Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Side 5
FRÉTTIR 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 5
Ríkissaksóknari fer fram á að Sophia
Hansen verði dæmd í 5 til 6 mán-
aða fangelsi fyrir að hafa haft fyrr-
verandi bandamann sinn, Sig-
urð Pétur Harðarson, fyrir rangri
sök þegar hún kærði hann til lög-
reglu fyrir að falsa undirskrift henn-
ar vegna skulda hennar við Sigurð
Pétur og föður hans. Sigurður Pétur
fékk í kjölfarið réttarstöðu grunaðs
manns, en var síðan hreinsaður af
öllum sökum. Það varð hins vegar til
þess að Sophia var ákærð fyrir ranga
kæru. Aðalmeðferð fór fram í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag.
Málið snýst um þrjú viðskiptabréf
með undirskrift Sophiu. Hún vildi
hins vegar ekki kannast við að hafa
skrifað undir og fól lögmanni sínum
að kæra Sigurð Pétur til lögreglu fyr-
ir að hafa falsað umræddar undir-
skriftir. Hún var á síðasta ári dæmd
til að greiða Sigurði Pétri 20 milljónir
króna vegna vangoldinna lána sem
hann veitti henni þegar þau stóðu í
baráttunni um að fá dætur hennar
Dagbjörtu og Rúnu heim til Íslands.
Samtals nam upphæð viðskiptabréf-
anna rúmlega 40 milljónum króna.
„Dóttir mín talar ekki
og les ekki íslensku“
Skýrslutaka fyrir héraðsdómi á
þriðjudagsmorgun var tilfinninga-
þrungin og virtist Sophia í nokkru
uppnámi þegar hún svaraði spurn-
ingum saksóknara. Saksóknari lagði
fram ýmis gögn með undirskrift So-
phiu, en hún ýmist kannaðist ekki
við skjölin eða neitaði því að hafa
skrifað undir þau. „Maður þyrfti að
vera heiladauður til að skrifa undri
svona ábyrgð,“ sagði Sophia þegar
hún var spurð um eitt skjalið með
meintri undirskrift hennar. Sophia
neitaði því að hafa skrifað undir ýmis
skjöl sem lögð voru fram og sagði að
sér væri alveg flökurt af þessu máli.
Málið snýst einnig um hvort
Rúna Hansen, dóttir hennar sem býr
í Tyrklandi, hafi vottað undirskriftir
hennar sem eiga að hafa verið gerð-
ar í júlí 2005 á hóteli í Tyrklandi þar
sem Sigurður Pétur var einnig við-
staddur. Sophia neitaði því alfarið
að Rúna hefði skrifað undir nokkra
pappíra og sagði: „Dóttir mín talar
ekki og les ekki íslensku.“ Þess vegna
hefði hún aldrei skrifað undir papp-
íra sem hún skildi ekki. Undirskrift-
irnar frá Istanbul eru meðal þeirra
sem Sophia sakaði Sigurð Pétur um
að hafa falsað. „Ég er í sambandi
við dætur mínar en enginn annar,“
sagði Sophia. Eftir að saksóknari
hafði spurt hana nánar út í málavexti
hreytti Sophia út úr sér: „Ég er hissa
á að þú skulir ekki koma með bækur
úr barnaskóla.“
Sigurður Pétur Harðarson sagði
hins vegar fyrir dómi að hann hefði
verið með mæðgunum á umræddu
hóteli þegar þær skrifuðu undir
skjölin. DV hefur einnig séð bréfs-
efni merkt hótelinu þar sem sjá má
undirskrift Rúnu á íslensku og á tyrk-
nesku. Sigurður sagðist fyrir dómi
hafa beðið hana um að nota íslensku
undirskriftina sína við undirritun
skjalanna.
Rúna stóð með Sophiu
Til stóð að Rúna Hansen kæmi til
landsins og bæri vitni. Hún bar hins
vegar vitni í gegnum síma frá Istan-
búl á tyrknesku. Túlk þurfti til að-
stoðar. Rúna var spurð hvort hún
hefði verið stödd á hóteli með móð-
ur sinni og Sigurði Pétri 11. júlí 2005
þar sem hún á að hafa vottað und-
irskrift Sophiu. Hún neitaði því og
sagðist ekki hafa skrifað undir neitt.
