Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Qupperneq 13
mánudagur 28. júní 2010 fréttir 13 Janine R. Wedel lýsir því að nýja valdastéttin, skuggaelítan, hasli sér völl á gráa svæðinu milli opin- bers reksturs og einkareksturs. Þar hreiðra um sig menn sveigjanleikans sem leika mörg hlutverk í senn og verður einstaklega lagið að láta líta út fyrir að hagsmunir rekist ekki á held- ur renni þeir saman, stundum eins og fyrir tilviljun. Eitt helsta skilyrði þess að „menn sveigjanleikans“ geti nærst og dafnað á þessum mörkum hins opinbera og einkareksturs er að hugmyndafræði frjálshyggjunnar um afskiptaleysi og eftirlitsleysi ráði ríkjum. Þótt dæmi Janine Wedel séu fyrst og fremst tekin frá austanverðri Evr- ópu og Bandaríkjunum er vanda- laust að finna einkennin hér á landi þótt stærðarhlutföllin séu önnur. Hér skal tilgreint eitt dæmi sem veitir innsýn í íslenska viðskipatil- veru þar sem opinberir hagsmunir og einkahagsmunir eru látnir renna saman án þess að árekstrarnir á milli mismunandi hagsmuna verði of áberandi. Viðtalið Þann 3. apríl 2007 gagnrýndi Stefán Þórarinsson, þá stjórnarformaður Nýsis, að Eignarhaldsfélaginu Fast- eign hf. hefði verið falið að reisa ný- byggingu Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík án útboðs. Gagnrýnina setti Stefán fram í viðtali á Útvarpi Sögu. Áður höfðu borgaryfirvöld afhent HR lóðina sem síðan var milliliða- laust komið í hendur Fasteignar hf. Félagið var samkvæmt ársreikningi 2005 að 70 prósentum í eigu Reykja- nesbæjar og Glitnis. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er enn stjórnarformaður félagsins. Formað- ur háskólaráðs HR var aftur á móti Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, á þessum tíma. Með honum í stjórn skólans var Þór Sigfússon, bróðir Árna Sigfússonar. Alger hneisa Í viðtalinu sagði Stefán meðal ann- ars að Nýsir, sem hann stýrði, hefði ekki fengið tækifæri til að keppa um verkefnið, sem í raun var einka- framkvæmd studd opinberu fé. Öll þjóðin tapaði á slíkum vinnubrögð- um. „Þarna er samankomið landslið boðbera frjálsrar samkeppni,“ sagði Stefán. Það væri spilling að koma þessu verkefni til eins aðila án út- boðs. Menn hefðu getað farið í opið forval til þess að velja út þá sem lík- legir væru til að ná markmiðum sem sett væru. Hægt hefði verið að velja úr eftir fyrir fram gefnum kröfum. Ekkert slíkt var gert. „Fyrir menn sem ætla að kenna æskunni viðskipti og viðskiptalögfræði og hvernig á að lifa í viðskiptaumhverfi framtíðar- innar er þetta skömm, alger hneisa,“ sagði Stefán. „Í mínum huga er þetta alveg skýrt. Það getur verið að þeir finni göt í lögunum en þarna er verið að vísa í sameiginlega sjóði lands- manna. HR lifir á opinberum fram- lögum. Fjármögnun er í grunninn úr opinberum sjóðum... Þarna er lóð sem Reykjavíkurborg gaf þeim, henni skutlað inn í þetta félag og það er líklegt að leigan verði einn milljarður á ári næstu 20 til 30 árin, verðtryggt,“ sagði Stefán og taldi að Bjarni Ármannsson léki lykilhlut- verk. „Þarna er náttúrulega algert van- hæfi á ferðinni. Og það skiptir engu máli hvað menn segja, einhverjir menn gengu af fundi eða eitthvað, það er ekki nóg í þessu. Þetta eru allt of sterkar tengingar... Ég hélt að þetta væri dautt. Ég hélt að gömlu spillingarforingjarnir væru komnir á elliheimili eða dauðir.“ Vandalaust er að finna kenningum Janine Wedel um skuggaelítuna stað í íslensku samfélagi. Dæmið sem farið er yfir hér að neðan byggist á viðtali við Stefán Þórarinsson, fyrrverandi stjórnarformann Nýsis, sem lýsir því hvernig persónur og leikendur sem komu að nýbyggingum Háskólans í Reykjavík mynduðu hags- munahring án þess að mikið færi fyrir hagsmunaárekstrum. Sveigjanlegir og í mörgum hlutverkum JóhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Jh: Að svo miklu leyti sem þetta snertir buddu almennings, þetta mál, sem það gerir, vegna þess að Háskólinn í Reykjavík er rekinn fyrir almannafé að nokkru leyti, finnst þér, eða