Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 25
Spelkan leyfð Julio Cesar, markvörður Brasilíu,
hefur fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að nota athyglis-
verða bakspelku sem sást í leik liðsins gegn Portúgal. Þar sást
að upp úr spelkunni stóðu tvö járnstykki sem að sögn Cesars
eru til þess að auka stuðninginn. Almennt er allt járn bannað
á leikmönnum og í hlífðarbúnaði þeirra til þess að skaða ekki
aðra leikmenn. „Þetta veitir mér bara stuðning. Ég hef oft notað
þessa spelku áður og það er ekkert að henni,“ segir Cesar sem
fékk leyfi frá dómaranum til þess að nota hana í síðasta leik.
náum aldrei evrópu Diego Armando
Mara dona, þjálfari Argentínu, segir að Suður-Ameríka muni
aldrei ná sömu hæðum í fótboltanum og Evrópa, sama þótt
landslið þeirra séu að gera betri hluti á HM. „Við verðum aldrei
betri en Evrópa. Það sem við getum aftur á móti gert er að láta
þjálfarana okkar hlúa betur að ungum leikmönnum sem vilja
komast til Evrópu. En þeir eiga að fara þegar þeir eru tilbúnir.
Evrópuliðin eru oft að hirða fimmtán ára krakka sem vita ekk-
ert um það hvernig er að spila í Evrópu,“ segir Maradona.
Franska landsliðið var til skammar
nánast frá upphafi til enda á HM í
Suður-Afríku. Liðið vann ekki leik,
skoraði aðeins eitt mark og spilaði
hreint ömurlega. Ofan á það allt
bættust deilur Nicolas Anelka og
þjálfarans, Raymonds Domenech,
leit Patrice Evra að svikaranum sem
lak rifrildinu í blöðin, rifrildi Evra og
líkamsræktarþjálfarans og svo auð-
vitað rúsínan í pylsuendanum, þeg-
ar franska liðið neitaði að æfa þegar
Anelka var sendur heim.
Thierry Henry, markahæsti leik-
maður Frakklands frá upphafi, fékk
lítið sem ekkert að spila og hafði
það áhrif á stöðu hans innan liðsins.
Vanalega hefur hann verið mikill
leiðtogi í hópnum en eftir að hann
fór á bekkinn snérust menn gegn
honum.
„Ég hefði getað verið svona stóri
bróðir í þessum deilum öllum en ég
var einangraður af öllum. Það tal-
aði enginn við mig eins og vana-
lega hefur verið gert. Oftast tala
menn mikið við mig. En þegar mað-
ur missir stöðu sína innan hópsins
verður lífið erfiðara,“ segir Henry í
viðtali við sjónvarpsstöðina Canal
plus.
„Ég veit samt ekki hvort Anelka-
málið hafi eyðilagt fyrir okkur mót-
ið,“ hélt hann áfram um skammar-
lega útreið liðsins á HM. „Það var
vissulega eitthvað slæmt í gangi. Ég
get samt með sanni sagt að ég hafi
aldrei séð neinn rífast og enginn
setti pressu á nokkurn mann. All-
ar ákvarðanir voru teknar sem einn
hópur,“ segir Henry.
Anelka á að hafa kallað Domen-
ech „hóruson“ í hálfleik gegn Úrúg-
væ en svo er ekki ef marka má orð
Henrys: „Hann sagði það ekki. Það
er undir honum komið hvort hann
greini frá þessu en það eina sem ég
get sagt er að þau orð notaði Anelka
ekki.“
tomas@dv.is
Ömurlegir dagar hjá framherjanum á HM:
Enginn talaði við Henry
Hmmolar
Bradley gæti
þjálfað erlendis
n „Því miður breyttist allur spenn-
ingurinn í vonbrigði,“ sagði svekkt-
ur þjálfari Bandaríkjanna, Bob
Bradley, eftir
2-1 tap liðsins í
framlengdum
leik gegn Gana.
„Vonandi hefur
þó lokakaflinn
ekki verið skrif-
aður í sögu þessa
góða liðs sem
við erum með
núna.“ Bradley hefur stýrt liðinu
frá árinu 2006 og segist hann vera
tilbúinn að skoða tilboð frá liðum
utan Bandaríkjanna. „Ég er alltaf
maður í til að taka nýjum áskorun-
um. Um þær snýst nú lífið og ég er
alveg opinn fyrir öllu sem býðst,“
sagði Bradley sem hefur gert frá-
bæra hluti með bandaríska liðið.
getum spilað Betur
n Hollendingar mæta Slóvökum í
16 liða úrslitum HM í dag. Hol-
land vann alla leiki sína í riðlinum
og fékk aðeins
á sig eitt mark
og það var úr
vítaspyrnu. „Við
getum spilað
betur,“ seg-
ir hinn 35 ára
gamli fyrirliði
liðsins, Giovanni
van Bronchorst.
„Á móti eins og HM er virkilega
gott að ná úrslitum þegar þú ert
ekki að spila með þitt besta lið. Á
því er hægt að byggja og gera lið-
ið sterkara. Pressan er vissulega
á okkur því ekki bjuggust margir
við Slóvökum í 16 liða úrslitin. Þeir
eiga það samt skilið og við þurfum
að passa að spila okkar leik gegn
þeim,“ segir Bronckhorst.
