Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 24
EFTIRSÓTTIR ÓLSARAR Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnu- deildar Víkings úr Ólafsvík, gerði öllum það morgunljóst í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport að efnilegustu leikmenn liðsins væru ekki falir þegar félagskiptaglugginn opnar. Þetta eru þeir Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Sama hvað munu þeir klára tímabilið í Ólafsvík en ekki verður staðið í vegi fyrir þeim að fara í haust, kjósi þeir svo. Jónas Gestur sagði ýmis lið úr efstu tveimur deildum Íslandsmótsins hafa haft samband við Ólsara og sum lið beint við leikmennina sem er bannað. Samkvæmt heimildum DV horfa bæði Fylkir og Stjarnan hýru auga til allra þriggja og þá er fyrirliðinn Brynjar Gauti á teikniborðinu hjá Íslandsmeisturum FH. HAUKAR VILJA SEMJA VIÐ SKOTANN Neðsta liðið í Pepsi-deild karla, Haukar úr Hafnarfirði, eiga nú í samningaviðræðum við skoska miðjumanninn Jamie Mcunn- ie sem hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu. Þetta kom fram á fótbolti.net Aftur á móti ætla Haukar ekki að semja við þá David Kiseljak og Aleksander Kuxmanovski sem hafa einn- ig verið til reynslu. Aleksander heldur vestur til Ísafjarðar þar sem hann mun spreyta sig hjá BÍ/Bolungarvík en Vestfirðingarnir eru í góðum málum í annarri deildinni og á leiðinni upp um deild. MOLAR ENGIN MUNNMÖK n Yfir 110.000 karlmenn eru brjál- aðir út í hollenska landsliðið fyrir að hafa ekki náð að landa sigri á heimsmeistara- mótinu. Eins og greint hefur verið frá ætlaði klámmynda- stjarnan Bobbi Eden ásamt vin- konum sínum að veita öllum að- dáendum sínum á Twitter ókeypis munnmök ef Hol- land ynni mótið. Spánn vann 1-0 og verður ekkert af gjörningnum. „Nei!“ var það sem flestir skrifuðu á Twitter-síðuna eftir að úrslitin lágu fyrir og margir blótuðu Andrés Iniesta í sand og ösku. Bobbi Eden lofaði þó að gera eitthvað svipað í framtíðinni. STOLTUR ARSENAL- MAÐUR n „Ég get sagt að þessi sigur á HM er fyrir alla leikmenn og stuðnings- menn Arsenal,“ sagði Cesc Fabre- gas, leikmaður Spánar, eftir að hann lyfti verð- launagripnum á loft. Fabregas hefur verið þrá- látlega orðaður við Barcelona og var hann meira að segja klædd- ur í treyju Börsunga af spænskum liðsfélögum sínum þeir fögnuðu heimsmeistaratitlinum. Aðspurður um framtíð sína sagði Fabregas ekki mikið en sagði þó: „Ég er leikmaður Arsenal og er stoltur af því.“ FÉKK TÍUNA n Milan Jovanovic, nýjasta liðs- manni Liverpool á Englandi, var út- hlutað treyju númer tíu hjá félaginu en í henni hafa leikið goðsagnir á borð við John Barnes, Terry McDermott, Jan Molby og John Toshack. Töluvert minni goðsögn lék þó í henni síðast en það var Úkraínumaðurinn And- riy Voronin sem spriklaði síðast um í tíunni á Anfield. Jovanovic er 29 ára gamall framherji sem kom frítt frá belgíska félaginu Standar Liege. Jovanovic skoraði eitt mark á HM með Serbíu, gegn Þýskalandi í riðlakeppninni. BANEGA TIL LIVERPOOL n Og aðeins meira af Liverpool. Samkvæmt ítalska íþróttablað- inu Corriere dello Sport er Ever Banega, miðjumaður Valencia, á teikniborði Liverpool-manna fari svo að Javier Mascherano fylgi Raf- ael Benitez til Inter. Banega var bú- inn að samþykkja til- boð Everton í fyrra en fékk ekki atvinnuleyfi á Englandi og varð því ekkert úr félaga- skiptunum. Bangega fór á kostum með Val- encia á síðasta tíma- bili og átti sína langbestu leiki frá því félagið keypti hann frá Boca Juniors á 18 milljónir evra árið 2008. 