Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 17
mánudagur 28. júní 2010 erlent 17 Á sunnudag hófst tólf daga ganga þvert yfir Ísrael til að þrýsta á ríkis- stjórn landsins um að tryggja frelsi hermannsins Gilads Shalit sem rænt var af Hamas-samtökunum fyrir fjór- um árum. Fjölskylda Shalits og stuðnings- menn hennar hófu gönguna í Mitzpe Hila í Galíleu og munu fara sem leið liggur til Jerúsalem, alls um 250 kíló- metra. Fjölskylda Shalits vonast til þess að þúsundir muni slást í för með þeim meðan á göngunni stendur; listamenn, tónlistarmenn, rabbín- ar, aðgerðasinnar og tugir þúsunda venjulegs fólks. Noam Shalit, faðir Gilads, hyggst við komuna til Jerúsalem slá upp tjaldi fyrir utan heimili Binyamins Netanyahu forsætisráðherra og sitja sem fastast þar til búið er að frelsa Gilad. Á laugardaginn sendi fjöl- skylda Gilads frá sér myndband þar sem Netanyahu var hvattur til að „borga það verð“ sem nauðsynlegt væri til að Gilad yrði sleppt. „Nóg er komið af masi. Nú er tími ákvarðana,“ sagði Noam Shalit.  Uppsett verð fyrir frelsi Gilads er lausn 1.000 palestínskra fanga og sagði Noam að það væri ekki í verka- hring sínum að hafa áhyggjur af því. Í könnun sem gerð var á föstu- daginn kom í ljós að nærri 75 pró- sent Ísraela eru því fylgjandi að Pal- estínumenn sem sitja í fangelsi vegna aðkomu að árásum á Ísrael fái frelsi í skiptum fyrir Gilad Shalit. Örlög hans eru Ísraelsmönnum hugleik- in og fjöldi fjölskyldna getur sett sig í spor fjölskyldu Gilads. Gilad var nítj- án ára þegar honum var rænt í árás herskárra Palestínumanna á herstöð í suðurhluta Gaza þann 25. júní árið 2006. Tveir ísraelskir hermenn féllu í árásinni. Þrýst er á ríkisstjórn Ísraels vegna hermanns í haldi Palsetínumanna: Tólf daga ganga fyrir frelsi rándýr ráðstefna stefnuna tiltrú og að það væri ein af ástæðum þess að George W. Bush hefði viljað breyta G20-ráðstefnunni úr fundi sem í sögulegu samhengi var aðeins sóttur af yfirmönnum fjár- málakerfa viðkomandi ríkja í fund þjóðarleiðtoga. Dan Price sagði að um væri að ræða mikilvægan fund. „G20-rík- in stjórna meira en 85 prósentum vergrar þjóðarframleiðslu í heimin- um, og því hefur það sem þau ræða og ákveða mikilvæg áhrif á efnahag heimsins, og þeir eru ekki að hittast fyrir ljósmyndatöku.“ Ráðstefna G20-ríkjanna í Toronto í Kanada kostar sitt. Fréttamaður CNN velti fyrir sér hvort sá kostnaður væri réttlætanlegur í ljósi þess sem viðlíka ráðstefnur hafa skilað. Tveir fyrrverandi aðstoðarmenn úr Hvíta húsinu velkjast ekki í vafa um réttmæti þess að eyða einum milljarði Bandaríkjadala í ráðstefnuna. Fyrsta G8-ráð- stefnan sem Reagan tók þátt í fór fram í Kanada og „…á þeim tíma var hann nokkurs konar kúreki í augum stórs hluta al- þjóðasamfélagsins.“ Forsetar Frakklands og Rússlands Nicolas Sarkozy og Dmitry Med- vedev skiptast á orðum við komuna á G8-ráðstefnuna. Mynd AFp stærsta gullmynt heims seld Stærsta gullmynt veraldar var seld á fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 512 milljónum króna, á uppboði í Vín í Austurríki á föstudaginn. Myntin, Maple Leaf, eða Hlynslaufið, er 53 sentimetrar í þvermál, og vegur eitt hundrað kíló. Kaupandinn var spænskt eðalmálm- fyrirtæki, sagði í yfirlýsingu frá Doro- theum-uppboðsfyrirtækinu, en upp- boðið fór fram að kröfu stjórnenda AvW Invest,  gjaldþrota austurrísks fjárfestingarfélags. afganistan fær fimm ára frest Leiðtogar G8-ríkjanna gáfu á laugar- daginn Hamid Karzai, forseta Afgan- istan, fimm ára frest til að taka til hjá öryggissveitum landsins og í rétt- arkerfinu. Ella gæti hann átt von á bakslagi af hálfu Vesturlanda. Leiðtogarnir eru staddir í Kanada þar sem ráðstefna G20-ríkjanna fer fram. Þeir sögðu að Afganistan yrði eftir fimm ár að vera í aðstöðu til að takast á við aukna ábyrgð á öryggi landsins. David Cameron, forsæt- isráðherra Bretlands, sagði að ef Karzai tækist ekki á við spillingu og endurbætti kosningakerfi landsins væri stuðningur almennings við veru vestrænna hermanna í Afganistan í hættu.  