Hún var því næst spurð hvort lög-
reglan hefði haft samband við hana.
Hún sagði að lögreglan hefði haft
samband við sig og að hún hefði sagt
henni að hún hefði ekki skrifað und-
ir neina pappíra. Því næst var hún
spurð hvort hún þekkti Sigurð Pét-
ur. Rúna svaraði: „Ég hitti hann þeg-
ar ég var lítil en ég þekki hann ekki
neitt.“ Hún var næst spurð hvort hún
hefði hitt hann í Istanbúl árið 2005.
Hún neitaði því.
Fullyrðingar mæðgnanna stang-
ast algjörlega á við fullyrðingar Sig-
urðar Péturs um að hann hafi verið
með þeim á umræddu hóteli, farið
út að borða með þeim í Istanbúl og
fleira í júlí 2005.
Kannaðist ekki við vitni
Ýmislegt fleira kom fram fyrir dómi
sem Sophia neitaði að kannast við.
Skuldaviðurkenningu til Sigurð-
ar, sem Sophia á að hafa undirritað
á heimili sínu í júní 2007, var einn-
ig deilt um fyrir dómi. Ákæruvaldið
kallaði til vitni sem bar fyrir dómi að
hafa verið statt á heimili Sophiu með
Sigurði Pétri þegar hún skrifaði und-
ir viðurkenninguna. Sigurður Pétur
sagði sömu sögu fyrir dómi. Hann
mundi hins vegar ekki nákvæm-
ar dagsetningar í því samhengi og
heyrðist Sophia þá segja: „Voðalega
þægilegt að muna ekki.“
Sophia neitaði því hins vegar að-
spurð að hún hefði hitt umrætt vitni,
sem er fyrrverandi lögreglumaður,
og hvað þá að hann hefði komið inn
á heimili hennar.
Kannast ekki við Ragnar Hall
Annað skjal sem deilt var um var
umboð sem Sophia veitti Ragnari
Hall lögmanni til að annast mál fyrir
hennar hönd. Sophia neitaði því að
hafa veitt Ragnari slíkt umboð og að
hafa rætt við hann. Ragnar var sjálf-
ur kallaður fyrir dóminn sem vitni í
málinu. Hann sagðist vissulega hafa
fengið umboðið frá Sophiu til þess
að koma húseign hennar í verð. So-
phia hélt sig við sína frásögn en þeg-
ar hún var spurð hvort hún teldi að
Ragnar væri að segja ósatt fyrir dómi
sagði hún að það væri ekki sitt að
meta það.
Frásögn Sophiu stangaðist einnig
algjörlega á við vitnisburð Ragnars
um málavexti. Eftir að vitnaleiðslum
lauk var gert stutt hlé á réttarhaldinu
áður en munnlegur málflutningur
hófst. Blaðamaður reyndi að fá So-
phiu til að ræða við sig í stuttu hléi
sem gert var. Sophia reiddist þá og
sagðist ekkert hafa við fjölmiðla að
ræða og gekk hröðum skrefum burt.
Greinilegt var að réttarhaldið tók á
hana, því í hléinu sagðist hún þurfa
að fara út að fá sér ferskt loft til að róa
niður taugarnar eftir að hafa hlustað
á framburð eiðsvarinna vitna.
„Á sér engar málsbætur“
Saksóknari sagði í munnlegum mál-
flutningi að ekkert sem fram hefði
komið í málinu styddi framburð So-
phiu. Hann gerði einnig lítið úr vitn-
isburði Rúnu og sagði hann engu
skipta. „Sophia á sér engar málsbæt-
ur,“ sagði hann og benti á að atburða-
rásin hefði verið niðurlægjandi fyr-
ir Sigurð Pétur, þar sem fjölmiðlar
hefðu fjallað mikið um málið.
Verjandi hennar krafðist hins
vegar sýknu, eða að henni yrði ekki
refsað yrði hún sakfelld. Hann sagði
sakarefnið vera að gruna Sigurð Pét-
ur um fölsun en það fæli ekki í sér
staðhæfingu um brot.
