Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 25
EKKI SAMA HVAR ER SPILAÐ Bikarmeistar- ar Breiðabliks eru staddir í Skotlandi en þeir eiga leik í forkeppni Evrópudeildarinnar gegn Motherwell á fimmtudaginn. Motherwell endaði í fimmta sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Töluvert dýrara er á völlinn úti en hér heima. Á heimasíðu Mother- well er miðinn auglýstur á 20 pund eða 3.800 krónur. Hér heima fæst miðinn þó á 1.800 krónur sem eru rétt ríflega 9 pund. Blikar ætla sér stóra hluti í leikjunum tveimur en Ólafur Kristjánsson, þjálf- ari liðsins, fór utan um daginn til að skoða mótherjana á æfingu. LEIVA Á FÖRUM Ítalska úrvalsdeildarliðið Palmero hefur staðfest að félagið hafi haft samband við Liverpool varðandi kaup á brasilíska miðjumanninum Lucas Leiva. Leiva hefur átt erfitt uppdráttar á Anfield og aldrei staðið undir þeim væntingum sem Rafael Benitez gerði til hans, sem og stuðningsmenn liðsins. Talið er að Liverpool setji fimm millj- óna evra verðmiða á Brasilíumanninn. Sky Italia heldur því þó fram að svo hátt verð fæli Palmero burt en Liverpool verður nauðsynlega að selja menn til að kaupa nýja. MOLAR PALLI HÆTTUR n Frægasta dýr heims um þessar mundir, kolkrabbinn Páll, er búinn að leggja spádómsgáfuna á hilluna í bili. Páll spáði rétt um alla leiki Þýskalands á HM og úrslit- um í leiknum um heimsmeist- aratitilinn. Mun hann ekki spá meira en Palli hefur þó ekki sagt skilið við frægðina. „Það eru mörg tilboð búin að berast sem við erum að skoða. Við munum fara vel yfir það hvernig við getum látið hróður Páls berast enn lengra án þess að hann þurfi nokkuð að spá fyrir einu né neinu,“ segir talsmað- ur sædýrasafnsins í Oberhausen þar sem hann býr. VILL FJÓRÐA RISATITILINN n Ernie Els, kylfingurinn geðþekki frá Suður-Afríku, vill ólmur vinna opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtu- daginn. Els var í baráttunni um sigurinn á opna bandaríska fram á lokadaginn þar sem hann fór illa að ráði sínu og endaði þriðji. „Ég er ekki búinn að vinna risatitil í átta ár en hef verið nálægt því svo oft. Ég vil bara einu sinni ná að klára mót almennilega. Mér finnst ég samt ekkert vera að renna út á tíma. Ég á alveg fimm til sex ár eftir og það eru allavega 24 risamót. Það var bara svo svekkjandi að klára ekki dæmið á opna banda- ríska,“ sagði Ernie Els sem hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum. HÖFUM SÉÐ ÞAÐ SVARTARA n Forseti Ferrari í Formúlu 1, Luca di Montezemolo, hefur sagt öku- og starfsmönnum liðsins að vera ekki svekktir með ár- angurinn til þessa heldur reyna að bæta ráð sitt fyrir seinni hluta keppnistímabils- ins. Ökuþórar lið- anna eru í fimmta og áttunda sæti stigamótsins, langt frá efstu mönnum og þá er Ferr- ari ekki nálægt efstu liðum í keppni bílasmiða. „Það þýðir ekkert að gráta þetta. Við þurfum bara að tækla seinni hluta mótsins á jákvæðan hátt,“ sagði Montezemolo á blaðamannafundi í verksmiðju fyrirtækisins. HVAÐ VORUM VIÐ ÁN LEBRONS? n Íbúar Cleveland eru brjálaðir þessa dagana eftir að LeBron James ákvað að ganga til liðs við Miami Heat. Pistlahöfundurinn Phillip Morris á vefsíðunni cleveland.com bað þó fólk aðeins um að átta sig á því sem Lebron gerði fyrir liðið og borgina. „Hvað vorum við áður en LeBron kom hingað árið 2003. Var litið á Cleveland sem borg áður en þessi átján ára strákur byrjaði að sína listir sínar hér. Fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki um traust, það er bara afsökun til að halda aðdáend- um ánægðum. Félagaskipti snúast bara um pen- inga,“ sagði hann. MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2010 SPORT 25 Hilmar Björnsson stýrir sjónvarpsrásinni Skjár Golf: OPNA BRESKA Í OPINNI DAGSKRÁ Spútniklið VISA-bikarsins, Víking- ur úr Ólafsvík, fékk heldur betur stórleik í undanúrslitum VISA-bik- ars karla en dregið var í hádeginu í gær. Ólsarar mæta Íslandsmeist- urum FH á Kaplakrikavelli en Vík- ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pepsi-deildar lið Stjörnunnar að velli í átta liða úrslitum í hádram- tískum leik. Fór leikurinn alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni þar sem Einar Hjörleifsson, markvörð- ur liðsins, og hinn ungi Þorsteinn Már Ragnarsson voru hetjur liðs- ins. Í hinum undanúrslitaleiknum hjá körlunum mætast KR-ingar og Framarar en þessi lið áttust við í mögnuðum leik fyrr á tímabilinu. Leiddu Framarar 2-0 á Laugardals- vellinum en síðasta korterið skor- aði KR þrjú mörk og tryggði sér sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Hjá konunum drógust sam- an tvö efstu lið Pepsi-deildarinn- ar, Valur og Þór/Ka. Stjarnan datt því í lukkupottinn en hún mætir 1. deildar liði ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. tomas@dv.is Dregið í undanúrslit VISA-bikarsins: Ólsarar fara í Krikann UNDANÚRSLIT KARLA 28. júlí FH - Víkingur Ólafsvík Kaplakrikavöllur kl. 19.15 29. júlí KR - Fram KR-völlur kl. 19.15 UNDANÚRSLIT KVENNA 24. júlí ÍBV - Stjarnan Hásteinsvöllur kl. 14.00 24. júlí Valur - Þór/KA Vodafone-völlurinn kl. 14.00 VISA-BIKARINN Hörkuleikur Þegar Fram og KR léku í Pepsi-deildinni fyrr í sumar enduðu leikar 3-2 KR í vil eftir að Fram komst í 2-0. MYND TOMASZ KOLODZIEJSKI TÍU ÁR FRÁ SÖGULEGUM SIGRI TIGERS Sigurvegarar á opna breska síðustu tíu árin. Ár Nafn Völlur (Skor) 2009 Stewart Cink, Bandaríkjunum Turnberry (-2, vann í umspili) 2008 Pádraig Harrington, Írlandi Royal Birkdale (+3) 2007 Pádraig Harrington, Írlandi Carnoustie (-7, vann í umspili) 2006 Tiger Woods, Bandaríkjunum Royal Liverpool (-18) 2005 Tiger Woods, Bandaríkjunum St. Andrews (-14) 2004 Todd Hamilton, Bandar. Royal Troon (-14, vann í umspili) 2003 Ben Curtis, Bandaríkjunum Royal St. George (-1) 2002 Ernie Els, Suður-Afríku Muirfield (-6, vann í umspili) 2001 David Duval, Bandaríkjunum Royal Lytham & St. Annes (-10) 2000 Tiger Woods, Bandaríkjunum St. Andrews (-19)* * MET Á ÖLLUM STÓRMÓTUM FYRRI SIGURVEGARAR HEFST Á FIMMTUDAGINN Tiger púttar á sautjándu braut með hið víðfræga klúbbhús vallarins fyrir aftan sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.