Fyrsti forseti Litháens látinn Algirdas Brazauskas, fyrsti þjóð- kjörni forseti Litháen, andaðist á laugardaginn, 77 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Algirdas Braz- auskas hóf stjórnmála- feril sinn inn- an vébanda Kommún- istaflokksins þegar Litháen tilheyrði Sovét- ríkjunum, en lenti upp á kant við Kremlverja seint á níunda ára- tugnum. Hann lék stórt hlutverk þegar Litháen öðlaðist sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 og var kjörinn fyrsti forseti sjálfstæðs Litháens árið 1993. nýsjálenskt þorp til sölu Yfirkeyrðir nýsjálenskir forstjórar sem vilja komast úr borgarstressinu eiga nú möguleika á að kaupa sitt eigið þorp á Nýja-Sjálandi með krá og öllu. Um er að ræða Otira, litla húsaþyrp- ingu á vesturströnd landsins, sem er til sölu fyrir eina milljón nýsjálenskra dala, sem samsvarar um 91 milljón króna. Núverandi eigendur, hjón- in Bill og Christine Hennah, keyptu þorpið, sem þá var í niðurníðslu, árið 1998 vegna þess að þau fundu til með þorpsbúum, samkvæmt dagblaðinu The Press. Kaupverðið var rúmar sjö milljónir og fyrir þær fengu hjónin krá, skóla, brautarstöð, ráðhús og átj- án hús. Árið 2006 voru íbúar þorpsins 87 samkvæmt manntali. noam og Aviva Shalit Foreldrar Gilads lögðu í langferð á sunnudaginn vegna sonar síns. Mynd AFp Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilynnti að G8-ríkin hefðu komist að samkomulagi um að reiða af hendi fimm milljarða Bandaríkja- dala næstu fimm árin til að bæta heil- brigði mæðra og ungra barna í þróun- arlöndunum, en í Toronto í Kanada fara fram ráðstefnur G8- og G20-ríkj- anna. Með fjármununum er ætlun- in að koma til móts við eitt af þeim markmiðum sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa sett sér í þróunarmálum og þekkt eru sem Þúsaldarþróun- armarkmiðin. Samtök sem berjast gegn fátækt telja þó að ekki sé nógu langt gengið og að loforð G8-ríkj- anna hrökkvi skammt sé litið til um- fangs vandamálsins. Heildarupphæðin verður 7,3 milljarðar dala þegar allt er til talið, þar á meðal aðstoð sem Gates-stofn- unin hefur heitið. Eitt af Þúsaldar- þróunarmarkmiðunum er að lækka dánartíðni á meðal mæðra og barna um 75 prósent. Eldri loforð óefnd Stephen Harper sagðist vilja ná jafn- vel enn betri árangri. Við fréttamenn sagði hann: „Við erum skuldbundn- ir til að sjá til þess að sá dagur renni upp að konur í þróunarlöndunum þjáist ekki eða deyi af völdum þung- unar eða af barnsförum.“ Sem fyrr segir hafa talsmenn þró- unaraðstoðarsamtaka lýst yfir von- brigðum vegna fimm milljarða dala fjárloforðs GB-ríkjanna. Í yfirlýsingu frá einum slíkum samtökum sagði að átakið myndi ekki svara þörfum fjölda mæðra og barna í fátækustu afkimum veraldar. Einnig hafa baráttumenn fyr- ir þróunaraðstoð gagnrýnt G8-rík- in fyrir að hafa ekki staðið að fullu við loforð sem gefin voru á fyrri ráð- stefnu um að auka heildarþróunar- aðstoð. stYrKJa MÆðUr Í ÞrÓUnarLÖndUM Ríkustu þjóðir heims hafa sett fram ný loforð til mæðra og barna í þróunarlöndunum. Til stendur að verja fimm milljörðum Bandaríkjadala í að bæta heilbrigði þeirra. kolbEinn þoRStEinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Við erum skuld-bundnir til að sjá til þess að sá dagur renni upp að konur í þróunar- löndunum þjáist ekki eða deyi af völdum þungunar eða af barnsförum. drengur í Höfðaborg í Suður-Afríku G8-ríkin hyggjast leggja á áherslu á heilbrigði barna og mæðra í þróunarlöndum. Mynd AFp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.