Rúna Hansen, dóttir Sophiu Hansen, studdi framburð móður sinnar í tilfinningaþrunginni aðalmeðferð í
fjársvikamáli gegn henni. Saksóknari krefst fangelsisdóms yfir Sophiu. Hún neitaði því að hafa veitt Ragn-
ari Hall umboð til að annast sín mál og einnig að hafa skrifað undir nokkur af þeim skjölum sem hún er
ákærð fyrir að hafa sakað Sigurð Pétur Harðarson um að hafa falsað, þrátt fyrir framburð vitna um annað.
RÚNA STÓÐ MEÐ MÖMMU
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
helgin 13. – 16. febrúar 2009 dagblaðið vísir 29. tbl. – 99. árg. – verð kr. 548
Sophia hanSen: MENNIRNIR, SVIKIN og BRUNINN
Bjarni Benediktsson:
n eignaÐiST barnabarn 2. febrúar
n DagbJÖrT er einhleYp
n haliM: UppgJÖr í næSTa lífi
n SigUrÐUr pÉTUr fær
19 MillJÓnir frÁ henni
VerÖlD
SophiU
jóhanna guðrún:
Glímir við
sjálfs-
ofnæmi
sjálfsTæðisfloKKUrinn
BEr áBYrGð
á HrUninU
gunnar stóryrtur í garð jóhönnu:
„HEimsBYGGðin
Hlær“
„hVar er
barniÐ MiTT?”
n „einS og geiMVera Væri búin aÐ Taka Yfir líkaMa DÓTTUr Minnar“
n MÓÐir STúlkUnnar SeM Var MiSnoTUÐ af fÖÐUr SínUM TJÁir Sig
HvEr vinnUr
EUrovision?
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ársins
fimmtudagur 25. september 2008 dagblaðið vísir 177. tbl. – 98. árg. – verð
kr. 295
Svikinn um allt
og býr í húSbíl
n Sverrir Ólafsson fór frá kúbu á kúpuna
laminn af landSliðS-
þjálfara í taekwondo
n „hann lúbarði mig,“ segir dyravörður
fréttir
„No, No!“
n mohamed attia stendur með Sophiu
n Sigurður Pétur vill 20 milljónir frá henni
Eiginmaður Sophiu hanSEn Er lífvörður hEnnar:
ég Særði
ruSSell
Crowe
tvífari
bjarkar
fÓlk
neytendur
fÓlk
floSi fellir
grímuna
n hégómlegur, kvíðinn og kjarklaus, gleyminn
og þunglyndur og með hjartapínu
fréttir
m
YN
d
H
ei
ð
a
H
el
g
a
d
Ó
tt
ir
auglýSa
rangt
verð
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
F I M M T u d a g u r 2 5 . s e p T e M b e r 2 0 0 8
hjartapínu
Víkingurinn átti í blóðugum deilum í Dalabyggð
EnDurrEistuhEimabæ Eiríks rauða
Beggi og Pacasfinna hamingjuá VEsturlanDiKibbi er gestgjafi Vesturlands Við þjóðVeginn:
VEðrið kEmur
flóttamönnum
í opna skjölDu
VESTURLAND
Hlæjandi í kvíða og
Flosi ÓlaFsson, tvítugur sem bóndi í reykholtsdal, fellir grímuna:
„í hittEðfyrra Var
ég rEynDar hér um bil
Drukknaður“
yfirlögganVErst í VEðraVíti
baulu-
kóngurinn
jón ólason á aKranesi glímir Við fólKsfjölgun og fæKKun í lögreglunni:
linda björK guðrúnardóttir
hjálpar palestínsKu sKagamönnunum:
Úr stríði í frið í Dalabyggð
grímur atlason er ánægður með að Vera laus úr borginni:
VatnsVErk-smiðja rís á ysta annEsi
Sérblað v Sturland
veSturland
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ársins
Bókari tekinn í
gíslingu
þriðjudagur 26. ágúst 2008 dagblaðið vísir 155. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
Sigurður Pétur HarðarSon Sýknaður af SkjalafalSi:
Borgin stefnir
fjölskylduhjálp
reykjavíkurborg
Hótar fjölSkyldu-
HjálP íSlandS út-
burði vegna van-
goldinnar leigu.
