Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 15
mánudagur 28. júní 2010 neytendur 15 Flottir staðir allt í kring Heiðarbær í reykjaHverfi Verð: 750 kr. á mann. Vegalengd frá Húsavík: 20 km. n Reykjahverfi er frábær áningarstaður ef þú vilt vera í námunda við margar af helstu náttúruperlum Íslands. Tjaldstæðið hefur þá sérstöðu að mjög stutt er í Mývatn, Goðafoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Laxá í Aðaldal og hvalaskoðun frá Húsavík. Margvísleg afþreying er í nágrenninu svo sem jeppa-, hesta- og skoðunarferðir. Á tjaldstæðinu, sem fær fimm stjörnur á tjalda.is, er snyrting sem er opin allan sólarhringinn, eldunaraðstaða með rafmagni og heitt og kalt vatn. Þá er rafmagn á tjaldstæðunum og aðstaða fyrir klóaklosun. Gróðursælt er við tjaldstæðið og fallegt. Á leið minni upp Bankastrætið í síðustu viku sótti skyndilega á mig hungur. Þegar ég hafði beygt upp Skólavörðustíginn rann ég á lyktina frá Núðluskálinni á Skólavörðustíg 8 og ákvað að prófa eitthvað nýtt. Matseðillinn var frekar óaðgengilegur fyrir þann sem hefur ekki komið á staðinn áður og ég þurfti að píra augun til að lesa á allt of lítið skilti fyrir aftan afgreiðsluborðið. Staðurinn hafði samt sem áður eitthvert svona ekta-yfirbragð. Þar stóð eigandinn við pottana og eldaði núðlur á milli þess sem hann skaust fram til að afgreiða. Þetta er greinilega lítið fyrirtæki sem hefur ekki orðið fyrir barðinu á þeirri þráhyggju að allt þurfi að vera ofurstaðl- að að öllu leyti. Þar sem ég skildi ekki matseðil- inn ákvað ég bara að treysta eigandanum og lét hann velja núðluréttinn. Eigandinn, sem virtist hafa mjög gaman af starfi sínu, út- skýrði fyrir mér á meðan hann græj- aði rétt E, núðlur á þurru með kór- íander og alls konar góðgæti, að á staðnum væri blanda af japanskri og tælenskri eldamennsku. „Þetta er svona tælenskur staður eins og þú sérð í Japan, en ekki endilega í Tælandi,“ sagði hann við mig. Gott og vel. Rétturinn leit nógu girnilega út þegar hann var kominn yfir afgreiðsluborðið, en þá bauðst eigandinn til að „tóna fyrir mig“. Ég sagði bara já við því, enda skildi ég ekki hvað hann átti við. Að „tóna“ matinn á Núðluskálinni er sem sagt að bæta við viðeigandi kryddum, hrásykri, jurtakrafti, lime-safa og öðru hollmeti. Nú var þetta fyrst orðið spennandi. Fagmennskan og þjónustulundin skein úr andliti eigandans á meðan hann útskýrði hverju hann var að bæta við réttinn minn. Verðið var sanngjarnt, allir réttir á undir þúsund krónum. Sumum gæti fundist það mikið, en þar sem ég er aðdáandi núðla, þá kvart-aði ég ekki. Þegar heim var komið réðst ég gjörsamlega á núðlurn- ar. Ekki ósvipað og þegar hýena ræðst á bráð sína. Vá, hvílík dásemd! Ég svoleiðis stundi af gleði. Ég hámaði þetta í mig á meðan Argentína var að vinna eitthvert lið í sjónvarpinu. Núðlurnar voru svo góðar að ég hugsaði um það eftir hvern einasta bita sem ég tók. Þetta eru bestu núðlur sem ég hef smakkað. Ekki aðeins var eldamennskan frumleg, heldur hafði eig- andinn nostrað við smáatriðin, þannig að stanslaust kom mér eitthvað nýtt á óvart. Mér fannst þetta of gott til að vera satt þannig að tveimur dögum síðar dró ég vinnufélaga minn á Núðluskálina í hádeginu. Ég vildi ganga úr skugga um að það væri ekki bara þessi réttur sem var góður. Að þessu sinni fékk ég mér mjög bragðsterka núðlusúpu, sem rétt eins og hinn