Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Page 19
JÓN HEIÐAR GUNNARSSON er framkvæmdastjóri Jafningjafræðsl- unnar, sem stendur fyrir heljarinnar Götuhátíð ásamt VÍS á föstudaginn. Á meðal þeirra sem koma fram eru Fönksveinar, Kristmundur Axel, Sing for me Sandra, Friðrik Dór og Raggi Bjarna. 61 ár skilur að yngsta og elsta flytjanda að sögn Jóns. RAGGI GÆTI VERIÐ AFI HINNA Ein besta fjárfestingin sem hægt er að gera í Danmörku þessa dagana er að kaupa hlutabréf í fyrirtækj- um sem framleiða heyrnartæki. Um það bil hálf milljón Dana heyrir illa, og um 300.000 þeirra nota heyrnar- tæki. Læknir við sjúkrahúsið í Ár- ósum telur þetta vera vegna auk- innar hávaðamengunar frá umferð, vinnuvélum og tónleikum, jafnt sem mikillar notkunar iPoda. Þeir sem eiga við heyrnarvandamál að stríða verða stöðugt yngri. En heyrnarsljóir fjölga sér einnig náttúrulega, ef svo má að orði kom- ast. Flestir sem byrja að nota heyrn- artæki eru yfir 65 ára gamlir, og er reiknað með því að þeim muni fjölga um helming næstu 25 árin. Samfara þessu aukast útgjöld til ummönn- unar eldri borgara jafnt og þétt. Enn er þó ekki um krísuástand að ræða, að minnsta kosti ekki í Danmörku. Á meðan aukinn fjöldi aldraðra kostar sveitarfélögin um 1,1 millj- arð danskra króna umfram núver- andi fjárlög fram til ársins 2013, þá er hægt að spara 1,4 milljarða með því að loka skólum sem ekki lengur er þörf á vegna skorts á nemendum. Frá 2014 munu hins vegar útgjöld vegna aldraðra fara fram úr því sem sparast vegna skorts á börnum. Þegar 68-kynslóðin réði heiminum... Þetta vandamál Dana á sér einnig stað í allri Vestur-Evrópu. 68 kyn- slóðin er sú langstærsta í sögunni í þessum heimshluta, mun stærri en þær sem komu á eftir eða á undan. Það hefur því staðið til í þó nokk- urn tíma að þegar hún fer á eftirlaun muni mikið álag skapast. Undanfar- inn 20 ár eða svo hefur 68 kynslóð- in verið á þeim aldri sem mest áhrif hefur, á milli fertugs og sextugs. Tveir Bandaríkjaforsetar kynslóð- arinnar voru Bill Clinton og George W. Bush. Því má segja að á þessum tíma var það 68 kynslóðin sem réð heiminum. Það hefði því verið klókt af henni að spara til mögru áranna, að búa svo um að hún hefði getað átt gott ævikvöld. 68 kynslóðin tók við heim þar sem velferð var mikil og upp- gangur stöðugur. Hún skilur eft- ir fátt nema skuldir. Í stað þess að safna fjármunum fyrir velferðar- kerfið til að eiga þegar þau fara á eft- irlaun, var slegið upp í eitt allsherj- arpartí. Turn on, tune in, drop out. Nú þurfum við ekki aðeins að borga reikninginn af því, heldur einnig fyrir ummönnun þeirra sem blésu til veislunnar. Byltingarsinnaðir ellilífeyrisþegar? Lausnin er einföld. Velferðarkerfið verður afnumið. Þetta hófst strax í góðærinu af hugsjónaástæðum, en heldur áfram af auknum krafti eftir að kreppan skall á. Skiptir hér engu máli hvort vinstri eða hægristjórn er við völd. Í raun var afskaplega aumt að sjá myndun svokallaðrar Norrænnar velferðarstjórnar í Nor- ræna húsinu í fyrra, þegar ljóst var að peningarnir voru búnir og úti var um alla velferð. Þau komu of seint. Við megum því vera þess fullviss að sá niðurskurður sem við þurfum að horfa upp á núna verður líklega aldrei tekinn til baka. Velferðarkerf- ið var búið til að mestu leyti und- ir einstökum kringumstæðum eft- ir lok seinni heimsstyrjaldar, þegar bæði hagvöxtur og samheldni voru mikil. Þetta er það ástand sem 68 kynslóðin réðist gegn og limaði á endanum í sundur. 