Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 69
30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 69 OFURMENNI Usain Bolt bætti heimsmet sitt á árinu. Hann hljóp á ótrúlegum tíma í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndum. Hversu hratt kemst þessi ótrúlegi íþróttamaður? SVIPMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Margt gerðist þetta íþróttaárið þótt engin væru stórmótin. Mikið var um endur- komur og eitthvað um óvænt atvik. Hér er stiklað á stóru yfir íþróttaárið úti í hinum stóra heimi árið 2009. SILFURENDURKOMA Lance Armstrong snéri aftur í Tour de France en þurfti að láta sér lynda annað sætið, tapaði fyrir liðsfélaga sínum og erkifjanda. Hann stofnaði síðar á árinu sitt eigið lið. ÓSIGRAÐIR Josep Guardiola er að öðrum ólöstuðum maður ársins. Hann tók við Barcelona og stýrði liðinu til þriggja titla á sínu fyrsta tímabili. Á árinu 2009 unnu þeir allt sem hægt var, heila sex titla. BESTIR Brasilía varð álfumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Bandaríkjunum í frábærum úrslitaleik. STAL SIGRINUM Hinn fjörgamli Tom Watson var einu pútti frá því að vinna Opna breska á sextugsaldri. Hann tapaði síðar í umspili gegn Stewart Cink sem vann þar með sitt fyrsta risamót á ferlinum. DÝRASTUR Í KORTER Kaka varð dýrasti leikmaður heims þegar Real Madrid keypti hann frá AC Milan á 56 milljónir punda. MILAN, GALAXY, MILAN David Beckham varð næstum meistari í þriðja landinu þegar Galaxy tapaði í vítaspyrnukeppni um MLS-titilinn. Hann féll einnig í ónáð hjá stuðnings- mönnum liðsins þegar hann vildi ekki snúa aftur úr láni frá AC Milan í mars. Hann fer svo aftur til Milan eftir áramót. UPPRISAN HAFIN Fabio Capello gerði England að frábæru liði. Liðið tapaði aðeins einum leik í undankeppninni og er einfaldlega sigurstranglegt á HM næsta sumar. FALLNIR Eymd Newcastle varð endanlega fullkomin þegar liðið féll úr úrvals- deildinni í vor. Það gæti þó verið nákvæmlega það sem liðið þurfti á að halda því nú hugsa menn bara um fótbolta, spila eins og englar og verða aftur mættir í úrvalsdeildina næsta haust, án efa. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Ryan Giggs verður betri með aldrinum. Í byrjun árs var hann valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta skiptið. Hann var síðar í desember valinn íþróttamaður ársins hjá breska ríkissjónvarpinu í fyrsta skipti. HEIMSMEISTARI Jenson Button tók á sig mikla launalækkun hjá Brawn GP til þess eins að fá að keppa í Formúlunni í ár. Honum datt ekki í hug að hann myndi standa uppi sem heimsmeistari nokkrum mánuðum síðar. MVP Kobe Bryant varð meistari í NBA- deildinni með Lakers í fjórða skiptið. Í fyrsta skiptið á ferlinum var hann aftur á móti valinn mikilvægasti leikmaður úrslita- keppninnar, MVP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.