Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 20
Dr. Valtýr enDurútgefinn Dr. Valtýr – Ævisaga eftir Jón Þ. Þór kom nýverið út í kilju hjá Urði bóka- félagi í tilefni þess að 11. mars voru 150 ár liðin frá fæðingu dr. Valtýs Guðmundssonar. Í bókinni eru ævi og starfsferill þessa merka fræði- og stjórnmálamanns rakin auk þess sem fjallað er ítarlega um áhersl- ur hans í stjórnmálum. Óhætt er að fullyrða að fáir íslenskir stjórnmála- menn hafa verið jafn umdeildir og Valtýr Guðmundsson var um alda- mótin 1900. Bókin kom áður út hjá Bókaútgáfunni Hólum árið 2004 en seldist upp og hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Ástmaður georgs gefur út bók Bókin Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venju- legu fólki eftir Ævar Þór Bene- diktsson er komin út á vegum skálda- og útgáfufélagsins Nyk- urs. Um er að ræða hans fyrstu bók. Ævar er nýútskrifaður leikari frá leiklistardeild LHÍ og á meðan á námi hans stóð lék hann með- al annars í söngleiknum Grease í Loftkastalanum ásamt því að leika ástmann Georgs Bjarnfreð- arsonar í Dagvaktinni. Stórkost- legt líf herra Rósar er smásagna- safn sem inniheldur hnyttnar og fremur absúrd sögur þar sem frumleg sýn á hversdagsleik- ann og venjulegt fólk samein- ast skemmtilegum vangaveltum um örlög, hlutskipti og mannleg samskipti. einstök sjómannssýn Ljósmyndasýning á myndum Mariu Olsen hefur verið opnuð í Víkinni, Sjóminjasafninu í Reykjavík, að Grandagarði 8. Myndirnar tók Maria í sex túrum á skipum frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Hjalt- landseyjum veturinn 2005 til 2006. Sýningin er farandsýning og veitir einstaka innsýn í líf sjómanna á fiskiskipum í Norðurhöfum og und- irstrikar um leið mikilvægi fiskveiða fyrir eyjarnar á þessum slóðum, segir í tilkynningu. Sýningin stendur yfir til 5. ágúst. 20 fókus 28. júní 2010 mánudagur stúlknablÁsarasVeit Á akureyri 30 stúlkna blásarasveit á aldrinum 12 til 25 ára  frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku, verður í heimsókn í höfuðstað Norðurlands þessa vikuna. Sveitin kallast Randers Pigegarde og kemur oft fram í Randers en hefur einnig ferðast og haldið tónleika víða erlendis. Hljómsveitin mun koma fram fimm sinnum meðan á Akureyrardvölinni stendur, fyrstu tvennir tónleikarnir voru á sunnudaginn en þeir næstu eru á þriðjudaginn kl. 16 á sundlaugarbakkanum við Sundlaug Akureyrar, á fimmtudaginn spila stúlkurnar á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 14 og loks á föstudaginn milli 15 og 16 á Ráðhústorginu. HVað Veistu? 1. Hvar vann nýr starfandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Haraldur Flosi Tryggvason, áður? 2. Hvað heitir framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins? 3. Hólmfríður Magnúsdóttir er einn af burðarásum kvenna- landsliðsins í fótbolta. Með hvaða félagsliði leikur hún? Svör: 1. Hjá LýSingu 2. jónmundur guðmarSSon 3. PHiLadeLPHia indePendence Ný bók Einars Fals Ingólfssonar ljósmyndara þar sem hann fet- ar í fótspor enska listamannsins W.G. Collingwoods á Íslandi er einstaklega vel heppnuð. Colling- wood ferðaðist um landið sumarið 1897 og málaði myndir af stöðum sem tengjast Íslendingasögunum. Rúmri öld síðar fór Einar Falur á þessa sömu staði og tók ljósmyndir af þessum stöðum, sem og mörgum öðrum. Samhliða útgáfu bókarinnar var opnuð sýning með ljósmynd- um Einars Fals í Þjóðminjasafninu en verkefnið er samstarfsverkefni ljósmyndarans og safnsins sem á flestar af Íslandsmyndum Colling- woods. Samvinna og samanburður Einar Falur reynir alls ekki alltaf að fanga nákvæmlega sama sjónar- hornið á þessum stöðum