68 kynslóðin munu þó vera öðru- vísi ellilífeyrisþegar en við eigum að venjast, mun aktífari, hraustari og lífsglaðari en þeir sem á undan komu. Líklega mun hún því geta haft áhrif langt fram eftir ævikvöld- inu. Hugsanlega getur hún enn breytt heiminum. Því eina leiðin til þess að viðhalda velferðarkerfinu er að endurskipuleggja auðinn. Það er nógur peningur til á Íslandi í dag sem víðar. Hann er bara í vösum ör- fárra. Heyrnartæki og byltingarmenn 1 BORÐA PÍTSUR UPP ÚR RUSLINU Fólk borðar pítsur úr ruslagámum Eldsmiðjunnar á Bragagötu. 2 SKÓLASTJÓRI TÓK MILLJÓNIR OG KEYPTI SÉR HÚS Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, á glæsilegt einbýlishús við Lake Nona í Flórída. 3 VARAÐ VIÐ NÍÐINGUM Á FACE-BOOK Varað er við hópi á Facebook sem er sagður safna myndum af börnum. 4 FÓLK ÞARF HJÁLP VIÐ AÐ OPNA REIKNINGA Fólk leitar til Geðhjálp- ar til að stofna reikninga. 5 SVANHILDUR ANNA: „ÉG HEF EKKI HEYRT ORГ Svanhildur Anna Sveinsdóttir vissi ekki hvort hún fengi að halda blindrahundi. 6 VEÐURSPÁR LOFA GÓÐU ÚT SUMARIÐ Síðar hluti sumarsins verður hlýr samkvæmt veðurspám. 7 SVANHILDUR ANNA FÆR AÐ VERA LENGUR MEÐ HUNDINN Svanhildur Anna Sveinsdóttir fær að halda blindrahundi sínum. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Fjölskyldumaður, atvinnumaður í handbolta og framkvæmdastjóri Jafningjafræðslunnar.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Ætli það sé ekki bara sitjandi uppi í sófa að horfa á Heidi í barnatímanum. Ég man ekki hvað ég var gamall, en ég man að ég skammaðist mín svo mikið fyrir að horfa á þetta, verandi strákur, að ég bað mömmu alltaf um að taka þáttinn upp á meðan ég var úti að leika með strákunum.“ Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Fyrst og fremst foreldra mína. Svo eru það líka hinir ýmsu línumannajaxlar eins og Dragan Skribic og Bertrand Gille.“ Hver er uppáhaldsbókin þín? „Veröld Soffíu.“ Uppáhaldsbíómynd? „Þær eru svo margar. Til að segja eitthvað nefni ég Lord of the Rings og Star Wars-seríurnar.“ Út á hvað gengur Götuhátíð Jafningjafræðslunnar og VÍS? „Að fagna sumrinu og sýna ungu fólki fram á að hægt er að skemmta sér á jákvæðan og skemmtilegan hátt, án þess að tengja skemmtun alltaf við áfengi.“ Hefur hún verið haldin oft áður? „Já. Jafningjafræðslan er stofnuð árið 1996 og hefur Götuhátíðin oft farið fram á þeim tíma, en hún hefur verið mjög misöflug. Í ár er hún alla vega mun öflugri en í fyrra og þetta er því vaxandi dæmi.“ Gæti Raggi Bjarna verið afi allra hinna sem koma fram á hátíðinni? „Já, ég held að hann færi auðveldlega með það. Það er mikill aldursmunur á milli flytjenda, til dæmis 61 ár á milli þess elsta og yngsta.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Jákvæðni og bjartsýni.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Ég held að hún muni minnka.“ JÓHANN GUÐBJARTSSON 38 ÁRA TÖLVUNARFRÆÐINGUR „Já“ BRYNJÓLFUR MAGNÚSSON 46 ÁRA STÚDITOR „Já, ég óttast að það verði raunin.“ KATRÍN SMÁRI ÓLAFSDÓTTIR 31 ÁRS LÖGMAÐUR „Já, ég er viss um það.“ HARPA BJÖRNSDÓTTIR 30 ÁRA LÖGMAÐUR „Já, bendir ekki allt til þess?“ ÞÓRA INGVADÓTTIR 46 ÁRA LEIKSKÓLAKENNARI TELUR ÞÚ AÐ MATARKARFAN MUNI HÆKKA Í VERÐI? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MIÐVIKUDAGUR 14.júlí 2010 UMRÆÐA 19 „Því eina leiðin til þess að viðhalda velferðarkerfinu er að endurskipu- leggja auðinn“ VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar Árekstur á horninu Ökumenn þessara tveggja bíla rákust saman við hornið á Hverfisgötu og Barónsstíg skammt frá verslun 10-11. Annar þeirra hafnaði á húsvegg og skemmdist nokkuð en hinn slapp betur. Talið er að hliðar þeirra hafi rekist saman. MYND HÖRÐUR SVEINSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.