Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 28. júní 2010 mánudagur Einkahagsmunir renna saman við almannahagsmuni á tímum mik- illar einkavæðingar og útvistunar verkefna á vegum ríkisins og sveitar- félaga. Á þessu gráa og eldfima hags- munasvæði hefur ný valdastétt vaxið úr grasi. Hún myndar úrvalshóp þar sem hver einstaklingur leikur mörg hlutverk í einu en hefur lag á að sneiða hjá hagsmuna árekstrum. Þetta þarf ekki að koma á óvart; þessir bókstaflega skilgreina hags- munina og haga málum svo að þeir falli saman, eins og fyrir tilviljun. Þetta eru menn sem vefa saman al- mannavaldið og markaðsöflin og það vald sem þau búa yfir. Þetta er hinn nýi úrvalshópur sem hreiðrar um sig í skugganum. Bandaríski mannfræð- ingurinn Janine R. Wedel kallar þetta menn sveigjanleikans. Þeir halda í marga þræði og ráða miklu í krafti þess tengslanets sem þeir koma á fót með mönnum af sama sauðahúsi. Hagsmunasamspil en ekki hagsmunaárekstrar Í lok síðasta árs gaf Janine R. Wedel út bókina Shadow Elite sem fjallar um valdastéttina nýju sem hreiðr- að hefur um sig á mörkum hins opinbera og einkageirans, hefur þar aðgang að verðmætum upplýsingum sem aðrir hafa ekki og raða saman einka- og almanna hagsmunum eftir sínu höfði. Velgengni þessa hóps á eiginlega rætur í hugmyndinni um að markaðsvæða ríkisvaldið, láta það taka upp öll helstu og skilvirkustu einkenni einkarekstrar. Þessi stefna náði sínum hæstu hæðum í stjórnar- tíð Ronalds Reagan í Bandaríkjunum og Margrétar Thatcher í Bretlandi og hreiðraði um sig undir merkjum nýfrjálshyggjunnar. Wedel staldr- ar við þá merkilegu staðreynd, að reyndustu „menn sveigjanleikans“ innan þessa skuggavaldahóps koma frá Austur-Evrópu og Rússlandi. Þar stundaði Janine Wedel rannsókn- ir í kjölfar hruns kommúnismans fyrir að verða tveimur áratugum og kynntist mörgum áhrifamönnum af sauðahúsi sveigjanleikans hags- munasamþættingar sem unnu að því að koma ríkiseigum í hendur einka- fyrirtækja, oft með vafasömum hætti. Þessir áhrifamenn hafa lítinn áhuga á lýðræði og koma iðulega á fót hringekju ákvarðanatöku sem hefur ekkert með lýðræði að gera. Leið Janine lá síðar til Bandaríkj- anna þar sem hún sá fyrir sér sam- bærilega stétt „manna sveigjan- leikans“ sem mynduðu hliðstætt og sveigjanlegt net í kringum stjórnvöld í Washington í forsetatíð George W. Bush. Þar tengdust stærstu hags- munirnir útvistun opinberrar þjón- ustu, innan hersins eða velferðar- kerfisins, til einkafyrirtækja. Hið opinbera einkavætt? Þessir sveigjanlegu áhrifamenn (flexians) láta sér ekki fyrir brjósti brenna þótt starfi þeirra á ein- um stað rekist á við hagsmuni sem þeir kunna að standa fyrir á öðrum stað. Hlutverk þeirra eru innbyrðis tengd og frá bæjardyrum almenn- ings fylgja þeir forskriftum einhverr- ar stefnu. En hverjir eru þeir? Fyr- ir hverja vinnan þeir? Hvaðan berst þeim fé? Hverjum sýna þeir hollustu þegar upp er staðið? Þegar svörin liggja ekki í augum uppi eru að mati Janine Wedel miklar líkur til þess að um sé að ræða „menn sveigjanleik- ans“. Þeir stunda ekki iðju sína endi- lega til að græða heldur einnig til að hafa sem mest áhrif. Þeir sleppa mun frekar undan spillingarstimpli en þeir sem falla aðeins fyrir pen- ingum. Blaðamenn og ýmsir aðr- ir sem fjalla um og verja almanna- hagsmuni hafa rannsakað starfsemi þessara manna og birt um þá skýrsl- ur eða greinar. Allir halda þeir iðju sinni áfram óbeislaðir og eins og ekkert hafi í skorist. Janine Wed- el telur ekki nóg að birta efni um starfshætti þessa valdahóps heldur sé einnig mikilvægt að koma bönd- um á þá. „Þetta nýja skeið einkenn- ist af einkavæðingu og einkarekstri opinberra verkefna og samslætti eða beinlínis ruglingi á valdmörkum hins opinbera og einkamarkaðar. Wedel gengur svo langt að tala um að opinbert almannavald hafi að nokkru verið einkavætt undir