Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 28. júní 2010 mánudagur Ólafur H. Jónsson viðskiptafræðingur, skólastjóri og annar eigandi Mennta- skólans Hraðbrautar, lét eignarhalds- félagið sem á og rekur skólann lána fjárfestingarfélagi í hans eigu og ann- arra hluthafa 100 milljónir króna á ár- unum 2007 og 2008. Ólafur á Hrað- braut ehf. ásamt eiginkonu sinni, Borghildi Pétursdóttur, sem jafnframt er framkvæmdastjóri félagsins. Fjár- festingarfélag Ólafs skuldar rekstrar- félagi skólans 50 milljónir króna sem eru á gjalddaga árið 2012. Þetta kemur fram í ársreikningum eignarhalds- og rekstrarfélags skól- ans, Hraðbrautar ehf., og fjárfesting- arfélags Ólafs, Gagns ehf., sem var helmingshluthafi í skólanum. Ólafur og Borghildur áttu helming í skólan- um á móti fasteignafélaginu Nýsi þar til í byrjun síðasta árs en þá eignuðust þau helmingshlut félagsins í skólan- um. Þau eiga því 100 prósent í Hrað- braut ehf. í dag. Þau eru einu stjórnar- menn félagsins. Arður af skólastarfinu Síðastliðin ár hefur Ólafur, ásamt fast- eignafélaginu Nýsi, sömuleiðis lát- ið greiða sjálfum sér og öðrum hlut- höfum skólans tugmilljónir króna í arð út úr rekstrarfélagi skólans. Frá árinu 2005 nema þessar arðgreiðsl- ur 57 milljónum króna. Í einhverjum tilfellum hefur verið greiddur út arður þrátt fyrir að skólinn hafi verið rekinn með tapi, til dæmis árið 2007 þegar 10 milljóna króna tap varð á skólan- um. Þrátt fyrir þetta var greiddur út 27 milljóna króna arður. Hraðbraut er einkaskóli sem fjár- magnaður er með fjárveitingum frá ís- lenska ríkinu og skólagjöldum þeirra 180 unglinga sem þar stunda nám. Hver nemandi greiðir 225 þúsund krónur á ári í skólagjöld sem þýð- ir að skólinn fær rúmlega 40 milljón- ir í skólagjöld á ári. Þetta er hins veg- ar einungis hluti af tekjum skólans því um 80 prósent þeirra koma frá íslenska ríkinu. Á síðastliðnum sjö árum hefur skólinn fengið rúmlega 1.150 milljónir króna í fjárveitingar frá ríkinu. Tugir milljóna af þessum fram- lögum hafa runnið til Ólafs, konu hans og Nýsis í formi arðs og lána. Ólafur segir aðspurður að honum finnist ekkert athugavert við það að hluthafarnir greiði sér arð að gefnum ákveðnum forsendum. „Ef það geng- ur vel þá er það í lagi. Í skólanum hjá okkur var búið að leggja út í mikla fjár- festingu. Það var tíu ára vinna sem ég lagði í skólann áður en hann var settur á laggirnar. Þar af var ég tvö ár launa- laus. Síðan þurfti ég að leysa út helm- ingseignaraðila í skólanum þegar þeir fóru á hausinn [Nýsir, innskot blaða- manns]. Það var nú bara fjármagnað með fé frá mér... Arðgreiðslurnar eru fyrst og fremst til að mæta útlögðum kostnaði mínum. Það sem hefur verið greitt í arð til mín eru ekki háar upp- hæðir miðað við það sem ég er búinn að leggja út með einum eða öðrum hætti,“ segir Ólafur sem áréttar að arð- greiðslurnar til ársins 2009 hafi runnið til jafns til Nýsis og hans sjálfs. Samkvæmt þessu telur Ólafur að sú mikla vinna sem hann lagði í við skólann áður en hann var settur á laggirnar réttlæti arðgreiðslurnar frá skólanum. Ólafur undirstrikar jafn- framt að öll fjárveitingin frá ríkinu hafi farið í rekstur skólans. Arðgreiðslurn- ar hafi