Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR Hápunktur ársins sem er að líða er án nokkurs vafa búsáhaldabylting- in sem leiddi til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylking- arinnar hrökklaðist frá völdum í lok janúar. Linnulaus mótmæli við Al- þingishúsið á Austurvelli höfðu sett svip sinn á þjóðfélagsumræðuna um nokkurra vikna skeið þar á undan og hlutu að enda með því að eitthvað léti undan. Mótmælin voru þau kröftugustu, fjölmennustu og lengstu í sögu ís- lensku þjóðarinnar. Í fyrsta skipti í sextíu ár - frá því í NATO-mótmæl- unum 1949 - notaði lögreglan tára- gas í glímunni við þátttakendur í mótmælum hér á landi. Skemmd- ir voru unnar á þinghúsinu og það var grýtt með matvælum, eldar voru kveiktir á Austurvelli og ein- hverjir mótmælendanna beittu lög- reglumenn ofbeldi. Langflestir mót- mælendanna stunduðu þó það sem kallast friðsamleg mótmæli og gerðu sig ekki líklega til skemmdar- eða of- beldisverka enda dregur byltingin nafn sitt af því að þátttakendurnir í henni voru langflestir vopnaðir alls kyns smáhlutum - sleifum, pottum og pönnum - sem þeir börðu eins og bumbur til að lýsa yfir óánægju sinni með stjórnina. Byltingin var augljós afleiðing íslenska efnahagshrunsins haustið 2008. Ríkisstjórn Samfylkingarinn- ar og Sjálfstæðisflokksins hafði set- ið af sér hávær mótmæli og gagn- rýni frá því í október en í janúar gátu þeir sem misbauð áframhaldandi seta hennar ekki látið bjóða sér slíkt lengur. Mesta gagnrýnin lenti á Sjálf- stæðisflokknum sem verið hafði við völd í landinu frá 1991 og því þótti ýmsum sem mesta ábyrgð- in á hörmungum hrunsins lægi hjá þeim flokki sem öðrum fremur hafði markaðsvætt íslenskt samfé- lag. Samfylkingin slapp þó eðlilega ekki við sinn skerf af gagnrýni enda hafði flokkurinn stýrt landinu með Sjálfstæðisflokknum í á annað ár. Auk þess höfðu bankamálin verið á höndum viðskiptaráðherra, Björg- vins G. Sigurðssonar, sem kom úr þeim flokki og lenti hann einna verst í byltingunni af ráðherrum stjórnar- innar. Krafa mótmælendanna, sem tóku á móti fulltrúum þjóðarinnar með þessum trakteringum um leið og þingheimur kom saman eftir langt jólafrí, var skýr: Ríkisstjórnin átti að segja af sér og halda átti kosningar sem fyrst. Krafan um „Nýja Ísland“, eins og það er og hefur verið kallað síðastliðið ár, var komin fram og átti að ýta á eftir þeirri kröfu með fyrstu „byltingunni“ í sögu þjóðarinnar. Ísland var við það að fara í hóp með Frakklandi og Rússlandi þar sem stjórnartaumarnir höfðu verið hrifs- aðir af valdhöfum með byltingu, þótt hún hefði að mestu verið friðsamleg. Raddir fólksins skiluðu árangri Andlit mótmælanna við þinghúsið var Hörður Torfason söngvaskáld. Hann var forsvarsmaður samtak- anna Radda fólksins sem skipulagði mótmælin við þinghúsið. Mótmæli samtakanna áttu að vera friðsamleg og átti Hörður eftir að sverja af sér það ofbeldi gegn lögreglunni sem einhverjir mótmælendanna gripu til auk skemmdarverkanna á þing- húsinu. Í samtali við DV þriðjudaginn 20. janúar, daginn sem Alþingi kom fyrst saman aftur eftir jólafríið og mótmælendurnir byrjuðu hinar dramatísku aðgerðir sem leiddu til brotthvarfs ríkisstjórnarinnar viku síðar, sagði Hörður að reiðin í sam- félaginu væri orðin gríðarleg. „Þetta eru beinar afleiðingar af gjörðum ríkisstjórnarinnar sem