Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 11
miðvikudagur 14. júlí 2010 fréttir 11 á geðheilsu á tíunda áratugnum. Hingað til hafi Íslendingar komist ótrúlega vel frá alvarlegum og mikl- um efnahagserfiðleikum. Þorbjörn bendir hins vegar á að því lengra sem tímabilið verði því erfiðara verði að mæta stöðunni og svigrúmið minnki. Komið til móts við fólk í erfiðleikum Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki farið yfir skýrslu Geðhjálpar. Sam- kvæmt upplýsingum þaðan stend- ur til að skoða hana vandlega. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn DV seg- ir að fólk sem glími við andlega erf- iðleika finni fyrir auknum þunga eft- ir hrunið. Huga þurfi að því hvernig koma eigi til móts við þá sem geti ekki sótt sér sérfræðiaðstoð. „Í ljósi þessa bendir ráðuneytið á mikilvægi þess að styrkja sálfélagslega þjónustu á vegum heilsugæslunnar, til þess að gera fólki kleift að leita sér sem mest hjálpar í nærsamfélaginu,“ segir í svarinu. Aukið álag á geðsviði Páll Matthías son, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir aukið álag hafa verið á göngudeild samhliða efnahagslægðinni. Engin merki um fjölgun sjálfsvíga Geir Gunnlaugsson landlæknir segir langan veg frá hugleiðingum um sjálfsvíg til framkvæmdar. FLEIRI Íhuga SJÁLFSVÍg Gríðarleg fjölgun erinda Geðhjálp hefur tekið við tvö- falt fleiri erindum frá konum en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Magma Energy í Kanada hefur fjármögnun fyrirtækisins á kaupum þess á 52 prósenta hlut Geysis Green Energy í HS Orku verið tryggð. Fyrirtæk- ið efndi til hlutafjárútboðs fyrir 4,8 milljarða króna á mánudag á kana- dískum verðbréfamarkaði. Seldist hlutaféð upp á þriðjudag. Það kemur líklega í ljós í lok þessa mánaðar eða í byrjun ágúst hvort kaupin gangi endanlega eftir, en hlutaféð kemur til greiðslu þann 27. júlí. Kaupverðið á hlutnum í HS Orku var sextán milljarðar króna. Áætlað var að fyrirtækið vantaði að minnsta kosti sex milljarða króna. Gangi kaupin eftir verður Magma komið með um 98,5 prósenta eign- arhlut í HS Orku. Magma kynnti á mánudag áform um hlutafjárútboðið og var ætlunin að verja fénu til kaupanna á hlutnum í HS Orku. Gengi hvers hlutabréfs var um 134 krónur. Ljóst er að áhugi fjárfesta á hlutafjárút- boðinu er mikill en ekki fengust upplýsingar um hverjir voru þar helstir. Á föstudag greindi Magma Energy frá því að Ross Beaty, stjórn- arformaður fyrirtækisins, myndi lána fyrirtækinu um 1,2 milljarða króna til kaupa þess á hlut Geysis Green. Veit ekki hvaðan féð kemur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, segist ánægð- ur með að fjármögnun Magma sé tryggð og búið að ganga frá henni. „Það lá alltaf fyrir að Magma þyrfti að sækja sér fjármagn til kaupanna. Það er ekki að safna háum fjár- hæðum frá hluthöfum sínum til að geyma þær. Fyrirtækið sækir fjár- magn til fjárfestinga þegar það þarf á því að halda. Hlutafjáraukningin er að sjálfsögðu mál sem er vand- lega undirbúið og er ekki farið í það að öðrum kosti,“ segir Ásgeir. Hann segir að þegar Magma hafi ráðist í hlutafjárútboð síðasta sum- ar hafi áhugi fjárfesta verið þrefald- ur miðað við það hlutafé sem var í boði. Hann segir að útboðið þá hafi meðal annars verið hugsað til sam- bærilegra fjárfestinga. Aðspurður hvaðan Ross Beaty fái þessa 1,2 milljarða króna til að lána Magma, segist Ásgeir ekki vita um það. Lán hans sé mun lægri fjárhæð en hlutafjáraukningin. Það sé ein- föld leið til að taka þátt í fjármögnun fyrirtækisins og leysi hluta hennar. „Ég get ekki svarað því hvaðan hann fær féð. Það er algengt að svona fjár- mögnun fari fram að einhverjum hluta með lánsfé og að einhverj- um hluta með hlutafé. Hér er því þannig farið að verulega lítill hluti er fjármagnaður með lánsfé enda er Magma Energy að langstærstum hluta fjármagnað með eigin fé,“ seg- ir Ásgeir. Samkvæmt þessum tíðindum tryggði Magma sér hlutinn í HS Orku án þess að fyrir lægi hvernig fyrir- tækið ætlaði að fjármagna kaupin á hlutnum í hitaveitunni. Þessir pen- ingar komu svo í hlutafjárútboð- inu sem lauk á þriðjudag og einnig frá eigandanum Ross Beaty. Áætluð kaup Magma á hlutnum í HS Orku hafa því án efa spilað stórt hlutverk í því að hlutafjárútboðið gekk eins vel og raun bar vitni. MagMa NÆR Í FÉ FYRIR hS ORKu Magma Energy aflaði 4,8 milljarða króna til kaupa á hlut í HS Orku í hlutafjárútboði í Kanada á þriðjudag. Ross Beaty, stjórnarformaður fyrirtækisins, lánar því að auki 1,2 millj- arða króna til kaupanna. RóBERt hlynuR BAlduRsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Alison Thompson, talsmaður fyrirtækjatengsla svarar: hversu mikilvægar eru þessar fimmtíu milljónir kanadadollara í að fjár- magna samning Magma við Geysi Green Energy? Myndi samningurinn ganga aftur ef hlutafjárútboðið gengur ekki sem skyldi? svar: „Magma Energy fékk féð úr tíu milljóna dollara lánasamningnum þann 9. júlí 2010. Fjörutíu milljóna dollara hlutafjárútboðinu lauk þriðjudaginn 13. júlí 2010. Féð sem fékkst úr hlutafjárútboðinu verður notað til að ljúka samningnum við Geysi Green Energy.“ hefur fjármögnun Magma á þessum fimmtíu prósenta hlut verið óljós hingað til? svar: „Magma Energy hefur haft nokkrar leiðir til að afla fjár til að taka yfir hlutaféð í HS Orku. Við skoðum alla kosti og veljum þá sem henta öllum okkar hluthöfum best.“ Gætir þú útskýrt fyrir mér hvers vegna fyrirtækið tekur tíu milljónir dollara að láni frá Ross Beaty til að borga fyrir hlutinn í hs orku? svar: „Tíu milljóna dollara lánasamningurinn var fjármögnunarleið sem stóð Magma Energy til boða. Hún er hugsuð sem fjármögnun til skamms tíma, skemur en tólf mánaða, og verður bráðabirgðafjármögnun þar til fjármögnun til lengri tíma liggur fyrir.“ hvenær verður það ljóst hvort Magma geti fjármagnað kaupin og hvernig? svar: „Magma Energy hefur nægilegt fé í sínum höndum til að fjármagna samninginn.“ Fyrirspurn dv til magma energy frjálst, óháð dagblað Ég get ekki svar-að því hvaðan hann fær féð. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.