verið teknar af skólagjöldum nemenda. Leigja húsnæði skólans af eigin félagi Á sama tíma og hluthafar mennta- skólans hafa fengið lán og tekið út arð úr eignarhalds- og rekstrarfélagi skól- ans hafa þeir tekið arð út úr fasteigna- félaginu sem á húsnæðið sem skólinn er í. Félag Ólafs, Gagn ehf., og Nýsir áttu fasteignafélagið Faxafen ehf. sem átti húsnæði skólans í Faxafeninu þar til í fyrra. Ólafur og Borghildur eiga fé- lagið í dag eftir að Nýsir losaði sig út úr skólanum og fasteignafélaginu. Hrað- braut ehf. leigir nú húsnæðið af félagi sem er í eigu sömu aðila og eiga og reka skólann. Á síðastliðnum fimm árum hafa Ólafur og Nýsir, meðan félagið var enn hluthafi, greitt sér 105 milljónir króna í arð út úr fasteignafélaginu sem á hús- næðið sem skólinn er í. Félagið skilaði til að mynda hagnaði upp á 26,5 millj- ónir króna árið 2007 og greiddu hlut- hafarnir sér 40 milljónir króna í arð það árið. Arðgreiðslan var því hærri en hagnaður félagsins það árið. Árið 2008, þegar Ólafur og Borg- hildur höfðu eignast félagið að öllu leyti, greiddu þau sér 25 milljónir króna í arð þrátt fyrir að rekstrartap fé- lagsins hefði numið rúmum 184 millj- ónum og eiginfjárstaðan verið nei- kvæð um rúmlega 170 milljónir króna. Samtals nema arðgreiðslurnar út úr félögunum tveimur, rekstrarfélag- inu og fasteignafélaginu, því um 160 milljónum króna. Fullyrða má að mik- ill meirihluti þessara fjármuna komi upphaflega frá íslenska ríkinu og eins frá nemendum Hraðbrautar þar sem tekjur Hraðbrautar ehf. komu að langmestu úr þessum tveimur áttum. Framlag ríkisins og skólagjöld nem- endanna í Hraðbraut hafa því verið notuð til að fjármagna greiðslu arðs til Ólafs og konu hans. Aðspurður hvort honum finn- ist það við hæfi að taka arðgreiðslur út úr fasteignafélaginu með þessum hætti segir Ólafur að arðurinn hafi líka runnið til Nýsis. „Það fór til þeirra líka.“ Þegar hann er spurður hvort hon- um finnist heppilegt að eignarhaldsfé- lag greiði hluthöfunum arð þrátt fyrir að félagið hafi skilað tapi segir Ólafur að það geti verið réttlætanlegt. „Arð- greiðslur ráðast af eiginfjárstöðu fyrir- tækis. Þær ráðast ekki alfarið af rekstri einstakra ára. Þannig að það getur al- veg hugsast að það sé greiddur arður út úr fyrirtækjum jafnvel þó að tap hafi verið á einstökum árum,“ segir Ólafur. Í upphafi árs kom upp mál þar sem upp komst að Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði tekið sér 65 milljóna króna arð út úr félagi sínu Nesveri þrátt fyrir að félagið hefði tapað fleiri hundruð milljónum og eiginfjárstaða þess verið neikvæð. Lögmenn sem DV ræddi við þá sögðu að ekki væri löglegt að greiða arð út úr einkahlutafélagi sem skilar tapi og sem er með neikvæða eiginfjárstöðu. Staða Faxafens virðist einnig hafa ver- ið með þessu móti þegar arðgreiðslan fór út úr félaginu árið 2008. 