og Coll- ingwood málaði, þótt hann geri það stundum. Á mörgum mynd- anna er sjónarhornið allt annað en í myndum Collingswoods, þó svo að myndirnar séu teknar á sömu eða svipuðum stöðum og Englend- ingurinn málaði sínar myndir á. Því er það alls ekki svo, líkt og einhver gæti haldið, að hér sé um að ræða ljósmyndaútgáfu af myndefni Coll- ingwoods. Myndir Einars Fals eru sjálfstæð verk þótt hann feti í fót- spor Collingwoods. Vel væri því hægt að skoða ljósmyndir Einars Fals án þess að hafa myndir Coll- ingwoods til hliðsjónar. Samanburðurinn við verk Coll- ingwoods bætir hins vegar miklu við ljósmyndir Einars Fals og á sama tíma bæta verk Einars Fals við myndir Collingwoods og er þeim alltaf stillt upp hlið við hlið í bók- inni. Þetta samhengi og samleikur mynda listamannanna tveggja býr til alveg einstaklega áhugaverða upplifun fyrir þann sem skoðar myndirnar, upplifun sem er í senn bæði fagurfræðileg og söguleg því samanburðurinn á verkunum sýn- ir svo vel ýmsar af þeim róttæku breytingum sem átt hafa sér stað á Íslandi síðastliðin 100 ár. Á þessu tímabili má segja að Ís- lendingar hafi farið frá því að búa í vanþróuðu miðaldasamfélagi og yfir í að búa í háþróuðu tækni- og iðnaðarsamfélagi. Lifnaðarhættir fólksins í landinu hafa vitanlega breyst gríðarlega á þessari öld og sér þess víða stað í bók Einars Fals.   Markmið hans var líka að fanga tengsl manns og náttúru í myndun- um en ekki bara að hafa ljósmynd- irnar af náttúrunni, líkt og hann segir á nokkrum stöðum í bókinni: „Þetta eru myndir fyrir fólk, þær segja sögu af samskiptum manna við náttúruna eins og ég upplifi hana og kýs að segja hana; sögu af nýtingu, aðdáun, lotningu, mis- notkun.“ Þessi stefna Einars Fals sést líka á flestum myndunum: raf- magnslínur, girðingar, húsarústir, eyðibýli, plastaðir heybaggar, bílar og fólk koma með mannlega þátt- inn inn í myndir sem flestar hverjar eru teknar úti í lítt snertri náttúru. Ummerki mannsins sjást því nán- ast alltaf. Samræmi og ósamræmi Þessi einkenni bókarinnar sjást til dæmis vel í nokkrum þeirra ljós- mynda í bókinni sem eru af sveita- bæjum.  Collingwood málaði marg- ar fallegar og rómantískar myndir af torfbæjum á ferð sinni um landið 1897. Þetta er ekki skrítið þar sem menn bjuggu ekki í torfhúsum í öðrum löndum, sú húsagerðarlist er líklega eina framlag Íslendinga til byggingarlistasögu heimsins og meirihluti landsmanna bjó enn í slíkum húsum fyrstu áratugi 20. aldarinnar. Torfbærinn var því enn eitt af einkennum Íslendinga á nítj- ándu öld. Ein slík ljósmynd í bókinni er af bænum Hofstöðum í Helgafells- sveit. Ljósmynd Einars Fals er af bárujárnsklæddu húsi sem líkast til er byggt um eða eftir miðja tut- tugustu öld. Gamalt bárujárnsklætt hús stendur enn uppi við bæinn og er það byggt úr torfi að hluta. Þrír nýlegir bílar standa við bæinn auk hjólhýsis. Olíutunna, rafmagnslín- ur, fánastöng og malarvegur sjást einnig á myndinni. Málverk Collingwoods er aftur á móti af lágreistum torfbæ sem lúr- ir á hæðinni og fellur nánast sam- an við landslagið í kring og hólinn sem stendur við bæinn. Torfbær- inn er nánast eins hann sé hluti af náttúrunni. Enginn vegur, engar rafmagnslínur, engir bílar og ekki var byrjað að nota bárujárnið sem klæðningarefni í sveitum nema að litlu leyti þó byrjað hefði ver- ið að nota það í bæjum landsins skömmu áður. Í myndunum tveimur kallast þessir tvær tímar á: Ísland miðald- anna – híbýli Íslendinga breyttust lítið frá landnámi og fram á tuttug- ustu öld – og svo Ísland eftir að það sigldi með hraði inn í tækniöldina. Leifar miðaldanna í mynd Einars Fals sjást hins vegar meðal