Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR
DV birtir hér lista yfir sérfræðinga sem störfuðu fyrir útrásarvíkingana en voru ekki alltaf áberandi í um-
fjöllun um starfsemi þeirra. Flestir þeirra eru menntaðir endurskoðendur og lögfræðingar. Þó að sumir
útrásarvíkinganna hafa sótt sér haldgóða menntun á sviði viðskipta átti það þó ekki við um alla. Þrír þeirra
hafa aldrei farið í háskóla. Útrásarvíkingunum þóttu „skattasérfræðingar“ sérstaklega eftirsóknarverðir.
Hinir svokölluðu útrásarvíkingar
hafa ekki átt sjö dagana sæla eft-
ir bankahrunið sem skall á Íslend-
ingum haustið 2008. DV birtir hér
lista yfir helstu bókhalds- og laga-
sérfræðinga sem útrásarvíking-
arnir keyptu til sín á árunum 1998
til 2008. Þar er einnig að finna tvo
fyrrverandi aðstoðarmenn Davíðs
Oddssonar en auk þess störfuðu
aðrir fyrir framkvæmdanefnd um
einkavæðingu.
Það vekur athygli að þó nokkuð
margir sérfræðingar voru keyptir frá
endurskoðendafyrirtækinu KPMG
og flestir þeirra áttu auk þess hlut í
fyrirtækinu. Það kemur þó kannski
ekki á óvart að þeir hafi tekið „gylli-
boðum“ útrásarvíkinganna sem
voru tilbúnir að borga vel fyrir sér-
fræðiþekkingu þeirra. Eftirlitsaðilum
á Íslandi reyndist oft erfitt að fylgja
„leikfléttum“ sérfræðinga útrásarvík-
inganna eftir enda teygði starfsemi
þeirra sig til ýmissa heimshorna.
Skipti þá yfirleitt höfuðmáli hvar hag-
stæðustu skattakjörin gæfust.
Á listanum eru ekki nöfn sér-
fræðinga sem störfuðu hjá bönk-
unum sem áttu oft frumkvæðið að
samningum sem útrásarvíkingarn-
ir komu að. Þess má til dæmis geta
að starfsmenn Kaupþings komu að
flestum samningum sem Bakkavar-
arbræður gerðu en þeir voru stærstu
skuldarar bankans. Hér er einblínt á
sérfræðinga sem störfuðu beint fyrir
eignarhaldsfélög útrásarvíkinganna.
Flestir sem komast á listann eru
menntaðir endurskoðendur og lög-
fræðingar. Lögfræðingar með sér-
hæfingu í „skattarétti“ þóttu sér-
staklega eftirsóknarverðir. Einnig
vekur athygli að Hreinn Loftsson
og Orri Hauksson störfuðu á sín-
um tíma sem aðstoðarmenn Dav-
íðs Oddssonar. Hreinn var líka for-
maður framkvæmdanefndar um
einkavæðingu. Guðmundur Óla-
son, fyrrverandi forstjóri Milestone,
var ritari einkavæðingarnefndar og
Skarphéðinn Berg Steinarsson starf-
aði einnig fyrir nefndina. Tengsl við
stjórnsýsluna virðast því líka hafa
þótt eftirsóknarverð. Á listanum eru
líka sex sérfræðingar sem hafa miðl-
að nemendum við Háskóla Íslands
og Háskólann í Reykjavík sérfræði-
þekkingu sinni á sviði skattaréttar og
endurskoðunar.
ANNAS SIGMUNDSSON
blaðamaður skrifar: as @dv.is
ARKÍTEKTAR BANKAHRUNSINS
Baugur
Stúdentinn Jón Ásgeir
Jóhannesson hefur haft mikið
af þungavigtarmönnum í hirð
sinni allt frá árinu 1998 þegar
endurskoðandinn Tryggvi
Jónsson og lögmaðurinn
Hreinn Loftsson hófu að starfa
fyrir hann. Jón Ásgeir er með
stúdentspróf frá Verzlunarskóla
Íslands og stofnaði Bónus
ásamt föður sínum árið 1989.
