Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 28. júní 2010 mánudagur Dagur B. Eggertsson, formaður borg- arráðs Reykjavíkurborgar, vill tryggja að gert verði ráð fyrir lestasamgöng- um milli Vatnsmýrar í Reykjavík og Keflavíkur í aðalskipulagi borgarinn- ar. Lagt er til í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinn- ar að möguleikinn á slíkum sam- göngum verði kannaður. Þar er einn- ig lagt til að staðsetning flugvallarins í Vatnsmýri verði endurskoðuð. Dagur segir þeim alþjóðaflug- völlum fara fækkandi í Evrópu sem ekki tengist miðborgum með góð- um lestasamgöngum. „Slík fram- kvæmd er þó auðvitað umfangsmik- il og dýr og kannski ekki raunhæf á allra næstu árum. Við viljum hins vegar tryggja að það verði gert ráð fyrir þessum möguleika í nýju aðal- skipulagi Reykjavíkur og jafnframt verði kortlagt hvaða möguleikar og tækifæri geti opnast með slíkri fram- kvæmd. Í raun er þetta svo hluti af því risastóra verkefni að vinna að sjálf- stæði Íslands í orkumálum, í því að leggja áherslu á rafmagn sem orku- gjafa í samgöngum,“ segir Dagur. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlut- ans ber lítið á leiðum sem gera ráð fyrir tekjuöflun eða niðurskurði í rekstri borgarinnar. Dagur segir þó vilja fyrir því hjá meirihlutanum að einfalda stjórnsýsluna. Eitt af fyrstu verkum hans í þeim efnum hafi verið að fækka nefndum borgarinnar. Kostnaður vegna þeirra tillagna sem lagðar eru fram í samstarfsyfir- lýsingu meirihlutans liggur ekki fyr- ir. Þar eru þó ýmis verkefni sem geta kostað skildinginn. Þau gætu kost- að milljarða króna verði þau fram- kvæmd. Lántaka til atvinnuverkefna Á fimmtudag samþykkti borgarráð að tekið yrði lán upp á tvo og hálfan milljarð króna. Dagur segir að lánið sé hugsað til að standa undir brýn- um viðhaldsverkefnum og fram- kvæmdum ásamt öðrum mikilvæg- um atvinnuskapandi verkefnum. „Við teljum að borgin megi ekki láta sitt eftir liggja til að halda uppi fram- kvæmdastigi og vinna gegn atvinnu- leysi,“ segir hann. Dagur segir að lánið verði sótt á almennan verðtryggðan skulda- bréfamarkað. Samkvæmt upplýsing- um DV má reikna með því að slíkt lán beri um fjögurra prósenta vexti. Þar má meðal annars miða við skulda- bréfaútboð Akureyrarbæjar frá því í síðustu viku. Um 1,6 milljarða tap var á rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári. Þar réð mestu fyrirtækjahluti borgarinn- ar. Meirihluti borgarstjórnar hefur einsett sér að nota næsta hálfa árið til að móta áætlun í fjármálum borgar- innar til næstu fimm ára. Hana á að kynna í kringum áramót. Stefna nýja meirihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur hefur verið sú að ná heildarsýn yfir fjármál borgarinn- ar áður en stórar ákvarðanir verði teknar í rekstri hennar. Meirihlutinn hefur ýtt ýmsum verkefnum úr vör á þeim tveimur vikum sem hann hefur verið við völd. Þar vekur ef til vill stefnumótun á sviði Orkuveitu Reykjavíkur mesta athygli. Talið er að skuldir Orkuveit- unnar nemi nú um 220 milljörðum króna, en um 2,5 milljarða króna tap var á rekstri hennar á síðasta ári. Á fundi borgarráðs á fimmtu- dag var samþykkt að gera allsherjar- úttekt á rekstri hennar þar sem yrði náð ásættanlegu jafnvægi milli tekna og gjalda. Þetta fellur því í hlut nýs stjórnarformanns Orkuveitunnar, Haraldar Flosa Tryggvasonar. Smákóngaslagur mistök Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans er einnig opnað fyrir möguleikann á frekari samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta skref- ið í þeim efnum var stigið á fimmtu- dag þegar Reykjavíkurborg sam- þykkti sameiningarviðræður við Álftanes með hugsanlega hagræð- ingu í rekstri sveitarfélaganna í huga. „Við erum opin fyrir hvers kyns hug- myndum um sameiningu og aukna samvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Smákóngaslagurinn undir merkjum samkeppni sem hefur verið í gangi á undanförnum árum hefur skilið eftir röð mistaka, útþensluskipulag með lélegum strætósamgöngum og risa- stóran reikning vegna hálfbyggðra hverfa og illa nýttra fjárfestinga,“ segir Dagur. n Skipað rekstrarstjórn yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þar er borgarstjóri for- maður. Stjórnin hefur umboð til að gera breytingar á starfsfyrirkomulagi garðsins. n Tillögur mótaðar að opnun heimilis fyrir útigangskonur. n Reglur um systkinaforgang á leikskólum endurskoðaðar. n Undirbúningur leiksvæðis fyrir börn í Perlunni. n Vefurinn betrireykjavik.is samhæfður heimasíðu Reykjavíkurborgar. n Þróunarverkefni til menningarstarfsemi á leikskólum útfært. n Fegrun á eldri hverfum borgarinnar. Byrjað á Breiðholti. n Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða falinn rekstur ráðgjafarhluta Alþjóðahúss fram til ársloka. Mannréttindaráði falið að móta tillögur að framtíðarskipan þjónustu borgarinnar við innflytjendur. n Sameiningarviðræður við Álftanes samþykktar. n Stefna mótuð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Þar var lagt til að Haraldur Flosi Tryggvason yrði starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins. Úttekt boðuð á rekstrinum. n Hafinn undirbúningur að kvennakvöldi í Reykjavík sem haldið verði í haust. n Samþykkt að taka lán allt að tveimur og hálfum milljörðum króna í verðtryggð- um skuldabréfaflokki. Þetta hefur nýi meirihlutinn gert LESTAKERFI FRÁ KEFLAVÍK Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, vill gera ráð fyrir lesta- samgöngum milli Vatnsmýrar og Keflavíkur í nýju aðalskipulagi borgarinnar. Þó sé ekki raunhæft að gera ráð fyrir slíkri framkvæmd á næstu árum. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins samþykkti meðal annars stefnu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, lán upp á tvo og hálf- an milljarð króna og sameiningarviðræður á fyrstu fundum sínum. Slík framkvæmd er þó auðvitað umfangsmikil og dýr. RóBERt hLynuR BaLDuRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is telur smákóngaleik skaðlegan Dagur B. Eggertsson líkir samkeppni milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við smákóngaleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.