Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 18
KALT MILLI SVILA n Þessa dagana andar köldu á milli æðstu stjórnar Samfylkingarinnar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, fyrrverandi formanns. Þykir formaðurinn gamli hafa kom- ið í bakið á svila sínum, Össuri Skarphéðins- syni, með því að taka undir með Davíð Oddssyni um að draga beri aðild að ESB til baka. Sárindin eru ekki síst vegna þess að forsvarsmenn Samfylking- ar hafa unnið að því baki brotnu að finna starf erlendis fyrir Ingibjörgu og nú stefnir í að hún fái að stýra rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóð- anna vegna hernaðarbrölts Ísraels um borð í hjálparskipum vegna Gaza. ENGINN ARFTAKI n Uppsögn Páls Baldvins Baldvins- sonar menningarritstjóra á Frétta- blaðinu kemur ekki mikið á óvart. Legið hafði í loftinu eftir að Ólafur Stephen- sen tók við sem ritstjóri af brott- reknum Jóni Kaldal að það styttist í starfslok Páls. Hann og Jón Kaldal eru frændur og unnu þeir einkar náið saman. Óvíst er að ráðið verði í starf Páls Baldvins sem að sögn er á leið til starfa fyrir leikhús. TÍMI DAVÍÐS HÁLFNAÐUR n Einhverjir hafa verið að velta fyrir sér starfslokum Davíðs Oddsson- ar sem ritstjóra Morgunblaðsins. Útgáfa blaðsins hefur slegið met í tapi í hans tíð og voru þó við- miðin svakaleg. Á annan tug þús- unda áskrifenda hafa flúið gamla foringjann. Guð- björg Matthí- asdóttir, athafnakona í Eyjum sem auðgaðist mjög á Glitni, hefur séð um að rétta af Moggaskútuna svo ekki lendi allt í grænum sjó. Hermt var við ráðningu Davíðs að hann hefði viljað fá tryggingu fyrir því að blaðið hefði rekstrarfé til tveggja ára. Sá tími er nú hálfnaður og hundruð milljóna hafa brunnið upp. HEITT UNDIR HARALDI n Haraldur Johannesen ríkislög- reglustjóri ber þess merki að honum þyki staða sín vera ótrygg. Embætti hans hefur á undanförnum árum blásið út án þess að sýnileg ástæða sé til. Í ársskýrslu sinni lagði ríkis- lögreglustjóri til að efnahagsbrota- deildin, sem er undir hans stjórn, og embætti sérstaks saksóknara yrðu sameinuð og væntanlega und- ir hans stjórn. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra taldi þá hug- mynd vera fráleita. Reikna má með að ráðherrann sjái meiri sparnað í því að leggja embætti Haraldar nið- ur og spara þannig formúu. Hópur mótmælenda hefur gert það að höfuðmark-miði tómstunda sinna að hrekja Alþjóðagjald- eyrissjóðinn úr landi. „Farðu heim, Alþjóðagjaldeyrissjóður!“ skrifar fólkið á skiltin sín. Andstæðingar Alþjóðagjald-eyrissjóðsins nefna tvær ástæður fyrir því að hann eigi að hypja sig úr landi. Önnur ástæðan er að sjóðurinn festi ríki í skuldagildru. Hin ástæðan er sú að sjóðurinn láti ríki skera of mikið niður, til að þau geti borg- að til baka. Í einfölduðu máli eru mótmælendurnir á móti tvennu: Að sjóðurinn láni og að hann vilji fá borgað til baka. Tvenns konar fólk er til í heiminum. Það eru þeir sem líta á handrukkara sem plágu og þeir sem líta á þá sem nauðsyn. Fyrri hópurinn lítur svo á að handrukkarar valdi þján- ingu, seinni hópurinn sér það sem svo að handrukkarar valdi þjáningu þar sem hennar sé þörf. Þeir gera það verra að vera dópisti. Í hvorum hópnum fólk lendir veltur á afstöðunni til ábyrgð-ar einstaklingsins á sjálfum sér. Sumir vilja að rónar