Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 22
HVERT STEFNIR H NABANDIÐ? 22 ÚTTEKT 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Í viðamikilli rannsókn kemur fram að lík-ur á skilnaði aukast mikið ef þú þekk-ir einhvern sem er að ganga í gegnum skilnað. Vísindamenn, sem rannsökuðu líf 12 þúsund Ameríkana frá árinu 1948, komust að því að skilnaður virðist smitast manna á milli í fjölskyldum, á vinnustöðum og í vinahóp- um. „Það fara einhvers konar dómínóáhrif í gang svo ef náinn vinnufélagi er að skilja auk- ast líkur á að þú skiljir við þinn maka um 75 prósent sem svo veldur því að einhver í þínu umhverfi verður líklegri til að skilja og svo koll af kolli,“ segir Rose McDermott sérfræð- ingur við Brown University á Rhode Island og bætir við að hver einn og einasti skilnaður valdi álagi á hjónaband fólksins í kring. „Það eru ekki aðeins skilnaðir vina og nánustu fjöl- skyldumeðlima sem hafa þessi áhrif heldur einnig skilnaðir vina vina þinna enda ferð- ast fréttir um skilnaði vanalega hratt manna á milli,“ segir McDermott sem telur að skilnað- ir annarra verði til þess að fólk líti gagnrýnni augum á eigið hjónaband. Í rannsókninni kemur einnig í ljós að skilnaður foreldra getur haft neikvæð áhrif á sambönd barnanna við sína maka og auki þannig líkur á að börnin endi einnig sitt hjónaband. Þar kemur líka fram að það skipti hvorki máli hvort hjón eigi börn eða ekki né hvort vinurinn sem stendur í skilnaði býr nálægt eða langt í burtu frá ykkur. „Ef þú vilt langt og hamingjuríkt hjónaband skaltu halda þig fjarri þeim sem eru að skilja,“ segir McDermott. Bættu hjónabandið Fagnið saman Það hvernig hjón bregðast við góðum fréttum er alveg jafn mikilvægt og hvernig þau bregð- ast við erfiðleikum, árekstrum og óhamingju, samkvæmt rannsókn. Hvernig bregst þú við afrekum manneskjunnar sem þú elskar? Fær ástin þín bros frá þér þegar hún stendur sig vel í vinnu eða prófi? Stekkurðu út í búð og kemur heim með blómavönd, kampavín og gefur henni „high five“? Elskist meira Í rannsókn háskólans á Havaí sögðust þátt- takendur af báðum kynjum vilja að mak- inn væri djarfari í hjónaherberginu en við- urkenndu að sjálfir væru þeir of meðvitaðir um sjálfa sig til að lýsa þeirra eigin þörfum og löngunum. Lausnin: Skrifaðu niður fimm atriði sem þú vilt að maki þinn segi eða geri þegar þið elskist. Ekki einbeita þér að ein- hverju sérstöku eins og sérstakri stellingu. Markmiðið er frekar að stuðla að almennum breytingum og fjölbreytni. Berið svo listana ykkar saman. Lágmarksgagnrýni Rannsóknir á hjónaböndum sýna að ein- kenni slæmra rifrilda er að þau hefjast á gagnrýni, en rifrildi sem hjálpa sambandinu hefjast á umkvörtun. Dæmi: „Ég vildi að við myndum stunda meira kynlíf“ hljómar betur en „þú nennir aldrei að stunda kynlíf. Hvað er málið með þig eiginlega?“ Það að velja réttu orðin getur skipt sköp- um þegar þú vilt ná fram ákveðnum breyt- ingum. Ræðið saman Þegar þið byrjuðuð saman eydduð þið ekki kvöldunum í spjall um ógreidda reikninga, vandamál í skóla og þak sem lekur. Auðvitað þarf að tala um þessi mikilvægu mál en sam- band ykkar er líka mikilvægt. Prófaðu að eyða smá tíma á hverjum degi í að tala um eitthvað annað við makann en hver á að fara út með ruslið. Ef makinn á erfitt með að einbeita sér að ákveðnu málefni bjóddu honum þá út í göngu og notaðu tækifærið til að tala um eitt- hvað jákvætt og skemmtilegt. Sanngjörn rifrildi Oft þróast rifrildi út í ágreining um hver hef- ur rétt fyrir sér. Eiginkona sjónvarpslæknis- ins dr. Oz, höfundurinn Lisa Oz, segir það að hafa rétt fyrir sér ofmetið. „Farið yfir rifrildi ykkar saman þegar þið hafið sæst. Voruð þið sanngjörn?“ Takið ábyrgð Ef það er eitthvað í hjónabandinu sem þú vilt breyta skaltu breyta því sjálf/ur. Ef þér leiðist finndu þá upp á einhverju að gera. Ekki sitja með fýlusvip og bíða eftir að makinn stingi upp á einhverju frábæru. Hversu gott er hjóna- bandið ykkar? Tina Tessina sálfræðingur og höfundur bókarinnar The Ten Smartest Decisions a Woman Can Make After 40 bjó til eftirfarandi lista eftir að hafa tekið viðtöl við fjölda sérfræðinga. Spurðu þig þessara spurninga í von um að gera þér grein fyrir því hvert hjónaband ykkar stefnir. Einblínirðu á það neikvæða? Skráðu niður alla góðu og alla slæmu dagana á dagatalið næstu tvo mánuði til að komast að hinu sanna. Hefurðu dregið þig til baka tilfinningalega? Ertu hætt að reyna að bæta sambandið? Heldurðu að það sé einhver von til að laga hjónabandið? Hafið þið orðið svo reið síðasta mán-uðinn að þið hafið hent hlutum eða barið hvort annað? Ef svarið er já: Hangirðu í hjónabandinu af því að þú ert hrædd við að verða ein? Eða ertu viss um að þú getir ekki gert betur? Þótt þú viljir að eiginmaður þinn breytist, verði til dæmis meira karlmenni, er virkileg þörf á því? Af hverju viltu ná þessum breytingum fram? Er ástæðuna að finna í æsku þinni? Stóð faðir þinn aldrei með þér þegar þú þarfnaðist hans? Leyfirðu honum að særa þig? Segirðu aldrei neitt þegar hann gagnrýnir þig fyrir framan aðra? Vaskarðu upp diskana fýld á svip af því að hann gerir það aldrei? Er gaman þegar þið eruð saman? Getið þið gert grín að aðstæðum ykkar þótt þær séu erfiðar? (það er jákvætt). Ef ekki: Getið þið bætt skemmtun inn í hjónabandið? Forðastu að ræða ákveðin málefni við makann? Ertu hrædd við hvað gerist ef þú bryddar upp á þeim? Þarfnastu meiri tíma ein? Hefur eitthvað mikilvægt gerst? Andlát, stórafmæli, atvinnumissir – sem hefur sett álag á samband ykkar og þarfnast umræðu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.