Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 24
villa nálgast raúl David Villa, framherji spænska landsliðsins, nálgast nú óðfluga markamet hins magnaða Raúls með spænska landsliðinu. Raúl skoraði 44 mörk í 102 leikjum með spænska landsliðinu en Villa er nú þegar kominn með 41 mark í 61 leik, hreint ótrúleg tölfræði. Villa er markahæstur Spánverja á EM með þrjú mörk en hann er nú þegar orðinn markahæsti Spánverjinn á HM frá upphafi með sex mörk. Skákar hann þar snillingum á borð við Emilio Butragueno, Fernando Morientes og auðvitað Raúl. hræðumst ekki úrúgvæ Eina von Afríku á HM, Gana, mætir Úrúgvæ í átta liða úrslitum. John Mensah, miðvörður liðs- ins, veit vel af pressunni frá allri álfunni um að gera vel. „Öll afrísku liðin eru úr leik nema við þannig að álfan horfir til okkar. Við erum ekkert hræddir við Úrúgvæ alveg eins og við hræddumst ekkert Bandaríkin. Við unnu þau og það sama ætlum við að gera gegn Úrúgvæ,“ segir Mensah en Ganverjar hafa verið eilítið gagnrýndir fyrir mikinn varnarleik. „Þjálf- arinn vill spila með einn uppi á topp og eftir því förum við. Ef við förum ekki eftir skipulaginu þá mun okkur ekkert ganga,“ segir hann. 24 uMSJón: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 28. júní 2010 mánudagur næstuleikir 28. júní kl. 14:00: holland - slóvakía n Hollendingar hafa væntanlega hoppað hæð sína í loft upp þegar þeir horfðu á leik Slóvaka og Ítala sem var úr- slitaleikur um sæti í 16 liða úrslitunum. Hollendingar hafa verið afar sannfærandi á mótinu þrátt fyrir að spila ekki sinn fallega fótbolta. Þeir fengu aðeins á sig eitt mark og það var úr víti. Slóvakar byrjuðu mótið illa og virtust vera eitt af slakari liðum keppninnar. Þeir sýndu þó flottan leik gegn Ítalíu og gegn Hollandi hafa þeir engu að tapa. Þetta er það sem kallað er sýnd veiði en ekki gefin. 28. júní kl. 18:30: Brasilía - síle n Tvö lið sem þekkjast vel mætast í 16 liða úrslitunum. Brassarnir urðu efstir í undankeppninni í Suður-Am- eríku, rétt á undan Síle, sem vann Brasilíu á heimavelli. Það má búast við stórskemmti- legum leik því Síle-menn hafa boðið upp á frábæra skemmtun hingað til. Þeir eru algjörlega óhræddir við að sækja og vilja helst ekki verjast. Það gæti vel farið svo að skipulagðir Brassar undir stjórn Dunga verði Síle-mönnum of stór biti að kyngja en ljóst er að skemmtanagildið verður hátt. 29. júní kl. 14:00: Paragvæ - JaPan n Kannski ekki mest spennandi leik- urinn í 16 liða úrslitunum en þarna fara tvö lið sem eiga svo sannarlega skilið að vera komin þetta langt. Paragvæ var langbesta liðið í F-riðlin- um með Ítalíu og Slóvakíu á meðan Japanir komu skemmtilega á óvart í sterkum E-riðli sem innihélt Holland, Kamerún og Dani. Japanir hafa sýnt mjög trausta frammistöðu til þessa, verið skipulagðir en þó beittir fram á við og sterkir í föstum leikatriðum. Paragvæska liðið í dag er eitt það besta sem þjóðin hefur alið af sér. 29. júní kl. 18:30: sPánn - Portúgal n Þeir verða vart stærri nágrann- aslagirnir en þetta. Spánverjar byrjuðu mótið með mjög óvæntu tapi gegn Sviss en voru síðan gríðarlega sannfærandi eftir það. Að sama skapi hefur Portúgal valdið miklum vonbrigðum, þrátt fyrir að hafa rúllað upp norður-Kóreu, 7-0. Í hinum tveimur leikjum sínum, gegn Fílabeins- ströndinni og Brasilíu, reyndi liðið bara að halda markalausu jafntefli og sú varð niðurstaðan. Fótbolti sem á ekki að sjást hjá jafnhæfileikaríku liði og Portúgal er. Karma er orð sem er Englending- um ofarlega í huga eftir 4-1 tap enska landsliðsins gegn Þýska- landi í 16 liða úrslitum heims- meistarakeppninnar í fótbolta. Í stöðunni 2-1 átti Frank Lampard skot í slána, niður og út, og fór bolt- inn langt inn fyrir línuna. Hvorki aðstoðardómarinn né dómarinn sáu boltann fara inn og var því ekki dæmt mark. Ótrúleg mistök eins besta dómaratríósins á mótinu og er þátttöku þeirra á HM án efa lok- ið með þessum mistökum. Það gerðist í úrslitaleik Eng- lands og Þýskalands fyrir 44 árum, á HM á Englandi árið 1966, að Geoff Hurst skoraði sigurmark Englands í framlengingu, 3-2. Síð- ar kom í ljós að boltinn fór aldrei inn fyrir línuna en þetta er eini heimsmeistaratitillinn sem Eng- land hefur unnið. Var sigur Þjóð- verja nú því sætur og hefndin enn sætari. Sannfærandi hjá þýskum Enska liðið spilaði