merkj- um nýfrjálshyggju sem láðst hafi að láta ábyrgð fylgja gjörðum. Einkavæðing upplýsinganna Eitt alvarlegasta einkenni þessa nýja tímabils sveigjanlegra áhrifa- manna er að sannleikur þvælist ekki fyrir þeim. Áhrif hlutlægra sanninda þverra; sannlíki leysir sannleikann af hólmi. Almenningi gefst þannig kostur á að ákvarða sjálft hvað telj- ist viðurkennd sannindi en það leiðir að sínu leyti til þess að heimar sann- indanna verða margir en ekki einn. Tækniþróun og þróun fjölmiðlunar ýtir undir þetta að mati Wedel og nýja valdaelítan færir sér þetta í nyt. Að hennar mati er varla of sterkt til orða tekið að tala um einkavæðingu upplýsinganna. Ný og ósýNileg valdastétt Hverjir eru þeir? Lýsingar Janine Wedel á tilfærslu almannavalds til nýs úrvalshóps „The Flexians“ eru sláandi. Þetta nýja skeið einkennist af einkavæðingu og einka- rekstri opinberra verk- efna og samslætti eða beinlínis ruglingi á vald- mörkum hins opinbera og einkamarkaðar. jóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is shadow Elite Nýja stéttin sneiðir hjá hagsmunaárekstrum í öllum sínum hlutverkum en lætur þá fara saman eins og fyrir tilviljun. n Bókin Shadow Elite á erindi við íslenska lesendur sem hafa áhuga á framkvæmd lýðræðisins og því hvernig lýðræðinu reiðir af þegar kemur að framkvæmdavaldinu að standa skil á lýðræðislegri ábyrgð gagnvart almenningi. Mannfræðingurinn Janine Wedel, höfundur bókarinnar, er einn þeirra fræðimanna sem nú beina í auknu mæli athyglinni að hlutverki og áhrifum einstaklinga á stefnumótun hins opinbera. Hún sækir efnivið sinn til umbreytinganna í Austur-Evrópu og innan bandarískra utanríkisstjórnmála í kjölfar loka kalda stríðsins. Þegar eitt samfélagskerfi hrynur og annað tekur við, eða þegar pólit ísk stefna líður undir lok og önnur tekur við, skapast millibilsástand sem gefur „nýjum þátttakendum“ tækifæri til að hafa áhrif á gang mála. Í rannsóknum sínum hefur Janine fundið alveg „nýja tegund“ einstaklinga sem eiga þó það sameig- inlegt með hagsmuna- og þrýstihópum að vilja hafa áhrif og helst mikil. En um aðkomu þessara einstaklinga ríkir hins vegar mun minna gegnsæi. Þessir einstaklingar sem hún kallar „flexians“ eru áhrifamiklir og starfa bæði innan sem utan kerfisins og hafa sérstakt lag á að nýta sér persónuleg sambönd innan kerfisins sér til framdráttar. Þeir fara frjálslega með gildandi reglur, gegna mörgum hlutverkum sem oft skarast og erfitt er að greina þá hagsmuni sem þeir standa fyrir. Hollusta þeirra er ekki við stofnanir, fyrirtæki eða samtök, heldur við þá sjálfa eða einstaklinga í þröngu óformlegu tengslaneti þeirra, „flex nets“ og þeirra hagsmuna. Þeir beita áhrifum sínum með úthugsaðri orðræðu og fyrir þeim eru hagsmuna- árekstrar ekki til – þeir einfaldlega skilgreina sjálfir hvað hagsmunir eru – ef hagsmun- ir mætast er það einskær tilviljun. Janine telur að þessir „nýju þátttakendur“, sem birtast í margs konar hlutverkum utan sem innan kerfisins, grafi undan lýðræðinu, stjórnvöldum og markaðinum, vegna þess að þeir eru fyrst og fremst að vinna að mjög þröngum sérhagsmunum, oftast lítt sýnilegum, hagsmunir almennings eru afgangsstærð og þessir einstaklingar bera formlega enga lýðræðis lega ábyrgð sjálfir. shadow elite MEð AuguM sigurbjargar sigurgEirsdóttur STJórNSýSLuFræðiNgS Á tímum umfangsmikillar einka- væðingar og hárra hugmynda um gagnsemi þess að bjóða út rekstur opinberrar starfsemi til einkafyrir- tækja urðu mörkin milli opinbera al- mannavaldsins og einkahagsmuna á markaði óskýr og þokukennd. Í þeirri þoku óx úr grasi ný stétt „áhrifa- manna sveigjanleikans“. Í bókinni Shadow Elite gerir janine r. Wedel, bandarískur mannfræðingur, grein fyrir sláandi miklum og sjálf teknum völdum sem þessi nýja stétt hefur án nokkurrar formlegrar ábyrgðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.