Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 19
AthenA RAgnA JúlíusdóttiR er á leiðinni til Kanada í júlí til að leika í kvikmyndinni Keyhole í leikstjórn Guys Maddin. Leikstjórinn hafði samband við Athenu eftir að hafa séð mynd af henni á samskipta- vefnum Facebook. Í myndinni mun hún leika við hlið stórleikaranna Isabellu Rosellini og Jason Patric. „Forvitni og spenna dríFur mig áFram“ Það hefur verið minn siður, sem og flestra annarra pistlahöfunda, að eyða miklu púðri í að greina og gagnrýna það sem aflaga hefur far- ið. Á hinn bóginn hefur minna far- ið fyrir lausnum. En ef til vill eru lausnirnar ekki svo erfiðar að finna þegar allt kemur til alls. Grunnvandamál Íslands felst ekki í bankahruni eða kreppu. Þetta eru vissulega stór vandamál, en þó tímabundin. Jafnvel þegar skuldirn- ar verða borgaðar verður ástandið lítið betra nema grunnvandamálið sé lagfært. Og grunnvandamálið er þetta: Það er allt of mikil frumfram- leiðsla, og allt of lítil úrvinnsla. Við hvað er hér átt? Í raun merk- ir þetta það að Íslendingar eru, rétt eins og flestar aðrar fyrrum nýlend- uþjóðir, hráefnisútflytjendur fyrst og fremst. Við framleiðum sárafá- ar vörur, en flytjum þess í stað hrá- efnin úr landi. Fyrir hráefnin fáum við greitt málamyndagjald, á með- an þeir sem vinna úr þeim búa til margföld verðmæti úr þeim. er álið þá kannski málið? Tvö augljósustu dæmin um þetta er einmitt að finna í tveimur af meg- inatvinnuvegum þjóðarinnar, fisk- vinnslu og álvinnslu. Íslenskur fisk- ur hefur löngum verið talinn með þeim besta í heiminum. Í stað þess að Íslendingar séu á heimsmæli- kvarða í framleiðslu og sölu fiskrétta ýmiss konar er fiskurinn sendur óunninn úr landi í frosnum klump- um og notaður í dýrindis paellur á Spáni eða til vinnslu á skyndibita í Bandaríkjunum. Í álmálum er ástandið enn hjá- kátlegra. Vissulega mátti mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem og annarra virkjanna út frá um- hverfissjónarmiðum, en við sitjum uppi með þær samt. Það versta nú er að álið, rétt eins og fiskurinn, er sent úr landi í óunnum klumpum. Þar eru búnar til vörur úr því sem hafa margfalt meira verðgildi en það sem við seljum það á. Vanda- málið við virkjunina var ekki aðeins umhverfisspjöllin öll, heldur það að bjóða átti landanum upp á framtíð sem álbræðslufólk og lítið annað. Það er ekki að undra að álverið gerði lítið til að stöðva fólksflutninga af Austfjörðum. Hver vill bræða ál til lengdar? íslandshjól Íslendingar geta kannski ekki orð- ið leiðandi í flugvélagerð eða í bíla- framleiðslu á næstunni, þó slíkt sé ef til vill ekki ómögulegt til lengri tíma litið. En álið er til margs brúk- legt. Ef til vill gætum við byrjað á því að framleiða reiðhjól og notað íslenska náttúru í auglýsingaskyni. Hjól sem drífa um Ísland hljóta að virka alls staðar, og nóg höfum við af áli til að nota í framleiðslu þeirra. Einnig mætti framleiða niðursoðinn dósamat sem yrði að öllu leyti fram- leiddur innanlands, og samnýta þannig kosti virkjana og sjávarfangs. Okkur skortir í raun ekkert nema ímyndunaraflið. Fjármálakerf- ið lagðist ofan á allt, en millistigið gleymdist. Ísland hefur í raun upp á nóg að bjóða til þess að við get- um (aftur) orðið ein ríkasta þjóð í heimi, en ekki sem spilavíti, heldur með raunveruleg verðmæti frekar en ímynduð að baki. Best í heimi? Undanfarna öld hefur stöðugt meiri áhersla verið lögð á að veiða fisk- inn í sjónum og bæta það upp með magni sem skortir í gæðum (fram- leiðslunnar, ekki fisksins sjálfs). Það sama gildir um álið, stöðugt meira er framleitt án þess að nýta það vits- munalega sem þegar er búið til. Um leið og við lærum að vinna úr gæðum náttúrunnar sjálf, í stað þess