Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 69

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 69
30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 69 OFURMENNI Usain Bolt bætti heimsmet sitt á árinu. Hann hljóp á ótrúlegum tíma í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndum. Hversu hratt kemst þessi ótrúlegi íþróttamaður? SVIPMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Margt gerðist þetta íþróttaárið þótt engin væru stórmótin. Mikið var um endur- komur og eitthvað um óvænt atvik. Hér er stiklað á stóru yfir íþróttaárið úti í hinum stóra heimi árið 2009. SILFURENDURKOMA Lance Armstrong snéri aftur í Tour de France en þurfti að láta sér lynda annað sætið, tapaði fyrir liðsfélaga sínum og erkifjanda. Hann stofnaði síðar á árinu sitt eigið lið. ÓSIGRAÐIR Josep Guardiola er að öðrum ólöstuðum maður ársins. Hann tók við Barcelona og stýrði liðinu til þriggja titla á sínu fyrsta tímabili. Á árinu 2009 unnu þeir allt sem hægt var, heila sex titla. BESTIR Brasilía varð álfumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Bandaríkjunum í frábærum úrslitaleik. STAL SIGRINUM Hinn fjörgamli Tom Watson var einu pútti frá því að vinna Opna breska á sextugsaldri. Hann tapaði síðar í umspili gegn Stewart Cink sem vann þar með sitt fyrsta risamót á ferlinum. DÝRASTUR Í KORTER Kaka varð dýrasti leikmaður heims þegar Real Madrid keypti hann frá AC Milan á 56 milljónir punda. MILAN, GALAXY, MILAN David Beckham varð næstum meistari í þriðja landinu þegar Galaxy tapaði í vítaspyrnukeppni um MLS-titilinn. Hann féll einnig í ónáð hjá stuðnings- mönnum liðsins þegar hann vildi ekki snúa aftur úr láni frá AC Milan í mars. Hann fer svo aftur til Milan eftir áramót. UPPRISAN HAFIN Fabio Capello gerði England að frábæru liði. Liðið tapaði aðeins einum leik í undankeppninni og er einfaldlega sigurstranglegt á HM næsta sumar. FALLNIR Eymd Newcastle varð endanlega fullkomin þegar liðið féll úr úrvals- deildinni í vor. Það gæti þó verið nákvæmlega það sem liðið þurfti á að halda því nú hugsa menn bara um fótbolta, spila eins og englar og verða aftur mættir í úrvalsdeildina næsta haust, án efa. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Ryan Giggs verður betri með aldrinum. Í byrjun árs var hann valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta skiptið. Hann var síðar í desember valinn íþróttamaður ársins hjá breska ríkissjónvarpinu í fyrsta skipti. HEIMSMEISTARI Jenson Button tók á sig mikla launalækkun hjá Brawn GP til þess eins að fá að keppa í Formúlunni í ár. Honum datt ekki í hug að hann myndi standa uppi sem heimsmeistari nokkrum mánuðum síðar. MVP Kobe Bryant varð meistari í NBA- deildinni með Lakers í fjórða skiptið. Í fyrsta skiptið á ferlinum var hann aftur á móti valinn mikilvægasti leikmaður úrslita- keppninnar, MVP.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.