Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 3
miðvikudagur 14. júlí 2010 fréttir 3 BERJAST GEGN UPPSKIPTINGU HAGA skyldunnar. Hann bendir á bílalán- in og ólögmæti gengistryggingar og telur að nýlegur dómur Hæstaréttar kunni að hafa áhrif á stöðu lána 1998 ehf. hjá Kaupþingi, nú Arion banka. Hann segir að 1998 eigi mikið undir því hvort gengistrygging á almennum lánum verði dæmd ólögmæt. „Það er verið að skoða líka hvort þau lán sem hvíldu á 1998 eru ekki undir hatti svokallaðra bílakaupalána. Það hefur gríðarleg áhrif á það hvernig aðkoma bankans varð að 1998,“ segir Jóhann- es. Hann segir því að hugsanlegt sé að yfirtaka Arion banka á Hög- um hafi verið óréttmæt og að Hagar séu ekki réttilega í eigu Arion banka. Hann segist alveg eins búast við því að yfirtakan gangi til baka. Ef svo yrði myndu Hagar renna aftur inn í Gaum, sem er í eigu Jóhannesar, dótt- ur hans, fyrrverandi eiginkonu hans og Jóns Ásgeirs. Dóttir Jóhannesar, Kristín, sagði reyndar í kvöldfréttum Sjónvarpsins á þriðjudag að Gaum- ur væri verðlaust félag með miklar skuldir. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða áhrif þessi staða Gaums hefði á hug- myndir Jóhannesar. Hugmynd Jóhannesar verður þó að teljast nokkuð fjarlægur möguleiki eins og staðan er í dag. Vill eiga Haga áfram Aðspurður hvort hann muni sjá eftir Högum segir Jóhannes vissulega að svo sé. „Já, Hagar eru bara gott fyrir- tæki og náttúrulega sér maður eft- ir í góðu fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Þetta er bara gott fyrirtæki og í góð- um höndum. Við erum með alveg frábært starfsfólk sem á sér enga hlið- stæðu í þessari grein.“ Og aftur leiðist umræðan út í hvort það sé heppilegt eða óheppilegt að stór fyrirtæki séu allsráðandi á mark- aði. „En ef ekkert á að vera stórt og ekkert á að vera hagkvæmt held ég að það verði ekkert eftirsóknarvert að búa hér á skerinu okkar ástsæla,“ segir Jóhannes en hann vill ólm- ur eiga Haga áfram. „Það eru margir sem vilja aðstoða okkur við það,“ seg- ir hann og lætur í það skína að hann sé með fjárfesta á bak við sig sem vilji koma að því að kaupa Haga aftur af Arion banka. „Þetta er barnið mitt, ég vil annast það áfram. Á meðan ég hef krafta til þess, þá hlýtur það að vera draumur minn.“ Jóhannes nefnir ekki nöfn þeirra fjárfesta sem gætu komið að kaupunum á Högum með Baugs- fjölskyldunni. Veit ekki hvað mun gerast „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en fyrirtækið er gott eins og það er,“ ítrekar Jóhannes og segir: „Sá sem réð ríkjum í Fjármálaeftir- litinu [Páll Gunnar Pálsson, innskot blaðamanns], þegar þessi ósómi var innleiddur [myntkörfulán, innskot blaðamanns], er akkúrat sá maður sem núna stjórnar Samkeppniseft- irlitinu. Ef embættisfærslurnar eru í sama dúr hjá honum núna og voru þá, þá býð ég ekki í það.“ Jóhannes er ekki sáttur við hvernig stjórnvöld og embættis- mannakerfið taka á vandamálun- um í samfélaginu í kjölfar hrunsins. „Heldurðu að embættismannakerf- ið sé ekki í ólagi sem býður okkur upp á það að lánastrúktúr fjármála- stofnana sé í ólagi í tíu ár? Það eru einhverjir sem hafa mikinn áhuga á að laga það sem er í lagi, en virðast komast hvorki lönd né strönd með að laga það sem er í ólagi.