talar ekki við fólkið í landinu. Það þýðir ekki að fara að snúa blaðinu við og fara að kenna fólkinu um þetta ástand hérna, fólk er orðið þreytt á þessu og reiðin er orðin gríðarleg,“ sagði Hörður en einhver kvikindisleg- ur maður bjó einmitt til sögnina að „haardera“ til að lýsa aðgerðaleysi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í kjöl- far hrunsins. Ríkisstjórnin átti hins vegar ekki að fá að komast upp með það lengur að humma fram af sér að takast á við afleiðingar hrunsins og axla ekki ábyrgð vegna þess. Á Herði mátti skilja að mótmæl- endurnir ætluðu sér ekki að gefa eft- ir og hætta ekki fyrr en markmiðinu - afsögn ríkisstjórnarinnar - væri náð. „Nú ætlar fólk að láta ráðamenn heyra það, það er réttur þinn sem borgari að mótmæla, ef stjórnvöld ætla að halda áfram heldur fólkið áfram líka. Ég heyri á fólki að það vill halda áfram næstu daga, sumir vilja koma hingað með tjöld og hafa umsátur um Alþingishúsið. Stjórn- völd verða að skilja að það hefur ekki ein manneskja sagt af sér og þetta er engum að kenna, á sama tíma er landið að fara á hausinn, þetta er bara blekkingarleikur, lygar og svik- arar,“ sagði hann. Líklega má þó segja að raddir meirihluta mómælendanna, radd- ir fólks eins og Harðar, hafi að ein- hverju leyti verið yfirgnæfðar af þeim sem ófriðlegar létu og gengu harðar fram með því að nota reyks- prengjur, barefli og kasta matvælum í Alþingishúsið. Fólk man eftir her- skáasta minnihlutanum úr bylting- unni en ekki friðsama meirihlutan- um sem braut ekki prinsipp Harðar og félaga um að hegða sér siðsam- lega. Biðu þess sem verða vildi Á meðan mótmælendurnir herjuðu á Alþingishúsið með pottaglamri og öskrum hímdu þingmennirnir - fulltrúar hins baulandi almenn- ings - inni í húsinu rammgerða og biðu þess sem verða vildi. Hið eina sem aðskildi þá frá fólkinu með bús- áhöldin var heill her lögreglumanna sem myndaði skjaldborg um þing- húsið til að verja það fyrir þeim að- gangshörðustu í mótmælunum. Ástandið var þannig að þing- mennirnir gátu átt von á næstum hverju sem er og gekk erfiðlega að halda þingfundum áfram út af öllum látunum auk þess sem mikil spenna var í loftinu í samfélaginu sem beind- ist nær öll að byggingunni við Aust- urvöll. Hræðslan og óvissan sem var ríkjandi meðal þingmannanna fór ekki fram hjá neinum. „Það var verulega óhugnanlegt að vera inni í þinghúsinu í gær og heyra þessi læti í fólkinu,“ sagði Kolbrún Halldórs- dóttir, þingkona Vinstri-grænna, í samtali við DV daginn eftir að at- gangurinn mikli við þinghúsið hófst. Ástu Möller, þingkonu Sjálfstæð- isflokksins, var heldur ekki skemmt þegar hún ræddi um atganginn. „Við heyrðum hávaðann fyrir utan og þetta hafði áhrif á umræðuna til að byrja með,“ sagði Ásta í samtali við DV. Þingkonunni sveið reyndar - líkt og mörgum öðrum þingmönn- um - að einhverjir mótmælendanna skyldu hafa gripið til ofbeldis. „Mér fannst þetta afskaplega leitt, það er ekki hægt að segja annað... En of- beldi finnst mér ekki eitthvað sem við eigum að líða,“ sagði Ásta. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar virðast hins vegar almennt hafa haft meiri skilning á afstöðu mótmælendanna enda höfðu þeir beinna hagsmuna að gæta í því að mótmælin skiluðu árangri. Ein- hverjir þingmenn VG voru meira að segja sakaðir um að hafa kynt undir mótmælunum og hjálpað til við þau. Kolbrún Halldórsdóttir lýsti ástand- inu svona: „Þolinmæði fólks er á þrotum. Mótmælin í gær voru krafa um kosningar og þessi skilaboð komu afar skýrt yfir til ríkisstjórnar og þingmanna. Krafan er að lýðræði fái notið sín.