Sophia
kom Sök
á Sigurð
fréttir
Ásdís Rán í
fasteignabrask
n „ég grét þegar ég heyrði að hún hefði lagt fram þessa kæru“
n sigurður pétur íhugar að kæra sophiu hansen aftur
n segir föður sinn hafa lánað sophiu milljónir króna
HafnfirSkur bókari Hefur kært innráS
tveggja Hnífamanna Sem Hann Segir
Hafa Haldið Sér föngnum með Poka yfir
Höfði til að ná uPP úr Honum lykilorði.
Hagfræðingur fer sexfalt maraþon
áSdíS rán gunnarSdóttir flytur til búlgaríu
áSamt manni Sínum, garðari gunnlaugSSyni. fólk
fréttir
Sigurður Pétur höfðaði málið á hend-
ur Sophiu vegna vangoldinna lána
en hún hafði áður kært Sigurð Pétur
fyrir að hafa haft af sér fé með því að
falsa undirskrift hennar. Sænsk rit-
handarrannsókn benti aftur á móti
til þess að Sophia hefði skrifað und-
ir veð í íbúð sinni með eigin hendi.
Sigurði Pétri þykir sárt að hafa setið
uppi með hnífinn í bakinu eftir ára-
langan stuðning við Sophu en segist
fagna því að niðurstaða sé nú komin
í þetta mál.
„Í raun er ég ferlega feginn að vera
laus út úr þessu og að þetta sé búið.
Það er sorglegt þegar fólk reynir að
koma aftan að þeim sem hefur aldrei
viljað því nema allt hið besta eins og
hefur gerst í þessu máli,“ segir Sig-
urður Pétur í samtali við DV. Sophia
og Sigurður hafa eldað grátt silfur um
árabil en þau voru áður mjög náin og
Sigurður barðist af kappi með henni í
baráttunni fyrir að fá dæturnar heim.
Á þeim árum, allt frá 1990 til 2005,
lagði Sigurður Pétur henni til fé sem
héraðsdómur hefur nú gert henni að
endurgreiða að hluta.
Eyðilagði fríið
Forsaga málsins er sú að Sophia
Hansen lagði árið 2007 fram kæru á
hendur Sigurði eftir að hann krafðist
þess að hún borgaði tryggingabréf,
skuldarviðurkenningu og skulda-
bréf sem faðir hans hafði lagt út fyr-
ir hana. Sophia sagðist aldrei hafa
skrifað undir veð í íbúð sinni og
kannaðist ekki við að hún eða dótt-
ir hennar hefðu skrifað undir skjölin.
Undirskriftin var send til rithandar-
rannsóknar hjá Statens kriminaltekn-
iska laboratorium í Svíþjóð og bentu
niðurstöður þeirrar rannsóknar ein-
dregið til þess að umrædd undirskrift
væri ekki gerð af Sigurði Pétri heldur
Sophiu sjálfri. Mál Sophiu á hendur
Sigurði Pétri var því látið niður falla.
Sigurður sagði í samtali við DV árið
2008 að honum sárnaði kæran mjög.
Hann hafi verið staddur í fríi erlend-
is þegar hann frétti af kærunni. „Frí-
ið var ónýtt. Ég grét þegar ég heyrði
að hún hefði lagt fram þessa kæru,“
sagði hann.
Sigurður Pétur höfðaði í kjölfarið
mál gegn Sophiu vegna peningaláns
að upphæð 20 milljónir króna. Pen-
ingana hafði hann lánað Sophiu á
löngum tíma, allt frá árinu 1990. Við
aðalmeðferð málsins sagði Sophia
að hún skuldaði Sigurði Pétri ekki 20
milljónir og hún þekkti hvorki bókar-
ann sem gerði skattframtöl hennar,
rannsóknarlögreglumanninn sem
átti að hafa verið vitni að því þeg-
ar hún skrifaði undir né heldur lög-
mann sem hún á að hafa hringt í frá
Tyrklandi til þess að tryggja að Sig-
urður Pétur fengi veð í íbúð henn-
ar á Íslandi. Allir þessir menn voru
kallaðir til sem vitni í málinu og lýstu
samskiptum sínum við Sophiu á
einn eða annan hátt.