verði dúðaðir í bómull svo þeim líði sem best, af því að þeir eiga svo erfitt. Aðrir vilja að rónar hafi það skítt, svo þeir vilji hætta að eiga svona bágt. Fyrri hópurinn gefur róna pening til að hjálpa honum. Hinn gefur honum ekki pening, því það letur hann frá því að hætta. Sumir vilja að atvinnulausir hafi það mjög gott, af því að þeir ráði ekki við að þeir séu atvinnulausir. Hinir vilja að atvinnulausir hafi það verra en aðr- ir, svo þeir vilji fara að vinna. Þessir tveir hópar eru oft kallaðir vinstri og hægri, eða forræðishyggjufólk og frjálshyggjufólk. Þegar maður sér ríki eða manneskju sem hefur misst fótanna eru þrír möguleik-ar í stöðunni. 1) Að leyfa þeim að komast upp með hvað sem er og dæla í þau peningum óháð því hvað þau gera. 2) Að láta þau ekki fá neinn pening þótt þau séu í vanda. 3) Að láta þau fá pening og gera þeim ljóst að þau verði að ráð- ast á vandann svo þau geti borgað og staðið á eigin fótum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer þriðju leiðina. Hann ættleiðir róna, eins og Jón Gnarr lagði til í kosninga- baráttu sinni, í staðinn fyrir að kasta í hann peningi eða hunsa hann. Við erum róninn. Í það minnsta hlutar rónans. Sumir eru saklaus fórnar- lömb innan rónans, eins og lifur. En rödd innra með okkur segir: Ekki gera eins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn segir þér! Eins og Karíus og Baktus sem letja Jens frá því að hlusta á móður sína og bursta tenn- urnar. Röddin segir að tannburst- inn sé óvinurinn. Og tannkremið er eitur. En nammið sé nauðsyn. Gjaldeyrissjóðurinn er bæði hægri og vinstri. Það er það sem sameinar Vinstri græna, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í ruglingnum. Þegar skorið er niður segja mótmælendur og vinstri grænir að niðurskurður sé vondur. Þegar tannlæknir- inn borar í tennurnar í viðgerðar- skyni segja Karíus og Baktus að það sé skaðlegt tönnum að bora í þær. Það brýtur þær. Um daginn var boðað til mótmæla fyrir utan heim-ili Steingríms J. Sigfús-sonar tannbursta. Svo var reynt að spúla burt tannkremið Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Mótmælendunum geng-ur gott eitt til. En hafa þeir ekki íhugað að Steingrímur J. og sjóður hans séu ekki sjúkdómurinn, heldur lækningin? Rónar skjálfa og nötra og líður ömurlega ef þeir eru látnir hætta að drekka. En samt er ekki hollt fyrir þá að drekka. Reglulega rís róninn upp við dögg og hrópar þvoglumæltur: „Ég þarf ekki á þér að halda! Ég þarf ekki Alþjóðagjald- eyrissjóðinn! Ég er hættur við að sækja um aðild að Evrópusamband- inu! Get alveg gert þetta sjálfur ... með krónunni!“ ÆTTLEIDDI RÓNINN „Þetta mál hefur vissulega verið orkusuga á okkur stjórnmálamenn,“ segir KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR iðnaðarráðherra. Skúffufyrirtæki Magma Energy í Svíþjóð hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum síðustu daga. Þar var iðnaðarráðuneytið vænt um að hafa leiðbeint fulltrúum Magma Energy í því að stofna félagið svo það gæti fjárfest í HS Orku. Iðnaðar- ráðuneytið hefur nú verið hreinsað af þessum ásökunum. Greint hefur verið frá því að það hafi aðeins upplýst fulltrúa Magma um þau lög sem eru í gildi. HEFUR MIKIL ORKA FARIÐ Í MAGMA-MÁLIÐ? „Við erum ekkert að fara að stilla okkur upp í neina röð.