Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Síða 32
n Ólafur Johnson, skólastjóri og eig- andi Hraðbrautar, las mikinn pistil yfir hausamótunum á útskriftarnemendum skólans um síðustu helgi. Hugsanlegt er að þetta sé næstsíðasta útskrift Ólafs en Ríkisendurskoðun fer nú í saumana á bókhaldi skólans og liggur nokkuð ljóst fyrir að niðurstöðurnar verða ekki fal- legar þar sem Ólafur hefur tekið mikla peninga út úr skólanum. Í ræðu sinni við útskriftina gagnrýndi Ólafur harka- lega þá umfjöllun um málefni skólans sem verið hefur í DV að undanförnu og vildi skólastjórinn meina að um pólitískar ofsóknir væri að ræða vegna þess að sumir væru einfaldlega á móti einkaskólum. Meirihluti ræðu Ólafs fór í þetta tal um ofsóknir en þá liggur nokk- uð ljóst fyrir að mennta- málaráðuneytið, Kenn- arasamband Íslands og væntanlega líka Ríkis- endurskoðun stundi öll pólitískar ofsóknir gegn Ólafi. BEISK ÚTSKRIFTAR- RÆÐA Þessi skemmtilega mynd var tekin þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, tók við bók- inni Davíð Oddsson: í myndum og máli 1948–2008 úr hendi þeirra fylg- ismanna sinna sem voru í ritnefnd bókarinnar í ársbyrjun 2008. Davíð varð sextugur þann 17. janúar það ár. Það var Samband ungra sjálfstæðis- manna sem gaf bókina út. Gaman er að skoða þessa mynd og velta því fyrir sér hver staða þeirra er sem eru með Davíð á myndinni en um er að ræða þrjár kynslóðir davíð- ista sem þarna eru samankomnar til að fagna með meistara sínum. Þekktastur stuðningsmanna Dav- íðs á myndinni er Hannes Hólm- steinn Gissurarson, sem skrifaði textann í bókinni ásamt því að vera í ritnefnd. Hannes þarf ekki kynning- ar við enda hefur hann verið nán- ast vikulega í fjölmiðlum út af ýms- um málum um langt árabil. Eftir að Hannes skrifaði bókina um Davíð var hann dæmdur fyrir stórfelldan rit- stuld frá Halldóri Laxness. Aðrir með Davíð á myndinni eru hins vegar ekki eins þekktir. Lengst til vinstri á myndinni er Davíð Örn Jónsson, sem var stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og einn þeirra sem átti veg og vanda af því að koma bókinni um Davíð út. Við hliðina á honum stendur Gísli Baldur Gíslason, sonur Gísla Bald- urs Garðarssonar, eiganda Olís og Morgunblaðsins, en hann var í rit- nefnd bókarinnar um Davíð. Gísli Baldur er blaðamaður hjá Davíð á Morgunblaðinu í dag en faðir hans og ritstjórinn eru vinir og samherj- ar í pólitík. Loks er Sigurgeir Orri Sigurgeirs- son á myndinni við hlið Hannesar en hann kom að vinnslu og umbroti bókarinnar. Hann er bróðir Jónasar Sigurgeirssonar sem er fyrrverandi aðstoðar- og samstarfsmaður Hann- esar. Myndin minnir að mörgu leyti á sambærilegar myndir sem teknar voru af miklum leiðtogum og stór- mennum á tuttugustu öld eins og Maó, Vladimír Lenín, Jósef Stalín, Benító Mussólíni og fleirum. Svo blind er aðdáunin og fylgispektin. Enda má með sanni segja að Dav- íð, líkt og þeir, hugsi vel um sína. Davíð Oddsson tók við bók um sjálfan sig frá stuðningsmönnum sínum: KYNSLÓÐIR DAVÍÐISTA n Líklegt þykir að kaupsýslumaður- inn og fyrrverandi súlustaðaeigand- inn Magnús Ármann fylgi vini sínum Hannesi Smárasyni frá London til Lúxemborgar á næstunni. Líkt og DV greindi frá á föstudaginn er Hannes fluttur til Lúxemborgar en það kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu hans í máli slitastjórnar Glitnis í New York. Mikið var skrafað um væntanlegan brottflutn- ing þeirra félaganna til Lúxemborgar í Íslendingasamfélaginu