Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR VÖRÐUR Í FRÉTTUM LIÐINS ÁRS Mannskæð flugslys settu svip sinn á árið 2009, en fleiri hundruð manns fórust um miðbik ársins af þeim sökum. Vopnuð átök, hernaður og óeirðir víða um heim kostuðu fjölda mannslífa og móðir jörð minnti óvægilega á sig með skógareld- um, jarðskjálftum, fellibyljum og flóð- um. Í fyrsta skipti í sögu Bandaríkj- anna situr þeldökkur maður í Hvíta húsinu. Heimsfrægur leikstjóri var handtekinn fyrir rúmlega 30 ára gamalt brot og málglaður forsætisráðherra var barinn í andlitið. 20. janúar, í skugga versta efna- hagsástands sem heimsbyggðin hafði staðið frammi fyrir frá því í kreppunni miklu 1930, var brot- ið blað í sögu Bandaríkjanna þeg- ar Barack Obama var settur inn í embætti 44. forseta landsins, en hann er fyrsti þeldökki maðurinn sem gegnir því embætti. Barack Obama tók við afar erf- iðu búi og á herðum hans hvíldu væntingar bæði Bandaríkjamanna og heimsbyggðarinnar allrar. Fyrstu eitt hundrað daga hans í embætti mældust vinsældir hans um 60 til 70 prósent, en fóru í fyrsta skipti undir 50 prósent í nóvember. Heimsbyggðin fór ekki varhluta af náttúruhamförum í ár frekar en fyrri ár og í febrúar geisuðu miklir skógar- og kjarreldar í Viktoríufylki í Ástralíu. Þann 7. febrúar var til- kynnt um elda á yfir 400 stöðum og sökum kjörveðurs fyrir skógarelda var við ramman reip að draga hjá slökkviliði. Eldarnir kostuðu 173 mannslíf og um 400 manns slös- uðust. Dagurinn fékk nafnið svarti laugardagurinn. Talíbanar minntu á sig 8. febrú- ar þegar þeir sendu frá sér mynd- band sem sýndi þegar pólski jarð- fræðingurinn Piotr Stanczak var hálshöggvinn. Piotr hafði ver- ið rænt nokkrum mánuðum fyrr og var fyrsti vestræni gíslinn sem myrtur var í Pakistan frá því að Daniel Pearl var myrtur árið 2002. Átta manns létust 3. mars þegar byssumenn gerðu árás á hópferða- bíl með leikmenn krikketliðs Sri Lanka innanborðs. Náttúruhamfarir og flensa Móðir jörð hafði ekki sagt sitt síð- asta orð og 6. apríl skalf jörðin í L’Aquila í Abruzzo-héraði á Ítalíu. Aðalskjálftinn mældist 6,3 stig á Richterkvarða en fyrir, allt frá því í desember árið áður, höfðu mælst þó nokkrir fyrirskjálftar sem sumir hverjir voru öflugri en sem nemur þremur stigum á Richter. Skjálftans varð vart um gervalla Ítalíu og stað- fest dauðsföll voru 307 og um 1.500 manns slösuðust. Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, mæltist til þess að fólk sem missti heimili sitt og hafðist við í tjöldum liti þannig á að um útilegu væri að ræða. Um- mælin vöktu blendnar tilfinningar líkt og fleira sem Berlusconi lét sér um munn fara á árinu. Bandarísk-íranska blaðakonan Roxana Saberi var dæmd til átta ára fangelsisvistar, þann 18. apríl, fyrir njósnir í Íran. Henni var síð- an sleppt í maí eftir að áfrýjunar- dómstóll stytti og skilyrti dóminn yfir henni. Í apríl varð vart nýs flensuaf- brigðis í Mexíkó og 24. þess mán- aðar lýsti heilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna yfir áhyggjum af mögulegri útbreiðslu flensunn- ar til annarra landa frá Mexíkó og Bandaríkjunum. Flensunni, H1N1, sem samanstendur af flensuvírus- um svína, fugla og manna, var gef- ið nafnið svínaflensa og hafði hún geisað um skeið í Veracruz í Mexíkó áður en hún varð viðurkennd sem slík. Ellefta júní var svínaflensan úrskurðuð heimsfaraldur og hef- ur kostað um 13.000 manns lífið á heimsvísu. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Konungur poppsins Stal senunni þegar hann féll frá í júní. MYND AFP „Kraftaverkastúlkan“ Bahai Bakari Lifði ein af flugslys við Kómoreyj- ar í lok júní. n Arne Næss, heimspekingur (27. janúar 1912 – 12. janúar 2009) n Ron Silver, leikari og leikstjóri (2. júlí 1946 – 15. mars 2009) n Natasha Richardson, leikkona (11. maí 1963 – 18. mars 2009) n Maurice Jarre, tónskáld (13. september 1924 – 28. mars 2009) n Dom DeLuise, leikari (1. ágúst 1933 – 4. maí 2009) n Farrah Fawcett, leikkona (2. febrúar 1947 – 25. júní 2009) n Michael Jackson, tónlistarmaður (29. ágúst 1958 – 25. júní 2009) n Allen Klein, umboðsmaður (t.d. Beatl- es og Rolling Stones) (18. desember 1931 – 4. júlí 2009) n Bobby Robson, knattspyrnumaður og síðar knattspyrnustjóri (18. febrúar 1933 – 31. júlí 2009) n Corazon Aquino, 11. forseti Fil- ippseyja (25. janúar 1933 – 1. ágúst 2009) n Edward „Ted“ Kennedy, öld- ungadeildarþingmaður (22. febrúar 1932 – 25. ágúst 2009) n Patrick Swayze, leikari (18. ágúst 1952 – 14. september 2009) n Brittany Murphy, leikkona (10. nóvember 1977 – 20. desember 2009) Þekktir sem létust 2009 Natasha Richardson (1963 – 2009) Edward Kennedy (1932 – 2009) Corazon Aquino (1933 – 2009)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.