Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 28. júní 2010 mánudagur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra og Jónína Leósdóttir gengu í hjónaband á sunnudag. Samkvæmt heimildum DV fóru þær út úr höfuð- borginni yfir helgina í tilefni þessa. Þær höfðu áður verið í staðfestri sam- vist en skiluðu inn umsókn fyrir helgi þar sem þær óskuðu þess að samvist- in yrði gerð að hjónabandi. Samvistin varð síðan formlega að hjónabandi á sunnudag þegar ný hjúskaparlög tóku gildi. Samkvæmt þeim geta allir geng- ið í hjónaband óháð kynhneigð. Jó- hanna og Jónína gengu ekki í hjóna- band við formlega athöfn. Rétturinn til fjölskyldulífs Á Regnbogahátíð sem haldin var í Frí- kirkjunni í Reykjavík á sunnudag var lesin upp kveðja frá Jóhönnu. Þar ósk- aði hún þjóðinni til hamingju með daginn og sagði hann marka tímamót í mannréttindabaráttu samkynhneigðra. „Ég hef nýtt mér þessi nýfengnu réttindi,“ sagði í lok kveðj- unnar frá Jóhönnu. Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra flutti ávarp við upphaf athafn- arinnar á sunnudag. Þar sagði hún lagabreytingarnar fela í sér brýna rétt- arbót í málefnum samkynhneigðra. Hún sagði ekki rétt að gera mun á kynjum í hjónabandi. Einn mikil- vægasti réttur manna væri rétturinn til fjölskyldulífs. Hjúskapurinn væri sterkasta grunnstoð fjölskyldulífs og hjónabandið ætti að byggjast á ást og virðingu. Ragna uppskar standandi lófatak þegar hún hafði lokið máli sínu. Vitað r til þess að eitt samkynhneigt par hafi gengið í hjónaband í sam- ræmi við nýju lögin á sunnudag. Ekki er vitað um hvaða par ræðir. Athöfn- in var lokuð og hefur DV ekki fengið gefið upp hvar hún var haldin. Þeir prestar sem DV hefur rætt við vegna málsins búast við því að fjöldi sam- kynhneigðra para láti gefa sig saman á næstu vikum. Nú geta þau pör sem gefin hafa verið saman undir formerkjum staðfestrar sam- vistar óskað þess að verða gerð að hjónum. Tugir para gefnir saman Þeir Hjörtur Magni Jóhanns- son, safnaðarprestur í Frí- kirkjunni í Reykjavík, og Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hafa gefið samkynhneigt fólk saman um árabil. Pörin telja líklega nokkra tugi. Bjarni segir fimmtán ár vera liðin frá því hann gaf fyrsta parið saman. Síðan þá hafi samkyn- hneigðir alltaf getað gengið að þjónustu kirkju hans. Hjörtur Magni seg- ist hafa gef- ið saman samkyn- hneigða í tólf ár. Bjarni segir vald- ið til að gefa saman fólk alltaf hafa legið hjá kirkjunum sjálfum. „Vald- ið í kirkjunni er ekki yfirvald heldur kennivald og kærleiksvald. Praksísinn er fjölbreytilegur þrátt fyrir að þar séu ákveðnar opinberar línur. Hjónaband samkynhneigðra hefur verið veruleiki í áratugi og nú hefur löggjafinn loks- ins tekið tillit til þess,“ segir hann. Bjarni segir hjónaband ekki eiga að vera á forræði kirkjunnar eða yfir- valda. Fólk finni ástina og yfirvöldum beri að virða það. Prestar geta eftir sem áður neitað að gefa pör saman stríði það gegn sannfæringu þeirra. Bjarni segir að það muni ekki valda glundroða innan prestastéttarinn- ar. „Prestar geta af ýmsum ástæð- um fundið að þeir eigi ekki að þjóna þessu fólki og vísa því annað.“ Hjörtur Magni segir fullnaðarsig- ur hafa unnist á sviði mannréttinda samkynhneigðra. Hann vonast til þess að afturhaldssemi og fordómar verði ekki lengur tengdir við trúfélög og trúna heldur njóti samkynhneigð- ir sömu réttinda og allir aðrir. Hann segir hjónaband samkynhneigðra vera í anda Lúthers og í anda þjóðar- innar. Fjörutíu ár liðin frá upphafinu Páll Óskar Hjálmtýsson tónlist- armaður efast ekki um að margir samkynhneigðir eigi eftir að ganga í hjónaband. Hann segir Ísland vera níunda ríki heims sem sam- þykki ein hjúskaparlög. Holland hafi riðið á vaðið árið 2002. Íslend- ingar séu þriðja Norðurlandaþjóð- in sem samþykki slík lög. Hinar séu Norðmenn og Svíar. „Það er engin tilviljun að sunnudagurinn 27. júní varð fyr- ir valinu. Hann er hinn opinberi Gay Pride-dagur. Dagsetningin er kennd við Stone Wall-uppþotið í New York sem gerðist fyrir fjöru- tíu árum. Þá sneru samkynhneigð- ir í fyrsta sinn vörn í sókn eftir að lögreglan hafði gert það að gamni sínu að ráðast inn á bari og klúbba og refsa fólki án dóms og laga. Þetta lét fólk yfir sig ganga þangað til að Judy Garland dó. Þegar hún var jörðuð þann 27. júní braust lögreglan inn þar sem samkyn- hneigðir syrgðu hana. Þeir voru ekki í stuði fyrir lögregluna og bru- tust út óeirðir sem stóðu yfir í þrjá daga,“ segir Páll Óskar. Jóhanna gekk að eiga Jónínu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gekk að eiga Jónínu Leósdóttur á sunnudag þegar ný hjúskapar- lög tóku gildi. Þær héldu upp á tímamótin með því að fara út fyrir höfuðborgina um helgina. Búist er við því að mörg pör verði gefin saman á næstu vikum. RóbeRT hLynuR baLduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir Hafa veriðístaðfestrisamvisten erunúorðnarhjón. Regnbogamessa Ásunnudagskvöldiðvar haldinmessaíFríkirkjunniíReykjavíkítilefni þessaðsamkynhneigðirmeganúgiftasig. Mynd RóbeRT ReynISSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.