Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 28. júní 2010 mánudagur „Það voru einhverjir sem komust bakdyramegin inn og tóku afrit af hálfkláruðum lista. Hann var svo settur á Facebook og víðar þannig að margir gátu séð,“ segir Ingi Ólafs- son, skólastjóri Verslunarskóla Ís- lands. Ókláraður listi yfir niðurröðun í bekki á haustönn 2010 var aðgengi- legur nemendum í skamman tíma á netinu. Ingi segir leiðinlegt, sérstaklega fyrir nemendurna sem um ræðir, að listinn yfir niðurröðun í bekki hafi komist í umferð því hann hafi alls ekki verið fullkláraður. „Það er þannig að þegar búið er að ákveða hvaða nem- endur komast inn í skólann er þeim raðað inn í bekki. Við viljum ekki að nemendur fylgist með því,“ segir Ingi og heldur áfram: „Eins og listinn leit út þegar hann komst í umferð var eins og tveir bekkir væru tómir. Það var því túlkað þannig að við ættum 30 til 40 pláss laus en þetta var bara vinnu- plagg,“ segir hann og bætir við að þetta hafi skapað óróa. Ingi segir aðspurður að ekki hafi verið um ólöglegt athæfi að ræða. Nemendur hafi komist inn um gátt á gömlum vef skólans sem starfsfólk hafi talið að væri lokaður. Að sögn Inga verða 308 nýnemar teknir inn í skólann að þessu sinni en það er svipað og í fyrra. Skólinn hafi hins vegar neyðst til að vísa stórum hópi frábærra nemenda frá en taka inn slakari nemendur vegna reglna um að framhaldsskólum sé skylt að taka inn nemendur úr því hverfi sem skólinn er í. Ingi vildi heldur hafa þetta eins og áður en reglurnar komu til. „Ég vil hafa þetta eins og þetta var að hver og einn skóli ákveði hvaða nemendur hann tekur inn, óháð bú- setu þeirra,“ segir hann aðspurður. Hann segist hafa þurft að vísa frá um 120 nemendum sem völdu Versló sem fyrsta valkost. baldur@dv.is Ókláruð bekkjaröðun Verslunarskólans fyrir haustönn 2010 fór óvart í umferð: „Þetta var bara vinnuplagg“ Mistök Ingi segir leiðinlegt fyrir nemendurna sem um ræðir að listinn hafi komist í umferð. Mynd Heiða Helgadóttir Landsbankinn hefur stefnt Þor- steini  M. Jónssyni, forstjóra Vífilfells, vegna tugmilljóna víxils sem hann er í persónulegri ábyrgð fyrir. Málið var tekið fyrir í vikunni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum DV innan úr bankakerfinu útbjó bankinn um- ræddan víxil á nafni Þorsteins sem var að reyna að endurfjármagna sig. Víxillinn er upp á tugmilljónir ís- lenskra króna og er hann í persónu- legri ábyrgð fyrir honum. Þorsteinn hefur væntanlega ekki náð að standa í skilum og því hefur Landsbankinn nú stefnt honum vegna víxilsins. Miklar skuldir DV hefur ekki heimildir fyrir því hver raunveruleg skuldastaða Þor- steins er í dag en hann hefur sjálf- ur fullyrt að hann hafi náð að semja við sinn stærsta lánardrottin, Arion banka. Við bankahrunið voru skráð- ar á hann skuldir í bönkunum, eink- um Kaupþingi, upp á rúma fjórtán milljarða króna. Samkvæmt skýrslu rannsóknar nefndar Alþingis sat hann í 29. sæti yfir mestu skuldara landsins. Á sama tíma og bankinn stefndi viðskiptafélögum Þorsteins, þeim Kevin Stanford og Magnúsi Ármann, vegna lánaskulda félagsins Materia Invest segist hann hafa samið við bankann og því hafi stefnan fallið nið- ur. Þá heldur hann enn um stjórnar- taumana hjá Vífilfelli, umboðsaðila Coca-Cola á Íslandi. Kærður af glitni Þorsteinn þarf engu að síður að undir búa málsvörn sína því snemma maímánaðar var honum stefnt, ásamt sex öðrum úr hópi fyrrverandi eigenda og stjórnenda Glitnis, af slitastjórn Glitnis. Í stefn- unni er fullyrt að bankinn hafi verið rændur innan frá með óeðlilegum og ótryggum lánveitingum til félaga sem tengjast eigendahópnum. Þorsteinn, sem gegndi starfi stjórnarformanns Glitnis um tíma, er meðal stefndu og er þar í hópi með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingi- björgu Pálmadóttur, Pálma Haralds- syni, Lárusi Welding, Jóni Sigurðs- syni og Hannesi Smárasyni. Eins og frægt er orðið var málið höfðað í New York og krefst slitastjórnin 258 millj- arða króna í bætur. STEINA Í KÓK STEFNT AF LANDSBANKANUM Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri og eigandi Vífilfells, þarf að verjast fyrir dómstólum eftir að Landsbankinn stefndi honum. Ástæðan er tugmilljóna víxill sem fjárfestirinn er í per- sónulegri ábyrgð fyrir. Samkvæmt heimildum DV var það gert í von um endurfjármögnun. Milljóna víxill Þorsteinn skrifaði undir tugmilljóna víxil hjá Lands- bankanum og nú hefur bankinn stefnt honum. endurfjármögnun Samkvæmt heim- ildum DV ritaði Þorsteinn undir víxilinn í þeirri von að ná fram endurfjármögnun.trausti Hafsteinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Víxillinn er upp á tugmilljónir íslenskra króna og er hann í persónulegri ábyrgð fyrir honum. Slasaðist á Spákonufelli Björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á Norðvesturlandi voru kallaðar út á ellefta tímanum á sunnudag vegna manns sem slasað- ist þegar hann brotlenti svifdreka í Spákonufelli fyrir ofan Skagaströnd. Maðurinn fékk opið beinbrot og var með skerta meðvitund. Hann var einn á ferð og hringdi sjálfur í neyð- arlínuna. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var kölluð út og flutti manninn á sjúkrahús.  Tekinn á 196 í Ártúnsbrekku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnudags. Alls voru 126 verkefni skráð í dagbók lögreglunnar. Lög- reglan stöðvaði ökumann á 196 kíló- metra hraða á klukkustund í Ártúns- brekku um klukkan hálf tvö. Leyfður hámarkshraði í Ártúnsbrekku er 80 kílómetrar á klukkustund. Ökumað- urinn var sviptur ökuréttindum á staðnum. Reyndi að stinga lögregluna af Lögreglan stöðvaði 100 ökutæki í eftirliti vegna ölvunaraksturs á Kringlumýrarbraut aðfaranótt laug- ardags. Fjórir þeirra ökumanna sem stöðvaðir voru reyndust ölvaðir. Þrír þeirra voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða en sá fjórði reyndi að stinga lögregluna af þegar hann varð var við vegatálma lögreglu. Þá tók hann upp á því að aka á móti umferð að Bústaðavegi frá Kringlumýrar- braut. Hann var handtekinn stuttu síðar og þurfti að gista fangageymsl- ur lögreglunnar. Varð fyrir eldingu Flugvél Iceland Express varð fyrir eldingu í aðflugi við Winnipeg í Kanada skömmu eftir miðnætti að- faranótt sunnudagsins. Samkvæmt tilkynningu frá Iceland Express sakaði engan um borð. Engin hætta mun hafa verið á ferðum, enda vélin búin til að bregðast við slíku. Vélin varð fyrir óverulegum skemmdum en í kjölfarið urðu tafir á flugi fé- lagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.