Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 28. júní 2010 mánudagur Mörg okkar óttast það að eldast meira en allt annað og öll viljum við viðhalda æskuljómanum sem lengst. Það er ekki til nein töfralausn við öldrun. Besta ráðið er að taka vel á því í ræktinni. Dagleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á stress og kvíða, offitu, vandamál tengd hjarta og sykursýki og veldur því að við finnum síður fyrir því þótt árin þjóti hjá. Einkaþjálfarar stjarnanna í Hollywood tóku eftirfarandi saman svo hver og ein kona gæti fundið hreyfingu við sitt hæfi. Milli tvítugs og þrítugs: 30 mínútna lyftingaræfingar + 30 mínútna þolþjálfun þrisvar í viku og 45–60 mínútna þoljálfun þrisvar í viku. Einn dagur í hvíld. Á þessum aldri er líkaminn svo sterkur að við komumst upp með að þjösnast á honum sem flest okkar gera með því að vaka um nætur og borða snakk og skyndibita í flest mál. „Hættu að reyna að líta út eins og Jessica Simpson eða Halle Berry og hættu að hugsa um þyngd! Einbeittu þér að því að verða heilbrigð,“ segir Jeanette Jenkins sem hefur meðal annars þjálfað rapparann Qu- een Latifah og leikkonunna Taryn Manning. „Ekki bara hugsa um að auka þol eða að reyna að breyta maganum í þvottabretti,“ segir Vanessa Carver, frægur einkaþjálfari dansara. „Þolþjálfun er frábær en á þessum aldri megum við ekki gleyma að láta reyna á líkamann og með því að lyfta lóðum byggjum við upp vöðva og aukum beinþéttni sem skiptir gífurlega miklu máli síðar á æv- inni. Taktu upp lóðin og byrjaðu að lyfta! Ef þú getur endurtekið hverja æfingu 15 sinnum án þess að pústa máttu nota þyngri lóð. Síðustu 4-5 skiptin ættu að reyna virkilega á.“ Til að fá flotta magavöðva: „Borðaðu magurt kjöt, fisk, grænmeti og ávexti og gerðu þúsundir lítilla magakreppa sem reyna vel á vöðva í kvið og byggja upp bakið.“ Milli þrítugs og fertugs: Klukkutími af stöðvaþjálfun 4 sinnum í viku + 45–60 mínútna þolþjálfun 1–2 í viku. Einn dagur í hvíld. Þegar þú kemst á fertugsaldur ferðu að taka eftir því að þú átt ekki jafn auðvelt með að léttast. „Hreyfing er besta meðalið,“ segir Jillian Michaels, einkaþjálfari þátttakenda í raunveruleik- þættinum The Biggest Loser. „Ef þú ert dugleg í ræktinni á þessum aldri finnurðu lítinn mun á þér 31 og 39 ára – nema hvað þú lítur betur út með hverju árinu.“ Sérfræðingar eru sammála um að á fertugsaldri verðum við að æfa enn meira en hingað til. Uppáhald Jenkins er stöðvaþjálfun, blandaðar æfingar sem reyna til skiptis á þol og styrk. „Taktu hvern vöðvahóp fyrir, tvisvar í viku, en passaðu að allir vöðvar fái góða hvíld á milli. Komdu líkamanum á óvart og alls ekki gleyma að hvíla einn dag í viku.“ Eftir meðgöngu:„Pilates hjálpar líkamanum að jafna sig eftir átökin,“ segir Brooke Siler, eig- andi líkamsræktarstöðvar í New York þangað sem meðal annars Madonna og Liv Tyler mæta reglulega. „Á þessum aldri er gott að gera hreyfingu að lífsstíl. Stattu frekar en að sitja og veldu tröppur fram yfir lyftu. Þannig undirbýrðu líkama þinn fyrir það sem seinna kemur.“ Hægðu á öldruninni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.