Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR Nokkrir frægir leikarar og tónlistarmenn fóru yfir móðuna miklu í ár. Af þeim telst frægastur konungur poppsins, Michael Jackson. Á meðal hinna má nefna drauginn Patrick Swayze, kungfúkappann Carra- dine og Playboy-fyrirsætuna Farrah Fawcett. Frægustu þeirra stjarna sem söfn- uðust til feðra sinna í ár verður að telja konung poppsins, Michael Jackson. Að ætla að telja upp af- rek Jacksons á tónlistarsviðinu eða áhrif hans á poppiðnaðinn væri að æra óstöðugan, en ljóst verður að teljast að fáir tónlistarmenn geta státað af öðru eins. Michael Jackson fæddist 29. ág- úst 1958 og lést 25. júní 2009. Vart hafði hann gefið upp öndina þegar fjöldi kenninga um banamein hans fylltu fjölmiðla. Augu saksókn- ara beindust að einkalækni hans og lyfjanotkun og LaToya Jackson, systir hans, fullyrti að hann hefði verið myrtur vegna auðæva sinna. Jackson skildi eftir sig þrjú börn, tvö eignaðist hann með hjúkrun- arkonunni Deboruh Jeanne Row, sem hann kvæntist árið 1996, en staðgöngumóðir sá um meðgöngu þess þriðja. Draugurinn deyr Leikarinn Patrick Swayze (18. ág- úst 1952 – 14. september 2009) greindist með krabbamein í bris- kirtli árið 2008 sem dró hann að lokum til dauða. Patrick Swayze verður helst minnst fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum Dirty Danc- ing og Ghost. Í þeirri fyrrnefndu lék hann danskennara og heill- aði flestar táningsstúlkur upp úr skónum og í þeirri síðarnefndu lék hann draug myrts manns sem leit- aði réttlætis. Mótleikkona Swayze í Ghost var Demi Moore og samleik- ur þeirra framkallaði tár á hvarmi margra áhorfendanna. Hetjan sem hengdist David Carradine (8. desember 1936 – 3. júní 2009) var vinsæll leikari til margra ára og þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþátta- seríunni Kung Fu sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum. Carradine minnti rækilega á sig í Kill Bill-kvikmyndunum í leik- stjórn Tarantinos, en lék í heildina í yfir eitt hundrað myndum, og var ávallt svalur hvort sem um var að ræða hlutverk skúrks eða hetju. Dauði Davids Carradine var ekki sveipaður miklum hetjubrag, því hann fannst látinn, hengdur inni í skáp á hótelherbergi í Bang- kok í Taílandi. Kringumstæður bentu til þess að eitthvað hefði far- ið úrskeiðis í fjötratengdu kynlífi sem Carradine var, að sögn fyrrver- andi eiginkvenna hans, hrifinn af. Virt leikkona fellur frá Leikkonan Natasha Richardson (11. maí 1963 – 18. mars 2009) fékk fjölda viðurkenninga á leiklistar- ferli sínum. Hún gat sér gott orð hvort heldur sem var sem sviðs- leikkona eða kvikmyndaleikkona. Þann 16. mars fékk Natasha höf- uðáverka þegar hún féll á skíðum þegar hún fékk skíðatilsögn á Mont Tremblant í Quebec í Kanada. Nat- asha Richardson virtist heil á húfi í kjölfarið og gat tjáð sig og geng- ið um. Því var þjónusta bráðaliða sem upphaflega komu á staðinn afþökkuð. Natasha fór til herberg- is síns en var þremur tímum síðar send á sjúkrahús í Saint-Agathe- des-Monts eftir að hún kvartaði yfir höfuðverk. Daginn eftir var flog- ið með hana til New York og hún lögð inn á Lennox Hill-sjúkrahús- ið. Hún lést daginn eftir, 18. mars. Banamein hennar var blæðing inn á heilann. Engill Kalla Farrah Fawcett (2. febrúar 1947 – 25. júní 2009) var bandarísk leik- kona. Henni skaut upp á stjörnu- himininn eftir að hún birtist sjónvarpsáhorfendum sem einka- spæjarinn Jill Munroe í Charlie’s Angels-þáttunum árið 1976. Ferill Farrah gekk upp og ofan eftir að göngu Charlie’s Angels lauk, en árið 1983 var hún hyllt af gagnrýnendum fyrir frammistöðu sína í leikritinu Extremeties og ári síðar fékk hún sína fyrstu tilnefn- ingu, af fjórum, til Emmy-verð- launanna fyrir leik sinn í kvik- myndinn Burning Bed. Farrah Fawcett greindist með ristilkrabbamein árið 2006. Þrátt fyrir