Auk Hreins og Tryggva
hefur lögmaðurinn Einar
Þór Sverrisson komið mikið
við sögu í „leikfléttum“ Jóns
Ásgeirs og viðskiptafélaga
hans. Endurskoðandinn Stefán
H. Hilmarsson var líka „keyptur“
frá KPMG vegna bókhaldsþekk-
ingar sinnar.
Tryggvi Jónsson
Endurskoðandinn Tryggvi
Jónsson gekk til liðs við Baug árið
1998 og gerðist fyrst aðstoðar-
forstjóri félagsins.
Síðar varð hann
forstjóri Baugs.
Tryggvi hafði
þá unnið hjá
KPMG í ein 20
ár og verið einn
eigandi þessarar
stærstu endurskoðendaskrifstofu
landsins. Jón Ásgeir Jóhannes-
son, þáverandi forstjóri Baugs,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að ástæða þess að Tryggvi hefði
verið ráðinn væri sú að fjármála-
stjórn hefði skort hjá fyrirtækinu.
Tryggvi var einn þeirra sem
voru ákærðir í hinu svokallaða
Baugsmáli árið 2002. Í kjölfar
þess lét Tryggvi af störfum sem
forstjóri Baugs og réð sig sem
forstjóra bílaumboðsins Heklu.
Tryggvi réð sig til Landsbankans
í lok árs 2007 og var dæmdur í 12
mánaða skilorðsbundið fangelsi
í Hæstarétti sumarið 2008. Hann
sagði starfi sínu lausu í Lands-
bankanum í desember 2008 eftir
að hafa verið gagnrýndur fyrir
störf sín þar.
Stefán H.
Hilmarsson
Endurskoðandinn Stefán H.
Hilmarsson var meðeigandi end-
urskoðendafyrirtækisins KPMG
á árunum 1998 til ársins 2002
og starfaði að endurskoðun hjá
Baugi allan þann tíma. Stefán
var ákærður í fyrri ákærunni
í Baugsmálinu en var síðan
sýknaður bæði í héraði og líka
af Hæstarétti. Hann gekk síðar
til liðs við Baug og var fjármála-
stjóri félagsins. Hann var auk
þess gerður að aðstoðarforstjóra
þegar Gunnar Sigurðsson tók
við forstjórastólnum hjá Baugi
sumarið 2007 af Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni.
Hreinn Loftsson
Lögmaðurinn Hreinn Loftsson
sat í stjórn Baugs á árunum
1998 til 2009. Jafnframt var
hann stjórnarformaður frá lok-
um ársins 1999 til maí 2002 og
síðan aftur frá nóvember 2002
til júní 2007. Vegna Baugs-
málsins hætti Tryggvi Jónsson
sem forstjóri og tók þá Hreinn
aftur við stjórnarformennsku
Baugs. Ásamt störfum sínum
sem stjórnarformaður Baugs
var Hreinn lögfræðilegur
ráðunautur fyrirtækisins.
Hreinn var aðstoðarmaður
Davíðs Oddssonar, þáverandi
forsætisráðherra, á árunum
1991 til 1992. Einnig var hann
formaður einkavæðingarnefnd-
ar á árunum 1991 til 2002.
Einar Þór
Sverrisson
Lögmaðurinn Einar Þór Sverr-
isson hefur verið allt í öllu hjá
Baugsveldinu.
Hann hefur
setið í stjórn
flestra félaga
Jóns Ásgeirs
og Pálma Har-
aldssonar, verið
lögmaður 365
og Jóns Ásgeirs
auk þess að verja Jóhannes
Jónsson í Baugsmálinu. Einar
Þór var aðstoðarmaður Pálma
Haraldssonar þegar hann var
framkvæmdastjóri Sölufélags
garðyrkjumanna á árunum 1992
til 1999. Einar Þór stóð í deilum
við blaðamanninn Agnesi
Bragadóttur í haust vegna skrifa
hennar um 365 og Rauðsól.
Kallaði Agnes Einar Þór „nefapa“
á Bylgjunni. Morgunblaðið
upplýsti líka um svokallað
„game-plan“ sem fór á milli
Einars Þórs og Jóns Ásgeirs um
endurfjármögnun skíðaskálans
í Courchevel í Frakklandi sem
síðan átti að selja.
