Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 20
Afdrep þegar óbyggðirnar kalla „STJÖRNU- ­ORGANISTI“­Í­ HALLGRÍMSKIRKJU Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgríms- kirkju heldur áfram af sama krafti og undanfarið því á næstu vikum verða fernir tónleikar í viku hverri, einir kórtónleikar og þrennir fjöl- breytilegir orgel- tónleikar. Óhætt er að fullyrða að að þar beri hæst tónleikar Winfried Bönig, dómorganistans í Köln, næstkom- andi laugardag og sunnudag. Hann er þekktur víða um heim bæði sem orgelleikari og hljómsveitarstjóri auk þess sem Bönig er mikils met- inn kennari við Tónlistarháskólann í Köln. Einhverjir miðlar myndu kannski flokka Bönig undir svokall- aða „stjörnuorganista“, ef sú stétt er til á annað borð. Sjá annars nánar tónleika Bönigs og aðra tónleika í tónleikaröðinni á hallgrimskirkja.is. MIÐASALA­­ HAFIN­Á­HAUST- TÓNLEIKANA Ekki er ráð nema í tíma sé tekið; miðasala er hafin á árlega haust- tónleika Harðar Torfasonar. Tón- leikarnir fara fram 9. septemb- er í stóra sal Borgarleikhússins og flytur Hörður söngva sína og sögur. Fyrri hluti tónleikanna  í ár er tileinkaður fyrstu plötu Harðar sem var einmitt gerð fyrir 40 árum. Eftir hlé ætlar Hörður að flakka fram og til baka í tíma ... enn leitandi blárra blóma og hugsandi upphátt í bundnu sem óbundnu máli. Af mörgu er að taka af löngum ferli því plötur Harðar eru orðnar 22 að tölu. Miðasala á midi.is, miðaverð 3.500 krónur. THE­SWELL­SEASON­ TIL­ÍSLANDS Dúettinn The Swell Season heldur tónleika á Nasa þann 28. október. The Swell Season skipa írski tón- listarmaðurinn Glen Hansard og tékk neska tónlistarkonan Marketa Irglova. Glen er meðal annars þekkt- ur sem forsprakki írsku sveitarinnar The Frames. The Swell Season gáfu út frumraun sína samnefnda sveit- inni 2006 og vakti platan nokkra eft- irtekt. Árið eftir fór svo heldur betur að draga til tíðinda en þá léku Glen og Marketa í óháðu írsku myndinni Once ásamt því að gera tónlistina við myndina. Once sló óvænt í gegn á heimsvísu og varð stærsta óháða myndin árið 2007. Lagið Falling Slowly úr myndinni hlaut síðan hvorki meira né minna en Óskars- verðlaunin árið 2008 fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd. Miða- sala á tónleikana er hafin á midi.is. 20 FÓKUS 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR PALLI­OG­HAFFI­Tónleikar með yfirskriftinni The Freakshow 2 með Haffa Haff og Páli Óskari verða á Nasa á laugardagskvöldið. Einhver gæti spurt: Er bærinn nógu stór fyrir þá báða? Hvað svo sem rétta svarið við spurning- unni er ætla þessir gordjöss gaurar að troða upp saman á laugardaginn. Forsala miða fer fram í Forynju, Laugavegi 12. Miðaverð er 1.000 krónur, 20 ára aldurstakmark. HVAЭHEITIR­LAGIÐ? „Tinni er hetja, vinur í raun. Sumir vilja mein‘að hann drekki á laun.“ SVAR: TALANDI DÆMI MEÐ KK Verkamaðurinn Páll Baldvin er ungur list-málari sem dreymir um að vinna fyrir sér sem slíkur. Líf hans tekur miklum breyt- ingum þegar englar fara skyndilega að vitja hans í draumi og gera hon- um ljóst að á Íslandi leynist djöfl- ar sem margir hverjir séu valda- mestu menn á Íslandi. Þegar Páll tekur málin í sínar hendur og fer að skjóta á fyrirmenni með manna- saur og glerbrotum fer allt úr skorð- um og mikil vænisýki gerir vart við sig í efstu þrepum samfélagsins. Myndinni virðist ætlað að vera djúp og sniðug þjóðfélagsádeila með trúarlegu ívafi. Þetta fellur allt um sjálft sig enda með eindæm- um klisjukennt og eru samtölin oft á tíðum svo leiðinlega tilgerðarleg að maður gleymir stund og stað og man skyndilega að maður þarf að koma við í búð á leiðinni heim. Hér tekst mönnum að snúa skemmti- legri hugmynd um réttlætisridd- ara að lúskra á auðmönnum upp í tilgerðarlega trúarvellu með heim- spekilegum boðskap sem betur ætti heima á morgunkornspakka. Framvinda sögunnar er þar að auki ómarkviss og órökrétt og margir af stóru karakterunum virð- ast ekkert eiginlegt hlutverk hafa í söguþræðinum. Í lokin breyt- ist persóna Páls svo skyndilega og tekur stórundarlegar og órökrétt- ar ákvarðanir líkt og handritshöf- undurinn hafi ekki vitað hvernig ætti að greiða úr þeirri flækju sem