Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 14
14 neytendur umsjón: baldur guðmundsson baldur@dv.is 28. júní 2010 mánudagur Bestu tjaldstæði Íslands Skýringar. Bestu tjaldstæðin. Perlur fimm Stjörnu Stæði Bakkaflöt í skagafirði Verð: 800 kr. fyrir 12 ára og eldri. Vegalengd frá Varmahlíð: 11 km. n skammt frá Varmahlíð er Bakkaflöt þar sem gott tjaldstæði er að finna. svæðið er skjólgott með trjám og runnum og aðstaða er þar mjög góð. Bæði er að finna heitt og kalt vatn á staðnum auk þess sem gasgrill og eldunaraðstöðu, þar sem 20 manns geta setið inni, er að finna á staðnum. svæðinu er skipt niður í hólf sem gerir það að verkum að það er hentugt fyrir hópa sem vilja vera út af fyrir sig. Hægt er að komast í rafmagn gegn greiðslu. Ekki þarf að fjölyrða um fegurðina í skagafirði. Þetta er fimm stjörnu tjaldstæði samkvæmt tjalda.is. allt til allS tjaldstæðið í laugardal Verð: 1.000 kr. á mann. Vegalengd frá akureyri: 380 km. n Tjaldstæðið í Laugardal er auðvitað frábærlega staðsett með tilliti til aðstöðu, þjónustu og afþreyingar. sundlaugin, Húsdýragarðurinn, Grasagarðurinn og listasafn Ásmundar sveinssonar er í þægilegri göngufjar- lægð en aðstaða á sjálfu tjaldstæðinu er til fyrirmyndar. um 40 bílar geta tengst rafmagni samtímis en í móttöku er hægt að kaupa gas, póstkort og annað sem ferðalangar kunna að þurfa á að halda. svæðið fær fimm stjörnur á tjalda.is og hefur sérstöðu fyrir nálægð við alla hugsanlega þjónustu. ParadíS við vatnið tjaldstæðið við úlfljótsvatn Verð: Fullorðnir, 1.200 kr., 12-17 ára, 600 kr. Vegalengd frá reykjavík: 50 km. n Við Úlfljótsvatn er glæsilegt tjaldstæði sem almenningi býðst að nýta sér. Það er þannig uppbyggt að stórir hópar geta komið þar saman og aðstaðan er til fyrirmyndar. Ölvun er ekki liðin á tjald- stæðinu en afþreying og aðstaða er öll fyrsta flokks. skátarnir hafa byggt svæðið upp en gistingunni fylgir veiðileyfi í vatnið. Gestir geta því veitt sér silung á grillið, krakkarnir geta leigt hjólabáta eða notað ótal leiktæki sem á svæðinu er að finna. Grill og bekkir eru víða auk þess sem gestir geta fengið aðgang að eldshúskrók og litlum sal, gegn góðri umgengni. Á Íslandi eru hátt í tvö hundruð tjaldstæði, samkvæmt vefsíðunum tjald.is og tjalda.is. Aðstaðan er mjög misjöfn en fjögurra og fimm stjörnu svæði eru þó nokkur þegar á landið allt er litið. DV hefur tekið saman bestu tjaldstæði landsins, samkvæmt stjörnugjöf á vefnum tjalda.is. Auk þess er hér að finna nokkrar perlur sem allir verða að heimsækja. Hlýlegt viðmót Breiðavík á vestfjörðum Verð: 1.200 kr. á mann. Vegalengd frá Ísafirði: 198 km. n Breiðavík er skammt frá Látrabjargi, við Breiðafjörð. Þar er rekin ferðaþjónusta með fjölbreyttri gistiaðstöðu. Aðstaða er þar öll til fyrirmyndar og þeir sem dvelja á staðnum fá fullan aðgang að þvotta- og baðaðstöðu. Þá stendur eldhús tjaldgest- um til boða og þar er auðvitað heitt og kalt vatn. Þegar búið er að elda er matsalur fyrir tjaldgesti sem stendur þeim opinn. Raf- magn er fyrir húsbíla og aðra og aðstaða fyrir fjölskyldufólk öll hin besta. Ekki er hægt að sleppa því að nefna að viðmótið í Breiðavík þykir hlýlegt og andrúmsloftið vinalegt, þrátt fyrir það sem þarna gerðist þegar staðurinn hafði annað hlutverk. Þá þykir náttúrufegurðin í Breiðavík einstök; þar eru gular strendur og útsýnið yfir hafið er stórfenglegt. einS og þau geraSt beSt fossatún í Borgarfirði Verð: Fullorðnir, 800-1000 kr., börn eldri en 6 ára, 400 kr. Vegalengd frá reykjavík: 88 km. n Fimm stjörnu tjaldsvæði sem er til fyrirmyndar í alla staði. Það er á fallegum stað í glæsilegu landslagi, að því er segir á tjalda.is. stæðið sjálft er hólfaskipt en tjaldsvæði eru öðru megin en þjónustuhúsið og leiksvæðin hinum megin. Á svæðinu er sparkvöllur, klifurkastali, mínígolfvöllur, sturtur, þvottavélar, heitir pottar og skiptiklefar að ónefndum Tröllagarðinum. Hægt er að komast í nettengda tölvu auk ókeypis netaðgangs í allt að eina klukkustund. Vart þarf að nefna útigrill og eldunaraðstöðu og varðeldastæði en tjaldstæðið er eitt hið allra besta á Íslandi. Rafmagn er í öllum hólfum og skjólsælt mjög. Fyrst flokks tjaldstæði. einStök veðurSæld tjaldsvæðið í Húsafelli Verð: Fullorðnir, 1.100 kr., 7-17 ára, 550 kr. Vegalengd frá reykjavík: 115 km. n Það er engin tilviljun að tjaldsvæðið í Húsafelli hef- ur notið mikilla vinsælda í áraraðir. Þar er oft á tíðum gríðarleg veðursæld og hitatölur eru á fáum stöðum hærri en í Húsafelli. Við stæðin eru salerni, sturta, heitt og kalt vatn, auk þvotta- og þurrkaðstöðu, auk þess sem leiktæki, sundlaug og golfvöllur er í næsta nágrenni. síðast en ekki síst er fjalla- og jöklasýnin úr Húsafelli með eindæmum en allt þetta setur staðinn í fremstu röð tjaldsvæða á Íslandi. Perla í fjallaSal tjaldsvæðið Þakgil Verð: Fullorðnir, 850 kr., frítt fyrir 11 ára og yngri. Vegalengd frá reykjavík: 207 km. n Þakgil er staðsett á milli mýrdalsjökuls og mýrdalssands, um 14 kílómetra frá þjóðveginum. Þar er mikil veðursæld enda verja fjöllin svæðið fyrir öllum áttum. Vegurinn er fær öllum bílum en þeir sem komið hafa á svæðið í fallegu veðri eiga vart orð til að lýsa fegurðinni. snyrting og sturta er á staðnum og hellir, með bekkjum, borðum og grilli er notaður sem matsalur. unnið er að því að koma upp rafmagni fyrir alla á staðnum. Þakgil er sannarlega perla sem á sér enga líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.