Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR
VÖRÐUR Í FRÉTTUM LIÐINS ÁRS
Mannskæð flugslys settu svip sinn á árið
2009, en fleiri hundruð manns fórust um
miðbik ársins af þeim sökum. Vopnuð
átök, hernaður og óeirðir víða um heim
kostuðu fjölda mannslífa og móðir jörð
minnti óvægilega á sig með skógareld-
um, jarðskjálftum, fellibyljum og flóð-
um. Í fyrsta skipti í sögu Bandaríkj-
anna situr þeldökkur maður í Hvíta
húsinu. Heimsfrægur leikstjóri var
handtekinn fyrir rúmlega 30 ára gamalt
brot og málglaður forsætisráðherra var
barinn í andlitið.
20. janúar, í skugga versta efna-
hagsástands sem heimsbyggðin
hafði staðið frammi fyrir frá því í
kreppunni miklu 1930, var brot-
ið blað í sögu Bandaríkjanna þeg-
ar Barack Obama var settur inn í
embætti 44. forseta landsins, en
hann er fyrsti þeldökki maðurinn
sem gegnir því embætti.
Barack Obama tók við afar erf-
iðu búi og á herðum hans hvíldu
væntingar bæði Bandaríkjamanna
og heimsbyggðarinnar allrar.
Fyrstu eitt hundrað daga hans í
embætti mældust vinsældir hans
um 60 til 70 prósent, en fóru í fyrsta
skipti undir 50 prósent í nóvember.
Heimsbyggðin fór ekki varhluta
af náttúruhamförum í ár frekar en
fyrri ár og í febrúar geisuðu miklir
skógar- og kjarreldar í Viktoríufylki
í Ástralíu. Þann 7. febrúar var til-
kynnt um elda á yfir 400 stöðum og
sökum kjörveðurs fyrir skógarelda
var við ramman reip að draga hjá
slökkviliði. Eldarnir kostuðu 173
mannslíf og um 400 manns slös-
uðust. Dagurinn fékk nafnið svarti
laugardagurinn.
Talíbanar minntu á sig 8. febrú-
ar þegar þeir sendu frá sér mynd-
band sem sýndi þegar pólski jarð-
fræðingurinn Piotr Stanczak var
hálshöggvinn. Piotr hafði ver-
ið rænt nokkrum mánuðum fyrr
og var fyrsti vestræni gíslinn sem
myrtur var í Pakistan frá því að
Daniel Pearl var myrtur árið 2002.
Átta manns létust 3. mars þegar
byssumenn gerðu árás á hópferða-
bíl með leikmenn krikketliðs Sri
Lanka innanborðs.
Náttúruhamfarir og flensa
Móðir jörð hafði ekki sagt sitt síð-
asta orð og 6. apríl skalf jörðin í
L’Aquila í Abruzzo-héraði á Ítalíu.
Aðalskjálftinn mældist 6,3 stig á
Richterkvarða en fyrir, allt frá því í
desember árið áður, höfðu mælst
þó nokkrir fyrirskjálftar sem sumir
hverjir voru öflugri en sem nemur
þremur stigum á Richter. Skjálftans
varð vart um gervalla Ítalíu og stað-
fest dauðsföll voru 307 og um 1.500
manns slösuðust. Forsætisráðherra
Ítalíu, Silvio Berlusconi, mæltist til
þess að fólk sem missti heimili sitt
og hafðist við í tjöldum liti þannig
á að um útilegu væri að ræða. Um-
mælin vöktu blendnar tilfinningar
líkt og fleira sem Berlusconi lét sér
um munn fara á árinu.
Bandarísk-íranska blaðakonan
Roxana Saberi var dæmd til átta
ára fangelsisvistar, þann 18. apríl,
fyrir njósnir í Íran. Henni var síð-
an sleppt í maí eftir að áfrýjunar-
dómstóll stytti og skilyrti dóminn
yfir henni.
Í apríl varð vart nýs flensuaf-
brigðis í Mexíkó og 24. þess mán-
aðar lýsti heilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna yfir áhyggjum
af mögulegri útbreiðslu flensunn-
ar til annarra landa frá Mexíkó og
Bandaríkjunum. Flensunni, H1N1,
sem samanstendur af flensuvírus-
um svína, fugla og manna, var gef-
ið nafnið svínaflensa og hafði hún
geisað um skeið í Veracruz í Mexíkó
áður en hún varð viðurkennd sem
slík. Ellefta júní var svínaflensan
úrskurðuð heimsfaraldur og hef-
ur kostað um 13.000 manns lífið á
heimsvísu.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Konungur poppsins Stal senunni
þegar hann féll frá í júní. MYND AFP
„Kraftaverkastúlkan“
Bahai Bakari Lifði ein
af flugslys við Kómoreyj-
ar í lok júní.
n Arne Næss, heimspekingur
(27. janúar 1912 – 12. janúar 2009)
n Ron Silver, leikari og leikstjóri
(2. júlí 1946 – 15. mars 2009)
n Natasha Richardson, leikkona
(11. maí 1963 – 18. mars 2009)
n Maurice Jarre, tónskáld
(13. september 1924 – 28. mars 2009)
n Dom DeLuise, leikari
(1. ágúst 1933 – 4. maí 2009)
n Farrah Fawcett, leikkona
(2. febrúar 1947 – 25. júní 2009)
n Michael Jackson, tónlistarmaður
(29. ágúst 1958 – 25. júní 2009)
n Allen Klein, umboðsmaður (t.d. Beatl-
es og Rolling Stones)
(18. desember 1931 – 4. júlí 2009)
n Bobby Robson, knattspyrnumaður og
síðar knattspyrnustjóri
(18. febrúar 1933 – 31. júlí 2009)
n Corazon Aquino, 11. forseti Fil-
ippseyja
(25. janúar 1933 – 1. ágúst 2009)
n Edward „Ted“ Kennedy, öld-
ungadeildarþingmaður
(22. febrúar 1932 – 25. ágúst 2009)
n Patrick Swayze, leikari
(18. ágúst 1952 – 14. september
2009)
n Brittany Murphy, leikkona
(10. nóvember 1977 – 20. desember
2009)
Þekktir sem létust 2009
Natasha Richardson
(1963 – 2009)
Edward Kennedy
(1932 – 2009)
Corazon Aquino
(1933 – 2009)