Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR BJARNI ÁRMANNS Á UMMÆLI ÁRSINS 2009 Árið 2009 hefur einkennst hvað mest af afleiðingum og uppgjöri við íslenska efnahagshrunið og orsakir þess. Dimmt hefur verið yfir þjóðarsálinni í ár þar sem efnahagsþrengingar, atvinnuleysi og reiði Íslendinga hafa sett mikinn svip á opinbera umræðu. DV leit í baksýnisspegilinn og rifjaði upp ýmis minnisstæð og lýsandi ummæli úr blaðinu og öðrum miðlum frá þessu dramatíska uppgjörsári. 1. ÓÁBYRGT AÐ GREIÐA SKULDIR SÍNAR „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Er það ekki?“ n Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitnis, lét þessi orð falla í viðtali við DV í september þegar hann var spurður um afskrift á 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfé- lags hans hjá gamla Glitni. Bjarni var ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir láninu til eignarhaldsfélagsins en sagðist hafa greitt nokkra tugi milljóna upp í skuldina. Hann sagði hins vegar að það hefði verið óábyrg meðferð á fé að greiða meira þar sem hann þurfti þess ekki. 2. GEIR VIÐURKENNIR MISTÖK „Maybe I should have done that.“ n Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali í breska umræðuþættinum Hardtalk á BBC í febrúar. Geir var spurður að því af hverju hann hefði ekki haft samband við Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, til að lýsa yfir óánægju sinni eftir að ákveðið var að beita hryðjuverka- lögum gegn Landsbankanum í bankahruninu í fyrrahaust. Geir virtist með ummælum sínum viðurkenna að hafa gert mistök við krísustjórnina í hruninu. 3. DIET COKE JÓNS ÁSGEIRS „Mín persónulega staða? Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg.“ n Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi aðaleigandi hins gjaldþrota Baugs, svaraði þannig aðspurður um fjárhagsstöðu sína í viðtali við Stöð 2 í september. Jón Ásgeir sagði þessa setningu eftir að hafa neitað því að eiga falda fjársjóði á Tortóla eða einhvers staðar í Suðurhöfum. 4. BLINDA HRANNARS „Er ekki sama hvaðan gott kemur?“ n Þannig spurði Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, á Fésbókarsíðu sinni í desember í umræðum um hvort það væri við hæfi að fyrirtæki í eigu útrásarvíkingsins Björgólfs Thors Björgólfssonar fengi ívilnanir frá ríkisstjórninni til að starfrækja gagnaver á Keflavíkurflugvelli. 5. GRUNAÐUR LÖGMAÐUR „Ég var bara beðin um þetta sem lögmaður.“ n Telma Halldórsdóttir, lögmaður á lögmannsstofunni Fulltingi sem á árinu fékk réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara á máli katarska sjeiksins Al-Thanis sem keypti hlutabréf í bankanum fyrir milljarða skömmu fyrir hrun í fyrra, hafði svör á reiðum höndum um hvers vegna hún væri í stjórn fyrirtækis hans. Telma var beðin um að taka þátt í viðskiptunum sem stjórnarformaður í eignarhaldsfélagi Al-Thanis en virðist ekki hafa vitað mikið um þau þrátt fyrir það. 6. KÚLULÁNIN HÖRMUÐ „Ég vona bara að svona lagað endurtaki sig aldrei aftur, það væri best fyrir alla aðila.“ n Svali Björgvinsson, fyrrverandi yfirmaður starfsmannasviðs Kaupþings, var spurður um réttmæti kúlulánveitinga til starfsmanna fjármálafyrirtækja í samtali við DV í júlí þegar blaðið opnaði lánabók Kaupþings. Svali var einn af starfsmönnum Kaupþings sem fékk kúlulán upp á hundruð milljóna til að kaupa hlutabréf í bankanum á árunum fyrir hrunið. 7. ÚTRÁSARDAÐUR ÓLAFS RAGNARS „Það virðist vera eftir því sem meira kemur í ljós að ærið margir í þessari sveit [auðmennirnir, innskot blaðamanns], ég segi ekki allir, hafi misnotað það traust sem bæði ég og stjórnvöld og þorri þjóðarinnar sýndi þeim með því að styðja við þeirra athafnasemi og þeirra framgang á margvíslegan hátt…“ n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali í Ríkisútvarpinu í desember þegar hann tjáði sig um aðkomu sína að útrásinni. 8. DAVÍÐ OG KRISTUR Á LANDSFUNDINUM „Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbóta- menn sitthvorum megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlutastjórnin hengdi þrjótinn Davíð voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis.“ n Davíð Oddsson í umdeildri ræðu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars þar sem hann ræddi um starfslok sín og hinna bankastjóra Seðlabankans. 9. UM LEIÐTOGA RÍKISSTJÓRNARINNAR „Við erum sem mamman og pabbinn.“ n Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýsir sér og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í viðtali við DV í maí en þau eru þeir þingmenn sem hvað lengst hafa setið á Alþingi og fara fyrir ríkisstjórninni um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.