24 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Eins og glöggir golfáhugamenn hafa tekið eftir verður opna breska meistaramótið í golfi ekki sýnt í Sjónvarpinu eins og undanfarin ár heldur á Skjá Einum. Verða allir dagarnir fjórir sýndir í opinni dag- skrá. Þessi fjögurra daga útsend- ing markar nokkurs konar upphaf nýrrar golfsjónvarpsstöðvar, Skjár Golf, sem Skjárinn er að byrja með í september. Hilmar Björnsson, fyrr- verandi yfirmaður Stöðvar 2 Sports, verður yfir stöðinni sem hefst form- lega með sýningu á Ryder-bikarn- um í september. „Þetta er mín hugmynd sem er unnin eftir sænskri fyrirmynd. Þetta er áskrifarstöð sem ég hef rosalega mikla trú á. Golf er á gríðarlegri uppleið og ég hef fulla trú á því að golf verði orðið vinsælasta íþrótt á Íslandi innan nokkurra ára, hvað varðar iðkendafjölda,“ segir Hilmar en stöðin er nú þegar búin að hafa af Stöð 2 Sport allar helstu keppnir heims. „Við erum búnir að tryggja okk- ur opna breska, opna bandaríska, Ryder-bikarinn, Forsetabikarinn, Evrópumótaröðina og PGA-móta- röðina. PGA-meistaramótið dett- ur svo inn eftir næstu keppni. Auk þess munum við sýna frá kvenna- golfi þar sem konur eru stór hópur golfiðkenda. Af 60.000 iðkendum á Íslandu eru 19.000 konur,“ segir Hilmar en mun fólk vilja bæta við sjónvarpsstöð fyrir golf í kreppunni? „Áður en við fórum af stað í þetta létum við gera heljarinnar könnun sem kom mjög jákvætt út fyrir okkur þannig við hjóluðum af stað í þetta. Þarna fær golfarinn náttúrulega alla fjóra daga í helstu mótunum í beinni og auk þess verða ýmis fríð- indi í boði fyrir áskrifendur. Áskrif- endur verða fljótir að vinna upp mánaðargjaldið eins og þeir munu sjá,“ segir Hilmar Björnsson. tomas@dv.is Hilmar Björnsson stýrir sjónvarpsrásinni Skjár Golf: OPNA BRESKA Í OPINNI DAGSKRÁ Kominn í golfið Hilmar Björnsson verður yfir Skjá Golfi. Elsta og virtasta stórmót í golfinu, opna breska meistaramótið, hefst á fimmtudaginn. Aftur er kom- ið að elsta golfvelli heims, St. Andr- ews-vellinum í Skotlandi, að halda mótið en það hefur farið þar fram á fimm ára fresti frá árinu 1990 og alls 27 sinnum. Tiger Woods er mættur á staðinn en hann sækist eftir sínum fjórða sigri á opna breska. Hann hef- ur unnið mótið í bæði skiptin á þess- um áratug, 2000 og 2005, en í bæði skiptin fór það fram á St. Andrews. Má því segja að hann kunni vel við sig á upphafsstað íþróttarinnar. Tig- er setti magnað met á mótinu fyrir tíu árum sem stendur enn þann dag í dag. 100 ár frá sigri heimamanns „Gamli völlurinn“ á St. Andrews er elsti golfvöllur í heimi. Fyrstu skráðu gögn um staðinn eru að golfkylf- ur hafi verið keyptar þar árið 1506 en opna breska hefur verið haldið þar frá 1873. Fyrst var keppt á opna breska árið 1860 og er því mótið 150 ára gamalt í ár. Við völlinn stendur hið fornfræga vallarhús The  