Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 72
72 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009
SKEMMTILEGT
&SKONDIÐ
Caster Semenya
Olli miklu fjaðrafoki á árinu þegar hún, hann, varð
heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á HM í
frjálsum. Upp komst að Semenya var með kynfæri
bæði konu og karls og þurfti hún að sæta mikilli
niðurlæginu.
Á toppnum
Þær geta verið æðislegar, íþróttaljósmyndirnar
sem teknar eru á hverju ár. Þessi er ekkert minna
en frábær sem tekin er í götuhjólakappakstri.
Féll
enn og aftur
Franski framherjinn Bafatimbi
Gomis á við sjaldgæfan
taugasjúkdóm að stríða. Það
kemur stundum fyrir að hann
fær taugaáfall einskonar og
liggur meðvitundarlaus þar
til hlúð er að honum. Þetta
náðist á mynd í ár á æfingu
franska landsliðsins.
Langt síðan síðast
Fyrsti knattspyrnuleikurinn í Bagdad eftir sex ára hlé fór fram 13. júlí í ár. Palestína mætti
þá í heimsókn en heimamenn í Írak höfðu sigur, 4-0. Fólk var afar spennt fyrir leiknum
og ruddist það hreinlega að markinu þegar Írak skoraði fjórða markið. Mögnuð stund í
stríðshrjáðu landi.
Algjör meistari
Diego Armando Maradona er engum líkur.
Þetta er klárlega ein af stundum ársins í
knattspyrnunni. Þegar Martin Palermo
skoraði ólögleg sigurmark Argentínu gegn
Perú renndi Maradona sem í dag er vel
feitlaginn sér eftir jörðinni í fagni sínu.
Amen
Egyptar eru mjög trúaðir og það truflar fótboltaleiki. Þegar
Mohamed Homos skoraði fyrsta mark liðsins gegn Ítalíu í
Álfukeppninni í ár krupu allir í liðinu á fjóra fætur og báðu til
guðs síns.
Rólegir, strákar
AZ Alkmaar vann sinn fyrsta meistaratitil í tæp
30 ár í hollenska boltanum í vor. Fagnaðarlætin í
borginni urðu hreint rugluð og voru menn farnir
að keyra bátum sínum upp á hvorn annan niður
við höfnina. Líkist meira stríðsástandi.
Fyndin
fréttamynd
Andrei Mezin, markvörður
Hvíta-Rússlands, á eflaust
þessa mynd heima hjá sér á
veggnum þar sem náðist á
mynd hvar pökkurinn flýgur
yfir hausinn á honum í leik
gegn Finnlandi á heims-
meistaramótinu í maí.
Fljúgandi hjól
Þessi ágæti ökuþór var úr leik í
þessu móti enda gat hann lítið gert
þegar hjólið fór einfaldlega af stað
og vippaði sér yfir næsta vegg.
Það er ekki alltaf allt eftir kúnstarinnar reglum í íþróttunum. Stundum fljúga
mótorhjól og nunnur horfa á fótboltaleiki. Hér eru nokkrar óhefðbundnar svip-
myndir frá því herrans íþróttaári 2009.
Óheppnasti maður heims
Felipe Massa lenti í svo ótrúlegu slysi að annað
eins hefur ekki sést. Í tímatöku í sumar datt eins
kílóa gormur úr bíl Rubens Barrichello og flaug í
hausinn á Massa. Hann keppti ekki meira á árinu
enda höfuðkúpubrotnaði hann.