Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 70
70 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 Blikar unnu bikar, stelpurnar okkar fóru á stórmót, Stjarnan vann KR í körfunni og Atli Eðvalds snéri heim. Þetta og ýmislegt annað gerðist á íþróttaárinu 2009 en á myndunum er stiklað á stóru í því sem gerðist í ár. ÍÞRÓTTAÁRIÐ HÉR HEIMA STRÁKARNIR OKKAR Afar lemstrað handboltalandslið barð- ist í gegnum manneklu og komst á EM í Austurríki með frábærum leikjum. Nýir menn stigu upp og framtíðin er björt í handboltanum. STELPURNAR OKKAR Íslenska kvennalandsliðið spilaði á stórmóti, Evrópumótinu í Finnlandi. Stelpurnar töpuðu því miður öllum leikjunum en sigurinn var þá þegar unninn, að komast á mótið. ÓVÆNTAST Á ÁRINU Stjarnan undir leiðsögn Teits Örlygssonar tók sig til og varð bikarmeistari í körfu- bolta. Í úrslitaleiknum vann Stjarnan ofurlið KR með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. STOLT HANDBOLTANS Haukar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð í vor eftir fyrstu úrslitakeppnina frá 2004. Þeir misstu síðan tvo gríðarlega sterka leikmenn en komust samt í 16 liða úrslit EHF-bikarsins þar sem Einar Örn Jónsson skoraði tvívegis úrslitamark á síðustu sekúndum leikjanna. LANGBESTAR Valur varð Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð hjá konunum þrátt fyrir að missa gífurlega mikinn mannskap. SNJÓR Á VELLINUM Kvennalið Vals keppti í meistara- deildinni í haust og snjóaði fyrir leikinn. Þurfti því að moka völlinn áður en sólarstrandarpíurnar mættu í heimsókn. HAFNFIRÐINGAR BESTIR FH varð Íslandsmeistari í fimmta skiptið á sex árum hjá körlunum. Atli Guðnason var valinn leikmaður ársins. ATLI EÐVALDSSON Snéri aftur í þjálfun hér heima og ætl- aði að umturna öllu hjá Val. Gengið varð ekkert betra og fékk Atli ekki áframhaldandi samning. Gunnlaugur Jónsson tók við eftir tímabilið. FYRSTU DEILDAR LIÐ Í ÚRSLITUM Valsmenn mættu fyrstu deildar liði Gróttu í úrslitum bikarsins í byrjun árs. Valur hafði auðveldan sigur fyrir framan smekkfulla Laugardalshöll. DAPUR ÁRANGUR Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilaði betri bolta en áður en endaði samt neðst í sínum riðli í undankeppni HM. Samningur- inn við Ólaf Jóhannesson var samt endur- nýjaður og fær hann aðra undankeppni til að halda uppbyggingunni áfram. OFURMANNLEGUR Gunnar Nelson átti hreint ótrúlegt ár. Hann vann stærsta mót heims í brasilísku jiu-jitsu og varð annar á heimsmeistaramótinu svo fátt eitt sé nefnt. Hann endaði síðan árið með því að fara á kostum á erfiðasta gólfglímumóti heims þar sem hann sigraði mann sem er kallaður snjómaðurinn ógurlegi. Tröll að vexti. FYRSTI TITILLINN Breiðablik vann sinn fyrsta titil í knattspyrnu karla. Liðið varð bikarmeistari eftir vítaspyrnu- keppni gegn Fram á Laugardalsvellinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.