Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 37
Hver er maðurinn? „Viðar
Eggertsson, sem er í raun margir
menn og því ekki einhamur.“
Hvað drífur þig áfram? „Forvitni,
óendanleg forvitni.“
Hvar ertu uppalinn? „Ég er
„alþjóðlegur“, það er að segja ég var
alinn upp, eða réttara sagt ekki alinn
upp, víðs vegar um landið.“
Hver er fyrsta minning þín úr
æsku? „Þögn - síðan grátur og þá
þögn.“
Hvað borðaðir þú um jólin? „Allt
sem að kjafti kom.“
Áttir þú notaleg jól? „Já, naut
þeirra að mestu rúmliggjandi.
Gæðajól.“
Strengir þú áramótaheit? „Já, ég
strengi alltaf sama heitið: Að strengja
ekki áramótaheit. Hef aldrei klikkað á
því!“
Hver er uppáhaldsbíómyndin?
„La Strada eftir Fellini. Hún var gerð
árið sem ég fæddist. Ég trúði því
þegar ég sá hana sem barn að Fellini
hefði meint eitthvað með því að gera
hana einmitt það ár.“
Hvert er uppáhaldsleikritið?
„Beðið eftir Godot eftir Samuel
Beckett.“
Hvað kom til að þið ákváðuð að
sýna Ævintýri á gönguför núna?
„Þjóðin á sameiginlega ómetanlega
dýrgripi í hljóðritunarsafni útvarpsins
og hún á það skilið að fá að njóta
þeirra. Það er einstakt að geta
upplifað andartakið sem var.“
Eru mikil gæði í upptökunni?
„Verkið var upphaflega sent út beint
á öldum ljósvakans og síðan
hljóðritað á lakkplötur sem hver tók
17 mínútur. Margar plötur þarþví
Ævintýrið tekur um 150 mínútur.
Tæknimenn hafa síðan unnið í
upptökunum og náð ótrúlega
miklum hljómgæðum úr þeim.“
Hvert er framhald útvarpsleik-
hússins? „Útvarpsleiklist er sérstök
listgrein sem útvarpstæknin hefur
skapað. Listin deyr aldrei.“
ERTU BÚIN/N AÐ STRENGJA ÁRAMÓTAHEIT?
„Nei, ég geri það nú almennt séð ekki.
Ég tek nú bara einn dag í einu.“
AÐALSTEINN KÁRASON
59 ÁRA VERSLUNAREIGANDI
„Já, ég ætla að hreyfa mig meira, fara
oftar í ræktina.“
MAGNÚS MAGNÚSSON
23 ÁRA VAKTSTJÓRI
„Nei, ég geri það yfirleitt ekki fyrr en á
síðustu stundu. Kannski ákveð ég að
taka mig á í ræktinni.“
GUNNAR GUÐMUNDSSON
18 ÁRA STARFSMAÐUR HJÁ PÓSTINUM
OG SKALLA
„Nei, ég hef aldrei gert það. Mér myndi
ekki detta það í hug nema ég fengi
einhverja vitrun. Þetta er einhver
amerískur siður.“
EYÞÓR SNORRASON
22 ÁRA HÁSKÓLANEMI
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
VIÐAR EGGERTSSON, stjórnandi
útvarpsleikritsins, segir að þjóðin eigi
ómetanlega dýrgripi í hljóðritunar-
safni útvarpsins og hún eigi það
skilið að fá að njóta þeirra. Útvarps-
leikhúsið flytur elstu varðveittu
upptökuna af útvarpsleikriti á Rás 1
eftir áramót.
GÆÐAJÓL
Í RÚMINU
„Nei, nýtt ár, ný ævintýri. Það er á
hreinu.“
SIGURJÓN HARALDSSON
53 ára verslunarmaður
MAÐUR DAGSINSMYNDIN
Ljós og hvellir Áramótin eru tíminn þegar við skjótum upp flugeldum. Þá er betra að hlaupa tímanlega í burtu áður en rakettan hefur sig til himins. MYND RÓBERT REYNISSON
UMRÆÐA 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 37
Desember er mánuður auglýsing-
anna, rétt eins og allir aðrir. Í póst-
hólfinu mínu er desember allt árið
um kring. Í hvert skipti sem ég opna
pósthólfið er verið að bjóða mér há-
skólagráðu sem ekkert þarf að læra
fyrir, meðul til að lengja lífið eða þá
bara nýtt úr. Flest er þetta þó kyn-
lífstengt. Boðið er upp á víagra, töfl-
ur til að lengja liminn eða rússneska
eiginkonu, en því miður ekki allt
saman í pakka. Einnig er hægt að fá
gervikvenmannssköp, sem auglýst
eru svona: „Það eina sem er betra
en hönd þín.“ Markhópurinn vænt-
anlega þeir sem endanlega eru bún-
ir að gefast upp á lífinu.
