjögurra. Skógarmítill er varasamur því hann getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, t.d. bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi.
Um skógarmítil
TEKIÐ AF VEF NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR ÍSLANDS. TEXTI OG MYNDIR EFTIR ERLING ÓLAFSSON.
Skógarmítill. 6 mm
Skógarmítill, sexfóta ungviði.
Skógarmítill. 11 mm
FRÉTTIR 21. desember 2009 MÁNUDAGUR 3
Yfirstjórn Háskólans á Bifröst
rannsakar nú meintan ritþjófn-
að Jóns Halldórs Guðmundsson-
ar sem útskrifaðist með masters-
próf í skattalögfræði frá skólanum
árið 2008. Þykir margt í ritgerð-
inni vera líkt með ritgerð Jónasar
Rafns Tómassonar, sem útskrif-
aðist árið 2005 frá sama skóla, en
ritgerðin var lokaverkefni hans í
BS-námi í viðskiptalögfræði. Báð-
ar ritgerðirnar bera sama nafn:
Áhrif EES samningsins á íslensk-
an skattarétt.
Margt líkt
„Já, það er það,“ segir Jónas Rafn
aðspurður hvort margt líkt sé í rit-
gerð hans og ritgerðinni sem Jón
Halldór skilaði í fyrra. Hann segir
að það sé annarra að dæma hvort
um ritstuld sé að ræða en segir að
það sé athyglisvert að báðar rit-
gerðirnar bera sama nafn. Hann
segir að hann hafi skoðað ritgerð-
ina ásamt fleirum og það sé sam-
dóma álit þeirra sem skoðuðu rti-
gerðina að þar sé margt eins. „Ég
held að ég sé nú ekki beinn aðili
að málinu. Þetta er væntanlega
mál skólans og þess sem þarna
átti í hlut,“ segir Jónas.
Litið alvarlegum augum
Í samtali við Fréttablaðið á föstu-
daginn sagði Ágúst Einarsson,
rektor Háskólans á Bifröst, að
sambærilegt mál hafi aldrei áður
komið upp innan veggja skólans.
Málið hafi komið upp í sumar og
rannsókn háskólans standi enn
yfir. Ágúst vildi þó ekki tímasetja
nánar hvenær niðurstaða fáist í
málið en það verði bráðlega. „Við
lítum málið alvarlegum augum,
ég get ekki orðað það neitt öðru-
vísi,“ sagði Ágúst þegar hann var
spurður hvort ekki sé alvarlegt
mál ef maður starfi sem lögfræð-
ingur meðan mál hans séu í rann-
sókn.
Aldrei séð ritgerðina
„Þetta er óneitanlega mikið sjokk
og mikið áfall að liggja undir grun
um svona hlut,“ segir Jón Halldór
sem grunaður er um ritstuldinn.
Hann segist fyrst hafa heyrt af
málinu á föstudag þegar blaða-
maður Fréttablaðsins náði tali af
honum. Hann segist hafa reynt að
ná í Ágúst Einarsson, rektor á Bif-
röst, en án árangurs.
Aðspurður hvort hann hafi
notað ritgerð Jónasar þegar hann
vann sína rigerð segir Jón Halldór:
„Ég hef aldrei séð hans ritgerð. Ég
vissi bara af því að hann skrifaði
um sama mál. Ég hef aldrei nokk-
urn tíma séð þá ritgerð.“
Fékk að skrifa aðra ritgerð
Fyrir níu árum kom upp sam-
bærilegt mál í lagadeild Há-
skóla Íslands. Þá var Vilhjálmur
Hans Vilhjálmsson lögfræðing-
ur sviptur kandídatstitli sínum
og einkunn sem hann fékk fyr-
ir lokaritgerð sem hann skrif-
aði við deildina afturkölluð. Í
ritgerðinni var að finna orðrétt-
an kafla úr ritgerð Úlfars Hauks-
sonar stjórnmálafræðings. Vil-
hjálmur óskaði eftir því að fá að
skrifa nýja ritgerð og samþykkti
deildarfundur lagadeildar Há-
skóla Íslands þá beiðni. Í samtali
við Fréttablaðið á föstudag sagði
Björg Thorarensen, forseti laga-
deildar Háskóla Íslands, að við-
brögð við ritstuldi nemenda geti
verið mismunandi og fer það
eftir siðareglum hvers skóla fyrir
sig. Telur Björg að úrskurðurinn
í máli Vilhjálms skapi ákveðið
fordæmi komi slík mál aftur upp
í skólanum.
„Ég hef aldrei séð
hans ritgerð. Ég vissi
bara af því að hann
skrifaði um sama
mál.“
Jón Halldór Guðmundsson, sem útskrifaðist með
masterspróf í skattalögfræði við Háskólann á
Bifröst í fyrra, er grunaður um ritstuld á loka-
ritgerð. Hann segist aldrei hafa séð ritgerðina
sem hann er grunaður um að hafa stolið.
„ALDREI SÉÐ
HANS RITGERГ
EINAR ÞÓR SIGURÐSSON
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Bifröst Yfirstjórn Háskólans
á Bifröst rannsakar málið.
MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
komu til baka úr veiðinni, lét gestgjaf-
inn renna í pottinn. „Þeir spurðu mig
hvers vegna ég væri heima og ég fór að
segja þeim að eitthvað væri að plaga
mig. Læknar viti ekki hvað sé að en ég
hafi verið bitinn fyrir þremur árum.
Þeir vissu nákvæmlega hvað þetta var
og kveiktu strax á því,“ segir Guðjón og
bætir við að þeir hafi sýnt sér vefsíður
þar sem upplýsingar um þennan Bor-
relia-sjúkdóm er að finna. „Þarna fékk
ég fyrstu vísbendinguna um það hvað
ég á að skoða,“ útskýrir Guðjón sem
hefur frá því í sumar lesið sér mikið til
um sjúkdóminn.
Veit um sérfræðinga
Í leit sinni að upplýsingum rakst Guð-
jón á skýrslu frá sjúkrahúsi í Þýskalandi
sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun
á taugasjúkdómnum Borrelia. Hann
segist vita um norska konu sem hafi
tekist að þjálfa þannig að hún gat losað
sig við hjólastólinn sem hún var kom-
in í. „Það verður aldrei fullur bati en
hún gat í það minnsta gengið á nýjan
leik. Ég veit ekki í hverju þjálfunin felst
en ég er búinn að finna símanúmerin
hjá læknunum sem þarf að hringja í.
Núna er ég er að reyna að fá einhvern
íslenskan lækni til að hringja þangað
fyrir mig,“ segir Guðjón sem telur að
það sé hans eina von í stöðunni. Hann
muni aldrei losna við sjúkdóminn en
hann geti vonandi, með réttri þjálfun,
gert lífið bærilegra.
Örmagna eftir 150 metra
Nú er svo komið fyrir Guðjóni að hann
getur ekki gengið mikið meira en 100
til 150 metra í einu. „Ég þoli illa að hafa
hendurnar uppi og get ekki setið lengi
við tölvu í einu. Ég er með stöðuga
verki í öllum líkamanum, allt niður í
tærnar, í fingrunum, öxlunum og höfð-
inu,“ segir Guðjón sem er mikill veiði-
maður. Hann freistaði þess í haust að
skjóta rjúpu sem hann sá þegar hann
ákvað að bregða sér í bíltúr upp á heiði.
Hann komst að rjúpunni og skaut
hana, þrátt fyrir að byssan væri nán-
ast of þung fyrir hann til að lyfta. „Þetta
voru kannski 150 metrar en ég hélt ég
myndi ekki hafa mig aftur að bílnum.
Ég var alveg örmagna,“ segir Guðjón
sem komst þó með rjúpuna til byggða.
Guðjón segist aðspurður vera dug-
legur að vera á fótum og gera það sem
hann geti. Hann segir að þeim sem sitji
bara heima sé hættara við að lenda í
þunglyndi. Því vilji hann ekki bæta við
sinn sjúkdóm.
„Tek jólin með verkjum“
Guðjón segist komast í gegnum dag-
inn með því að taka pensilín, sem
hann varð sér út um sjálfur. Hann
harki verkina af sér en taki verkjatöflur
fyrir svefninn. Hann segir þó að hann
eigi erfiðast með að vera kyrr. Vöðvarn-
ir gefist svo fljótt upp. Hann geti ekki
einu sinni slakað á þegar hann liggi í
sófa. Þá magnist verkirnir. Hann hafi
aftur á móti ekki þrek til að vera á ferð-
inni allan daginn. „Ég hef heyrt að til
séu lyf til að lina verki í taugum. Lækn-
irinn sem ég fór til varð hins vegar veik-
ur um daginn þannig að ég verð bara
að taka jólin með verkjum,“ segir hann
ákveðinn en vonast til að fá lyfin þegar
hann fer næst í skoðun.
Berst fyrir bótum
Eins og áður sagði er Guðjón hættur að
geta unnið. Spurður hvernig honum
reiði af fjárhagslega, búandi í nýju húsi
með konu og stálpuð börn, segir Guð-
jón að konan hafi skipt um vinnu þeg-
ar þau sáu í hvað stefndi. „Ég sótti um
bætur hjá Félagi iðn- og tæknigreina.
Þeir sjá um mig til áramóta. Svo er ég
farinn að fá greiðslur úr lífeyrissjóðn-
um. Ég fékk metna fulla örorku þar,“
segir Guðjón sem hefur engar bætur
fengið frá Tryggingastofnun. Það að
sjúkdómurinn sé óþekktur geri hon-
um erfitt um vik. Hann segist þó ætla
að berjast fyrir bótunum, uns yfir lýkur.
„Ég er búinn að vinna í 40 ár og hlýt að
eiga eitthvað inni. Ef maður fer í gröf-
ina þá eru þeir bara lausir við mig. Það
er stutt þangað til ég fer, held ég,“ segir
hann af aðdáunarverðu æðruleysi.