handritið var komið í. Persónurnar eru margar hverj- ar stirðar og tekst aðalleikaran- um að fara muldrandi gegnum alla myndina. Sú aðferð virkar í nokkrum atriðum en þegar ekki lengur skilst hvað viðkomandi er að segja er eitthvað að. Hann er þó á köflum nokkuð viðkunn- anlegur og minnir einna helst á Daníel úr Næturvaktinni ef hann hefði verið leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni. Tæknileg hlið myndarinnar er engu betri, enda kannski ekki við öðru að búast þegar kvikmynd á borð við þessa er gerð við svo þröngan kost. Tæknibrellurnar eru óraunverulegar, standast eng- an veginn samanburð við það sem bíógestir eiga að venjast og minna helst á nokkurra ára gaml- an tölvuleik. Þrátt fyrir alla neikvæðnina hér að framan eiga aðstandendur myndarinnar hrós skilið fyrir að gera heila bíómynd án opinberra styrkja. En lengra nær hrósið ekki. Það að ná að klára óháða íslenska kvikmynd upp á eigin spýtur dugir eitt og sér ekki til að fá góða dóma. Handritið er óreiða, samtölin eru svæfandi og leikurinn er stirðari en við eigum að venjast í íslenskum bíómyndum og þá er mikið sagt. Jón Ingi Stefánsson BOÐBERI Leikstjóri: Hjálmar Einarsson. Aðalhlutverk: Darri Ingólfsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Pétur Einarsson, Jón Páll Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Magnús Jónsson, Gunnar Eyjólfsson. KVIKMYNDIR ­MISLUKKAЭ ÞREKVIRKI HRYÐJUVERK! Mikið gengur á í Boðbera. DRAMATÍK Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í Boðbera. Nýverið kom út mjög athyglisverð bók um fjallaskála í óbyggðum Ís- lands eftir Jón G. Snæland. Bókin heitir einfaldlega Fjallaskálar á Ís- landi en í henni er fjallað um nærri fjögur hundruð slík híbýli sem finna má hér á landi. Í ágætum inngangi höfundar segir að skálabyggingar í óbyggðum séu sennilega á sjötta hundrað og skráin því ekki algjörlega tæmandi um þetta viðfangsefni. Það breytir því ekki að framtak Jóns G. er frábært og ljóst að ekki er kastað til höndum við verkið. Nafn höfundar- ins er væntanlega kunnuglegt mörg- um þeim sem unun hafa af því að ferðast um landið því undanfarin ár hefur hann sent frá sér nokkrar bæk- ur sem tengjast útivist, þar á meðal Utan alfaraleiða, Ekið um óbyggðir og Heitar laugar á Íslandi sem Þóra Sig- urbjörnsdóttir var meðhöfundur að. Fjallað er um skálana í þessari nýj- ustu bók Jóns eftir landshlutum. Öllri umfjöllun fylgir mynd og upplýs- ingar um GPS-punkta skálans, stað- setningu á landakorti, nafn eiganda eða umsjónarmanns, símanúmer og stundum netfang viðkomandi, stærð gistirýmis og upplýsingar um kynd- ingu skálans. Loks er sagt frá aðgangi að skálanum, til dæmis hvort hann sé opinn eða lokaður ferðafólki og hvort skálavarsla sé þar yfir sumartímann. Langflestum skálunum fylgir einnig umsögn eða nánari upplýs- ingatexti þar sem meðal annars er sagt frá sögu og tilurð þeirra og lýsing á leiðinni sem að þeim liggur. Sá texti er allt frá einni setningu, þegar um neyðarskýli er að ræða eða þegar einfaldlega litl- ar sem engar upplýsing- ar eru fyrirliggjandi um skálann, og upp í 10-20 línur. Einstaka sinnum er sagt frá skálanum í lengra máli, sér í lagi þegar vitn- að er í frásögn Ingibjargar nokkurrar Sveinsdóttur af ferð sem hún fór um óbyggðir landsins árið 1980. Er það skemmtilegt krydd í þessa fróðlegu bók sem er óneitanlega mikill feng- ur fyrir ferðalanga þegar óbyggðirnar kalla. Aftast er svo sérkafli um gamla og sögulega skála, sem er vel. Enn- fremur verður að telj- ast bókinni til tekna að höfundurinn talar hreint út þegar híbýlin eru ekki upp á marga fiska. Hér og þar má því sjá setningar á borð við: „Þetta er lé- legur skáli.“ Texti bókarinnar og uppsetning er öll með ágætum. Mynd- irnar eru misjafnar að gæðum, eins og eðlilegt er í ljósi þess að iðulega eru það áhugamenn sem munda vélina en ljósmyndirnar eru eignaðar tug- um manna. Örnefnaskrá og skrá yfir heimildir er einnig aftast í bókinni, jafnt prentaðar, vefsíður sem stuðst er við og munnlegar heimildir. Kristján Hrafn Guðmundsson FJALLASKÁLAR Á ÍSLANDI Flytjandi: Jón G. Snæland Útgefandi: Skrudda BÆKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.