Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 88

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 88
n Handknattleikskappinn Logi Geirsson átti bágt með svefn í fyrri- nótt, ef marka má yfirlýsingu sem hann setti á Facebook um klukkan fjögur: „Það er andvökunótt hérna megin!!! Það gerðist einfaldlega allt of mikið í dag hjá mér ;)“ skrifaði Logi. Í morgunsárið kom í ljós að Logi er á förum frá Lemgo í sumar, þýska liðinu sem hann hefur leikið með í sex ár. Í samtali við Frétta- blaðið gælir Logi við endurkomu til Íslands, til þess að „hlaða rafhlöðurn- ar“, eins og hann segir sjálfur. Lík- legt verður að telja að einhverjir Hafnfirðing- ar hafi misst úr svefn í nótt. Engin leið að hætta! FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. Íslenski barinn við Austurvöll er í fjórða sæti yfir 70 áfangastaði í Reykja- vík og nágrenni sem ferðamannasíðan tripadvisor.com mælir með að ferða- langar heimsæki. Þingvallahringur- inn með Gullfossi og Geysi ásamt reið- hjólaferð um Reykjavík eru ofar á blaði en á eftir Íslenska barnum á listanum koma Bláa lónið, Laugardalurinn og Þjóðminjasafnið. Eyþór Már Halldórsson, yfirkokkur á barnum, segir að í búsáhaldabylting- unni hafi sú hugmynd kviknað að færa barinn í þjóðlegan búning og leggja áherslu á íslenskan mat og gamaldags innréttingar. Hann segir þetta hafa gef- ist vel og ekki sé annað að sjá en að nett hallærislegheit höfði til fólks í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar. „Þetta er í það minnsta að virka og virðist falla bæði útlendingum og Ís- lendingum í geð. Innbúið hérna er eitthvað sem fólk sá á heimilum upp úr 1970 og kannski eitthvað sem þú sérð enn hjá ömmu þinni.“ Yfirkokkur- inn gengur einnig að því gefnu að mat- seðillinn hafi einnig eitthvað með það að gera að erlendum ferðamönnum sé bent á að koma við á barnum. „Maður getur farið út um allt í miðbænum og fengið alls konar mat frá öllum heims- hornum en íslenskur matur er kannski ekkert sérstaklega áberandi,“ segir Ey- þór sem meðal annars býður upp á hreindýrahamborgara, lunda, hrefnu, saltfisk og reykta bleikju. ANDVAKA LOGI Útlendinga freistað með lunda og lummulegheitum: BAR BYLT Í FERÐAMANNASTAÐ n Frétt á DV.is á mánudag um að Guðný Gústafsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, gæfi lítið fyrir nýjar siðareglur Knattspyrnu- sambands Íslands virðist hafa farið fyrir brjóstið á Ásgeiri Þór Davíðs- syni sem er best þekktur sem Geiri á Goldfinger. Hann tengdi fréttina inn á Facebook-síðu sína með þess- um orðum: „Geta þær ekki hætt?“ Guðný sagði siðareglurnar inni- stæðulausar og að hún skildi ekki hvers vegna kaup á vændi væru ekki hreinlega bönnuð í reglunum. Geiri og femínistar hafa löngum eldað grátt silfur og því þarf engan að undra að Geiri sé á öðru máli en Guðný og þess er skemmst að minnast að Geiri bauð KSÍ-menn á dögunum velkomna á Goldfinger með greiðslukortin sín. EKKI MEIR! EKKI MEIR! n 610 manns eru skráðir á aðdá- endasíðu Spaugstofunnar á Face- book. Aðdáendasíður eru iðulega uppfullar af lofi og upplýsingum um þau fyrirbæri sem þær eru til- einkaðar en í tilfelli Spaugstofunnar örlar á lúmskri gagnrýni á grínarana sem hafa verið flaggskip dagskrár Ríkissjónvarpsins lengur en margir muna. Spaugstofan Reykjavík, eins og síðan heitir, er nefnilega skráð á aðrar Facebook-síður sem stofnað- ar hafa verið til höfuðs RÚV og gætu beinlínis ógnað framtíð Spaugstof- unnar. Þannig styður aðdáenda- síða Spaugstofunnar málstað þeirra sem vilja skera niður hjá RÚV áður en skorið er niður hjá Landspítal- anum. Þá er á aðdáendasíðunni einnig tekið undir kröfuna um betra sjónvarpsefni hjá RÚV. GAGNRÝNIR AÐDÁENDUR Gleðilegt ár! Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? www.rarik.is Aftur til fortíðar Eyþór Halldórsson segir að hugmyndin að stað þar sem fólk gæti sótt í gömlu tímana hafi kviknað í miðri búsáhaldabyltingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.