Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 7
miðvikudagur 14. júlí 2010 fréttir 7 Sett er út á ýmis atriði í viðaukasamningi menntamálaráðuneytisins og Hraðbraut- ar. Misræmi í fjárframlögum til skólans og nemendafjölda er eitt þeirra sem og greiðsla á arði og lánveitingum út úr skólanum til eiganda hans, Ólafs H. Johnson. Samstarfið við skólann er framlengt til að tryggja hagsmuni nemenda skólans. Menntamálaráðuneytið gerði at- hugasemdir við arðgreiðslur og lánveitingar út úr eignarhaldsfé- lagi Menntaskólans Hraðbraut- ar í viðaukasamningi við skólann sem skrifað var undir í lok júní síð- astliðinn, samkvæmt heimildum DV innan úr menntamálaráðu- neytinu. Líkt og DV hefur greint frá gildir viðaukasamningurinn á milli ráðuneytisins og skólans þar til í lok júlí á næsta ári. Samstarfs- samningurinn á milli ráðuneytis- ins, sem leggur skólanum til um 80 prósent af þeim tekjum sem hann fær árlega, var undirritaður árið 2007 og rennur út í lok þessa árs. Heimildir DV innan úr mennta- málaráðuneytinu herma að við- aukasamningurinn hafi fyrst og fremst verið gerður við samstarfs- samninginn til að eyða óvissu þeirra nemenda skólans sem luku fyrra ári sínu í skólanum nú í sum- ar. Samkvæmt þessu má segja að samningurinn hafi verið gerð- ur með hagsmuni nemenda skól- ans að leiðarljósi. Samningurinn er framlengdur án skuldbinding- ar um frekari framlengingu á sam- starfinu við Ólaf Johnson, eiganda og skólastjóra Hraðbrautar. Heim- ildir DV herma að ráðuneytið muni meðal annars líta til úttekt- ar á starfi skólans sem verið er að vinna þar og eins á væntanlega út- tekt Ríkisendurskoðunar á fjármál- um skólans þegar ákveðið verður hvort samstarfið við skólann verð- ur framlengt næsta sumar. Misræmi í fjárframlögum Heimildir DV herma að meðal þess sem ráðuneytið hafi gagnrýnt í nýja tímabundna samningum við Hraðbraut hafi verið að misræmi hafi fundist í fjárframlögum til skólans og þeim nemendum sem stunduðu þar nám þegar ársreikn- ingar skólans. Í þessu felst að skól- inn hafi fengið of háar fjárveiting- ar frá ríkinu miðað við það hversu margir nemendur stunduðu þar nám. DV hefur áður greint frá því að skólinn hafi fengið of háar fjár- veitingar sem hann hafi ekki þurft að greiða til baka að fullu. Að sama skapi setti mennta- málaráðuneytið einnig út á arð- greiðslurnar og lánin sem voru veitt til félaga í eigu Ólafs og Nýsis út úr eignarhaldsfélagi skólans, líkt og áður segir. Það eru meðal annars þessi at- riði sem Ríkisendurskoðun á að skoða og kortleggja í athugun sinni á fjármálum skólans og virðist at- hugun ráðuneytisins á þessum þáttum í ársreikningum skólans hafa leitt til þess að ákveðið var að senda málefni skólans til Ríkisend- urskoðunar. Niðurstaða ráðuneytisins virð- ist því hafa verið svipuð og niður- staða DV í þeim umfjöllunum sem birtar hafa verið um málefni skól- ans í blaðinu: Að ekki geti talist eðlilegt að Ólafur Johnson hafi tek- ið sér svo mikinn arð út úr rekstrar- félagi skólans og jafnframt að ekki geti talist eðlilegt að tugir og jafnvel hundruð milljóna króna séu lánað- ar út úr félagi sem á og rekur skóla. Óvíst um inntöku nýrra nemenda Samkvæmt því sem DV kemst næst hefur menntamálaráðuneyt- ið ekki sett Ólafi nein skilyrði varð- andi inntöku nemenda í Mennta- skólann Hraðbraut á komandi haustmisseri. Inntaka nemenda í skólann mun vera á ábyrgð hans sjálfs en fremur ólíklegt verður að teljast að nýir nemendur munu vilja hefja nám í skólanum fyrst ekki liggur ljóst fyrir hvort skól- inn mun starfa áfram eftir sum- arið 2011 – skólinn býður upp á tveggja ára nám til stúdentsprófs. Reyndar er það frekar ólíklegt að svo verði eftir því sem heimildir DV herma. Ljóst er hins vegar að með þess- um viðaukasamningi munu þeir nemendur sem búnir eru með fyrra ár sitt í skólanum geta lokið stúdentsprófi frá honum. Ef nýir nemendur hefja nám í skólanum er hins vegar líklegt að þeir nái að- eins að klára fyrra árið þar sem lík- leg lending í Hraðbrautarmálinu er að skólinn verði lagður niður eftir sumarið 2011. Ólafur Johnson neitar að ræða við DV um málefni skólans. Í þessu felst að skólinn hafi fengið of