Royal and Ancient Golf Club of St. And- rews en þó mega margir klúbbar auk almennings spila á vellinum. Þetta verður í 28. skipti sem opna breska er haldið á St. Andrews. Bandaríkjamönnum hefur liðið afar vel á vellinum en sex af síðustu átta mótum hafa Bandaríkjamenn unnið. Síðasti Bretinn til að vinna var Eng- lendingurinn Nick Faldo árið 1990 en heimamaður hefur ekki hrósað sigri á St. Andrews síðan árið 1910. Tiger kann vel við sig Tiger Woods er mættur til leiks á opna breska og hefur eytt síðustu dögum í að æfa sig á vellinum sem hann kann svo vel við. Síðustu tvö opnu bresku sem haldin hafa verið á St. Andrews hefur hann unnið með yfirburðum. Fyrir tíu árum þegar Tiger var aðeins 24 ára gamall vann hann opna breska á St. Andrews með skorinu nítján undir pari. Það met stendur enn þann dag í dag sem lægsta skor nokkurs manns á öllum risamótunum fjórum. Tiger hefur unnið opna breska meistaramótið þrisvar sinnum og á að baki fjórtán sigra á risamótum. Síðustu tvö ár hafa verið honum erfið vegna meiðsla og vandamála heima fyrir svo vægt sé til orða tek- ið. Hann hefur ekki unnið mót frá því hann hrósaði sigri á opna bandaríska árið 2008. Síðasta mót sem hann tók þátt í var opna bandaríska á Pebble Beach-vellinum þar sem hann sýndi að hann hefur engu gleymt. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokadeginum og endaði í fjórða sæti en frammi- staða hans þar lofar góðu fyrir opna breska. Heimilislífið hefur engin áhrif Tiger er að skilja við konu sína, Elin Nordegren, eftir stórfellt framhjáhald en hann sagði á blaðamannafundi að vandamálin heima fyrir hefðu engin áhrif á spilamennsku hans. „Það hef- ur einfaldlega engin áhrif. Hingað er ég kominn til að keppa á stórmóti. Þetta er opna breska meistaramótið á St. Andrews, ég meina, það verður ekki betra en þetta. Þetta er heimili golfsins,“ sagði Tiger við frétta- menn. Hann hef- ur litlar áhyggj- ur af því hvað öðru fólki finnst um hann og hans gjörðir. „Hei, fólki má finnast það sem það vill. Allir mega hafa sína skoðun. Flest fólkið sem ég hef verið í kringum á þeim mótum sem ég hef spilað hefur verið alveg frábært,“ sagði Tiger en hann ætlar sér sigur á mótinu. „Ég vil vinna sama hvað. Það væri frábært, alveg einstaklega frá- bært. Mín bíður samt mikil vinna en sigrarnir mínir hérna hafa verið með þeim stærri á mínum ferli þar sem þetta er nú heimili golfsins. Það er frábært að vera á með- al þeirra miklu meistara sem hafa unnið hér og að vera hluti af þeirri sögu skiptir mig miklu máli,“ sagði Tiger Woods. TÍU ÁR FRÁ SÖGULEGUM SIGRI TIGERS Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn. Það er nú haldið á upphafsstað íþróttarinnar, St. Andrews-vellinum í Skot- landi, á 150 ára afmæli mótsins. Þar kann Tiger Woods afar vel við sig en hann þráir sinn fyrsta sigur í tvö ár. Áratugur er síðan hann setti ótrúlegt met á vellinum sem stendur enn þann dag í dag. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Þetta er opna breska meistara- mótið á St. Andrews, ég meina, það verður ekki betra en þetta. THE CLARET JUG Eftirsóttasti verð- launagripurinn í golfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.