Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 18
Birgitta eggjar
Besta flokkinn
n Besti flokkurinn hóf valdatíð sína
á að skipa Harald Flosa Tryggvason,
yfirlögfræðing Lýsingar sem meðal
annars hefur séð
um innheimtu
og sölu á eignum
sem viðskipta-
vinir hafa ekki
getað greitt vegna
hækkunar ólög-
legra, erlendra
lána, stjórnarfor-
mann Orkuveit-
unnar. Einn af þingmönnum annars
nýs stjórnmálaafls, Borgarahreyfing-
arinnar, nú Hreyfingarinnar, gerði
harða athugasemd við skipan Besta
flokksins í athugasemdakerfi DV.is.
„Skora á besta flokkinn að taka á þessu
- í mínum huga er þessi maður alger-
lega vanhæfur til starfsins.“
rukkarinn í
orkuveitunni
n Vonast er til þess að ráðning Besta
flokksins á Haraldi Flosa Tryggva-
syni muni hafa góðar afleiðingar.
DV greindi frá því á dögunum að al-
mannafyrirtækið hefði í síðasta mán-
uði keypt glæsilegan, átta milljóna
króna Benz-jeppa fyrir Önnu Skúla-
dóttur, fjármálastjóra fyrirtækisins.
Það þótti kaldhæðnislegt í ljósi hörmu-
legrar fjárhagsstöðu sama fyrirtækis.
Haraldur hefur sem starfsmaður Lýs-
ingar ómetanlega reynslu af alls konar
vörslusviptingum, enda hefur hann
bæði komið að því að svipta viðskipta-
vinina eigum og svo að selja eigurnar.
Allt eins er búist við því að Haraldur
svipti Önnu jeppanum og selji hann.
ritstjóri sem
skarar fram úr
n Þröstur Helgason, fyrrverandi rit-
stjóri Lesbókar Morgunblaðsins, fer
mikinn í viðtali í tímaritinu Mannlífi.
Þar finnur hann íslenskum fjölmiðlum
flest til foráttu. DV hefur aldrei verið
gott blað, þótt það sé nú álitlegasti
pappírinn, Séð og heyrt, Vikan og mat-
artímaritið Gestgjafinn eru „lágkúra“
og „Lesbókin er dauð“, að hans mati.
Spurður út í gæði menningar- og fjöl-
miðlagagnrýni á Íslandi er hann afar
neikvæður. Hann ítrekar hins vegar
stórbrotinn árangur Lesbókarinnar
undir hans stjórn og að honum þyki
Ríkisútvarpið eitt halda uppi merkjun-
um núorðið. Svo vill til að hann vinnur
einmitt fyrir Víðsjá Ríkisútvarpsins
eftir að hafa verið sagt upp á Morgun-
blaðinu.
Dr. Hvalreki
n Jónas Kristjánsson er einn reynd-
asti ritstjóri landsins. Þresti Helgasyni
þykir hins vegar lítið til hans koma,
eins og hann sagði
frá í viðtali við
Mannlíf, bugaður
af eigin verðleik-
um. Jónas lýsti
hins vegar óvænt
yfir dálæti sínu á
Gunnari Lárusi
Hjálmarssyni
sem blaðamanni
á bloggsíðu sinni á föstudag, en sá síð-
arnefndi sagði frá brottrekstri sínum
frá Fréttablaðinu í helgarblaði DV. „Að
öllu samanlögðu er hann einn mesti
hvalreki blaðamennskunnar á þessum
áratug,“ skrifar Jónas og segir brott-
reksturinn vera til marks um hnignun
Fréttablaðsins. Sjálfur var Jónas ritstjóri
þess blaðs árið 2002, fyrir hnignun.
Gylfi Magnússon viðskipta-ráðherra vekur athygli fyrir skeleggan stuðning við lánastofnanir. Það gerist
sjaldan að ráðherrar setji sig upp á
móti dómum Hæstaréttar, en Gylfa
munar ekki um það. Honum finnst
leiðrétting gengistryggðu lánanna
hreinlega vera ósanngjörn.
Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna Gylfi er svona mótfallinn því að skuldirnar sem voru
hækkaðar svo mikið að þær sliga
fyrir tækin og almenning verði lækk-
aðar. Eftir allt saman hlýtur að vera
gott að skuldaáþjánin minnki svo
umsvifi fyrirtækja og fólks aukist,
atvinnuleysi minnki og hjól atvinnu-
lífsins fari af stað. Bankarnir eru
meira eins og blóðsugur nú þegar
þeir margfalda lánin. En Gylfa finnst
vont fyrir samfélagið að minna sé eytt
í vexti. „Það er ekki hægt að una við
það að ákveðinn hópur Íslendinga fái
vildarkjör langt umfram aðra, með
kostnað sem fellur á aðra samborgara
að verulegu leyti.“
Einn hópur má ekki njóta betri kjara en annar, því það er ójafnræði. Nema þessi hópur sé fjármagnseigendur. Þjóð-
inni má skipta í tvo mjög ólíka hópa
með ólíka hagsmuni; Þá sem eiga og
þá sem skulda. Auðvitað skulda sum-
ir en eiga samt, og öfugt. En í grófum
dráttum er það þannig að eldra fólk
á frekar eignir en yngra fólk skuldar
frekar. Í bankahruninu var skulduga
hópnum fórnað – aðallega fólki á
aldrinum 20 til 40 ára. Á sama tíma
var ákveðið að bjarga þeim sem eiga
pening, til dæmis á bankabók eða í
peningamarkaðssjóðum. Í þetta fóru
sameiginlegir peningar Íslendinga.
Það er gott fyrir þá sem eru auðugir.
Þeir sem eru eldri og ríkari en flestir
aðrir eru til dæmis Geir H. Haarde,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Davíð
Oddsson, Gylfi Magnússon og flest-
allir stjórnmálamenn og embættis-
menn.
Ákveðið var á einkafundum að bjarga valdastéttinni á kostnað fólks sem skuldaði en átti ekki. Þannig var pen-
ingum dælt í bankana, peningamark-
aðssjóðina og svo var innistæðum
ríka fólksins bjargað langt umfram
skyldu. Gylfi Magnússon viðskipta-
ráðherra getur hins vegar ekki hugsað
sér að sá möguleiki skapist mögulega,
að hann muni ákveða að dæla enn
meiri peningum í bankana til þess að
hjálpa þeim ef þeir fá ekki að rukka
lánin til baka með okurvöxtum.
Jón Þór Ólafsson skrifaði pistil á Svipuna á dögunum, þar sem hann taldi sig geta útskýrt ein-arða afstöðu Gylfa gegn lækkun
gengistryggðra lána, þrátt fyrir hæsta-
réttardóm þar um. Gylfi var nefnilega
stjórnarmaður hjá Samtökum fjár-
festa árin 2001 til 2007. Á heimasíðu
samtakanna kemur fram að þau hafi
„… þann tilgang að gæta hagsmuna
fjárfesta gagnvart stjórnvöldum,
stjórnmálamönnum […] fjölmiðlum
og öðrum þeim sem áhrif geta haft á
hag fjárfesta.“ Ekki er minnst á þann
hluta þjóðarinnar sem fjárfestir ekki
heldur þvert á móti skuldar fyrst og
fremst. Sama hóp og Gylfi getur ekki
hugsað sér að njóti þeirra kjara sem
Hæstiréttur hefur dæmt.
Þess vegna er Gylfi verndari bankanna, sverð þeirra, skjöldur og sómi.
ÁSTMÖGUR BANKANNA
„Nei, I dont think
so, að vera giftur
er rosa mikið
responsibility, en
það er geðveikt að
allir séu on the
same playing field,
sko. Ég er ekki að
leika mér að því
untill I‘m ready. En
ég er mjög
þakklátur og vil bara óska fólki til
hamingju með þetta!“ segir tónlistar-
maðurinn og þúsund þjala smiður-
inn HaFFi HaFF þegar hann er
spurður hvort gifting sé á næsta
leiti. Ný hjúskaparlög tóku gildi í gær,
sunnudag, á alþjóðlegum baráttu-
degi samkynhneigðra.
Á eKKi Að fARA
Að GifTA SiG?
„Ég er með eina
í huga.“
n Ingólfur Þórarinsson, Ingó
veðurguð, um að hann sé með eina
stúlku í huga og sé orðinn þreyttur á því að vera
einhleypur. - Mannlíf
„... vinstri löppin
lá í 90 gráðu
halla út á hlið.“
n Dr.Gunni um það þegar
tveggja metra hár klæðskiptingur stökk í fangið
á honum á Rósenbergkjallaranum fyrir um 15
árum. Doktorinn þurfti að spila í hjólastól á
Wembley með hljómsveitinni Unun tveimur
vikum seinna. - DV
„Efast stanslaust
um eigin styrk,
greind og
hæfileika.“
n Jón Gnarr í dagbók borgarstjóra á Facebook.