annars í húsinu með torfhleðslunni sem enn stendur uppi og kallast þar á við mynd Collingwoods. Hjólhýs- ið við hlið torfhleðslunnar er svo í miklu ósamræmi við það og á ekk- ert skylt við mynd Collingwoods. Annað dæmi um samhengið sem Einar Falur vinnur með í bók- inni sést í nokkrum myndum sem hann tekur af fólki. Hann tekur til dæmis mynd af lítilli stúlku á Gils- bakka í Hvítársíðu sem er barna- barnabarn lítillar stúlku sem Coll- ingwood málaði mynd af 1897. Tvær litlar stúlkur, sem eru skyldar, eru festar á mynd á sama staðnum á landinu en meira en öld líður á milli. Sú mynd Einars er ein sú fal- legasta í bókinni vegna samspilsins við mynd Collingwoods af langa- langömmu hennar. Báðar bjuggu stúlkurnar á sama stað á Íslandi en við svo allt önnur og ólík skilyrði: Önnur í miðalda- og bænda sam- félagi torfbæjarins en hin í tækni- samfélagi tuttugustu og fyrstu ald- arinnar þegar flestir landsmenn hafa flutt úr sveitunum og á mölina. Tengingar tíma Það eru slíkar hugsanir sem bók Einars Fals kalla fram enda segir hann í bókinni að hún sé verk um tímann og sé tilraun til að tengja þá saman: „Sögustaðir er verk um tímann. Um þrjá tíma í rauninni og er vissu leyti tilraun til að tengja þá saman. Til að kveikja samtal milli þeirra.“ Með þremur tímum á Einar Fal- ur við að í ljósmyndunum séu þrjú tímabil sem tali saman: Söguöld- in, tími Íslendingasagnanna sem Collingwood vildi fanga, samtími Englendingsins og svo aftur sam- tími Einars Fals og okkar. Hér er því um að ræða lagskipt verk sem segja má að teygi sig yfir Íslandssöguna, allt frá Hlíðarenda Gunnars, Odda á Rangárvöllum, Þingvalla og Al- mannagjár til Nokia-auglýsinga- skilta, gröfumanns og yfirgefins strætisvagns úti í náttúrunni miðri. nýtt samhengi byggt á menningararfi Einhver gæti því haldið að verkið væri flókið eða óaðgengilegt sökum þess hversu mörg stef Einar Falur leikur sér með á sama tíma. Svo er hins vegar alls ekki því Einar Falur fléttar alla þessi þræði vel saman og greinir frá á skýran og skiljanleg- an hátt hvert hann er að fara með verkinu. Hugmyndafræðilegur bak- grunnur verksins og tilgangur höf- undarins liggur því ljós fyrir og verður að segja Einari Fali það til hróss að verkið er einkar vel skil- greint og afmarkað. Ljósmyndarinn hefur mikið vald á því sem hann er að gera, bæði í ljósmyndunum og eins í texta bókarinnar, og skil- ur ekki eftir lausa enda. Áhorfand- inn og lesandinn fylgja honum all- an tímann meðan á ferðalagi Einars Fals stendur og skilja hvert hann er að fara og af hverju. Því er unun að lesa þessa bók hans og skoða myndirnar í henni og velta því fagurfræðilega og sagn- fræðilega samhengi fyrir sér sem Einar Falur býr til af yfirvegun og hugvitssemi. Einar Falur byggir hér á menningararfi þjóðarinnar og færir hann inn í samtímann með því að búa til alveg nýtt, frumlegt og glæsilegt samhengi í samspili sínu við Collingwood. Ingi F. Vilhjálmsson fróðlegt sam- spil listamanna SöguStaðir: Í fotSpor W.g. CollingWoodS Höfundur: Einar Falur Ingólfsson Útgefendur: Crymogea og Þjóðminjasafn Íslands. bækur Samleikur listar og sögu Ljósmyndabók Einars Fals Ingólfssonar er samræða við málverk breska listamannsins W.G. Collingwoods sem máluð voru í lok nítjándu aldar. Samhengi bókarinnar býr aftur til tengingu á milli þriggja tímabila í Íslandssögunni, samkvæmt Einari Fali. Ljósmynd Einars Fals er af bænum Hofsstöðum í Helgafellssveit og var tekin árið 2009. Mynd Collingwoods er einnig af Hofsstöðum og var máluð árið 1897. myndir: einar FaLur ingóLFSSon / W.g. coLLingWood

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.