“ „Ég sé um þetta, hann um sitt“ Þegar Jóhannes er spurður um skoð- anir Jóns Ásgeirs á málefnum Haga segir hann að Jón Ásgeir eigi mikið undir því að ná undirtökum í Hög- um aftur. Jóhannes segist þó sjá um þetta mál fyrir hönd þeirra feðga. „Ég held að hann hafi nú nóg með sín mál annars staðar. Ég sé um þetta og hann um sitt,“ segir Jóhannes aðspurður hver viðbrögð sonar hans séu. Hann segir að þeir feðgar eigi mik- ið undir því að ná félaginu aftur. „Þú getur rétt ímyndað þér ef það hefur verið tekið af okkur á röngum for- sendum,“ segir Jóhannes sem bíður eftir að fá úr því skorið hvort yfirtakan hafi verið réttmæt. DV reyndi að hafa samband við Jón Ásgeir Jóhannesson símleiðis á þriðjudag en náði ekki sambandi við hann í neinn af nokkrum far- símum hans. Blaðið hringdi sömu- leiðis í Höskuld Ólafsson, banka- stjóra Arion banka, til að spyrja hann um fyrirætlanir bankans í málefnum Haga. Höskuldur er hins vegar í fríi erlendis og náði blaðið ekki tali af honum. n Hagar er fyrirtæki sem hefur um sextíu prósenta hlutdeild á matvörumarkaði. Jóhannes í Bónus og sonur hans Jón Ásgeir Jóhannesson byggðu upp Haga á grunni Bónusverslananna sem þeir feðgar stofnuðu árið 1989. Baugur var fljótlega stofnað, eða fjórum árum síðar, þegar eigendur Hagkaupa keyptu hlut í Bónus. Þá var félagið Baugur stofnað til að halda utan um innkaup fyrir verslanirnar. Félagið Hagar var stofnað árið 1998 og tók við af Baugi sem rekstraraðili verslana fyrir- tækisins. Baugur varð þá Baugur Group og varð að fjárfestingarfélagi. Fyrirtækið Aðföng var stofnað undir Högum og sá um aðfangakaup fyrir verslanirnar sem voru færðar undir félagið þegar það var stofnað. Hagar var fært úr Baugi sumarið 2008. Baugur Group varð gjaldþrota nokkrum mánuðum síðar, snemma árs 2009. n Hagar eiga í dag verslanir Haugkaups, Bónus, 10-11, Debenhams, Karen Millen, All Saints, Warehouse, Topshop, Zara, Oasis, Dorothy Perkins, Coast, Evans, Útilíf, Jane Norman og Day. Auk þessara verslana eiga Hagar félögin Banana, Aðföng, Ferskar kjötvörur og Hýsingu. fyrirtækið hagar n Í viðtali við Jóhannes í Tímanum sem birtist þann 26. mars 1991 sagði Jóhannes: „Það er afar óhollt í kapítalísku þjóðfélagi, að eitt fyrirtæki verði svo stórt að það nái kannski 30-40% markaðshlutdeild. Það á sér hvergi hliðstæðu í nágrannalöndum okkar að eitt fyrirtæki nái slíkum tökum. Það eru rosaleg völd fólgin í því að vera smásali. Náir þú góðum tökum á smásölumarkaði, þá nærð þú líka kerfisbundið tökum á ákveðnum iðnaði. Það er mjög hættulegt bæði fram- leiðendum og innflytjendum verði einn smásali mjög stór. Hann ræður þá ekki aðeins miklu um vöruval á markaðnum, heldur getur hann líka farið að framleiða verðbólgu í þjóðfélaginu.“ þÁ og nú: skoðanir jóhannesar í bónus Jóhannes í Bónus Jóhannes vill halda í Haga en vill ekki að fyrirtækinu verði skipt upp. MYnD HÖRÐUR SVEInSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.