Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 70
70 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 Blikar unnu bikar, stelpurnar okkar fóru á stórmót, Stjarnan vann KR í körfunni og Atli Eðvalds snéri heim. Þetta og ýmislegt annað gerðist á íþróttaárinu 2009 en á myndunum er stiklað á stóru í því sem gerðist í ár. ÍÞRÓTTAÁRIÐ HÉR HEIMA STRÁKARNIR OKKAR Afar lemstrað handboltalandslið barð- ist í gegnum manneklu og komst á EM í Austurríki með frábærum leikjum. Nýir menn stigu upp og framtíðin er björt í handboltanum. STELPURNAR OKKAR Íslenska kvennalandsliðið spilaði á stórmóti, Evrópumótinu í Finnlandi. Stelpurnar töpuðu því miður öllum leikjunum en sigurinn var þá þegar unninn, að komast á mótið. ÓVÆNTAST Á ÁRINU Stjarnan undir leiðsögn Teits Örlygssonar tók sig til og varð bikarmeistari í körfu- bolta. Í úrslitaleiknum vann Stjarnan ofurlið KR með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. STOLT HANDBOLTANS Haukar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð í vor eftir fyrstu úrslitakeppnina frá 2004. Þeir misstu síðan tvo gríðarlega sterka leikmenn en komust samt í 16 liða úrslit EHF-bikarsins þar sem Einar Örn Jónsson skoraði tvívegis úrslitamark á síðustu sekúndum leikjanna. LANGBESTAR Valur varð Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð hjá konunum þrátt fyrir að missa gífurlega mikinn mannskap. SNJÓR Á VELLINUM Kvennalið Vals keppti í meistara- deildinni í haust og snjóaði fyrir leikinn. Þurfti því að moka völlinn áður en sólarstrandarpíurnar mættu í heimsókn. HAFNFIRÐINGAR BESTIR FH varð Íslandsmeistari í fimmta skiptið á sex árum hjá körlunum. Atli Guðnason var valinn leikmaður ársins. ATLI EÐVALDSSON Snéri aftur í þjálfun hér heima og ætl- aði að umturna öllu hjá Val. Gengið varð ekkert betra og fékk Atli ekki áframhaldandi samning. Gunnlaugur Jónsson tók við eftir tímabilið. FYRSTU DEILDAR LIÐ Í ÚRSLITUM Valsmenn mættu fyrstu deildar liði Gróttu í úrslitum bikarsins í byrjun árs. Valur hafði auðveldan sigur fyrir framan smekkfulla Laugardalshöll. DAPUR ÁRANGUR Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilaði betri bolta en áður en endaði samt neðst í sínum riðli í undankeppni HM. Samningur- inn við Ólaf Jóhannesson var samt endur- nýjaður og fær hann aðra undankeppni til að halda uppbyggingunni áfram. OFURMANNLEGUR Gunnar Nelson átti hreint ótrúlegt ár. Hann vann stærsta mót heims í brasilísku jiu-jitsu og varð annar á heimsmeistaramótinu svo fátt eitt sé nefnt. Hann endaði síðan árið með því að fara á kostum á erfiðasta gólfglímumóti heims þar sem hann sigraði mann sem er kallaður snjómaðurinn ógurlegi. Tröll að vexti. FYRSTI TITILLINN Breiðablik vann sinn fyrsta titil í knattspyrnu karla. Liðið varð bikarmeistari eftir vítaspyrnu- keppni gegn Fram á Laugardalsvellinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.