Gunnar
Sigurðsson
Viðskiptafræðingurinn Gunnar
Sigurðsson starfaði sem
forstjóri Baugs og var einnig
fjármálastjóri fyrirtækisins en
hann hefur starfað í Bretlandi
frá árinu 2003. Áður en hann
hóf störf hjá Baugi starfaði
hann í bankageiranum í átta
ár, síðast sem forstöðumaður
alþjóðlegra lánveitinga og sam-
bankalána hjá Íslandsbanka.
Gunnar er með MBA-próf frá
Pennsylvania State University
og starfaði að loknu námi
hjá Bank One-bankanum í
Bandaríkjunum í fjögur ár.
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Viðskiptafræðingurinn Skarp-
héðinn Berg Steinarsson gegndi
ýmsum
störfum fyrir
Baug. Hann
var meðal
annars fram-
kvæmdastjóri
norrænna
fjárfestinga.
Skarphéðinn sat í stjórn Glitnis
og var stjórnarformaður FL
Group um tíma. Einnig var hann
forstjóri fasteignafélagsins
Landic Properties.
Skarphéðinn starfaði sem skrif-
stofustjóri í forsætisráðuneytinu
á árunum 1998 til 2002 og var
starfsmaður einkavæðingar-
nefndar. Hann var deildarstjóri í
fjármálaráðuneytinu á árunum
1991 til 1998. Einnig var hann
stundakennari við Viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands á
árunum 1994 til 1998. Hann er
menntaður viðskiptafræðingur
frá Háskóla Íslands og með
MBA-gráðu frá Oklahoma State
University.
Hannes Smárason
og FL Group
Verkfræðingurinn Hannes
Smárason virðist ekki hafa þurft
á mikilli hirð „sérfræðinga“ að
halda enda ansi vel menntaður
sjálfur í fræðunum. Hannes er
með BS-próf í vélaverkfræði og
stjórnun frá MIT-háskólanum
í Boston sem er talinn einn
virtasti háskóli heims. Einnig er
hann með MBA-próf frá sama
skóla. Hann vann hjá ráðgjafar-
fyrirtækinu McKinsey í Boston
áður en Kári Stefánsson réð
hann til Íslenskrar erfðagrein-
ingar. Hannes hefur líklega lært
galdurinn á bak við „skuldsettar
yfirtökur“ í MBA-námi sínu og
störfum fyrir McKinsey. Hannes
var þó með tvo „skattasérfræð-
inga“. Annan hjá FL Group og
hinn sem stjórnaði eignarhalds-
félögum hans.
Gunnar Sturluson
Lögmaðurinn Gunnar Sturluson
er faglegur framkvæmdastjóri
lögmannsstof-
unnar Logos.
Gunnar sat
sem stjórn-
arformaður
og fram-
kvæmdastjóri í tveimur félögum
Hannesar Smárasonar. Það eru
félögin Oddaflug og Primus sem
í dag heita FI fjárfestingar og
EO eignarhaldsfélag. Oddaflug
var um tíma stærsti hluthafinn
í FL Group. Efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra hóf rannsókn
á þessum tveimur félögum
í júní 2009 þar sem grunur
leikur á um að þau hafi framið
skattabrot. Gunnar er sonur
Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi
samgönguráðherra.
Bernhard Bogason
Lögmaðurinn Bernhard Boga-
son var yfirmaður skatta- og
lögfræði-
sviðs KPMG
áður en
hann réð sig
til FL Group.
Þar var hann
fram-
kvæmda-
stjóri lög-
fræðisviðs.
Hannes
Smárason hefur líklega ráðið
Bernhard vegna sérfræðiþekk-
ingar hans á skattamálum. Bern-
hard er sonur Boga Nilssonar,
fyrrverandi ríkissaksóknara, sem
var ætlað að stýra gerð skýrslu
um starfsemi Glitnis, Lands-
bankans og Kaupþings. Bogi
sagði sig síðan frá málinu en
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari
hafði falið Boga verkefnið.