Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 14. júlí 2010 miðvikudagur Makríll mokveiðist nú í kringum landið og hafa nótaskip farið í góða túra í sumar. Þar á meðal er nóta- og togveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU-11 frá Eskifirði. „Þetta er búið að vera alveg feikilega gott. Við höfum farið þrjá túra með fullfermi af fryst- um makríl,“ segir Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni, og segir önnur nótaskip líkt og Vilhelm Þorsteinsson, Hákon og Hugin hafa einnig verið að mokveiða makríl. Á Aðalsteini Jónssyni leynist Kastljóssmaðurinn Helgi Seljan en eins og frægt er orðið sækir hann sjóinn í sumarfríum sínum frá Kast- ljósinu. „Já, ég hef gert þetta undan- farin þrjú ár,“ segir Helgi sem hefur farið tvo túra í sumar þar sem Að- alsteini hefur verið siglt heim með fullfermi af frosnum makríl en Helgi lagði af stað í sinn þriðja túr síðast- liðinn þriðjudag. Aðspurður hvað togi hann út á sjó segir Helgi pen- ingana vera eina af helstu ástæð- unum. „Ég væri að ljúga því ef ég segði að þetta væri einhver áhuga- mennska,“ segir Helgi. Gott að vera sjómaður á ný Daði skipstjóri segir makrílveiðina ganga vel og segir það vera loksins orðið bjóðandi aftur að vera sjómað- ur. „Þetta eru alveg viðeigandi laun og loksins er það aftur orðið gott að vera sjómaður,“ segir Daði. Hann segir það ekki hafa verið gott að vera sjómaður þegar mikill uppgangur var í landi fyrir nokkrum árum. „Þá var ekki gott að vera sjómaður og hefði ég fengið krónu minna í laun á þeim tíma hefði ég hætt. Maður var á sjó í 230 daga á ári frá fjölskyld- unni og hafði minni laun en smiður í Reykjavík. En núna þegar sjómenn er loksins farnir að þéna er dúndrað á okkur hátekjuskatti,“ segir hann. Mikið óselt Talað er um hálfgert ævintýri þeg- ar kemur að makrílveiðunum og er sagt að þetta séu ein mestu upp- grip hjá íslenskum sjómönnum síð- an loðna fór að veiðast við landið. Daði tekur undir að veiðin sé mik- il en segir þó ekkert vera á hreinu um aflaverðmæti. Verðið á makr- íl sé mun lægra en í fyrra. „Makríll- inn sem veiðist við landið er alltaf að stækka og erum við komnir í makríl sem er fimm hundruð grömm og þyngri. Hann nýtist vel til manneld- is. Verð á þessum fiski er þó ekki al- mennilega komið í ljós,“ segir Daði en tekur fram að sjómenn hafi þó ágætis tekjur af þessu eins og er. „Það er þó mikið af þessu óselt og ekkert verð komið á makrílinn eins og er. Þannig að það yrði skot út í bláinn ef ég ætti að fara að nefna einhverja tölu,“ segir Daði. Hann segir makrílinn sem veiðist hér við land ekki vera í sama gæða- flokki og þann sem veiðist hjá hin- um Evrópuþjóðunum en þar er hann veiddur seint á haustin. „Þessi makríll kemur þó í stórum stíl og það er nákvæmlega sama hvar við leggjum, við fáum alltaf makríl. Jafn- vel þó að leitartækin okkar sjái ekki makríl getum við samt lagt út og við fáum fisk.“ Meistari Helgi Seljan Aðspurður hvernig Helgi Seljan hafi staðið sig um borð segir Daði: „Al- veg eins og meistari. Hann er búinn að vera með okkur í mörg ár. Byrjaði hér sem púki og hefur alltaf stað- ið sig afar vel enda af miklu vinnu- mannakyni kominn. Pabbi hans er hörkunagli og vel þekktur sem slík- ur.“ Lítið kvartað undan kokknum Daniel Lecki er kokkur um borð í Aðalsteini Jónssyni og þegar vel gengur er kokkurinn ávallt ánægður um borð. „Maður vonar það besta þegar maður fer á sjó og það geng- ur mjög vel núna,“ segir Daniel Lecki kampakátur er DV náði tali af hon- um. „Það er ágætis veiði en við erum að leita að sem stærstum fiski,“ seg- ir Daniel en hann segir afar gott að vera á Aðalsteini Jónssyni. „Maður er í miklu betra skapi hérna og ég er að gera mitt besta.“ Hann segir mat- seldina ganga ágætlega og veit ekki til þess að margir hafi kvartað. Daniel er lærður kokkur en hann segist ekki hafa byrjað sem slíkur er hann hóf sjómennskuna hér á landi. „Ég var til sjós í Grindavík og þá slasaðist kokkurinn um borð. Skip- stjórinn þar vissi að ég væri lærður kokkur og bað mig um að elda. Ég var ekki mikið fyrir það en tók það að mér. Ég var ótrúlega stressaður fyrstu nóttina og svaf ekki og svitn- aði alla nóttina. Svo gekk þetta bara vel og ég hef verið til sjós sem kokk- ur níu ár eftir það,“ segir Daniel. „Loksins aftur gott að vera sjómaður“ Sjónvarpsstjarnan Helgi Seljan tekur þátt í mokveiði á makríl á Aðalsteini Jónssyni frá Eskifirði á miðun- um austur af landi. Er talað um að sjómenn hafi ágætis þénustu á meðan á makrílveiðum stendur en áhöfnin á Aðalsteini hefur farið þrjá túra í sumar og fengið fullfermi af makríl í hvert skipti. Pabbi hans er hörkunagli og vel þekktur sem slíkur. birGir oLGeirSSon blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Daði skipstjóri DaðiÞorsteinssonerskipstjóri áAðalsteiniJónssynifráEskifirði.Daðisegirhag sjómannahafavænkasteftirnokkurmögurárá meðanuppgangurvarílandi. Helgi Seljan býr sig undir vinnslu Kastljóssmaðurinnbýrsigundirvinnsluum borðíAðalsteiniJónssyni.HelgihefurveriðtilsjósáAðalsteiniámeðanKastljósiðerí fríi.„Égværiaðljúgaþvíefégsegðiaðþettaværieinhveráhugamennska.“ Góður mórall DaðiÞorsteinssonsegir góðanmóralveraumborðíAðalsteini Jónssyniogerumennduglegirviðað bloggaumlífiðumborðískipinu.Þará meðalhefurHelgiSeljanstungiðniður penna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.