Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Side 23
mánudagur 21. júní 2010 úttekt 23 Fær barnið þitt nægan svefn? Svefnmynstur barna: Svefn 1–2 mánaða barna: Barnið gerir ekki mun á degi eða nóttu. Sum börn þurfa að sofa í 10,5 tíma önnur jafnvel í 18 tíma á dag. Börn með magakveisu sofa minna. n Fylgstu með svefnvenjum barnsins og lærðu inn á þreytumerkin. n Settu barnið í vögguna þreytt en ekki sofandi. Svefn 3–11 mánaða barna: Eftir sex mánaða aldur þurfa fæst börn lengur að drekka á næturnar. 70–80% níu mánaða barna sofa alla nóttina. n Láttu barnið alltaf fara að sofa á sama tíma. n Ekki kveikja ljósið, horfa í augu barnsins eða tala við það ef þú þarft að sinna því um nótt. n Búðu til notalega rútínu í kringum svefntímann. n Útbúðu notalegt svefnherbergi. n Ekki rjúka til og sinna barninu um leið og það gefur frá sér hljóð. Láttu barnið læra að svæfa og hugga sig sjálft. Oft er talað um 3 mínútna regluna í þessu sambandi. Svefn 1–3 ára barna: Börnin þurfa 12–14 tíma svefn á sólarhring. Flest börn í kringum 18 mánaða þurfa aðeins að leggja sig einu sinni yfir daginn. n Passaðu að daglúrinn sé ekki nálægt háttatíma svo hann trufli ekki. n Haltu reglulegri rútínu fyrir svefninn varðandi tíma, staðsetningu og hegðun. n Leyfðu barninu að hafa uppáhaldsteppið sitt, bangsann eða annað sem vekur með því öryggi með sér í rúmið. *Settu reglur og stattu við þær. Svefn 3–5 ára barna: Börnin sofa í 11–13 tíma á nóttu. Fæst börn þurfa að taka lúr eftir fimm ára aldur. n Láttu barnið fara að sofa á sama tíma öll kvöld. n Haltu í notalega, róandi rútínu sem endar í svefnher- bergi barnsins. n Ef barnið fær martröð skaltu róa það með rödd þinni og snertingu. Ekki vekja það enn meira með spurning- um. n Passaðu að herbergi barnsins sé svalt, hljóðlátt og dimmt – og að þar sé ekki sjónvarp. Svefn barna 5–12 ára: Þurfa 10–11 tíma svefn. Of lítill eða slæmur svefn getur leitt til skapsveiflna og komið niður á námi og annarri getu. n Talaðu um heilbrigðar svefnvenjur við barnið. n Ítrekaðu kosti rútínu. n Passaðu að herbergi barnsins sé svalt, hljóðlátt og dimmt – og að þar sé hvorki sjónvarp né tölva. n Passaðu koffeinneyslu barnsins. Heimild: doktor.is, ljosmodir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.