Alltaf haft samúð með Sophiu
„Það er nú einu sinni svo að í öllum
málum er það réttlætið sem sigrar
að lokum þótt maður sé ósáttur við
hvernig málalok eru í einu og öðru.
Þetta er búið að vera löng og ströng
barátta og hefur tekið sinn toll af
þeim sem að henni hafa komið bæði
andlega og líkamlega. Ég er ánægð-
ur að það sé komin lausn í þetta mál.
Lausnin er kannski ekki endilega sú
sem ég stefndi að í upphafi, en það er
komin lausn og það er alltaf gott að
fá lausn í hverju máli fyrir sig,“ seg-
ir Sigurður um samskiptin við sína
áður góðu vinkonu. „Auðvitað átti
þetta aldrei að enda svona en það var
hennar val.“ Hefði Sophia ekki kært
hann vegna fölsunar á undirskrift-
unum hefði hann líklega aldrei far-
ið í mál við hana. „Ég stórlega efast
um það, hún hefur ævinlega átt mína
samúð.“
Með hnífinn í bakinu
Sigurður segist leiður yfir því að hafa
verið svikinn af Sophiu sem hafi
reynt að bera á hann rangar sakar-
giftir. Hann segist þó ekki sjá eftir að
hafa stutt hana í baráttunni á sínum
tíma. „Ég sé svo sem ekki eftir því að
hafa farið út í það að hjálpa henni
en það er skelfilegt að hafa stutt við
bakið á manneskjunni í 15 ár í þess-
ari miklu baráttu og fá svo hnífinn
í bakið,“ segir hann. Sigurður seg-
ir að hann hafi verið í sambandi við
Sophiu þegar hún dvaldi í Tyrklandi í
kringum aldamótin. „Við töluðum oft
saman í síma og stundum, þegar hún
átti ekki peninga hjálpaði ég henni,“
segir Sigurður og kveðst þrátt fyrir
dóminn ekki sjá fram á að fá allt það
fé sem hann lagði Sophiu til endur-
greitt. „Það eru einhverjar milljónir í
viðbót,“ segir hann.
Ofboðsleg heift
Sigurður segir að á síðustu 20 árum
hafi hann öðlast mikla reynslu. „Það
eru margir sigrar en samt eru töp eftir
þennan tíma. Þegar á heildina er litið
er þetta ofboðslega mikil reynsla sem
ég hef öðlast á öllum þessum tíma.
Ef ég hefði aldrei komið að þessu
máli myndi ég ekki skilja stakt orð í
tyrknesku og ekki öðlast jafnmikinn
skilning á trú múslíma og hve heift
mannsins getur verið ofboðsleg,“ seg-
ir Sigurður sem hefur eignast mikið af
góðum vinum í Tyrklandi.
Stefán Karl Kristjánsson, lögmað-
ur Sophiu, segir í samtali við DV að
engin ákvörðun hafi verið tekin um
hvort dómnum verði áfrýjað, það
sé í skoðun. Sigurður Pétur segir að
það sé ekki hans mál hvort hún áfrýi
dómnum.
Stormasamt samband
Segja má að dómurinn í gær marki viss
kaflaskil í stormasömum samskipt-
um þeirra Sophiu og Sigurðar. Sam-
band þeirra teygir anga sína allt aftur
til fyrstu ára þeirrar löngu baráttu sem
Sophia háði til þess að fá dætur sínar
Dabgjörtu og Rúnu aftur heim. Sú bar-
föstudagur 13. febrúar 200910
Fréttir
BALDUR GUÐMUNDSSON
OG BOÐi LOGASON
blaðamenn skrifa: baldur@dv.is og bodi@dv.is
Átti aldrei að enda svona Sophia Hansen var á fimmtudag dæmd til að greiða Sigurði Pétri Harðarsyni tæpar 20 milljónir króna. Sigurð-ur Pétur og Sophia eiga sér langa sögu en hann var áður nánasti bandamaður hennar. Líf Sophiu hefur ekki verið neinn dans á rósum frá því leiðir hennar og Sigurðar Péturs skildu. Hún missti aleigu sína nýlega þegar heimili hennar brann ofan af henni þannig að segja má að enn rjúki úr rústum heimilis hennar þegar henni er gert að greiða sínum gamla félaga tæpar 20 milljónir. Barnsfaðir hennar, Halim Al, vandar hvorki Sigurði né Sophiu kveðjurnar, segir þau bæði sek og að gert verði upp við þau í öðru lífi.
tí
m
al
ín
a 25. júNí 1981frumburður sophiu Hansen og Halims al, dagbjört Vesile, fæðist.
