Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 14. júlí 2010 miðvikudagur Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Fær að hafa hundinn „Miðað við það sem að ég er upp- lýstur um var niðurstaða stjórnar húsfélagsins sú að því yrði beint til eigenda í húsinu að heimila áfram- haldandi veru hundsins og tekið til- lit til aðstæðna á meðan Svanhildur Anna er að leysa úr sínum málum,“ segir Jón Pálmi Pálsson, bæjarstjóri á Akranesi. Svanhildur Anna Sveins- dóttir er sjón- og heyrnarskert og þjáist af jafnvægisleysi eftir heila- æxli. Hún fékk nýlega hund sem hjálpar henni mikið í daglegu lífi. Hún býr í fjölbýlishúsi á Akranesi og getur ekki haft hundinn nema með samþykki allra íbúa. Íbúar sem fluttu nýlega inn í húsið veittu henni ekki leyfi fyrir því að hafa hundinn. AGS talar fyrir opnum tjöldum „Mér finnst að mörgu leyti ágætt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé farinn að tala fyrir opnum tjöldum en ekki bara í hvíslingum inni í Stjórnar- ráðinu,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, um til- lögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að breytingum á íslenska skattkerfinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til breytingarnar í nýrri skýrslu. Þar kemur meðal annars fram að leggja ætti niður lægra þrep virðisauka- skattsins og fækka skattþrepum í tekjuskattskerfinu í tvö. Íslendingar 494 þúsund Íslendingar verða orðnir 494 þúsund talsins þann 1. janúar árið 2060. Þetta er samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Þó gæti farið svo að Íslending- ar verði ekki nema 386.500 árið 2060. Á vef Hagstofunnar kemur fram að sú nýjung hafi verið tek- in upp í mannfjöldaspánni að gerð eru þrjú afbrigði af henni, svokölluð lágspá, miðspá og há- spá. Afbrigðin miðast við ólíkar forsendur um fjölda barna á ævi hverrar konu og búferlaflutninga. INGIBJÖRG FÆR LÍKA R ÐGJAFALAUN FR 365 Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi fjölmiðlafyrirtækisins 365 og stjórn- arformaður félagsins, fær einnig ráðgjafagreiðslur frá fjölmiðlafyr- irtækinu til viðbótar við laun fyrir stjórnarsetu. Þetta segir Ari Edwald, forstjóri 365, aðspurður hvort 365 greiði laun fyrir ráðgjafarþjónustu til erlendra eignarhaldsfélaga í eigu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. Líkt og komið hefur fram í fjöl- miðlum fær Jón Ásgeir nærri 900 þúsund krónur á mánuði fyrir ráð- gjafastörf sín hjá 365 og samkvæmt orðum Ara fær Ingibjörg líka greitt fyrir að veita félaginu ráðgjöf. Ari segir að þessi greiðsla til Ingibjarg- ar fari þó beint til hennar en ekki í gegnum erlend eignarhaldsfélög. Hjónin eru því bæði á launaskrá hjá 365 fyrir að veita 365 ráðgjöf. En líkt og Ari sagði í DV á mánudaginn er hann afar ánægður með þá ráðgjöf sem Jón Ásgeir hefur veitt fjölmiðla- fyrirtækinu enda segir hann að Jón sé „toppráðgjafi“ og „toppmaður“ og að hann eigi þátt í uppgangi fjöl- miðla 365. Ráðgjöf vegna erlendra verkefna Ari segir að ráðgjafagreiðslurn- ar til Ingibjargar séu vegna tiltek- inna verkefna sem hún hafi unn- ið fyrir félagið. Því er ekki um að ræða fasta greiðslu sem Ingibjörg