“ Sérstök pólitísk staða Lýsing Kolbrúnar á ástandinu reyndist rétt, eitthvað hlaut að gefa sig í öllum atganginum, og þing- mönnum VG hefur örugglega ekki leiðst að sjá að byltingin var við það að gefa þeim tækifæri á að komast að stjórnartaumunum miklu fyrr en ætlað var. Þær sögur gengu líka fjöllunum hærra á þessum tíma að leiðtogar VG og Samfylkingarinnar væru þá þegar byrjaðir að vinna að því með mikilli leynd að mynda nýja ríkis- stjórn, vinstristjórn. Síðar kom fram í dagsljósið að samkomulag um nýju stjórnina hefði að öllum lík- ORÐ OG HUGTÖK SEM MIKIÐ HAFA VERIÐ NOTUÐ ÁRIÐ 2009: n Eignarhaldsfélag n Skjaldborg n Stöðugleikasáttmáli n Nýja Ísland n Gamla Ísland n „Svona 2007“ (notað til að lýsa einhverju með fyrirlitningu sem er of fínt, yfirdrifið, lúxus, plebbalegt) n Kúlulán n Skuldaafskriftir n Útrásarvíkingur n Icesave n Iceslave n Tortóla n Aflandseyjar n Skilanefndir n Slitastjórnir n Gjaldeyrishöft n Þrotabú n Peningastefnunefnd n Stýrivextir n Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn n Búsáhaldabylting n Greiðslujöfnun n Kreppa n Frysting lána n Lausafjárkreppa n Greiðslujöfnunarvísitala n Greiðsluaðlögun n Rannsóknarnefnd Alþingis n Sérstakur saksóknari (Ólafur Hauksson) n Eva Joly n Þjóðstjórn n Utanþingsstjórn n „Vanhæf ríkisstjórn“ n Þjóðfundur n Varnarúði n Táragas n Sértæk skuldaaðlögun n Að haardera (Vísar til Geirs H. Haarde og merkir að gera ekki neitt til að bregðast við aðstæðum) Eitt dramatískasta ár í sögu þjóðarinnar um langt skeið er senn á enda og hefur það liðið í skugga íslenska efnahagshrunsins. Þetta hefur verið ár pólitískra átaka, uppgjörs við hrunið og dýpri efnahagskreppu en þjóðin hefur upplifað í langan tíma. Ríkisstjórn hraktist frá völdum og ákveðið var að taka fyrsta skrefið í átt að Evrópusambandinu. Dimmt hefur verið yfir þjóð- inni og enn virðist langt í þetta Nýja-Ísland sem allir eru að tala um. DV fer hér yfir helstu tíðindi uppgjörsársins 2009. BYLTINGARÁRIÐ 2009 ÁR UPPLAUSNAR OG ÓRÓA n „Við höfum lifað í skugga bankahrunsins árið 2009. Afleiðingar þess hafa komið fram allt þetta ár með ýmsum hætti í stjórnmálum, viðskiptalífi, fjölmiðlum og daglegu lífi alls almennings. Þetta hefur verið ár upplausnar og óróa og ekki sér fyrir endann á því ástandi - því miður. Fyrir utan efnahagslega áfallið glímum við líka við tortryggni og trúnaðar- brest í samfélaginu - og ekki að ástæðulausu. Það mun taka okkur mörg ár að vinna úr þeirri stöðu. Það verðum við að gera með leiðum lýðræðisskipu- lagsins og réttarríkisins og megum ekki missa sjónar á grundvall- arsjónarmiðum í þeim efnum í hita uppgjörsins við fortíðina. Við erum í miðri efnahagskreppu og margar aðgerðir núver- andi ríkisstjórnar eru því miður ekki til þess fallnar að ná okkur upp úr henni. Þvert á móti munu skattahækkanir og fleiri ráð- stafanir hennar að verða til að framlengja samdráttarskeiðið. Það er miður, því þrátt fyrir tímabundin áföll eigum við auðvitað fjölmarga möguleika til að ná okkur á strik aftur. Menn mega hins vegar ekki klúðra tækifærunum og misstíga sig í uppbygg- ingarstarfinu, en það finnst mér núverandi stjórnvöld gera hvað eftir annað. Dæmi um það er Icesave-málið, þar sem við stönd- um frammi fyrir því við árslok að stjórnarflokkarnir eru að gera hrikaleg og dýrkeypt mistök.