3. OktóBER 1982
rúna ayisegül fæðist.
13. APRíL 1984
sophia Hansen og Halim al ganga í
hjónaband hjá fógeta.
APRíL 1987
Halim al verður íslenskur ríkisborgari.
SUMARiÐ 1990
sophia Hansen vísar Halim al á dyr.
15. júNí 1991
Halim al kemur með dæturnar tvær til
Istanbúl.
15. áGúSt 1991
Halim tilkynnir að dæturnar muni ekki snúa
aftur til Íslands.
10. APRíL 1992
sophiu Hansen úrskurðuð forsjá dætra
sinna á Íslandi.
2. NóvEMBER 1992
Landssöfnun til styrktar málarekstri sophiu
Hansen í tyrklandi hleypt af stokkunum á
Íslandi. börnin heim er slagorðið. útvarps-
maðurinn sigurður Pétur Harðarson er
talsmaður söfnunarinnar.
12. NóvEMBER 1992
undirréttur í Istanbúl úrskurðar lögskilnað
sophiu og Halims og veitir Halim forræði
yfir dætrunum. sophiu er veittur umgengn-
isréttur í júlí, ár hvert. Þingmaður heittrú-
aðra múslima var vopnaður í dómssalnum.
4. fEBRúAR 1993
Hæstiréttur í tyrklandi ómerkir dóm
undirréttar um forræði Halims, vegna galla
á málsmeðferð.
28. júNí 1993
undirréttur í Istanbúl rýmkar umgengnis-
rétt sophiu.
7. OktóBER 1993
Héraðsdómari í Istanbúl gengur gegn
hæstarétti og staðfestir fyrri úrskurð um
forræði Halims yfir stúlkunum.
30. MARS 1994
Hæstiréttur ómerkir enn héraðsdóminn.
dómari telur að áður en forsjá verði ákveðin
þurfi að fást úr því skorið hver sé hjúskapar-
staða og ríkisfang þeirra sem deila.
17. SEPtEMBER 1994
sophia brýst inn á heimili Halims með
aðstoð lásasmiðs. Þar hittir hún fyrir dóttur
sína dagbjörtu.
13. júNí 1996
undirréttur í Istanbúl ákvarðar að sophia
megi umgangast dætur sínar frá 1. júlí til 31.
ágúst, ár hvert.
1. DESEMBER 1996
sophia hittir dætur sínar á lögreglustöð í Is-
tanbúl eftir tveggja ára aðskilnað. dagbjört
er fimmtán ára og rúna 14 ára.
18. MARS 1997
sophia Hansen og Halim al sitja fyrir svör-
um um forræðisdeiluna í sjónvarpsþætti í
tyrklandi.
3. júLí 1998
Halim al fer með dagbjörtu og rúnu til
divigri sem er afskekkt fjallaþorp.
9. júLí 1998
sophia hittir dætur sínar undir eftirliti í
divigri.
2. júNí 2003
rúna ayisegül, tvítug, gengur í hjónaband í
Istanbúl. eiginmaðurinn er ahmet erkol, 25
ára ökukennari af efnaðri fjölskyldu.
23. SEPtEMBER 2003
Mannréttindadómstóll evrópu úrskurðar
að mannréttindi hafi verið brotin á sophiu
Hansen. tyrknesk stjórnvöld hafi ekki gripið
til ráðstafana til þess að tryggja að hún
fengi að hitta dætur sínar. sophia fær 75
þúsund evrur í bætur. stúlkurnar eru nú 20
og 21 árs.
Halim og dæturnar
Halim al ásamt dagbjörtu
og rúnu. Þær eru nú á 27.
og 28. aldursári.
átta hófst skömmu eftir að fyrrverandi
eiginmaður Sophiu, Halim Al, neitaði
að skila stúlkunum eftir að þær höfðu
verið hjá honum í sumarleyfi 1991.