ekki vel á heimsmeistaramótinu, eiginlega þvert á móti. Það rétt komst í gegn- um riðlakeppnina með 1-0 sigri á Slóveníu í síðasta leik sínum á meðan Þjóðverjar sýndu snilldar- tilburði í sínum riðli. Leikurinn bar þess merki strax frá fyrstu mínútu því Þjóðverjar voru miklu betri en Englendingar en heilt yfir var leik- urinn mun opnari en búast mátti við. Eftir aðeins þrjátíu og þriggja mínútna leik leiddi Þýskaland 2-0 með mörkum Miroslavs Klose og Lukas Podolski. Matthew Upson minnkaði þó muninn fyrir Eng- land á 37. mínútu og í næstu sókn gerðist þetta ótrúlega atvik þar sem Frank Lampard skoraði aug- ljóst mark sem ekki var dæmt. Akkúrat á þeim tímapunkti voru Englendingar komnir með stjórn á leiknum og hefði mark gert mikið fyrir liðið. Í seinni hálfleik þurfti enska liðið að sækja og var því refsað á þriggja mínútna kafla þegar hinn ungi Thomas Muller skoraði tví- vegis, í bæði skiptin eftir frábæra skyndisókn. 4-1 sigur Þýskalands var kannski helst til of stór en sannfærandi var hann og er eng- in spurning um að betra liðið hafi unnið. Englendingar þurfa að fara í naflaskoðun eftir þetta mót og þá sérstaklega Fabio Capello, þjálfari liðsins. Leikmannaval hans er oft á tíðum afar sérstakt og er spurn- ing hvort hann ætti ekki að fara að gefa yngri leikmönnum landsins tækifæri. Fyrst og fremst þarf hann að líta til þess sem liðið gerði vel í undankeppninni því þar fór það á kostum. Rán um hábjartan dag „Ég er mjög ósáttur við dómarann, að hafa ekki dæmt þetta mark. Það hefði breytt öllum leiknum,“ sagði Capello á blaðamannafundi eft- ir leikinn. „Við vorum 2-1 undir þannig að þetta hefði jafnað leik- inn. Þaðan sem ég sat á bekknum sá ég boltann greinilega fara inn. Því skil ég ekki hvernig dómaran- um og aðstoðarmanni hans tókst ekki að sjá markið því þeir voru nær en ég. Þessi mistök voru rán um hábjartan dag,“ sagði Ítalinn reiður en hann er á því að þessi dómur hafi verið gríðarlega stór vendipunktur í leiknum. „Ef ekki hefði verið fyrir þetta mark held ég að við hefðum unn- ið leikinn. Við spiluðum vel og stjórnuðum leiknum fyrstu tuttugu mínúturnar. Eftir það misstum við einbeitinguna og Þjóðverjar refs- uðu okkur með tveimur mörk- um. Aftur á móti rifum við okkur upp og skoruðum mark á þá. Eft- ir það fórum við að stjórna leikn- um og jöfnuðum en það var ekki dæmt vegna ástæðna sem aðeins dómarinn getur útskýrt. Þau mis- tök höfðu áhrif á taktinn í liðinu og eftir að Þýskaland bætti við þriðja markinu hættum við bara,“ sagði Fabio Capello sem ætlar að ræða við enska knattspyrnusambandið áður en hann tekur ákvörðun um framtíð sína. Þýskaland átti sigurinn skilinn „Markið sem ekki var dæmt hafði áhrif á okkur en við afsökum ekki 4-1 tap með því,“ sagði fyrirliði enska landsliðsins, Steven Gerr- ard, við BBC eftir leikinn. „Markið hefði vissulega verið okkur mikil- vægt en það er allt saman spurning um ef og hefði. Þýskaland er með gjörsamlega frábært lið og það átti sigurinn skilið,“ sagði Gerrard. England spilaði ekki vel á HM og náði aldrei þeim takti sem liðið sýndi í undankeppninni. Gerrard hafði ekki svör á reiðum höndum um hvað væri að hjá enska liðinu en hann sagði leikinn gegn Þýska- landi hafa verið ein stór mistök. „Maður fer eftir svona leiki og hugsar um hvað maður gerði rangt og af hverju við fórum ekki lengra í mótinu. Sem lið gerðum við stór mistök í dag og það var gott lið sem sigraði okkur. Þjóðverjar voru miklu betri upp við markið og gerðu færri mistök en við. Okkur var grimmilega refsað fyrir mistök okkar,“ sagði Steven Gerrard. Hefndin er sæt — 44 árum síðar Þýskaland komst í átta liða úrslit HM í Suður-Afríku með öruggum sigri á Englandi, 4–1. Sigur Þjóðverja var verðskuldaður og ekki skemmdi fyrir að mark Franks Lampard var ekki dæmt gilt þó að boltinn færi augljóslega langt inn fyrir línuna. Fyrir 44 árum fór bolt- inn ekki inn fyrir línuna hjá Eng- landi en þá var dæmt mark. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Ég er mjög ósáttur við dómarann, að hafa ekki dæmt þetta mark. Það hefði breytt öllum leiknum. svona langt inni! Wayne Rooney sýnir dómaranum nákvæmlega hversu langt boltinn fór inn fyrir línuna. MyNd AFP 2–2? Manuel neuer horfir á boltann fara inn í markið. MyNd AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.