Komið að mér
n Maarten Stekelenburg, mark-
vörður hollenska landsliðsins, hef-
ur haft lítið að gera í riðlakeppn-
inni. Hann
hefur aðeins
fengið á sig eitt
mark og það úr
víti. Stekelen-
burg hefur und-
anfarin ár þurft
að sitja á bekkn-
um og fylgj-
ast með hinum
fjörgamla en frábæra Edwin van
der Sar en nú segir hann komið að
sér að láta ljós sitt skína. „Edwin er
besti markvörður í sögu Hollands
en nú er komið að mér. Ég nýt þess
að vera númer eitt hjá Hollandi og
ætla mér að njóta hverrar einustu
mínútu.“
Honda vinsæll
n Japanska landsliðið hefur náð
einstökum tengslum við börnin í
bænum George þar sem liðið hefur
æft undanfarn-
ar þrjár vik-
ur. Sérstaklega
eru krakkarn-
ir á svæðinu
hrifnir af hinum
skemmtilega
Keisuki Honda
sem hefur farið
á kostum á mót-
inu. Þegar japanska liðið snéri aftur
til George eftir sigur á Dönum þar
sem Honda skoraði glæsilegt mark
biðu hundruð íbúa George eftir lið-
inu og hrópuðu: „Honda! Honda!“
í gríð og erg. Japanir kvöddu þetta
góða fólk vel og innilega þegar þeir
kvöddu George og héldu til Pretoriu
þar sem leikurinn gegn Paragvæ
fer fram.
mánudagur 28. júní 2010 25
Aleinn Henry átti slæma daga í Suður-Afríku. mynd AFP
Argentína lagði upp draumafótbolta-
leik fyrir hlutlausa aðdáendur fót-
boltans í átta liða úrslitum með því að
leggja Mexíkó, 3–1, í 16 liða úrslitun-
um. Argentína mætir þar Þýskalandi
en þetta hafa verið tvö skemmtileg-
ustu lið mótsins. Mexíkó sem hefur
staðið sig virkilega vel á HM átti ekki
mikinn séns í frábært lið Argentínu
sem fékk þó smá hjálp frá aðstoðar-
dómaranum til að koma sér af stað.
Það umhugsunarefni fyrir verðandi
andstæðinga Argentínu ef Carlos
Tevez er vaknaður en seinna mark
hans í leiknum var alveg frábært.
mexíkó hélt ekki höfði
Það er nógu erfitt fyrir öll lið að
reyna að leggja Argentínu að velli
en hvað þá þegar strákarnir hans
Maradona fá hjálp frá dómurun-
um. Markið sem Carlos Tevez skor-
aði á 26. mínútu þegar hann kom
Argentínu yfir var kolólöglegt þar
sem Tevez var rangstæður þegar
sendingin kom frá Messi, um það
verður ekki deilt. Mexíkómenn
mótmæltu harðlega og var aug-
ljóst að atriðið var endursýnt strax
á vellinum og hrærði það virkilega
upp í þeim. Þeir hópuðust allir fyrir
framan ítalska aðstoðardómarann
sem sjálfur virtist hafa séð mistök-
in á risaskjánum og sjá örlítið eftir
þeim.
Mexíkómenn eru mjög villtir og
er það eitt af því sem hefur heill-
að fólk við þetta skemmtilega lið.
En það varð þeim að falli í þessum
leik því þeir héldu ekki höfði eft-
ir markið og skömmu síðar færðu
þeir Gonzalo Higuain annað mark
á silfurfati. Boltanum var þá ein-
faldlega rúllað á Higuain frá aft-
asta varnarmanni og þakkaði hann
pent fyrir sig með því að æða að
marki og skora.
Tevez kláraði dæmið
Carlos Tevez var ekki kominn á
blað fyrir leikinn gegn Mexíkó en
hann bætti sínu öðru marki við og
kláraði leikinn fyrir Argentínu á 52.
mínútu. Hann hamraði þá bolt-
ann í netið fyrir utan teig, gjörsam-
lega óverjandi fyrir Perez í mark-
inu. Þetta var hið mikilvæga þriðja
mark sem gerði út um leikinn.
Mexíkómenn sóttu þó í sig veðr-
ið og reyndu að minnka muninn.
Þeim tókst það þegar nýjasti liðs-
maður Manchester United, Javi-
er Hernandez, skoraði eftir að hafa
fíflað Martin Demichelis í vörn Arg-
entínu upp úr skónum og klárað
færi sitt vel. Nær komst Mexíkó ekki
gegn sterku liði Argentínu en betra
liðið fór svo sannarlega áfram.
Það verður því enginn smá leik-
ur í átta liða úrslitum þegar Arg-
entína mætir Þýskalandi. Bæði lið
hafa spilað leiftrandi sóknarbolta
og að sama skapi ekkert verið stór-
kostleg í vörninni. Því ætti að verða
algjör fótboltaveisla þegar liðin
mætast á laugardaginn.
ArgentínA of stór
biti fyrir Mexíkó
TómAs þór þórðArson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Argentína er komið í átta liða úrslit HM eftir öruggan sigur á skemmtilegu liði Mexíkó,
3–1. Eins og í leik Þýskalands og Englands var aðstoðardómarinn í aðalhlutverki þar
sem kolólöglegt mark Argentínu fékk að standa. Draumaleikur í átta liða úrslitum.
rangStaða! Mexíkómennirnir
voru alveg vissir í sinni sök en aðstoð-
ardómarinn fór illa að ráði sínu.
mynd AFP