háar fjár- veitingar frá ríkinu á fjárframlögum miðað við það hversu margir nemendur stunduðu þar nám. ingi f. vilHJálMsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Fjárveitingar frá ríkinu til Menntaskól- ans Hraðbrautar 2003 til 2010 n2003 55,0milljónir n2004 115,0milljónir n2005 156,0milljónir n2006 163,3milljónir n2007 163,0milljónir n2008 173,2milljónir n2009 168,2milljónir n2010 158,0milljónir Samtals 1151,7 milljónir Arðgreiðslur út úr Hraðbraut ehf. 2003 til 2010: n2003 0 n2004 0 n2005 10milljónir n2006 14milljónir n2007 27milljónir n2008 6milljónir Samtals 57 milljónir króna Fjárveitingar framtíð Hraðbrautar skoðuð MenntamálaráðuneytiKatrínarJakobsdóttur munskoðaframtíðHraðbrautareftiraðniðurstaðaíúttektráðuneytisinsá skólanumsemogniðurstaðaíúttektRíkisendurskoðunarliggurfyrir. n „þetta er búið að gan ga ákaflega vel“ n kennarar telJa Sig Un DirbOrgaða n greiDDi 27 MillJÓnir Í arð á tapári n ÓlafUr JOhnSOn kvÍð ir ekki rannSÓkn ÓSÝNILEGA VALDA- STÉTTIN Á ÍSLANDI fréttir JÓHANNA GIFTIST JÓNÍNU fréttir beStU tJalDStÆðin MánUDagUr og þriðJUDa gUr 28. – 29. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 73. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 neytenDUr ScOOter Í lanDi karlS n þJÓðverJinn Spilar Í galtalÆk fÓlk n hélDU Upp á Daginn Í S veitinni ÞorGErðUr ENDUr- NÝJAðI SAmNINGINN KATrÍN SENDIr mÁLIð TIL rÍKISENDUrSKoðUNAr BJörN SAmDI VIð ÓLAF TÓK TUGI mILLLJÓNA Í Arð FrÁ SKÓLANUm eigandi og SKÓLaSTJÓRi MennTaSKÓ LanS HRaÐBRaUTaR: millj arður í ríki sstyr k Misræmi í framlögum Eittafþvísem ráðuneytiðsettiútáístarfsemiHraðbrautarí nýjumtímabundnumsamstarfssamningivar aðmisræmivarífjárveitingumtilHraðbrautar ogþessnemendafjöldasemþarvarviðnám. Dv 26. júní 2010 Lyf fyrir fíkla SÁÁ tekur nú þátt í tilraun á lyfinu naltrexone. Lyfið hefur verið not- að í nokkur ár við áfengissýki með nokkrum árangri, en sænskir vís- indamenn hafa gert rannsókn sem gefur vonir um að lyfið geti komið í veg fyrir fall hjá amfetamínfíklum. Öll leyfi liggja fyrir rannsókninni og rannsóknarstarfið er hafið á Vogi. Undirstofnun bandaríska heil- brigðisráðuneytisins, NIDA, kostar rannsóknina að mestu en nokkur kostnaður mun þó falla á SÁÁ. Engir innlendir aðilar hafa fengist til að styrkja rannsóknina. Hjartaáfall orsök banaslyss Lögregla hefur lokið rannsókn á um- ferðarslysi sem átti sér stað á Hafn- arfjarðarvegi norðan Arnarnesbrúar að morgni 18. desember 2009. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið til suðurs Hafnarfjarðarveg og yfir á akbraut fyrir umferð úr gagn- stæðri þannig að úr varð árekstur. Ökumaður var einn í bifreiðinni sem ekið var suður Hafnarfjarðarveg en tveir menn í hinni. Þeir létust allir í slysinu. Í krufningarskýrslu kom fram að ökumaður bifreiðar sem ekið var suður Hafnarfjarðarveg var meðvitundarlaus er árekstur varð. Hann hafði fengið hjartaáfall og var hann úrskurðaður látinn við komu sjúkraliða á slysstað. Ísland og Kína í samstarf Kína og Ísland vinna saman að jarðhitanýtingu í Austur-Afríku ef tillaga sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra bar undir Xi Jin- ping, varaforseta Kína, verður að veruleika. Samkvæmt tillögu utan- ríkisráðherra myndu Kínverjar afla fjármagns, en hlutur Íslands myndi byggjast á íslenskri sérfræðiþekk- ingu, og verður framlag Íslands til yfirfærslu á endurnýjanlegri orku- tækni í samræmi við Kaupmanna- hafnarsáttmálann frá í desember. Varaforseti Kína taldi hugmyndina mjög góða til að efla samvinnu Kína og Íslands. Fleiri unglingar í meðferð Í fyrra leituðu færri unglingar 19 ára og yngri sér meðferðar á Sjúkrahúsið Vog en undanfarin ár. Kreppan virt- ist því ekki breyta sjö ára jákvæðri þróun í þessum efnum. Þvert á móti, virtust fyrstu áhrif kreppunnar vera minnkandi vímuefnaneysla ungl- inga. Nú virðist unglingunum fjölga aftur ef tölurnar frá Vogi eru skoð- aðar fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs. Það virðist því full þörf að vera vel vakandi gagnvart vímuefnaneyslu unglinga og slaka hvergi á í forvörn- um og unglingameðferð. SETT ÚT Á GREIÐSLU aRÐI oG L nUm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.