Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 14. júlí 2010 miðvikudagur Alvarlegar áhyggjur af geðheilsu landsmanna koma fram í hálfsárs- skýrslu Geðhjálpar sem send var heil- brigðisráðuneytinu á laugardag. Þar eru líkur leiddar að því að áhrif efna- hagsvanda ríkisins á geðheilbrigði fólks hafi fyrst komið í ljós í í nóvem- ber. Síðustu mánuði hefur ráðgjafi Geðhjálpar tekið á móti tveimur til þremur símtölum á viku frá einstakl- ingum í alvarlegum sjálfsvígshugleið- ingum. Ráðgjafi Geðhjálpar vísar til nokk- urra atriða máli sínu til stuðnings. Ráðgjafinn tók við 353 símtölum á fyrstu sex mánuðum þessa árs frá fólki í geðrænum erfiðleikum en aðeins 219 í fyrra. Þá bárust honum 404 net- póstar þess efnis en aðeins 123 í fyrra. Þetta sama tímabil fjölgaði þeim sem leituðu til Geðhjálpar eftir upplýsing- um um meðferðarúrræði úr 87 í 267. Í skýrslunni kemur fram að mik- ill tími hafi farið í mál þar sem hvorki Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans né barnaverndarnefnd hafi viljað axla ábyrgð á þjónustuleysi gagnvart börnum með alvarlegar geðraskanir. Þeim hafi fjölgað sam- hliða efnahagslægðinni. Skrifræði Barnaverndarstofu er gagnrýnt og tal- ið að form og reglur séu teknar fram yfir efni sé málum vísað til hennar. Talið er að fimm til átta börn dagi uppi vegna úrræðaleysis í heilbrigðiskerf- inu. Þá koma fram þungar áhyggjur af því að þeir sem þiggi atvinnuleys- isbætur eða séu á örorkubótum eigi ekki kost á að leita til sjálfstætt starf- andi sálfræðinga vegna kostnaðar. „Því má segja að úrræðum sé misskipt milli mismunandi stétta þjóðfélagsins og því í raun búið að einkavæða hluta geðheilbrigðiskerfisins,“ segir í skýrsl- unni. Á þessu tímabili hefur skriflegum erindum til Geðhjálpar fjölgað um 120 prósent milli ára en símtölum um fjörutíu prósent. Konum sem leit- uðu til Geðhjálpar fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði um níutíu prósent frá fyrra ári á meðan körlum fækkaði um sjö prósent. Í skýrslunni koma fram þungar áhyggjur af stöðu karlmanna sem talið er að leiti sér síður aðstoð- ar en konur þótt þeir þurfi á henni að halda. „Þeir eru einnig líklegri til að grípa til örþrifaráða, s.s. sjálfsvígs, en konur. Vandi þeirra karlmanna sem leitað hafa til ráðgjafa s.l. 6 mánuði er í mörgum tilfellum kominn á mjög al- varlegt stig,“ segir í skýrslunni. Ekki sama álagsaukning Samkvæmt upplýsingum frá geðsviði Landspítalans hefur starfsfólk þar ekki orðið vart við eins aukið álag og Geð- hjálp. Um ellefu prósent fleiri kom- ur voru á göngudeild geðsviðs fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Álag á bráðamóttöku geðsviðs hefur að sama skapi minnkað um fimm prósent. Þegar tölur um komur á deildina eru teknar saman má sjá að komum þangað hefur fjölgað um 730 milli ára fyrstu sex mánuðina. Páll Matthíasson, framkvæmda- stjóri geðsviðs Landspítalans, segir að þótt tölurnar beri ekki með sér að þeim sem leiti til geðsviðs Landspítal- ans hafi fjölgað mikið hafi starfsmenn deildarinnar orðið varir við aukið álag samhliða versnandi efnahag. Starfs- fólk geðsviðs hafi orðið sérstaklega vart við að fólk í fjárhagserfiðleikum leiti til deildarinnar. Fjárhagslegar aðstæður geti haft óbein áhrif á geð- heilsu fólks, þreytuþol þess og fjöl- skyldulíf. Reynslan sýni