71 milljón í arð Ólafur greiddi sér arðinn út úr rekstr- arfélagi skólans í gegnum fjárfesting- arfélag sitt Gagn ehf., sem var helm- ingshluthafi í skólanum þar til Nýsir seldi hlut sinn til þeirra hjóna. Það var þetta félag sem jafnframt tók við lán- veitingunum frá rekstrarfélagi skól- ans. Þegar litið er á ársreikninga Gagns sést að greiddur hefur verið arður til og út úr félaginu. Arðurinn sem var greiddur til félagsins nam samtals 71 milljón á árunum 2006 til 2008. Tæp- lega 53 milljónir af þessari 71 milljón voru greiddar út úr félaginu og til hlut- hafans, Ólafs H. Johnson. Félagið skil- aði hagnaði öll árin. Gagn á rúmlega 80 milljóna króna eignir, samkvæmt ársreikningi ársins 2008, og á handbært fé upp á 70 millj- ónir króna, þar af er 50 milljóna króna lánið frá rekstrarfélagi skólans. Hand- bært fé Gagns nam um 105 milljónum króna í lok árs 2007, samkvæmt árs- reikningi þess árs. Kennarar telja sig undirborgaða Á sama tíma og Ólafur og aðrir hlut- hafar hafa tekið sér arð upp á tugi milljóna króna á síðustu árum hafa kennarar skólans talið að þeir hafi ekki fengið greidd laun samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Nokkrir af kennurum skólans hafa farið með umkvartanir sínar, sem meðal annars snúast um að Ólafur hafi ekki viljað að þeir myndu ganga í sambandið, til Kennarasambandsins og einnig til menntamálaráðuneytis- ins. Útreikningar Kennarasambands- ins á launum einstakra kennara Hrað- brautar hafa síðan leitt í ljós að ein- hverjir þeirra fá allt að rúmlega 200 þúsund krónum lægri mánaðarlaun en þeir ættu að fá samkvæmt kjara- samningum sambandsins, sam- kvæmt heimildum DV. Heimildir DV herma jafnframt að það hafi vakið athygli Kennarasam- bandsins að miklu minni hluti af tekj- TÓK SÉR TUGI MILLJÓNA Í ARÐ Menntamálaráðuneytið rannsakar Menntaskólann Hraðbraut og mun Ríkisendurskoðun gera úttekt á rekstri skólans. Skóla- stjóri og eigandi skólans, Ólafur Johnson, og kona hans, Borg- hildur Pétursdóttir, hafa tekið tugi milljóna króna út úr skól- anum í formi arðs og lána. Menntamálaráðuneytið grunar að starfsmenn skólans hafi fengið miklu lægri laun en þeir hefðu átt að fá samkvæmt kjarasamningum. ingi f. viLhJáLmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Það sem hefur verið greitt í arð til mín eru ekki háar upphæðir miðað við það sem ég er búinn að leggja út með einum eða öðrum hætti. Fjárveitingar frá ríkinu til Mennta- skólans Hraðbrautar 2003 til 2010: 2003 55,0 milljónir 2004 115,0 milljónir 2005 156,0 milljónir 2006 163,3 milljónir 2007 163,0 milljónir 2008 173,2 milljónir 2009 168,2 milljónir 2010 158,0 milljónir Samtals: 1.151,7 milljónir Fjárveitingar Launagreiðslur starfsmanna Hraðbrautar í samanburði við tekjur skólans. LAun TeKJur sKÓLAns hLuTfALL* 2006 55,5 milljónir 172,7 milljónir 32% 2007 69, 95 milljónir 164,3 milljónir 43% 2008 77 milljónir Um 200 milljónir 39% *hLuTfALL Í ÖÐrum sKÓLum er um 80% launagreiðslur 2006–2008 ArÐgreiÐsLur úT úr hrAÐBrAuT ehf. 2003 TiL 2010 2003 0 2004 0 2005 10 milljónir 2006 14 milljónir 2007 27 milljónir 2008 6 milljónir Samtals: 57 milljónir ArÐgreiÐsLur úT úr fAxAfeni ehf. 2003 0 2004 0 2005 10 milljónir 2006 30 milljónir 2007 40 milljónir 2008 25 milljónir Samtals: 105 milljónir ArÐgreiÐsLur TiL gAgns ehf. 2004 Ekki vitað 2005 Ekki vitað 2006 20 milljónir 2007 35 milljónir 2008 16 milljónir Samtals: 71 milljón arðgreiðslur hraðbraut Ólafur og kona hans eiga húsnæði Menntaskólans Hraðbrautar í Faxafeni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.