Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Blaðsíða 23
mánudagur 28. júní 2010 úttekt 23 með líkamsrækt Milli fertugs og fimmtugs: Klukkutíma lyftingar þrisvar í viku (ef þú tekur alla vöðvana fyrir, annars hálf- tíma æfing 4 sinnum í viku) + 45 þolæfing 5 sinnum í viku. Einn dagur í hvíld. „Þetta er áratugur jafnvægis, hormóna og hægra efnaskipta sem veldur því að vöðvamassi rýrnar og líkamsfita eykst. Jafnvel þær sem aldrei hafa haft áhyggjur af aukakílóunum fara nú að þyngjast,“ segir Pamela Peeke, höf- undur bókarinnar Body for Life for Women. „Margar konur eftir fertugt fitna um magasvæðið og næstum allar eftir fimmtugt. Það þarf ekki að vera að þú sért að gera neitt rangt. Líkaminn er einfaldlega að breytast,“ segir Peeke. Kacy Duke, einkaþjálfari þeirra frægu og ríku í New York, segir þolfimi mik- ilvæga á þessum árum svo við getum haldið þyngdinni í skefjum en að mót- stöðuæfingar komi einnig sterkar inn á þessum tíma. „Konur á fimmtugs- aldri ættu að vera duglegar að lyfta lóðum. Nú ættirðu loksins að hafa tíma fyrir sjálfa þig og geta mætt í ræktina og tekið virkilega á! Ef þú ert bara byrjandi skaltu finna þér einkaþjálfara svo þú lærir réttu tökin og slasir þig síður. Mundu að þyngja lóðin jafnt og örugglega.“ Hvernig vinnurðu á erfiðustu stöðunum?„Pilates virkar vel á miðjusvæðið,“ segir Ka- ren Voigt, þjálfari sem skrifar heilsupistla í Los Angeles Times, og bætir við að konur megi ekki gleyma „bingó“-vöðvunum og spikinu sem byrjar að safnast saman undir upphandleggjunum á þessum tíma. Hægðu á öldruninni Milli fimmtugs og sextugs: 20–40 mínútna þolþjálfum 4–6 sinnum í viku + hálftíma lyftingaræfing tvisvar í viku. Mundu að teygja í lokin. Vísindamenn, sem rannsökuðu 541 miðaldra konu, komust að því að meðalkonan bætir sex kílóum á sig eftir breytingaskeið. „Þegar við erum komnar yfir fimmtugt förum við að finna fyrir því að vöðvarnir rýrna,“ segir fitnessgúrúið Kathy Smith sem segir rýrnunina geta haft áhrif á lík- amsstöðu okkar. „Axlir leita fram eftir áralanga setu við skrifborð sem lætur þig líta út fyrir að vera eldri en þú ert. Mundu að teygja vel daglega. Taktu höndum saman á bak við rass og ýttu öxl- unum saman. Ef þú hefur aldrei notað lóð er kom- inn tími á að byrja. Fáðu þér þjálfara,“ segir Smith sem segist vita um sextugar konur sem hafi bætt styrk sinn um helming á aðeins níu vikum. „Ef þér finnst óþægilegt að mæta í líkamsræktarstöð get- urðu fjárfest í líkamsræktarmyndböndum og gert æfingar heima í stofu.“ Mikilvægast: Peeke segir mikilvægt fyrir konur á þessum aldri að lífsstíll þeirra innihaldi mikla hreyfingu. „Fimmtugar getum við tekið jafn vel á því og þegar við vorum yngri. Við getum jafnvel hlaupið maraþon en gleymdu því að ætla að end- urtaka leikinn daginn eftir. Á þessum aldri er hvíld á milli æfinga mikilvæg. Mundu að hita vel upp áður en þú byrjar og teygja vel í lokin.“ Stjórnaðu þyngdinni með rétta fæðinu á hverjum áratug: Eftir tvítugt: Þróaðu með þér góðar venjur - og sterk bein - með því að borða mikið af næringarríkum matvælum í stað unninna. Veldu epli í stað eplasafa og heilkornabrauð í stað brauðs úr hvítu hveiti. Eftir þrítugt: Í stað þess að taka út ákveðnar tegundir eða fækka kaloríum skaltu borða færri og minni máltíðir með jafnvægi milli kolvetnis, próteins og fitu. Eftir fertugt: Ef þú flöktir mikið í þyngd vegna hormónabreytinga skaltu prófa að skipta yfir í grænmetisfæði. Borðaðu hnetur, fræ, baunir, avókadó og quinoa. Eftir fimmtugt: Ef þú átt í erfiðleikum með að losna við fitu á ákveðnum svæðum skaltu prófa að skipta út tegundum fyrir aðrar. Veldu grænt te í stað kaffis og gosdrykkja og fáðu þér dökkt súkkulaði þegar þú færð þér sælgæti. Eftir sextugt: Á þessum aldri hægir virkilega á efnaskiptum og vöðvar rýrna sem eykur hættu á þyngdaraukningu. Borðaðu próteinríka fæðu til að halda í vöðvamassa og getu líkamans til að brenna fitu. Eftir sextugt: Rólegt skokk þrisvar í viku + léttar lyftingaræfingar þrisvar í viku. Reyndu að sinna erindum fótgangandi. Eftir sextugt verða meiðsli í hnjám og verkir í baki algengari. „Verk- ir og sársauki ættu ekki að vera afsökun fyrir hreyfingarleysi,“ seg- ir Marilyn Moffat, kennari við háskólann í New York og höfundur bókarinnar Age-Defying Fitness. „Þótt minnkandi kraftur og þol sé eðlileg þróun eftir því sem við eldumst er lélegt líkamsform einnig hreyfingarleysi að kenna. Við verðum að reyna á líkama okkar, sama hversu gömul við erum. Veldu rólegri æfingar sem reyna ekki á liða- mót. Farðu frekar í sund en út að hlaupa eða veldu hjólið í ræktinni fram yfir hlaupabrettið,“ segir Moffat sem sjálf er á sjötugsaldrinum og gengur fimm til átta mílur á dag. Mikilvægast: Mótstöðuæfingar eru enn mikilvægar en „passaðu að lóðin séu í léttari kantinum. Teygjur og jafnvægisæfingar eru afar mikilvægar. Ef þú teygir ekki í dag verðurðu algjör stirðbusi þegar þú kemst á áttræðisaldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.