Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 41
30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 41 ÞRÍTUGUSTU MENNINGARVERÐLAUNIN  Menningarverðlaun DV voru afhent í þrítugasta sinn í Iðnó í marsbyrjun. Veitt voru verðlaun í átta flokkum auk heiðursverðlauna og netverðlauna sem afhent voru þeim listamanni úr röðum tilnefndra sem flest atkvæði hlaut í kosningu á dv.is. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fékk heiðurs- verðlaunin fyrir framlag sitt til íslenskrar byggingarlistar undanfarna áratugi. Í netkosningunni varð hljómsveitin Hjaltalín hlutskörpust. M YN D R A K EL Ó SK SIG U RÐ A RD Ó TTIR METFJÖLDI VERÐLAUNA  Sýningin Utan gátta í sviðsetningu Þjóðleikhússins var aðsópsmikil þegar Gríman, Íslensku leiklistarverðlaunin, voru afhent í júní. Utan gátta, eftir Sigurð Pálsson í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur, hlaut sex Grímuverðlaun og sló þar með met Péturs Gauts frá árinu 2006 sem hlaut fimm verðlaun. Einnig er þetta í fyrsta sinn sem sýning hlýtur þrennuna sýning, leikstjóri og leikskáld ársins og ennfremur útlitsþrennuna leikmynd, búningar og lýsing ársins. Helgi Tómasson, ballettdansari og listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins, fékk heiðursverðlaun Grímunnar í ár. LOKSINS, LOKSINS EINAR  Íslensku bókmenntaverðlaunin þetta árið féllu í skaut Einars Kárasonar og Þorvalds Kristinssonar. Einar hlaut þau í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Ofsa en Þorvaldur í flokki fræðirita og „bóka almenns efnis“, eins og það er kallað, fyrir ævisögu Lárusar Pálssonar leikara. Báðir voru að hljóta verðlaunin í fyrsta sinn. ÞVÍLÍK BARNA- BÓKAVERÐLAUN  Guðmundur Brynjólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2008 fyrir unglingasöguna Þvílík vika. Þetta er fyrsta skáldsaga Guðmundar en hann hefur áður hlotið viðurkenningar fyrir smásögur og leikrit. Þvílík vika er kraftmikil unglinga- saga úr samtímanum sem gerist á einni viku í byrjun júní. Þrír vinir eru að ljúka grunnskóla og ætla að fagna því rækilega. En margt getur breyst á einni viku og ýmislegt fer öðruvísi en þeir höfðu ætlað. ÁST Í ÓPERUNNI  Gamanóperan Ástardrykkurinn eftir Donizetti var frumsýnd í Íslensku óperunni í október. Garðar Thór Cortes og Dísella Lárusdóttir fóru þar með aðalhlutverkin, en Gissur Páll Gissurarson og Þóra Einarsdóttir leystu þau af á einni sýningu og stóðu sig einnig með bravúr. FYRSTA ÍSLENSKA JÓLAMYNDIN  Já, ótrúlegt en satt höfðu Íslendingar aldrei áður gert jólamynd fram að frumsýningu Desember í nóvember síðastliðnum. Eða kannski er það ekkert svo ótrúlegt. Hilmar Oddsson leikstjóri er alla vega búinn að opnar þessar dyr núna með ágætis árangri. Gagnrýnendur voru að minnsta kosti hrifnir en aðsóknin var ekki mjög góð. Ekki er ósennilegt að margir hafi hugsað sem svo að ágætt sé að vera ekki búinn að sjá Desember þegar hún verður sýnd á RÚV jólin 2010. Þær völvur sem hafa þann spádóm í sinni spá eru komnar með eina pottþétta ágiskun. MYND BJÖRN BLÖNDAL MYND HEIÐA HELGADÓTTIR MYND KRISTINN MAGNÚSSON MYND ÍSLENSKA ÓPERAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.