að geðræn- um vandamálum og fíkniefnamálum fjölgi í efnahagslægðum. Páll segir það sem fram komi í skýrslu Geðhjálpar vissulega vera áhyggjuefni. Aðspurður hvort hún sé ef til vill vísbending um að þeir sem á aðstoð þurfi að halda leiti sér ekki allir hjálpar segir Páll trúlega vera töluvert um að fólk leiti hennar ekki. Hins veg- ar staðfesti tölur geðsviðs ekki þá þró- un sem ýjað sé að í skýrslunni. „Geð- hjálp er mun framar í varnarlínunni. Þetta er eins og þegar einhver er að keyra. Fyrst grípur hann til fótbrems- unnar, síðan handbremsunnar og að lokum kemur öryggispúðinn til sög- unnar. Þegar fólk á við geðræna erfið- leika að stríða leitar það fyrst til vina, síðan ráðgjafar og loks meðferðar,“ segir Páll. Páll segir verða að fara sérstaklega yfir hverjir það séu sem leiti sér ráð- gjafar hjá Geðhjálp og hversu alvarleg tilfellin eru. „Þarna getur verið að sé fólk með langvinna og alvarlega geð- sjúkdóma sem hefur haft góða reynslu af því að vinna með Geðhjálp. Þá er eðlilegt að það leiti til samtakanna um ráð og stuðning,“ segir Páll. Opnunartími til þjónustuauka Í apríl voru gerðar umfangsmiklar breytingar á geðsviði Landspítalans. Þar var aukin áhersla lögð á að fólki yrði vísað inn á göngudeildir frekar en að koma trekk í trekk á bráðamót- töku. Páll segir að þetta hafi verið gert til að koma málum þess strax í farveg. Þannig hafi átt að fækka tilfellum þar sem fólk leiti til bráðamóttöku vegna geðrænna vandamála. „Þess í stað virðist fólk nú vera að koma meira í bókaða tíma á göngudeild. Þetta var líka það sem við vildum sjá, að fólk sem leitaði á bráðamóttöku geðsviðs fengi úrræði og kæmist í ákveðinn far- veg þar sem það hitti til dæmis með- ferðaraðila degi síðar,“ segir Páll. Bráðamóttakan er nú opin frá klukkan tólf á hádegi til sjö á kvöldin á virkum dögum og frá klukkan eitt til fimm á daginn um helgar. Þess utan eru deildarlæknir og sérfræðingar á vakt á Hringbraut og tekið er við neyð- artilfellum frá læknum, lögreglu og Geðhjálp. Utan opnunartíma er fólki vísað á slysadeild í Fossvogi þar sem deildarlæknir og sérfræðingur geð- sviðs eru á bakvakt. Páll segir um áttatíu prósent þeirra sem leita til bráðamóttöku geðsviðs hafa komið á þessum nýja opnunar- tíma. Því hafi verið lögð aukin áhersla á að bæta þjónustu hennar. Páll segir rangt að þessar skipulagsbreytingar á geðsviði hafi verið gerðar í sparnaðar- skyni eins og haldið hefur verið fram, þótt um fimm til tíu milljónir sparist á ári vegna þeirra. „Þetta var gert til að láta þjónustuþörf og þjónustu passa saman. Fólk kvartaði mjög undan því að þurfa að bíða mikið á bráðamót- tökunni hjá okkur, en líka undan því að þurfa að segja sögu sína stundum margoft. Til að mæta þessum ósk- um þurftum við að bæta mönnun, taka upp markvissari vinnubrögð og hafa sérfræðing alltaf á staðnum. Eitt- hvað sparast, en í staðinn höfum við eflt mjög mönnunina á þessum tíma sem opið er þannig að fólk bíði miklu skemur,“ segir Páll. Deild 33C hefur verið lokað fram til 2. ágúst. Þar eru fimmtán rúm. Páll segir að reynslan sýni að þau pláss séu yfirleitt ónýtt á geðdeildinni síðustu þrjár vikurnar fyrir verslunarmanna- helgi. Þrátt fyrir að henni hafi verið lokað sé enn nóg af lausum plássum á geðsviði. „Ef þörf krefur höfum við neyðaráætlun um að opna fleiri pláss þannig að þetta mun ekki koma niður á þjónustunni,“ segir hann. Miklar sveiflur í litlu samfélagi Engar tölur liggja fyrir um sjálfsskaða fólks það sem af er þessu ári. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands varð ekki marktæk breyting á fjölda þeirra sem sviptu sig lífi í fyrra og í hitteðfyrra. Árið 2008 sviptu 38 einstaklingar sig lífi. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir engin merki um að sjálfsvígum hafi fjölgað nú eftir áramót. Hins veg- ar geti hann ekki sagt fyrir um þá þró- un fyrir víst vegna þess að tíðni slíkra tilfella liggi ekki fyrir. Í litlu samfélagi verði að hafa í huga að sjálfsvígum geti fjölgað mikið milli ára. Yfirleitt hafa þau verið á milli þrjátíu og fimmtíu á ári. Aðspurður hvort fjölgun erinda hjá Geðhjálp sé ekki áhyggjuefni játar Geir því með þeim fyrirvara að hann hafi ekki séð skýrsluna. „Menn hafa heyrt að það væri að færast í aukana að fólk hringdi inn þar sem það væri í sjálfsvígshugleiðingum. En það er langur vegur frá slíku þar til tekin er ákvörðun um að svipta sig lífi.“ Geir segir þörf á að styrkja innviði þjónustu við fólk sem eigi við geðræn vandamál að stríða. Mikið og gott starf hafi verið unnið í þeim efnum síðustu ár með verkefnum eins og Þjóð gegn þunglyndi. Mikilvægt sé að huga að umgjörð málaflokksins. Annars veg- ar sé hægt að styrkja geðheilbrigðis- þjónustuna, bæta við þekkingu starfs- fólks og aðgengi fólks að þjónustunni. Hins vegar hafi ytri umgjörðin áhrif, atvinna, fjölskylda og nærsamfélag- ið. „Fræðsla í skólum hefur verið auk- in og það hefur ýmislegt jákvætt ver- ið gert. Við verðum að hafa í huga að þetta er langhlaup en ekki sprett- hlaup,“ segir Geir. Velferðarvaktin fer yfir málið Þorbjörn Guðmundsson, sem starf- ar með Velferðarvaktinni sem kanna á félagsleg áhrif efnahagsvandans, segir hana ekki hafa farið yfir áhrif kreppunnar á þessa hlið geðheilbrigð- is sérstaklega. Fyrst og fremst hafi ver- ið lögð áhersla á börn. Starfshópurinn muni fara yfir skýrslu Geðhjálpar þeg- ar hann komi saman í ágúst og huga að því hvernig skuli bregðast við henni. „Ef þarna koma fram nýjar upplýs- ingar um mikla aukningu mun vaktin leggja áherslu á þennan málaflokk al- veg eins og hún gerði með börnin. Við munum þá reyna að fá sérfræðinga til að fara ofan í skýrsluna og koma með skýrar ályktanir. Það segir sig sjálft að ef fólki fjölgar sem hefur samband og er í sjálfsvígshugleiðingum er það al- varleg vísbending um að eitthvað sé að,“ segir Þorbjörn. Nefndin hefur miðað við reynslu Finna af áhrifum efnahagsvandamála Því má segja að úrræðum sé mis- skipt milli mismunandi stétta þjóðfélagsins og því í raun búið að einka- væða hluta geðheil- brigðiskerfisins. RóbERt hlynuR balduRssOn blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Geðhjálp telur að áhrif bankahrunsins hafi fyrst komið fram í geðheilsu lands- manna í nóvember. Í skýrslu samtak- anna sem send var heilbrigðisráðuneyt- inu á laugardag koma fram alvarlegar áhyggjur af stöðu karlmanna. Tekið er á móti tveimur til þremur símtölum í viku frá fólki í alvarlegum sjálfsvígshugleið- ingum. Samtökin hafa sérstakar áhyggj- ur af þeim sem geta ekki sótt sálfræði- aðstoð sökum kostnaðar. FLEIRI Íhuga SJÁLFSVÍg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.