Maður slekkur á tölvunni og rölt-
ir niður Laugaveginn og það virðist
sem árið 2007 ásæki mann eins og
draugur liðinna jóla. Það þýddi lít-
ið að hamast yfir smekklausum aug-
lýsingum í góðærinu, góðærið sjálft
var ein allsherjar æfing í smekk-
leysi. Þó er ekki hægt annað en að
minnast á nokkra lágpunkta, svo
sem þegar Og Vodafone reyndi að
taka yfir 17. júní, eða Tópas reyndi
að taka yfir 1. maí. „Fjölskyldan er
fyrirtæki“ er líklega eitt eftirminni-
legasta slagorð góðærisins. Svo var
blessunarlega ekki, enda hvíla flest-
ar fjölskyldur á sterkari grunni en
stórfyrirtæki landsins.
Sjálfur man ég sérstaklega eftir
því þegar ég sá auglýsingar Glitn-
is um upplýsingar á iPodum á
Glúfrasteini. Ef það var einhver
staður á byggðu bóli á Íslandi þar
sem manni fannst að maður hefði
mátt vera laus við síbylju auglýs-
inganna var það á heimili Nóbel-
skáldsins. Svo var ekki, enda hrun-
ið í nánd.
Bylting áleggstegundanna
Þótt góðærið sé búið heldur smekk-
leysið áfram. Í einni auglýsingu
þessa dagana ómar lagið „Móðir“
eftir auglýsingasöngvarann Bubba
Morthens yfir myndum af ungum
börnum sem virðast auðveld bráð
barnaníðinga. Hér er þó ekki um
viðvörun frá lögregluembættinu
að ræða, heldur er þetta auglýsing
frá Símanum um áskriftarþjónustu
sem inniheldur netvörn. Reynt er
að höfða til samvisku foreldra, eina
leiðin til að vernda börnin er að vera
í áskrift hjá Símanum.
Í nýlegum blaðaauglýsingum
Tryggingamiðstöðvarinnar bregð-
ur fyrir þjóðhetjum svo sem Jóni
Sigurðssyni og Einari Ben. Framtíð
þjóðarinnar, samkvæmt þessu, er
undir Tryggingamiðstöðinni kom-
in.
Ekki er heldur annað að sjá en
að auglýsingarnar fari heldur frjáls-
lega með byltingarhugtakið, enda
hafa byltingar verið í tísku á árinu.
„Bylting á Íslandi,“ tilkynnir Pizzer-
ia Rizzo Express, án þess að hægt sé
að sjá að áleggstegundum þeirra sé
beint gegn ríkisstjórn eða auðvaldi.
Ekki eru allir þó á byltingarbuxun-
um. „Skapaðu þitt eigið góðæri,“
segir í tilkynningu frá Nýja ökuskól-
anum. Fyrir þá sem fengu ekki nóg
af því síðasta. Einhvers staðar mitt á
milli er herferð fyrir súkkulaðið Rex,
sem er auglýst með íslenska fánan-
um og vill stuðla að jákvæðara Ís-
landi. Engin ástæða til að breyta
neinu hér á landi, það er nóg að
kaupa sér skammvinna gleði.
Þó að mér leiðist auglýsingar al-
mennt var samt gaman að sjá þjóð-
háttafræðinginn Árna Björnsson í
úraauglýsingu. Hann er að minnsta
kosti tilbreyting frá góðærisgæjun-
um.
Takmarkaðar auglýsingar í
Bandaríkjunum
Svíar hafa löngum gætt aðhalds í
auglýsingamennsku, meðal annars
er bannað að sýna auglýsingar sem
eru fyrst og fremst ætlaðar börn-
um. Jafnvel í markaðssamfélaginu
Bandaríkjunum voru nýlega sett lög
sem banna mönnum að segja ósatt í
auglýsingaskyni. Þeir sem hafa tap-
að stórfé eftir að hafa treyst tilboð-
um banka hljóta að sjá gildi þess að
auglýsingar séu heiðarlegar.
Því ber að fagna nýju frumvarpi
menntamálaráðherra sem miðar
að því að setja „lágmarksreglur um
auglýsingar í öllum fjölmiðlum“ og
takmarka markaðssetningu sem er
beint gegn börnum. Það er gott að
hafa lágmarksreglur. Minna má það
ekki vera.
Auglýsingarnar snúa aftur
KJALLARI
MYND SIGTRYGGUR ARI
VALUR
GUNNARSSON
rithöfundur skrifar
„Maður slekkur á
tölvunni og röltir niður
Laugaveginn og það
virðist sem árið 2007
ásæki mann eins og
draugur liðinna jóla.“