Sigurður, sem var vinsæll útvarps-
maður, stóð þétt við bak Sophiu þegar
efnt var til landssöfnunarinnar „Börn-
in heim“ en þar var fé safnað til fjár-
frekrar baráttu Sophiu sem átti samúð
þjóðarinnar. Sigurður var talsmaður
söfnunarinnar en í kjölfarið var talað
um að þau ættu í ástarsambandi. Sig-
urður Pétur harðneitar því hins vegar í
samtali við DV en Halim Al hefur sagt
að brestir hafi komið í hjónaband hans
og Sophiu eftir að hún kynntist Sigurði
Pétri.
Harkaleg vinslit
Á þeim tíma sem baráttan um dæt-
urnar stóð sem hæst var fátt sem
benti til þess að samskiptum þeirra
Sophiu og Sigurðar Péturs myndi
ljúka í dómsölum. Sigurður Pétur
fór margar ferðir til Tyrklands, ým-
ist með eða án Sophiu, með það
markmið að fá dætur þeirra Sophiu
og Halims Al heim til Íslands. Síðar
skildu leiðir og í byrjun maí á síðasta
ári sagði DV fréttir af því að Sigurður
Pétur og Sophia Hansen hefðu kært
hvort annað. Sigurður kærði Sophiu
fyrir að hafa eytt 52 milljónum króna
af peningum fjölskyldu hans. Sophia
kærði aftur á móti Sigurð Pétur fyrir
að hafa falsað undirskrift hennar og
eldri dóttur hennar. Þau málaferli
voru til lykta leidd í gær með sigri
Sigurðar Péturs.
Óhætt er að segja að undanfarnar
vikur hafi reynst Sophiu erfiðar. Ekki
eru nema þrjár vikur síðan heim-
ili hennar á Klapparstíg 17 brann til
kaldra kola. Það var því varla kólnað
í glóðunum þegar Sophia var dæmd
til að greiða fyrrverandi nánum vini
sínum tæpar 20 milljónir króna.
Sophia bjó á neðstu hæð hússins
og í samtali við Stöð 2 sagðist hún
hafa misst allt sitt í brunanum og það
eina sem hún ætti eftir væru bolur-
inn og buxurnar sem hún var í þeg-
ar hún fór út úr húsinu. Hún tapaði
einnig að eigin sögn persónulegum
munum frá dætrunum Dagbjörtu
og Rúnu. Friðrik Smári Björgvins-
son yfirlögregluþjónn sagði í samtali
við DV í gær að grunur léki á að um
íkveikju hefði verið að ræða en eng-
inn sérstakur liggi þó undir grun um
verknaðinn.
Íhugaði að myrða Sophiu
Halim Al, sem upphaflega var aðal-
skúrkurinn í lífi Sophiu, sagði farir sín-
ar ekki sléttar í viðtali við Mannlíf árið
2007: ,,Við bjuggum saman í 10 ár og í
fimm ár var sambandið gott en seinni
fimm árin var lífið með henni illbæri-
legt. Þá hafði hún kynnst Sigurði Pétri
Harðarsyni og var í sambandi við hann,
gift konan,“ sagði Halim Al í Mannlífi. Í
viðtalinu segir Halim að dætur þeirra
hafi sagt honum frá sambandi Sigurð-
ar og móður þeirra. Hjónabandið hafi
svo versnað frá degi til dags og Halim
hafi verið að því kominn að missa vit-
ið vegna hjónabandserfiðleika. Hann
lýsir stirðum samskiptum þeirra og
segir að hann hafi leitað allra leiða til
að ná sáttum við Sophiu. „Ég hugs-
aði ákaft um leiðir til að tryggja dætr-
um mínum góða framtíð. Það komu
upp tilvik þegar stúlkurnar voru einar
heima en móðir þeirra úti að skemmta
sér. Mér var ljóst að Sophia gæti ekki
alið þær sómasamlega upp og hugs-
aði til hvaða ráða ég gæti gripið. Meðal
þess sem laust niður í ruglaðan huga
mér var að myrða Sophiu eða að fyr-
irfara mér sem hvort tveggja stríddi þó
algjörlega gegn trú minni. Niðurstaða
mín varð sú að gera hvorugt,“ sagði
Halim.