fær mánaðarlega fyrir almenna eða rekstrarráðgjöf heldur tímabundn- ar greiðslur, ef lagt er út frá orðum Ara. Ari vill þó ekki gefa það upp hvaða verkefni þetta eru sem Ingi- björg vinnur fyrir fjölmiðlafyrir- tækið. „Þetta er bara innanhúss- mál hjá okkur. Ég sé ekki ástæðu til að fara nánar út í það. Hvað við erum að gera hér innanhúss á ekk- ert erindi í opinbera umræðu. Það hefur alltaf tíðkast hjá þessu fyrir- tæki og forverum þess að stjórn- armenn séu virkir í ýmsum verk- efnum fyrir félagið, sérstaklega í verkefnum sem snúast um sam- skipti við erlenda aðila,“ segir Ari sem jánkar því að ráðgjafarvinna Ingibjargar snúist vissulega um slík samskipti við erlenda aðila. „Ein- hver hluti þessarar vinnu hennar snýst um það, já.“ Ari segir að honum finnist öðru máli gegna um ráðgjafarvinnu Ingi- bjargar fyrir 365 en Jóns Ásgeirs þar sem hún sé starfandi stjórnarfor- maður í félaginu. „Þessar spurning- ar varðandi stjórnarformanninn eru annars eðlis en spurningarnar varð- andi Jón Ásgeir, þar sem það mál kom upp opinberlega í þessum málaferlum í Bretlandi.“ Þess skal getið að Ingibjörgu er einn- ig stefnt í New York ásamt Jóni Ásgeir og viðskiptafélögum hans vegna meðferð- ar þeirra á Glitni og eru þau krafin um 260 milljarða króna í skaðabætur. Greiðsl- urnar frá 365 kunna að skipta máli í sam- bandi við stefnu Glitnis gegn þeim hjónum því Glitnir mun reyna að kortleggja eignastöðu hinna stefndu í málinu þegar metið er hversu miklar eignir bankinn geti sótt til þeirra. Greinir ekki frá upphæðinni Ari vill aðspurður ekki greina frá upp- hæðinni sem Ingibjörg fær frá 365 vegna ráðgjafarvinnunnar. „Ég held að ég hafi nú þegar gefið meiri upp- lýsingar um þessi mál en hægt er að ætlast til frá einkafyrirtæki. Fjárhæð- ir og annað slíkt er bara innan- hússmál hjá okkur. Ég mun ekki segja frá því hvað hún fær fyr- ir þessa vinnu. Það er alveg ljóst að Ingibjörg, ég og aðrir starfsmenn og ráðgjafar sem vinna fyrir þetta fyrir- tæki fá greitt fyrir sína vinnu. Ég held að þetta gæti ekki verið á annan hátt,“ segir hann. Ari segir að styttra sé síðan Ingi- björg hafi byrjað að vinna ráðgjafar- störf fyrir félagið en Jón Ásgeir. Ari segir að Jón Ásgeir hafi unnið ráð- gjafarstörf fyrir 365 í um það bil eitt ár, það er að segja frá því eftir banka- hrunið haustið 2008, en að Ingibjörg hafi unnið skemur sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið. „Störf Ingibjargar eru allt annars eðlis. Ingibjörg hefur verið stjórnarformaður 365 síðan um vor- ið 2008 og vinnur hún þessi ráðgjaf- arstörf í tengslum við það,“ segir Ari. „Ég get líka sagt þér að greiðslurnar til þeirra Jóns Ásgeirs og Ingibjargar fyrir unnin störf fyrir þetta fyrirtæki eru hreinir smámunir í samanburði við þá fjármuni sem þau hafa lagt til félagsins.