réturinn, var þannig að pælt hafði verið í minnstu smá- atriðum. Súpan var alveg ótrúlega góð á bragðið en vægast sagt bragð- sterk. Svitinn perlaði af enninu þegar ég var búinn með hana. Eigandinn hafði reyndar varað mig við og boðist til að hafa hana mildari, sem er mjög gott. Nú þegar ég hef tvisvar farið á Núðluskálina er ég tilbúinn til þess að krýna nýja íslenska stórmeistara í núðlugerð. Titillinn er þeirra. Tælensku staðirnir sem ég hef borðað á eiga ekki roð í Núðluskál- ina og í fljótu bragði dettur mér aðeins í hug einn verðugur áskorandi. Noodle Station sem er aðeins ofar á Skólavörðustígnum. Til að gæta fyllstu sanngirni ætla ég að gera mér leið þangað næst og athuga hvernig þeir standast samanburðinn. Getur verið að það séu tveir epískir núðlu- staðir við Skólavörðustíg? Fylgist með. Valgeir Örn Ragnarsson Stórmeistarar í núðlugerð! Valgeir Fór á Veitingahús NúðluskáliN Verð: Bragð: Þjónusta: Heildareinkunn: í skyndi Bestu tjaldstæði ÍslaNds stórbrotin náttúra áSbyrgi Verð: Fullorðnir, 890 kr., 13-16 ára, 500 kr. Vegalengd frá Akureyri: 152 km. n Í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri er Ásbyrgi. Í þessu hóffari Sleipnis, hests Óðins, er fullbúið tjaldstæði þar sem allt er til alls. Þar sameinast ótrúleg náttúrufegurð og góð aðstaða til þess að gista. Meira en 60 rafmagns- tenglar eru á svæðinu, þar er hægt að komast í sturtu, þvo þvott og þurrka og grilla, svo eitthvað sé nefnt. Tjaldstæðið er umlukið háum gróðri auk þess sem hár klettaveggurinn skýlir fyrir vestanátt. Golfvöllur er í göngufæri og innar í byrginu er að finna eina mestu náttúruperlu Íslands. Á milli Ásbyrgis og Dettifoss, vest- an megin Jökulsár á Fjöllum, er Vesturdalur. Í dalnum er einstakt náttúrulegt tjaldsvæði og þó að þar sé hvorki rafmagn né heitt vatn er þar einstakt að gista. Kyrrðin í kjarrinu, nálægðin við hrikalegt gljúfrið og fjarlægðin við amstur hins daglega lífs gerir upplifunina eftirminnilega. tjaldað í skógi HallormSStaðaSkógur Verð: Fullorðnir, 850 kr. (14 ára og eldri) Vegalengd frá Egilsstöðum: 26 km. n Ísland er samkvæmt Vísindavefnum skóglausasta land Evrópu. Þess vegna hafa tjaldsvæðin í Hallormsstaða- skógi nokkra sérstöðu. Þau eru í miðjum skóginum og liggja niður að Lagarfljótinu. Svæðin eru í skjóli náttúru- legs birkiskógar og á báðum stöðum er salernisaðstaða með heitu og köldu vatni, losun fyrir húsbíla, klósett fyrir fatlaða, útigrill og leiksvæði. Í Höfðavík eru sturtur og rafmagnstenglar fyrir húsbíla, svo eitthvað sé nefnt. Í vestlægum áttum verður óvíða hlýrra og betra veður en í Hallormsstaðaskógi. Við rætur Vatnajökuls tjaldStæðið í Skaftafelli Verð: Fullorðnir, 950 kr., 13-16 ára, 500 kr. Vegalengd frá Höfn: 136 km. n Þó að tjaldsvæðið í Skaftafelli sé ekki skjólbesta tjaldsvæði landsins er náttúran í kring ótrúleg. Tjaldsvæðið er við rætur skriðjökuls og umhverfið því bæði tignarlegt og hrikalegt. Tjaldsvæðið sjálft er rúmgott og nokkur gróður í kring. Sérstakt svæði er fyrir húsbíla en á svæðinu er þjónustumið- stöð þar sem er gestastofa, upplýsingamiðstöð og lítil verslun. Það verður enginn svikinn af heimsókn í þjóðgarðinn. FjögurrA stjörnu tjAldsVæði Samkvæmt vefnum tjalda.is. n Eldborg n Engjavegur við Selfoss n Flúðir n Akureyri, Hamrar n Höfn n Heydalur n Grindavík n Hafnarfjörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.