Hann þurfti að taka verkjatöflu til að komast í
gegnum sinn annan borgarstjórnarfund vegna
höfuðverks. Hann segir nýja starfið reyna á
geðið. - DV.is
„... þá fara menn að
sjálfsögðu eftir honum.“
n Gylfi Magnússon, efnahags- og
viðskiptaráðherra, á borgarafundi 2009 um að
farið yrði eftir úrskurði dómstóla um
gengistrygginguna þegar hann lægi fyrir. Gylfi
sagði nýlega öfugt við þetta að samnings-
bundnir vextir yrðu ekki látnir standa.- DV.is
„Menn virðast vera
tilbúnir í allt.“
n Sverrir Björn Björnsson, formaður
Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna, um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir
sambandsins. Yfirgnæfandi vilji er fyrir
verkfalli.- visir.is
Græðgi skólastjórans
Eitt ógeðfelldasta dæmið um einka-væðingu opinberrar þjónustu birtist okkur nú í Menntaskólan-um Hraðbraut. Í ljós hefur komið
að skólastjórinn hefur sogið tugi milljóna
króna úr skólanum í formi arðgreiðslna og
lána, eins og kemur fram í DV í dag.
Ólafur Johnson, eigandi og skólastjóri
Menntaskólans Hraðbrautar, greiðir sjálf-
um sér veglegan arð, þótt skólinn tapi, og
leigir skólanum fasteign í eigu einkahluta-
félags sem hann á sjálfur. Úr því félagi
fær hann líka arð. Í skólanum er launa-
leynd, þannig að við vitum ekki hversu há
laun hann tekur sér. Hins vegar grunar
menntamálaráðuneytið að Ólafur borgi
kennurum skólans of lág laun. Á sama
tíma fær skólinn um 170 milljónir króna á
ári í ríkisstyrki.
Hraðbraut selur nemendum tímasparn-
að. Unglingar borga 225 þúsund krónur á
ári fyrir hraðari námsframvindu og vænt-
anlega góða kennslu. Á heimasíðu skólans
er tekið fram að þeir geti fengið yfirdráttar-
lán hjá Arion banka í Garðabæ fyrir skóla-
gjöldunum. Niðurstaðan af einkarekstri
menntaskólans er líklega fyrst og fremst sú
að Ólafur Johnson er einhver ríkasti skóla-
stjóri landsins og nemendurnir skulda lík-
lega meira en aðrir menntaskólanemar.
Einkarekstur á samfélagsþjónustu er
umdeildur, vegna þess að það er vafa atriði
hvort fólk eigi að græða á skólastarfsemi,
barnaspítala eða súpueldhúsi fyrir úti-
gangsfólk, svo nokkur dæmi séu nefnd. Sið-
ferðislega hlýtur svarið að vera nei. Hins
vegar þarf þetta ekki að vera einungis sið-
ferðisleg spurning. Spurningin er á endan-
um hvort ofsagróði Ólafs Johnson sé þjóðfé-
lagslega hagkvæmari en ríkisrekinn skóli.
Til þess þyrfti einkareksturinn að leiða til
hagkvæmni, framþróunar og árangurs.
Erfitt er að sjá hvort gróði Ólafs sé í sam-
hengi við þann samfélagslega ágóða sem
skólaþjónusta hans framkallar. Erfitt er
að mæla ágæti ákveðinna skóla. Skoðun á
ársreikningum skólans sýnir hins vegar að
viðskiptamódelið er byggt utan um einka-
hagsmuni skólastjórans. Arðgreiðslurnar,
krosstengslin og leyndin sýna fangamark
útrásarvíkinga. Og skóla á ekki að reka
með aðferðum útrásarvíkinga.
Vandamálið í Hraðbraut er ekki endi-
lega einkareksturinn sem slíkur, held-
ur skortur á nauðsynlegu eftirliti með
taumlausri græðgi, eins og í tilfelli einka-
væddu bankanna. Skólastjóranum var
leyft að ganga alltof langt. Nú er kominn
tími til að stöðva hann. Það er hins vegar
alvarlegt vandamál ef skóli er þannig upp-
byggður að sífellt þurfi að fylgjast með því
hvort skólastjórinn sé genginn græðginni
á vald. Best væri að skólastjórinn stæði
ekki frammi fyrir þeirri freistingu að geta
stungið almannafé í eigin vasa, jafnvel
með löglegum hætti.
Gróðavon getur eflt fólk í starfi. En ef
hagsmunirnir eru brenglaðir verður af-
raksturinn það líka. Skólastjóri á að hugsa
um hvernig hann getur gagnast nemend-
unum og bætt þá, en ekki hvernig hann
getur grætt mest á þeim.
jóN TRAUSTi ReyNiSSoN RiTSTjóRi SKRifAR. Skólastjóranum var leyft að ganga alltof langt. Nú er kominn tími til að stöðva hann.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
framkvæmdaStjóri:
Bogi örn emilsson
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
leiðari
spurningin
svarthöfði
bókstaflega
18 umræða 28. júní 2010 mánudagur