í London og er komið á daginn að kvitturinn um Hannes var réttur. Líklegt þykir að fljót- lega muni það koma upp úr dúrnum að Magnús hafi einnig flutt sig um set yfir til meginlandsins. Magn- ús er með réttarstöðu grunaðs manns í Imon- rannsókninni hjá sérstökum sak- sóknara. Er Brimarhólmur þá í Lúx? DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. VEÐRIÐ Í DAG KL. 15 ...OG NÆSTU DAGA SÓLARUPPRÁS 03:34 SÓLSETUR 23:29 Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 FER MAGNÚS LÍKA TIL LÚX? REYKJAVÍK Fagna með meistara sínum Davíð Örn Jónsson, Gísli Baldur Gíslason, Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Sigurgeir Orri Sigurgeirsson sjást hér fagna útkomu Davíðsbókarinnar í ársbyrjun 2008. VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA 14 14 11 13 13 10 14 10 1217 16 11 3 3 33 3 3 5 4 6 3 6 3 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafar á landinu. Sjá kvarða. ATHYGLISVERÐAR HORFUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Góðviðrisspá er fyrir daginn á höfuðborgarsvæðinu. Léttskýjað í fyrstu en þykknar upp þegar skúraklakkar myndast og úr þeim má búast við síðdegisskúrum. Hann verður hægur af norðri eða breytilegri átt og hitinn allt að 14–15 stig. Á morgun eru horfur á léttskýjuðu veðri án síðdegisskúra ef fer sem horfir og hlýju veðri. LANDSBYGGÐIN Almennt verður bjart frá Eyjafjallajökli, yfir á Vestur- og Norðvesturland. Norðaustan til léttir smám saman til. Helst er að sjá skúrir suðaustan- og austanlands. Hins vegar má reikna með síðdegisskúrum sunnanlands sem gætu náð yfir á höfuð- borgarsvæðið en fari allt á besta veg ættu þær ekki að ná yfir á Borgarfjarðarsvæðið, en Suður- og Vesturlandið verður hlýjast í dag og raunar næstu daga í hægri breytilegri átt eða hafgolu. Annars verður víðast hægviðri en líkur á að norðaustan 5-8 m/s norðvestan til. NÆSTU DAGAR Afar athyglisverðar veðurhorfur eru fyrir helgina. Meginhluti landsins verður í hægviðri, sól og hlýindum. Helst að það verði skýjað austan til á landinu á föstudeginum og framan af laugardegi. Hitinn verður 12–23 stig, áberandi hlýjast sunnanlands og á Vesturlandi og hlýjast til landsins. Á Norður- og Austur- landi verða ágæt hlýindi, 12–14 stig en ég er hræddur við þokubakka úti við ströndina. Að líta yfir góðviðrið í spánum gefur manni vonir um einstaka helgi mjög víða og frábært útileguveður með tilheyrandi stemningu. Þetta veður gefur því sem er á Spáni ekkert eftir ef fer sem horfir og því læt ég Spánarmynd fylgja með að þessu sinni. Nánar um þetta á DV.is og í helgarblaði DV. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 3-5 13/11 3-5 10/8 0-3 11/8 0-3 14/12 3-5 11/8 0-3 12/8 3-5 11/9 3-5 13/10 3-5 10/8 3-5 14/11 5-8 9/8 3-5 15/12 0-3 15/11 3-5 14/11 5-8 13/10 5-8 11/8 0-3 12/10 0-3 10/8 3-5 11/9 0-3 6/5 3-5 8/5 5-8 7/5 3-5 11/9 3-5 14/12 5-8 12/10 3-5 13/11 5-8 14/12 5-8 12/10 5-8 16/13 5-8 12/10 0-3 12/10 0-3 9/7 3-5 11/8 0-3 7/5 3-5 9/7 5-8 10/8 10-12 13/9 3-5 17/14 0-3 13/11 3-5 18/15 5-8 17/14 3-5 14/11 0-3 15/12 3-5 14/11 0-3 13/11 0-3 13/11 3-5 13/10 0-3 11/8 3-5 9/7 0-3 13/10 5-8 13/10 3-5 16/15 0-3 12/9 0-3 17/15 0-3 15/12 3-5 14/11 24/17 26/17 26/21 25/21 21/16 24/21 26/22 22/18 28/24 24/18 20/15 26/22 24/22 18/14 21/17 21/17 22/19 28/24 24/19 20/15 26/22 25/20 18/14 22/16 22/16 23/19 28/24 26/21 26/16 26/21 25/21 18/15 22/20 22/20 22/19 29/24 Mið Fim Fös Lau hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.