er það þá eðlilegt, að ríkisvaldið hafi eftirlit með svona hlutum og að vel sé farið með almannafé? Nú hefur menntamálaráðherra sagt að þetta sé alfarið innra mál skólans? SÞ: Ég held að það sé alger misskilningur hjá ráðherranum. Það getur ekki verið innra mál skólans hvernig skólinn hagar sínum málum fyrir það fé sem hann fær hjá ríkinu. Hins vegar er það ljóst, og þetta er á mörgum sviðum í þessu þjóðfélagi, tengt sjálfseignarstofnunum, tengt alls konar aðilum sem tekið hafa að sér verkefni sem almennt hefur verið litið á í fortíðinni sem verkefnasvið hins opinbera eða sveitarfélaga, að það eru litlir samningar að baki. Það eru kannski fyrst og fremst fjárveitingar og menn hafa kannski ekki farið nánar út í það. En núna í dag, við skulum bara taka tónlistar- og ráðstefnuhúsið, það er alveg gríðarlega vandaður og kröfuharður samningur þar sem okkur eru settar alveg gríðarlegar skorður við að framkvæma verkefnið um það hvernig við megum haga okkur. Og það eru eftirlitsmenn með því. Ég held að hérna sé vekefni fyrir pólitíkusa að vinna. Stöðvið spillinguna í sjálfseignarstofnununum og félögunum sem bera raunverulega enga ábyrgð og enginn ber ábyrgð á – og takið í lurginn á þessu liði og kennið því hvernig eigi að haga sér.“ Jh: Jón Baldvin Hannibalsson hefur látið eftirfarandi orð falla um spillingu í útvarpsþætti: „Pólitísk spilling – hún er víðast hvar á landamærum sveitarstjórn- armála og verktaka. Það eru verktakarnir sem eiga mest undir því, þar er mest áreitið, mesta löngunin: Láttu mig fá þessa lóð – ég ætla að byggja þar. Kunn- ingjastjórnmálin verða þar. Og við tölum um transparency (gagnsæi). Þetta er allt saman pukur. Þetta eru allt saman ákvarðanir fyrir luktum dyrum í fámenn- isstjórnun. Og svo er bara búin til einhver kynning fyrir almenning á eftir þegar búið er að taka allar ákvarðanir. Þetta er ekki einu sinni fulltrúalýðræði. Þetta er verktakastjórnun. Þetta er plutocracy (auðstjórnun-auðvaldsstjórnun).“ Ertu sammála? Passar þessi lýsing við þína reynslu? SÞ: Já, ég er sammála því (JBH). Ég horfi upp á þetta með reglulegum hætti, svona hluti þar sem mönnum er ekki gefið tækifæri á því að gefa sig fram, aðrir sem hafa áhuga. Þetta er alveg rétt hjá honum. Þetta kemur fram í kynninga- og tilkynningarformi alveg eins og var með Háskólann í Reykjavík. Þetta var lítil sæt tilkynning sem kom – örlítil í Blaðinu – og mynd af liðinu vera að skrifa undir. Orðrétt úr viðtali: Þarna er nátt-úrulega algert vanhæfi á ferðinni. Og það skiptir engu máli hvað menn segja, ein- hverjir menn gengu af fundi eða eitthvað, það er ekki nóg í þessu. háskólinn í Reykjavík Borgaryfirvöld afhentu HR lóðina í Vatnsmýrinni sem síðan var milliliðalaust komið í hendur Fasteignar hf. Forstjórinn fyrrverandi Þór sat í háskólaráði Háskólans í Reykjavík ásamt Bjarna Ármannssyni. Þar tengdust hagsmunir hans og bróður hans Árna í gegnum Fasteign hf. Í mörgum hlutverkum Árni Sigfússon hafði afar sterk ítök í ráðstöfun eigna á Keflavíkurflugvelli og þróun Eignar- haldsfélagsins Fasteignar hf. Hann er því í mörgum hlutverkum og reynir að sneiða hjá hagsmunaárekstrum. n Stefán Þórarinsson sat í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ásamt Árna Sigfússyni og Magnúsi Gunnarssyni. Þeir höfðu yfirumsjón með sölu almennings- eigna sem Bandaríkjaher skildi eftir sig þegar hann hvarf af landi brott árið 2006. Seint á árinu 2007 varði hann gjörðir Þróunarfélagsins og vísaði á bug ásökunum um frændhygli og spillingu við sölu eignanna. n Þann 8. maí 2007 gaf Árni Mathiesen fjármálaráðherra Þróunarfélaginu almennt umboð til sölu fasteigna á Keflavíkurflugvelli án þess að fjármálaráðherra þyrfti að samþykkja hverja einstaka sölu. Það gat verið heppilegt fyrir Árna vegna þess að Þorgils Óttar Mathiesen, bróðir hans, var meðal stórkaupenda að eignunum. Séð var til þess að hagsmunir rækjust ekki á. Samruni hagSmuna – HAGSMuNAÁREKStRAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.