“ Því liggur ekki fyrir hversu mikið þau hjónin, Jón Ásgeir og Ingibjörg, fá greitt í laun frá fjöl- miðlafyrirtækinu sem þau eiga. inGi f. vilhjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég held að ég hafi nú þegar gefið meiri upplýsingar um þessi mál en hægt er að ætlast til frá einka- fyrirtæki. Eiginkona jóns ásgeirs jóhannessonar, ingibjörg Pálmadóttir, er líka á ráðgjafa- launum hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Forstjóri 365 vill ekki gefa upp hvers eðlis ráð- gjöfin er né hversu mikið Ingibjörg fær greitt fyrir hana. Ingibjörgu er stefnt í New York ásamt Jóni Ásgeiri og reynir slitastjórn Glitnis að ná utan um eignastöðu þeirra. fá bæði ráðgjafalaun HjóninJónÁsgeirJóhannessonogIngibjörgPálmadóttirfá bæðiráðgjafalaunfráfjölmiðlafyrirtækinu365.JónÁsgeiráttifélagiðásínumtímaen Ingibjörgáþaðídagaðmestu. Gefur ekki upp launin AriEdwaldvillekkigefa upphversumikiðIngibjörg Pálmadóttirfæríráðgjafalaun frá365. SIGGI STORMUR: VEÐRIÐ GOTT Í SUMAR MÁNUDAGUR og ÞRIÐJUDAGUR 12. – 13. JÚLÍ 2010 fRéttIR RÉTTIR SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SMAKKA! ERna GUnnþóRS: OF GRÓF FYRIR FACE- BOOK? fólk NeyteNDUR GUðMUndUR REIf SjóvaRnaRGaRð: NÁGRANNI tIGeRS WOODS n SkólA- StJóRI keyptI flóRíDA-vIllU fRéttIR jón GaRðaR SElUR: kÆRAStAN kAUpIR MetRO fRéttIR daGblaðIð víSIR 79. Tbl. 100. áRG. – vERð kR. 395 „dýRlInGuRInn“ BREYtIR söGunnI n fÆR 760 ÞúSUND fyRIR RÁÐGJöf tIl ARA eDWAlD n eIGINkONA JóNS Á 365 n JóN „eR tOppMAÐUR“ n ARI kOMINN Á bíl JóNS n eyDDU 50-60 MIllJóN- UM kRóNA Á MÁNUÐI „jón áSGEIR ER TOpp- RáÐGjAfI“ út tek t fRéttIR byGGJA SUMARHöll í SkUGGA GJAlDÞROtS n leONARD-HJóN ReISA SUMARbúStAÐ OG byGGJA vIÐ HúSIÐ 25 „MÉR fAnnST HAnn SVO LjóTUR“ Ari ræður fyrrverAndi eigAndA: forsíða Dv mánudaginn12.júlí2010 Kári stefánsson skilur lítið í dagsektum Kópavogsbæjar: Drullupollumfækkað „Hið eina sem ég veit er að þeg- ar ég var að alast upp í Kópavogsbæ þá voru allar götur þar moldargötur með drullupollum og mér skilst að það hafi skánað eitthvað aðeins síð- an,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, um sektar- greiðslur Kópavogsbæjar gagnvart sér vegna ófrágenginnar lóðar við Fagra- þing 5 í bænum. Frá síðari hluta maí hefur Kópa- vogsbær beitt Kára dagsektum og daglega hafa bæst 20 þúsund krón- ur á skuldareikning forstjórans hjá bænum. Samanlagðar sektargreiðslur Kára nema nú nærri milljón króna. Á lóðinni hefur verið unnið að nýbygg- ingu Kára, sem samkvæmt fasteigna- skrá verður rúmir 500 fermetrar að stærð, en bæjaryfirvöld eru ósátt við að lóð hans sé ófrágengin í götunni. Líkt og DV greindi frá hefur bygg- ingarfélagið Eykt ehf. stefnt Kára vegna nýbyggingarinnar. Deilan snýr að ríflega 11 milljóna króna uppgjöri vegna byggingar á stóru húsi við Ell- iðavatn. Þar með berst Kári á tveim- ur vígstöðvum fyrir dómstólum því fyrirtæki sem sá um að hreinsa rot- þró hjá honum telur hann ekki hafa borgað fyrir verkið. Sjálfur segist Kári ekki hafa hug- mynd um hvað Kópavogsbæ gangi til með þessum sektargreiðslum og bendir á forsvarsmenn bæjarins til svara. Hann segist ekki hafa heyrt frá bæjaryfirvöldum lengi. „Þetta verða þeir hjá Kópavogsbæ að svara fyrir. Ég ræð engu þarna um og hef ekki hugmynd um hvað er þarna að ger- ast. Ég hef ekki frétt frá Kópavogsbæ í langan tíma. trausti@dv.is Bendir á bæinn Kárisegistekkihafa hugmyndumhvaðbænumgangitil varðandidagsektirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.