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins ÁR GÍFURYRÐA n „Árið hófst á mikilli reiði. Ég er ekki viss um að það verði fastur liður hér eftir að við brennum Óslóartréð. En svo reið var þjóðin. Undir einhverjum kringumstæð- um hefði hún sjálfsagt barið jólasveinana. Kosningarnar í apríl voru því algerlega nauðsynlegar. Það þurfti að stokka upp. Þegar ég lít yfir árið finnst mér hins vegar lítið hafa gerst í anda þeirra fyrirheita sem gefin voru. Talað var um endureisn á grunni nýrra gilda, nýtt þing og breytt vinnubrögð. Því miður ræður flokksbundin skotgrafapólitík enn alltof miklu, og það stend- ur nauðsynlegri framsýni og yfirvegun fyrir þrifum. Því þarf að breyta. Árið 2009 var ár mikilla gífuryrða. Samvinnu skorti. Af einstökum viðburðum í pólitíkinni er sá líklega stærstur að við sóttum um aðild að ESB. Það er að mínu viti gott. Ef við hefðum ekki gert það værum við enn að deila um það mál, um- sókn eða ekki umsókn. Þetta var því nauðsynlegt skref. Þannig verðum við að endurreisa Ísland, með því að taka skref sem skila okkur eitthvað áleiðis. Ekki hjakka í sama farinu. Í einkalífinu var árið gott: Sonur kom í heiminn í mars og ég gaf út geisladisk með hljómsveitinni Ske og barnabók um svín. Sonurinn trampar nú á hvoru tveggja í stofunni, nagar það og kastar því um gólfið. Allt eins og það á að vera.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins ÁRIÐ EFTIR HRUN n „Ársins 2009 verður minnst sem ársins eftir hrun. Hagstjórninni og endurreisn bankanna var hagað eftir áætlun, sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (AGS) studdi til að tryggja, að Íslandi væri ekki úthýst af erlendum fjármálamörkuð- um. Fjárskaðinn af völdum hrunsins nem- ur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands. Það er heimsmet. Fjártjón útlendinga nemur um fimmfaldri landsframleiðslu og fjártjón Íslend- inga sjálfra um tvöfaldri framleiðslu. Álits- hnekkir landsins verður þó ekki metinn til fjár. Efnahagsáætlunin nýtur stuðnings AGS og Norðurlanda á þeirri forsendu, að Ísland semji við Bretland og Holland um uppgjör IceSave-skuldarinnar. Hún er til komin vegna þess, að ríkisstjórnir Bretlands og Hollands töldu brýnt að bæta 400.000 sparifjáreigendum að mestu, en þó ekki til fulls, tjónið, sem fall Landsbankans hefði ella valdið þeim. Bretar og Hollendingar kröfðust þess, að Íslendingar hegðuðu sér eins og góðir grannar og endurgreiddu þeim um helming bótafjár- ins. Ríkisstjórnin féllst á þessa lausn, en Alþingi setti henni stólinn fyrir dyrnar, og þar við situr eftir margra mánaða þóf. Hafni Alþingi lausninni, þarf AGS annaðhvort að hætta stuðningi við Ísland og skilja landið þá eftir eitt og yfirgefið á berangri eða mæla með hertu aðhaldi í fjármálum ríkisins með harkalegri niðurskurði útgjalda og þyngri álögum á fólk og fyrirtæki. Hvorugt væri gott.“ Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands „Fjárskaðinn af völd- um hrunsins nemur um sjöfaldri landsfram- leiðslu Íslands. Það er heimsmet.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.