Hafði fé af almenningi
Halim sagðist í viðtalinu við Mann-
líf hafa verið undrandi á söfnuninni
„Börnin heim“. Sophia hafi þá feng-
ið milljónir króna frá íslenskum al-
menningi. „Ég skildi aldrei tilgang
þess að láta hana hafa alla þessa pen-
inga. Þetta jaðrar við að vera illa feng-
ið fé og ég samþykkti aldrei að dæt-
ur okkar fengju gjafir frá henni sem
voru keyptar fyrir söfnunarféð. Hún
svindlaði á íslensku þjóðinni, not-
aði börnin sem skálkaskjól og not-
aði svo peningana til að búa á fín-
um hótelum og lifa
lúxuslífi,“ sagði
Halim sem
bætti því við
að einhver
hafi borið út
ljótar sög-
ur um hann
og sagt að
hann hafi
skilið eft-
ir skuldir á
Íslandi. Það
sé rakalaus lygi,
hann skuldi
engum neitt.
föstudagur 13. febrúar 2009 11
Fréttir
2004
frumburður rúnu ayisegül, drengurinn
Hubaip, fæðist.
Nóvember 2003
sophia Hansen flyst til tyrklands.
8. maÍ 2008
Mál sigurðar Péturs Harðarsonar gegn sophiu
Hansen er tekið fyrir í Héraðsdómi reykjavík-
ur. sophia segir að sigurður vilji fá 52 milljónir
frá henni. Hún kveðst hafa kært sigurð fyrir
skjalafals. Í kjölfar umfjöllunar dV um málið er
blaðamanni hótað lífláti af manni sem segist
vera múslimi og eiginmaður sophiu.
31. júlÍ 2008
Mohamed attia segir í viðtali við dV að sophia
Hansen sé konan sín. „Við höfum verið gift í
sex mánuði og það hefur ýmislegt hent okkur
á þessum tíma,“ segir hann og hyggst aðstoða
eiginkonu sína
24. September 2008
aðalmeðferð í skuldamáli sigurðar Péturs
Harðarsonar gegn sophiu Hansen fer
fram í Héraðsdómi reykjavíkur.
sophia Hansen mætir í dómsal
ásamt Mohamed attia, sem ver
eiginkonu sína fyrir spurningum
dV. sigurður Pétur krefur sophiu
um 20 milljónir króna vegna
vangreiddrar skuldar.
19. jaNúar 2009
Heimili sophiu Hansen að
Klapparstíg 17 brennur
til kaldra kola í miklum
eldsvoða. Húsið er gjörónýtt
og sophia segist hafa misst
allt sitt.
12. febrúar 2009
sophia Hansen er af
Héraðsdómi reykjavíkur
dæmd til að greiða sigurði
Pétri Harðarsyni 19 milljónir
króna vegna vangreiddrar
skuldar. Nærri 18 ár eru
liðin frá því Halim al fór
með dætur þeirra sophiu
til tyrklands.
„Hún eignaðist annan
strák fyrir tíu dögum.
Ég er mjög ánægður...
Ég er aftur orðinn afi.“
Dagbjört og rúna rúna á
tvö börn með manni sínum en
dagbjört er einhleyp. Það veldur
föður hennar miklum áhyggjum.
Framhald á
næstu opnu
13. feb. 2009 25. sept. 2008 26. ágúst 2008
Ég hitti hann þegar ég
var lítil en ég þekki
hann ekki neitt.
Sophia Hansen Kom fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur og neitaði öllum sakar-
giftum. Hún kannaðist ekki við vitni í
málinu, hún kannaðist ekki við að hafa
skrifað undir ýmis skjöl og hún kannaðist
ekki við að hafa haft Ragnar Hall í vinnu.
Dagbjört og Rúna Rúna á tvö
börn með manni sínum. Rúna
bar vitni fyrir héraðsdómi og
studdi frásögn móður sinnar.
Sigurður Pétur Harðarson
Staðhæfði fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur að hann hefði
verið með Sophiu Hansen og
Rúnu dóttur hennar á hóteli
í Istanbúl árið 2005 þegar
þær skrifuðu undir skjöl. Þær
neituðu því báðar.