að selja afurðirnar ávallt óunnar úr landi, verður hvergi neins staðar betra að búa. Tja, fyrir utan kannski vegna veðurs. Kreppan gefur okkur einmitt möguleika á að endurskoða þessi mál, nú þegar loksins hefur komist á jafnvægi á milli inn- og út- flutnings. Íslenska lýðveldið fagnaði nýlega 66 ára afmæli sínu. Næsta 17. júní, á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sig- urðssonar, verður það löggiltur elli- lífeyrisþegi. Það er kannski kominn tími til að setja það á eftirlaun og huga að nýju og betra, sem miðast við efnahag 21. aldar frekar en ný- lendutímabil þeirrar 19. Lausn vandans RegnBogAmessA Páll Óskar Hjálmtýsson söng af mikilli innlifun á sérstakri regnbogamessu í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudag í tilefni þess að ný lög hafa tekið gildi sem heimila samkynhneigðum að giftast. mynd RóBeRt Reynisson 1 Finnst þér eins og það sé verið að horFa á þig? Í helgarblaði DV var fjallað með ítarlegum hætti um konur sem verða fyrir barðinu á eltihrellum. 2 vörslusviptingarmaður: „prinsippið okkar er að vera kurteisir út í gegn“ Vörslusvipt- ingarmaður segir starf sitt ekki vera auðvelt og að hann reyni að koma fram við fólk af kurteisi. 3 gwyneth paltrow þjáist aF D-vítamínskorti Hollywood- stjarnan Gwyneth Paltrow opinber- aði á bloggsíðu sinni að hún þjáðist af vítamínskorti. 4 jón borgarstjóri vill Fá raFbíl Jón Gnarr borgarstjóri vill að næsti borgarstjórabíll verði knúinn rafmagni. 5 „óttaðist að hún mynDi Drepa mig“ Maður á sextugsaldri þráði svo heitt að eignast ástríka konu að hann sá ekki að ástin sem konan sýndi honum var óeðlileg.  6 hunDruð gesta í glæsilegri veislu Sendiráð Íslands í Svíþjóð bauð í glæsilega veislu á þjóðhátíð- ardaginn. 7 skoða lokun heilsugæslu Síð-degisvakt heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins var lokað í þarsíðustu viku út sumarið í sparnaðarskyni. mest lesið á dv.is myndin hver er konan? „Athena Ragna Júlíusdóttir, starfsmaður Tals og nemi.“ hvað drífur þig áfram? „Forvitni, nýjungagirni og spennan.“ hvar ertu uppalin? „Ég ólst upp á Akranesi.“ hvaða stóru nöfn tengjast Keyhole? „Isabella Rossellini og Jason Patric.“ hvernig nældirðu í hlutverkið? „Leikstjórinn hafði samband á Facebook eftir að hafa séð mynd af mér fyrir tveimur árum. Mjög tilviljunarkennt.“ hver er uppáhaldskvikmyndin þín? „City of God.“ Frami í leiklist eða frami sem fyrirsæta? „Ég myndi frekar velja frama í leiklist en módelstarfið. Maður þarf að vera svo mjór til að vera módel og ég nenni því ekki.“ Áttu þér drauma um frægð og frama? „Nei, guð, alls ekki. En ef það býðst þá býðst það. Er ekkert að leitast eftir því.“ hvaða land vinnur hm? „Argentína. Klárlega.“ Áttu þér uppáhaldsbók? „Bækur Dans Brown. Get ekki valið á milli þeirra.“ hvað ætlar þú að gera í sumar? „Ég verð að vinna og fer svo út til Kanada að leika í kvikmynd.“ maður dagsins kjallari „Það varðar mig ekkert um.“ KolBeinn gAuti FRiðRiKsson 23 áRA HAGFRæðINEMI oG GÍTARLEIKARI „Vel.“ odduR Júlíusson 21 áRS NEMI oG LEIðBEINANDI „Ég kýs að tjá mig ekki um þetta mál að svo stöddu.“ RúnAR steinn BenediKtsson FRÍSTuNDALEIðBEINANDI „Illa að því leyti að þau eru að bregðast í sambandi við Tónlistarþróunarmiðstöð- ina og mættu ekki á styrktartónleikana.“ PÁll ZoPhAníAs PÁlsson 23 áRA NEMI oG FRÍSTuNDA - LEIðBEINANDI MEð uMSJÓN „Mér líst bara mjög vel á þennan nýja meirihluta.“ Jenný mAgnúsdóttiR 39 áRA ÞRoSKAÞJáLFI hvernig Finnst þér nýr borgarmeirihluti stanDa sig? dómstóll götunnar mánudagur 28. júní 2010 umræða 19 „Við framleiðum sárafáar vörur, en flytjum þess í stað hráefnin úr landi.“ vAluR gunnARsson rithöfundur skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.