Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 14.júlí 2010 ERLENT 17 Fyrrverandi leiðtogi Kúbu, Fidel Castro, kom fram í sjónvarpsviðtali á mánudaginn, en það er afar fá- títt. Í viðtalinu sagði Castro að að- gerðir Bandaríkjanna gagnvart Íran og Norður-Kóreu gætu endað sem kjarnorkustríð. Fidel Castro kenndi Bandaríkja- mönnum, en ekki Norður-Kóreu, um að hafa sökkt suðurkóreska her- skipinu Cheonan í mars, en með því fórust fjörutíu og sex sjóliðar, og sagði hinn aldni fyrrverandi leið- togi að markmið Bandaríkjamanna hefði verið að byggja upp spennu á svæðinu. Enn fremur lýsti Castro vonbrigðum sínum vegna afstöðu Kínverja og Rússa vegna ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um auknar refsiaðgerðir gagn- vart Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Sjálfur hefði Castro viljað að Kínverjar og Rússar beittu neit- unarvaldi gegn ályktuninni. Fidel Castro sagði að Íranar hefðu undanfarin þrjátíu ár undir- búið sig fyrir átök og ef Bandaríkja- menn létu til skarar skríða gegn landinu myndi andstaðan sem þeir hafa mætt í Írak blikna við saman- burð, það yrði „stríð sem óumflýj- anlega yrði kjarnorkustríð“. Fidel Castro hefur að mestu leyti haldið sig fjarri opinberum vettvangi síðan hann gekkst und- ir skurðaðgerð í júlí árið 2006, en hann lét yngri bróður sínum, Raul, eftir stjórn landsins árið 2008. Sjónvarpsviðtalið við Castro var sent út aðeins örfáum dögum eftri að kúbversk stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust sleppa meiri fjölda pólitískra fanga en fordæmi eru fyr- ir í meira en áratug. Þess má geta að Fidel Castro minntist ekki einu orði á það mál í viðtalinu. Fidel Castro ómyrkur í máli í garð Bandaríkjamanna: Varar við kjarnorkustyrjöld Skilaði sex milljónum Essa Khan, starfsmaður Serene-hót- elsins í Gilgit í Pakistan, hefur ver- ið ausinn lofi eftir að hann skilaði andvirði rúmlega sex milljóna króna sem japanskur gestur hafði skilið eftir á herbergi sínu. Sjálfur þénar Khan tæpar þrjátíu þúsund krónur á mánuði, en hann sagði að aldrei hefði hvarflað að honum að halda fénu. Khan sagði að hollusta sín lægi hjá hótelinu og að þrátt fyrir erfiða tíma hjá öllum væri ekki rétt að stela frá öðrum, það hefði hann lært af foreldrum sínum. Essa Khan vonast til þess að atvikið sýni þjóð hans í betra ljósi, en sjálf ríkisstjórn landsins hefur legið und- ir ásökunum um spillingu. „Það er margt góðra manna í Pakistan – það eru ekki allir hryðjuverkamenn hér,“ sagði Khan. Höfuðið loks grafið Höfuð ástralska frumbyggjans Yag- ans hefur loks verið jarðsett. Yagan var felldur af breskum landnema árið 1833 þegar hann barðist gegn nýlendustofnun Breta í Vestur-Ástr- alíu. Afhöggvið höfuð Yagans var síðan sent til Englands þar sem það var haft til sýnis. Meðlimum Noongar-ættbálksins tókst að fá höfuðið sent heim árið 1997 og hafa þeir nú jarðsett það með viðeigandi hætti og viðhöfn í minningargarði skammt frá borg- inni Perth. Talið er að afgangurinn af Yagan hafi verið grafinn einhvers staðar í garðinum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu málefna frumbyggja í Vestur-Ástralíu sagði að lokið væri „langri baráttu Noong- ar-fólksins til að sameina höfuð og líkama Yagans“. Sekt fyrir að kynda undir hatri Tveir rússneskir forstöðumenn gallerís í Moskvu voru sakfelldir á mánudaginn fyrir að kynda undir trúarlegu hatri, en málið hefur und- irstrikað áhrif kirkjunnar í Rússlandi og tengsl hennar við ríkisstjórnina. Forstöðumennirnir, Yuri Samodurov og Andrei Yerofeyev, voru dæmd- ir til sektar, Samodurov til 800.000 króna og Yerofeyev til 600.000 króna. Tvímenningarnir mega þó vel