Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Side 15
SPARAÐU MEÐ GRÆNMETI Gott sparnaðarráð er að nota mikið grænmeti í rétti, því það er að jöfnuði mun ódýrara en kjöt. Kjötrétti má drýgja með því að nota mikið af grænmeti í þá. Annað ráð er að sleppa kjöti al- gjörlega endrum og eins og þá er hægt að bæta öðrum próteingjöfum í rétti, eins og til dæmis kjúklinga- eða linsubaunum. Svo er hollt að borða mikið grænmeti. GOTT SUSHI Á FÍNU VERÐI Sushi- smiðjan er Sushi-staður sem er í einni af verbúðunum við Reykjavíkurhöfn. Staðurinn er nánast við hliðina á Sægreifanum og býður hann upp á ljúffengt sushi á góðu verði. Hægt er að fara þangað í hádeginu og fá sushi-bakka með sjö bitum af túnfisk, laxi og humri fyrir 1200 krónur. Meðal þess sem einnig er boðið upp á er sushi með hrefnukjöti. Bæði er hægt að borða su- shið inni á staðnum og eins taka það með sér. MIÐVIKUDAGUR 14.júlí 2010 NEYTENDUR 15 1Gefðu þér tíma til að skipuleggjaNauðsynlegt er að gefa sér góðan tíma til verðsamanburðar og skipulagning-ar. Oft er hægt að spara mikið með slíkri vinnu. Skoðaðu úrvalið af hótelgist- ingu og gerðu verðsamanburð á milli staða. Nýttu þartilgerðar vefsíður til að finna umsagnir um hugsanlega gististaði og berðu saman verð og gæði. Kannaðu enn fremur hvort sérstakt tilboð sé á fargjaldi til þess staðar sem þú hyggst fara á, og ef svo er, hvort þú getir hagrætt dagsetningum þannig að þú getir nýtt það. 2 Pantaðu tímanlegaBesta leiðin til þess að tryggja sér ódýrt flugfar er að panta það tímanlega á netinu. Ódýrustu sætin fara ætíð fyrst og því er gott að vera snemma í því að bóka fríið. Ákjósanlegt er að panta farið með um 10 mánaða fyrirvara, þá ertu öruggastur um að fá ódýrt far og á þeirri dagsetningu sem þú kýst. 3Leitaðu út fyrir Ísland Á veturna fljúga aðeins SAS, Icelandair og Iceland Express til og frá Keflavíkur-flugvelli. En á sumrin bætist við hópur erlendra flugfélaga, sem eykur úrvalið þitt. Í sumar fljúga Germanwings, Lufthansa, Air Berlin og Transavia einnig til Kefla- víkur, og með þeim er hægt að ferðast til fjölmargra áfangastaða. Iceland Express er ódýrasti kosturinn fyrir Íslendinga að öllu jöfnu, en stundum er hægt að bóka ódýrari ferðir með Air Berlin. Erlend lágfargjaldaflugfélög eru alla jafna besti kosturinn þegar flogið er á milli erlendra flugvalla. Hægt er að leita auðveldlega að ódýrum flugsæt- um á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, kefairport.is. Þar er Dohop-leitarvél þar sem sjá má ferðir allra flugfélaganna eftir brottfarar- og áfangastað, og sýnir verð þeirra. 4Nýttu þér tilboðEf þú ert ævintýragjarn og ekki of ákveðinn hvert þú vilt fara í frí er snjallt að nýta sér tilboðsferðir. Flugfélög bjóða oft upp á hræódýrar flugferðir, aðra leið eða báðar, til ákveðinna áfangastaða. Dæmi um þetta er Heiti potturinn hjá Iceland Express, þar sem boðið er upp á flugfar aðra leið til ýmissa áfangastaða, vanalega á um 10.000 krónur með sköttum. Air Berlin er einnig með tilboð til ýmissa staða, oft á svipuðum kjörum. Athuga ber, að Dohop-leitarvélin tekur ekki með tilboð á borð við Heita pottinn í niðurstöðum sínum. 5Íhugaðu pakkaferðirÞó að það eigi ekki ævinlega við er oft góður kostur að nýta sér pakkaferðir þar sem gisting er innifalin ásamt flugfargjaldi. Oft bjóðast einnig „allt-inni- falið“ ferðir, sem losa þig við kostnað sem getur reynst mikill, eða erfitt að áætla, líkt og vegna matar og drykkjar. Athugaðu þó hvort allt sé ekki örugglega innifalið. Icelandair, Sumarferðir, Vita og Heimsferðir eru meðal fjölmargra sem bjóða upp á pakkaferðir. Athuga ber að stundum er þó ódýrara að bóka ferðina sjálfur og þú ræður þá meira um tilhögun gistingar og einstakra þátta ferðarinnar. 6Talaðu við ferðaskrifstofurÞað er stundum ódýrara að bóka ferðina hjá skrifstofu, þó að þú þurfir að greiða þóknun. Þegar þú hyggur á flóknara frí þar sem þú þarft að leigja bíl, bóka gistingu og huga ítarlega að skipulagningu, er auðveldara og oftast að endingu ódýrara að fá ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Sex leiðir í ódýrt frí HVAÐ ÞÝÐIR HÆKKUN VIRÐISAUKASKATTS? Bækur Verð á bókum er eitt af því sem mun hækka, verði þrepakerfi í virðisaukaskatti afnumið. Þeir sem hyggja á frí erlendis geta oft þurft að greiða drjúgan skilding fyrir ferðina. Flugfargjöld hafa hækkað í efnahags- hremmingunum, en hygginn ferðalangur getur lækkað kostnað við ferðina með ýmsum leiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.