Verra en alnæmi
Blaðamaður getur ekki annað en
spurt hann út í æðruleysið. „Getur
maður nokkuð annað?“ spyr hann og
heldur áfram. „Þetta er bara ofsalega
erfiður sjúkdómur, jafnvel verri en
Aids. Alnæmi er hægt að halda niðri
en það er ekki hægt að halda þessum
sjúkdómi niðri,“ segir hann og bætir
við að í Bandaríkjum sé Borrelia orðið
stærra heilbrigðisvandamál en Aids.
Hann segist hafa lesið að sjö til níu
sjúkdómar fylgi Borrelia. Þar á meðal
séu sjúkdómar á borð við Parkisons og
MS. „Ég veit bara að ég er með verki frá
tá og upp í haus. Ég fæ stöðuga stingi
í vöðvana en mér líður skár ef ég er á
róli. Ég ét risaskammt af pensilínni,
400 milligröm á dag, og hef gert frá
því í ágúst,“ segir hann. „Ég veit bara
að ég er illa sýktur, ég finn það sjálfur.
Ég fór í Kringluna um daginn og fékk
mér að borða. Eftir matinn gekk ég
yfir í Hagkaup, í hinum endanum. Ég
ætlaði ekki að hafa mig til baka,“ seg-
ir Guðjón sem er einnig farinn að taka
eftir minnisglöpum. „Ég er farinn að
þurfa að skrifa miða þegar ég fer út í
búð. Mér finnst það fáránlegt því þess
þurfti ég aldrei,“ segir hann og hlær en
bætir svo við. „Skammtímamin ið er
farið að klikka,“ segir hann og bendir á
að allar taugar séu tengdar heilanum,
því sé eðlilegt að sjúkdómurinn skerði
hæfni heilans.
Segir landlækni
ókunnugt um sjúkdóminn
Guðjón er afar ósáttur við að sjúk-
dómurinn skuli ekki vera orðinn við-
urkenndur og þekktur á meðal lækna-
stéttarinnar hér á landi, þrátt fyrir
að hann hafi látið marga lækna hafa
skýrslur og viðurkennd gögn um
þennan sjúkdóm. Hann segir að land-
læknir hafi enn ekki fengið nein gögn
um sjúkdóminn og minnir á að hann
viti um tvö önnur tilfelli Borreliu á
Íslandi auk þess sem hann hafi haft
spurnir af því þriðja. Hann segist ætla
að bíða eftir að nýr landlæknir taki við
núna eftir áramót. Hann ætli sér að
tala við hann.
Vill hringja til Þýskalands
Eins og heyra má hefur sjúkdómurinn
haft veruleg áhrif á Guðjón, jafnvel
svo að hann reiknar ekki með að verða
gamall. Spurður hvort hann eigi sér
einhverja von um betra líf segist Guð-
jón binda vonir sínar við að hann finni
lækni sem vilji hringja til Þýskalands
fyrir sig, á sjúkrahúsið sem sérhæf-
ir sig í meðhöndlun taugasjúkdóms-
ins Borrelia. Þar séu skráðir 17 eða 19
læknar sem séu sérhæfðir í þessum
sjúkdómi. „Ég myndi vilja fá mælingu
á því hvar ég stend og hvaða meðferð
ég þarf að fá,“ segir hann.
Spurður hvort hann óttist að sjúk-
dómurinn ríði honum að fullu seg-
ir Guðjón: „Ég er alveg viss um það.
Ég er ekki í nokkrum vafa, miðað við
ástandið á mér núna. Ég verð hissa ef
ég lifi lengi. Ég væri ekkert hissa ef ég
færi á næsta ári. Þá er þetta bara búið,“
segir hann, hugsar sig um, brosir út í
annað en heldur svo áfram. „Það er
ekkert annað í stöðunni en að taka
því bara létt,“ segir hann en bætir svo
við, alvarlegur í bragði: „Ég vil fyrst
og fremst koma öllum í skilning um
að meðhöndla þetta rétt. Það á að
taka blóðprufu strax og einhver grun-
ur kviknar um smit. Hana á að senda
til Danmerkur og það á að gefa stor-
an skammt af doxylíni, eða einhverju
pensilíni sem fólk þolir. Það er eina
vitið,“ segir hann að lokum.
Útbrot eftir bit Svona líta
útbrotin út eftir skógarmítilsbit.
Þau geta verið á stærð við lófa.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Sérlega glæsilegir
úr satin og blúndu
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178, 105 Rvk
sími 551-3366 www.misty.is
Teg. Emma - “Push up” í B,C,D
skálum á kr. 6.885
Teg. Emma - “Push up” í
D,DD,E,F,FF skálum á kr. 6.885,-
Teg.Emma
Teg. Emma
Opið virka daga kl. 10-18
lau 12.des kl. 10-16
lau 19.des kl. 10-18
Þorláksmessa kl. 10-20
„Þetta eyðileggur
alveg taugakerfið.“
Vilhjálmur Örn og sonur hans Ru-
ben Bang Feðgarnir fóru saman á þessu
hjóli til húðlæknisins sumarið 2006
þegar Ruben fékk loks rétta greiningu.
Ruben Bang í ágúst 2006
Viku síðar var hann kominn
með bullandi hita vegna skóg-
armítilsbits. MYND ÚR EINKASAFNI
21. d em er 2009