við una því þeir áttu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi vegna sýningar- innar Bönnuð list þar sem blandað var saman trúarlegum íkonum og kynferðislegum myndum og ímynd- um poppmenningarinnar. Leitað hafði verið til forseta Rúss- lands, Dmitrys Medvedev, um að falla frá ákærum á hendur forstöðu- mönnunum. Fyrrverandi leiðtogi Kúbu Fidel Castro sagði Bandaríkjamenn vilja efna til átaka á Kóreuskaga. MYND REUTERS Lögregluyfirvöld á Ítalíu handtóku á þriðjudag 304 einstaklinga sem grunaðir eru um mafíustarfsemi í landinu. Aðgerðirnar eru meðal þeirra umfangsmestu í sögu ítalskr- ar löggæslu en þrjú þúsund lög- regluþjónar tóku þátt í þeim. Þyrlur og leitarhundar voru meðal annars notuð. Flestir þeirra sem lögregl- an handtók voru handteknir í bæn- um Reggio Calabria sem hefur verið eitt helsta vígi Ndrangheta-mafíunn- ar. Eru meint brot þeirra sem hand- teknir voru af ýmsum toga, má þar nefna morð, peningaþvætti, fíkni- efnasmygl, fjárkúgun og vopnabrask. Áttræður guðfaðir Meðal þeirra sem handteknir voru er Domenico Oppedisano, áttræð- ur guðfaðir Ndrangheta-mafíunnar í Calabría-héraði, suður af Napólí. Er Ndrangheta-mafían sögð hafa þénað gríðarlegt fjármagn á und- anförnum árum og verið talin í hópi arðbærustu glæpasamtaka heims. Hefur Ndrangheta-mafían nánast stjórnað flæði fíkniefna til Evrópu frá Suður-Ameríku. Á meðan ítölsk yfirvöld hafa einbeitt sér að barátt- unni gegn mafíunni á Sikiley hefur Ndrangheta-mafían fært hægt og bítandi út kvíarnar og er með starf- semi í mörgum löndum Evrópu, og Bandaríkjunum og Ástralíu svo dæmi séu tekin. Milljónir í reiðufé Í aðgerðum lögreglunnar var einn- ig lagt hald á fleiri hundruð milljón- ir króna í reiðufé, lúxusbíla, fíkniefni og vopn. Innanríkisráðherra Ítalíu, Roberto Maroni, hrósaði lögreglunni í kjölfar aðgerðanna. „Þetta er mik- ilvægasta aðgerðin sem ráðist hefur verið í gegn Ndrangheta-mafíunni. Þetta er byssukúla í höfuðið gegn skipulögðum glæpum,“ sagði ráð- herrann. Á fimmtudag í síðustu viku handtók ítalska lögreglan glæpaleið- togann Cesare Pagano, einn af leið- togum Camorra-samtakanna. Eru samtökin talin bera ábyrgð á dauða 70 einstaklinga í klíkustríði sem geisaði í Napólí árin 2004 og 2005. Virðist ítalska lögreglan því vera að ná yfirhöndinni í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í land- inu. ROTHÖGG FYRIR GLÆPASAMT K Lögreglan á Ítalíu tók stórt skref í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi á þriðjudag þegar yfir 300 einstaklingar voru handteknir. Eru aðgerðirnar meðal þeirra viðamestu í sögu ítalskrar löggæslu. Þetta er byssu-kúla í höfuðið gegn skipulögðum glæpum. EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skrifar: einar@dv.is Handtekinn Cesare Pagano var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Á þriðjudag voru rúmlega 300 handteknir. þegar alríkislögreglumaður sem þótt- ist vera rússneskur sendiráðsmaður, „Roman“, kallaði hana til fundar við sig og lét hana hafa falsað vegabréf sem hún átti að koma til annars þykj- ustunjósnara. Alríkismanninum tókst ekki að sannfæra Önnu sem fór rakleiðis í næstu símabúð og keypti óskráðan síma. Lögfræðingur Önnu staðfesti að Anna hefði hringt í föður sinn og leitað ráða og hann sagt henni að af- henda lögreglunni vegabréfið. Þar með var leikurinn úti. Bílalest á leið frá flugvellinum í Moskvu með njósnarana Lítið er vitað um afdrif tíumenninganna síðan þeir komu til Rússlands. MYND REUTERS YFIRHEYRÐIR Í RÚSSLANDI Teikning af tíumenningunum Símtal Önnu Chapman, fyrir miðri mynd, setti atburðarásina af stað. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.