“ n Alma Goodman, áður Alma Guðmundsdóttir, um að hún og vinkonur hennar í The Charlies ætli ekki að standa í röð kvenna sem bíða eftir því að sænga hjá Hugh Hefner. Þær stöllur voru gestir í Playboy-samkvæmi á mánudag. -Fréttablaðið. „Mér finnst þetta vera hausaveiðar.“ n Fyrirsætan Erna Gunnþórsdótt- ir sem lent hefur í því undanfarna daga að myndum af henni hefur verið eytt út af Facebook-síðu hennar. Aðstandendur síðunnar telja þær brjóta reglur en Erna segir að eitt verði þá yfir alla að ganga. -DV. „... frá því ég var 6 ára.“ n Hjörvar Hafliðason um það hversu lengi hann hefur verið að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt sem knattspyrnusérfræðingur um HM. -DV. „Þetta er bara fátækt fólk.“ n Stella Ólafsdóttir, veitingastjóri Eldsmiðjunnar á Bragagötu. Fólk hefur sótt mikið í gáma sem staðsettir eru í ruslaporti bak við húsið.-DV. „Rosa góðir vinir í mörg herrans ár.“ n Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Metro, sem færði reksturinn yfir á kærustuna. Hann vill þó ekki staðfesta né neita hvort hún sé í raun kærasta hans.-DV. Draumur Jóa í Bónus Einhver jákvæðasta fréttin lengi úr ís-lensku viðskiptalífi er um þau áform Haga að skipta upp fyrirtækinu og setja 10-11 í sérstakt félag. Með þeirri aðgerð er stig- ið skref til þess að tryggja enn frekari sam- keppni á smásölumarkaði á Íslandi. Öllum er ljóst að 60 prósenta hlutdeild Haga á íslensk- um markaði er óeðlileg. Einn þekktasti kaupmaður Íslands, Jó- hannes Jónsson í Bónus, benti raunar á það um það leyti sem hann stofnaði Bónus að óeðlilegt væri að einn aðili væri með meira en þriðjungs hlutdeild á matvörumarkaði. Þróunin varð síðan sú að það varð hlutskipti kaupmannsins að ráða þrefalt meiru en hann taldi eðlilegt. Eftir hrunið hafa vaxandi efasemdir verið uppi um hagkvæmni hinna ógurlegu stærða. Það hefur orðið hlutskipti margra þeirra sem komið höfðu upp auðhringum að fara á haus- inn. Minni einingar hafa aftur á móti stað- ið af sér storminn og njóta velvildar. Reynd- ar má segja um risann á markaðnum, Haga, að rekstur fyrirtækisins hafi haldið þótt eig- endur hafi verið ofurskuldsettir. Almenning- ur hefur haldið tryggð við lágvöruverslan- irnar þrátt fyrir umdeilt eignarhald. Þannig er Bónus ótvírætt enn með þann stimpil að vera verslun litla mannsins þrátt fyrir harka- leg átök fyrrverandi eigenda. Æskilegt væri að sem mest af hringamyndun verði brotið upp í versluninni. Sú ákvörðun stjórnar Haga að selja 10-11 er tvímælalaust skref í rétta átt. Þessi hugmyndafræði þarf að koma víð- ar við sögu. Skilja þarf á milli annarra versl- anakeðja og tryggja heilbrigða samkeppni og kannski ekki síður betra viðskiptasiðferði. Tími ofurkeðjanna á að vera að baki. Jóhannes í Bónus hefur nú tækifæri sem stjórnarmaður í Högum til að láta þann draum sinn rætast að enginn verði með yfir 20 prósenta hlutdeild á markaði. Þannig á hann möguleika á því að vera áfram vinur litla mannsins eins og þegar hann stofnaði Bónus og bauð upp á lægsta vöruverð á Íslandi. Næst á hann að taka Hagkaup út úr Högum. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Tími ofurkeðjanna á að vera að baki. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA 18 UMRÆÐA 14.júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.