hetjulega baráttu og ýmiss konar meðferðir varð Fawcett að játa sig sigraða 25. júní, 2009. „Farrah var ein táknmynd feg- urðar okkar tíma,“ sagði Hugh Hefner, eigandi Playboy-tímarits- ins, um Farrah Fawcett. Guðfaðir rokkhljómsins Lester William Polsfuss, Les Paul (9. júní 1915 – 12. ágúst 2009) var brautryðjandi í þróun „solid-body“- -rafmagnsgítarsins sem gerði mögulegt að ná fram „hljómi rokks- ins“. Að auki hefur honum verið eignaður heiður í þróun ýmissa nýj- unga í hljóðupptökutækni. En nýbreytnin einskorðaðist ekki við hönnun og þróun gítars- ins og upptökutækninnar heldur náði hún einnig inn í tækni hans við hljóðfæraleik og hafði hann áhrif á fjölda gítarleikara nútím- ans. Les Paul og Mary, eiginkona hans, hljóðrituðu fjölda platna á sjötta áratugnum og seldust þær í milljónum eintaka. Banamein Les Paul var rakið til lungnabólgu. Karl Malden Mladen George Sekulovich, Karl Malden (22. mars 1912 – 1. júlí 2009) var bandarískur leikari sem státaði af sjö áratuga leikferli, yfir fimmtíu kvikmyndum og ótal við- urkenningum. Á meðal þeirra mynda sem hann lék í voru A Streetcar Named Desire, On the Waterfront og One-Eyed Jacks, sem allar skörtuðu Marlon Brando í aðalhlutverki. Fyrir hlutverk sitt í þeirri fyrst nefndu vann Malden til Óskarsverðlauna sem besti karl- leikari í aukahlutverki. Karl Malden lék sitt síðasta hlut- verk í kvikmyndum og sjónvarpi árið 2000 þegar hann kom fram í fyrstu þáttaröð sjónvarpsþáttanna West Wing. Í þáttunum lék Mal den kaþólskan prest og notaði sömu biblíu og hann hafði notað í kvik- myndinni On the Waterfront. Leikari, grínisti og kokkur Leikarinn Dominick „Dom“ DeLuise (1. ágúst 1933 – 4. maí 2009) var einna helst þekktur fyr- ir hlutverk sín í grínmyndum. Hans verður sennilega einna helst minnst fyrir samstarf hans og Burts Reynolds á sjöunda og áttunda áratugnum, en þeir birtust kvik- myndaunnendum í kvikmynd- unum The Canonball Run, The Canon ball Run II, Smokey and the Bandit II, The End, All Dogs Go to Heaven og The Best Little Whore- house in Texas. Dom DeLuise átti einnig sinn fasta sess í flestum myndum leikstjórans Mel Brooks, þeirra á meðal Blazing Saddles, Silent Movie, Robin Hood: Men in Thights og Spaceballs. Dom DeLuise var einnig mik- ill áhugamaður um mat og gaf út nokkrar bækur um matseld. DeLuise lést 4. maí vegna nýrna- bilunar og öndunarfærasjúkdóma sem raktir voru til sykursýki og hás blóðþrýstings. Lést ung að árum Brittany Murphy (10. nóvember 1977 – 20. desember 2009) hóf leiklistarferil sinn ung að árum og fékk hlutverk í söngleiknum Vesa- lingarnir þegar hún var níu ára, og sitt fyrsta Hollywood-hlutverk þeg- ar hún var fjórtán. En það var þó ekki fyrr en í kvikmyndinni Clue- less 1995 sem hún vakti verulega athygli. Á meðal annarra stórra hlutverka má nefna hlutverk Daisy Randone í Girl, Interrupted, Eliza- bet Burrows í Don´t Say a Word, þar sem hún lék á móti Michael Douglas og hlutverk Alex Latourno í myndinni 8 Mile þar sem hún lék á móti rapparanum Eminem. Ásamt leik fékkst Brittany við tónlist og átti smellinn Faster Kill Pussycat árið 2006. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is FRÆGIR SEM FÉLLU FRÁ Konungur poppsins Michael Jackson lést rétt fyrir upprisu sína. Dansandi draugur Patrick Swayze bræddi margt ungmeyjarhjartað. David Carradine Hetja á hvíta tjaldinu en dauðdaginn lítt hetjulegur. Virt og fögur leikkona Natasha Richardson lést vegna skíðaóhapps. Engill Charlies Farrah Fawcett lést úr krabbameini um mitt ár. Guðfaðir rokkgítarsins Arfleifð Les Paul verður seint ofmetin. Margverðlaunaður leikari Ferill Karls Malden spannaði sjö áratugi. Dominick „Dom“ DeLuise Var margt til lista lagt í leiklist, leikstjórn og matseld. Brittany Murphy Lést úr hjartaslagi rétt fyrir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.